Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 16
EFTIR JÓN GEIR ÞORMAR Rotta úr holrœsum horgarinnar. Þetta eintak á að stoppa upp og geyma á safni því slíkt dýr mun ekki vera til í eigu íslenska ríkisins. táílÍlliBfeösi ' Rottur liafa löngum veriö tengdar öllu illu í hugurn fölks. Hræðsia við rottur er nokkuð sem þykir sjálfsagður og eðlilegur hlutur. Maður sem tæki ástfóstri við þessi dýr yrði fljótt álitinn bilaður, ef hann væri það ekki fyrir. Svo virðist sem rottur séu þau dýr á landinu sem hvað minnstrar sarhúðar njóta meðal almennings. Rottur hafa, beint eða óbeint, orðið valdar að útbreiðslu margra hra;ðilegra sjúkdóma, m.a. hins illræmda sjúkdóms , ..svartadauða". Knda virðast þær helst blómstra í ýmiss kouar skít ög drullu. Mýsnar eru heldur ekki vel séð dýr, u ' þa-r séu álitnar illskárri. Sú rottutegund sem algengust er hér á landi kallast brúna rottan eða norska rottan (rattus norwegicus). Þær eru yfirleitt á bilinu 35—45 cm að lengd og í kringum 250 g að þyngd. Þær éta allt sem tönn á festir en velja frekast kornmat ef hann býðst. Þær eru vel syndar og geta verið lengi í kafi í einu. Rottur fjölga sér hratt. Á einu ári geta komið 800 einstaklingar af einu rottupari og er þá átt við af- kvæmi, afkvæmi þeirra o.s.frv. Því er full ástæða til að halda þeim í skefjum. Það hefur komið fyrir að árum hafi verið eytt í að útrýma rottum á ákveðnum stað og þegar það hefur heppnast þá sofna menn á verðinum og halda að vandamálið sé úr sögunni að eilífu. Þær fáu rott- ur sem eftir eru fá tækifæri til þess að fjölga sér í ró og næði og á einu ári getur ástandið orðið eins slæmt og það var verst áður. Rottan hefur sterkar tennur og nagar allt sem hún kemur nálægt. Það er ótrúlegt, en hún nagar sig jafnvel í gegnum steinsteypu. í skolpræsunum naga rotturnar gat á efri hlutann á rörunum, krafsa út í jarðveginn og búa sér þar til hreið- ur. Síðan, þegar þær vantar að éta, fara þær niður í ræsið og finna sér æti. Rotturnar geta með þessu móti lifað alla sína ævi í skolpræsunum og þurfa aldrei að líta dagsins ljós. Þegar þær komast í mannabústaði naga þær sundur rafmagnsleiðslur og geta valdið íkveikju, eyðileggja húsbúnað og matvæli, fyrir utan all- an sóðaskapinn sem fyígir þeim. ROTTUR UNDIR LÆKJARGÖTU Við ræddum meindýr þessi og eyðingu þeirra við Ásmund Reyk- dal, sem er yfirmaður meindýra- varnadeildar hjá Reykjavíkurborg. Starfsemi deildarinnar felst annars vegar í því að sinna kvörtunum frá fólki og hins vegar í eftirlitsferðum á þá staði, þar sem rottur geta hald- ið sig. Ásmundur sagði að ástandið væri mjög gott það sem af er þessu ári og rottum hefði farið fækkandi á síðustu árum, þrátt fyrir að borgin hefði þanist út. Nákvæm skrá væri haldin yfir rottu- og músagang og fylgst með breytingum milli ára, raunar var það strax um 1950 sem farið var að halda slíka skrá yfir kvartanir sem berast frá fólki (sjá súlurit). Bænum er skipt í 4 eftirlitssvæði og farið er þó nokkuð oft á þá staði þar sem talið er að rottur og mýs geti sest að, og eitrað fyrir þær. Þess- ir staðir eru holræsaútföll, fjörur, vöruskemmur og hafnarsvæðið svo eitthvað sé nefnt. Átak var gert á 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.