Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 23
EFVIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. Árni Sigurjónsson, ritstjóri Kilju- klúbbs Máls og menningar. Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar. Sigurður Valgeirsson, útgáfustjóri Almenna bókafélagsins. Finar Kárason, rithöfundur. I FÍLABEINSTURNI >> JL sland er lítid land. Fámennt. Gott ad byrja greinar á klisjum. Þá uerda menn ekki hrœddir um að eitthvaö nýstárlegt sé á ferdinni. Af smœöinni og fámenninu leidir hins vegar svokallað kunningja- samfélag. Kunningjasamfélagið leiðir af sér klíkur. Litla hópa sem geta verið, á óbeinan hátt að vísu, „valdamiklir" innan einstakra greina og ,,dómínerað“ umrœðu innan hennar. Jafnvel að einhverju leyti stjórnað hverjir komast áfram og hverjir ekki. Kunningjaþjóðfélagið er byggt upp á tveimur grunnþáttum. Ann- ars vegar frændsemi og hins vegar þvi að hafa verið saman í menntó. Einhverra hluta vegna eru allir svo óskaplega vinmargir í menntó og mikil skelfing hvað fólki helst á þess- ari vináttu, jafnvel þó það þróist í ólíkar áttir og eigi kannski ekki ann- að sameiginlegt en hafa veriö sam- an í latínu og þýsku, sem er nú ekk- ert sérstakt til að byggja vinskap á. Eða? Ein af bókmenntaklikum landsins er einmitt upprunnin úr menntó en hefur svo lítillega vikkað eftir því sem árin hafa liðið. Þetta er það sem kalla mætti hina nýju ráðandi kyn- slóð innan bókmenntanna og raun- verulega er það uppakynslóðin sem verið er að tala um. Nema hvað þessir menn koma af vinstri kantin- um en hafa skellt skollaeyrum við hinni gömlu klisju að vinstri menn megi ekki og geti ekki verið í fyrir- tækjarekstri. Þessi klíka hefur á sér orð fyrir íhaldssemi, samtryggingu og kvenhatur (í bókmenntalegum skilningi orðsins). Hún er líklegast sú sterkasta í íslenskum bók- menntaheimi í dag, teygir anga sína í allar áttir, markaðslega, fræðilega og útgáfulega. í henni eru eftirtald- ir: Halldór Guðmundsson, mag. art. og útgáfustjóri Máls og menningar; Örnólfur Thorsson, háttsettur hjá Svörtu á hvítu; yngri bróðir hans, Guðmundur Andri, ritstjóri eina ís- lenska bókmenntatímaritsins, þ.e. Tímarits Máls og menningar; Sig- urður Valgeirsson, útgáfustjóri AB; Björn Jónasson, forstjóri Svarts á hvítu; Arni Sigurjónsson, doktor og ritstjóri Kiljuklúbbs Máls og menn- ingar. Svo eru það skáldin, allar bók- menntaklíkur verða að hafa skáld innanborðs. Hér eru það Einar Kárason, Einar Már og Sigfús Bjart- marsson. Allt gamlir vinir úr menntó og raunar miklu fyrr og þar að auki og ekki síður úr bókmennta- námi í háskólanum. E JL-iins og sjá ma er þetta skemmti- leg upptalning. Þeir félagar hafa lagt undir sig Mál og menningu, stjórna útgáfu Almenna bókafélags- ins, eiga og stjórna Svörtu á hvítu og hafa að auki innanborðs þau skáld af yngri kynslóðinni (sem var yngst en er það kannski ekki lengur, svona ca. næstyngst kannski) sem einna athygliverðust þykja og helst er hlustað á af almenningi. Einar Kára. Kvikk í kjaftinum, temmilega röff til að passa við bækurnar sem hann hefur skrifað. Einar Már. Nokkurs konar óskabarn endurnýj- unar í íslenskri skáldsagnagerð, a.m.k. á tímabili. Ef þetta væru al- vöru krimmar og myndu vilja gera einhverjum óleik þá væru hæg heimatökin. Þræðir