Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 9
bíóinu. Við völdum þann kostinn að byggja upp glæsilegt bió — Borgar- bíó er nú orðið glæsilegasta bíó landsins, hiklaust. Þetta kostaði peninga og framkvæmdir fóru fram úr áætlun. Okkur skorti rekstrarfé og þá voru reifaðar margar hug- myndir, eins og t.d. að leigja eða selja hótelið, en þar steytti meðal annars á þessu grundvallaratriði okkar að veita ekki vín. En félagar okkar í Stórstúkunni reyndust til- búnir að ganga til samninga við okkur um tímabundna eignaraðild að fyrirtækjunum, þannig að há- marksframlag yrði 10 milljónir króna. Þar af er um þriðjungur kom- inn fram og ekki einu sinni víst að nokkuð bætist við. Þeir fengu um leið 2 menn í 7 manna stjórn, en önnur skilyrði fylgdu ekki.“ Ingimar sagði að ástæðan fyrir því að ekki hefði verið farið út í rekstrarúttekt af hálfu Búnaðar- bankans væri sú, að stutt hefði verið í ársuppgjör, og væri nú unnið að gerð áætlunar um hvernig standa ætti skil á teknum lánum. „Þetta verður í staðinn unnið af þeim aðil- um sem hafa haft með bókhald fyr- irtækjanna að gera. Við drógum þetta, því síðasta ár var slæmt og bíóið mikið til lokað og við vildum sjá hvað þessir mánuðir með fullum rekstri gerðu. Því aðeins töldum við áætlun raunhæfa að hjólin snerust á fullu." FRJÁLSLEGA TÚLKUÐ ÁKVÆÐI Skattalögin eru ekki ítarleg þar sem um skattundanþágur Iögaðila er að ræða. Aðilar undanþegnir skattskyldu eru samkvæmt 4. grein laga um tekju- og eignaskatt meðal annars lögaðilar sem „verja hagnaði sínum einungis til almenningsheilla og hafa það að einasta méu-kmiði sam- kvæmt samþykktum sínum" og svo sjálfseignarstofnanir, félög, sjóð- ir og stofnanir „sem ekki reka at- vinnu“. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem HP fékk hjá skattyfirvöld- um er hugtakið „almenningsheill" mjög teygjanlegt í reynd og hefur verið túlkað frjálslega gagnvart mjög mörgum félagssamtökum. Ekki virtist vera hægt að fá al- menna, algilda túlkun eða skilgrein- ingu á því í hvaða tilfellum „almenn- ingsheill" væri ótvírætt gild rök- semd fyrir skattfríðindum, starf- semi félaga væri svo margs konar og ekkert einhlítt svar til. Aðallega væri í hverju tilviki litið til þess í hvað afraksturinn af rekstrinum rynni. Þannig þykir ljóst, að hótel- og bíórekstur stúkanna á Akureyri nýtur ótvírætt skattfríðinda í ljósi þess að afraksturinn rennur til stúkustarfs, vínlauss hótels og bíós sem telur sig leggja áherslu á menn- ingarmyndir og áróðursmyndir gegn áfengisneyslu (þetta síðast- talda er reyndar æði frjálsleg fram- setning að mati flestra viðmælenda HP!). DÓMUR FRÁ 1945 Þess er þó að geta að lokum, að árið 1945 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli, sem risið hafði vegna deilna um heimild Bíóhallarinnar á Akranesi til undanþágu frá greiðslu skemmtanaskatts. Lög um skemmt- anaskatt, nr.56/1927 nú nr.58/1970, b-liður 3. grein, þágu undan þessum skatti skemmtanir, sem haldnar væru í góðgerðarskyni eða til styrktar málefnum, sem miða að al- menningsheill. í skipulagsskrá Bíóhallarinnar var það ákvæði, að rekstrarafgangi skyldi fyrst og fremst varið til mannúðar- og menn