hópsins liggja víða og vegir hans órannsakanlegir eins og einhvers staðar var skrifað um einhvern. Innstu koppar í búri i þremur stærstu forlögunum og geta því haft á það veruleg áhrif hvað kemur út af bókum og eftir hverja. Enginn sakar þá um raunverulegan klíkuskap eða „plottisma", en eins og einn viðmælenda HP orðaði það: ,,Ef þeir notfæra sér klíkuskap þá er það bara allt í lagi því þeir hafa metnað fyrir hönd bókmenntanna." Það er langt siðan háskólinn varð núll í íslenskri bókmenntaumræðu. Steindauður stendur hann á stalli í Vatnsmýrinni og verður með sama áíramhaldi nýtanlegur sem kol fyrir aldamótin. Það er einmitt það sem gerir að verkum að íslenskt bók- menntalíf er kannski að nokkru öðruvísi en annars staðar. Hér er há- skólinn aftur úr, hefur ekkert frum- kvæði að einu né neinu og er þar að auki lens í útgáfumálum. Eina ís- lenska tímaritið sem eitthvað kveð- ur að er TMM. Það er ekki einu sinni skrifað af mönnum innan háskólans heldur er því þveröfugt farið. Há- skólamennirnir eiga þangað ekkert erindi, hafa ekkert að segja. Þess vegna er hér engin „elita" eins og annars staðar myndast í kringum háskóla, einstaka kennara og fræði- menn. Ekki nema þar sem Helga Kress fer. Hún er lifandi hluti bók- menntanna í háskólanum, ein og sér. En hún er kona og heldur fram þeirra málstað. Hefur að vísu safnað að sér hjörð fræðikvenna en hún getur eðíilega ekki verið elíta. Þó jafnrétti sé að aukast er enn ekki hægt að byggja upp elítu á eintóm- um konum. Hins vegar kemur sjálf- sagt að því, þar sem það eru næst- um eingöngu konursem leggja fyrir sig bókmenntanám um þessar mundir. En þrátt fyrir að háskólinn hafi ekkert að segja í umræðunni hefur hann völd. Hann hefur nefnilega yfir að ráða stöðum sem menn vilja gjarna gegna. Og hann getur hafn- að mönnum í slíkar stöður. Háskól- inn hefur til að mynda í tvígang hundsað doktorspróf Árna Sigur- jónssonar, einu sinni mag.art.- gráðu Halldórs Guðmundssonar. Af þessu er klíkan ekki hrifin. í hennar augum eru háskólamennirnir gaml- ir og úr sér gengnir. Og hún talar þar ekki bara fyrir sjálfa sig heldur og fyrir flesta unga tilvonandi fræði- menn hér á landi. Hins vegar eru flestir þessir menn menntaðir til að gegna stöðu fræðimanns. Til þess þurfa þeir að komast inn í háskól- ann. Beint í gin Ijónsins. A A a. meðan háskólamennirnir sofa værum svefni fara þeir félagar ham- förum. Árni Sigurjónsson hefur á undanförnum árum skrifað tvær bækur um Halldór Laxness, líklega ítarlegustu fræðibækur sem íslend- ingur hefur skrifað um Laxness. Halldór Guðmundsson hefur gefið út bók um Laxness, kom út fyrir síð- ustu jól og heitir Loksins loksins. Ekki þarf að fara mörgum orðum um stefnu Máls og menningar undir útgáfustjórn Halldórs, hún er sú metnaðarfyllsta í forlagi hér á landi, sérstaklega á sviði nútímabók- mennta. Á meðan sjá Björn Jónas- son og Örnólfur Thorsson um metn- aðinn á sviði fornbókmenntanna. íslendingasögurnar og nú síðast Sturlunga. Á meðan akademían hefur verið mörg ár að velkjast með þessar bækur milli handanna drífur Svart á hvítu þær út á fáum árum af fullkomnum fræðilegum metnaði, auk þess að gera þær aðgengilegar fyrir almenning. Það er nefnilega líka munurinn á þessum hópi og eldri mönnum aö þeir skilja eðli og þarfir markaðarins og skammast sín ekkert fyrir að viðurkenna það og láta standa sig að verki við að mata markaðinn. Ekki frekar en þeir skammast sín fyrir að viðurkenna að þeir séu reyfaraaðdáendur og tala hispurslaust um að íslenskir höfundar ættu margir hverjir að leggja það fyrir sig að skrifa afþrey- ingarbókmenntir af metnaði frekar en að sperra sig við listaverk sem þeir hafa ekki tök á að skapa. Þann- ig að þó að háskólinn hafi hafnað fulltrúum hópsins þá hafa þeir ein- faldlega farið aðrar leiðir til að koma sér á framfæri. Drifið þetta út sjálfir í forlögum sem þeir sjálfir stjórna. En það verður heldur ekki af þeim skafið að í þessum hópi eru efnilegustu fræðimenn okkar og einn viðmælandi HP, sem fylgst hef- ur með þeim lengi, segir þessa stöðu þeirra í íslensku bókmenntalífi ekkert undarlega. Þeir eigi hana skilið vegna þess að þeir séu andleg- ir atgervismenn og það hafi verið ljóst i menntó að þetta væru fram- tíðarmenningarvitar þjóðarinnar. í samræmi við það hafa þeir tekið þátt í klúbbi sem kallaður var fíla- beinsturninn, reyndar var hann stofnaður af öðrum og þar voru fleiri en þeir sem tilheyra marg- nefndum hópi. En þessi hópur hefur samt orðið tákngervingur fílabeins- turnsins. Auðvitað er það ekki svo að fíla- beinin starfi markvisst í einhverri klíku og noti sér til framdráttar þá samstöðu og þau áhrif sem þeir hafa. Og hvorki listrænt né fræði- lega telja þeir sig sitja í fílabeins- turni. Þannig er það ekki. Hins veg- ar viðurkenna sumir þeirra að það sé ekki spurning að þetta hafi haft jákvæð áhrif fyrir þá frekar en hitt. Þeir standa þétt saman og hleypa engum, a.m.k. fáum, nærri sér og skilja hvað það er að standa fast saman. Þeir hlæja þegar þeim er bent á hversu áhrifamiklir þeir eru í raun og veru í íslensku bókmennta- lífi. Finnst tilhugsunin um klíku sem öllu ræður næsta fáránleg. Viður- kenna samt að klíkumyndun geti verið spurning um sjónarhorn. Það sem einum finnst mögnuð klíka er ekkert fyrir einhverjum öðrum. Einn þeirra orðaði það þannig að ef það væri rétt að þeir hefðu sýnileg áhrif þá kæmu vafalítið einhverjir ungir menn fljótlega og spörkuðu þeim út í hafsauga. Eins og þeir hafa sjálfir sparkað næstu kynslóðum á undan í burtu og komið sér þægi- lega fyrir með fingurinn á púlsinum í bókmenntalífinu. Þar una þeir sér vel. Hugmyndin um bókmennta- hátíðina síðastliðið sumar, sem kom frá skáldunum Einari Braga og Thor Vilhjálmssyni, var dyggilega studd af þeim og fulltrúar þeirra sátu í ráð- inu eða nefndinni sem kom þessu öllu í kring. Fullvíst má telja að ef fílabeinin hefðu ekki komið við sögu hefði aldrei neitt gerst. A.m.k. ekki í líkingu við það sem þó gerð- ist. JX eir vilja sjálfir tæpast kannast við að vera klíka eða hópur, öðru- vísi en aðrir kunningjahópar í þjóð- félaginu. Samt nefndu næstum allir viðmælendur HP umsvifalaust þennan hóp þegar þeir voru spurðir hvort þeir þekktu einhvern hóp sem væri áberandi í bókmenntalífinu. Þeir eru því í fílabeinsturni, hvort sem þeim líkar það betur eða verr — jafnvel þó nafnið hafi sjálfsagt orðið til í gríni í upphafi. (Grein þessi er passlega ýkt og stíl- færð til að gefa samsæriskenning- um byr undir báða vængi.) HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.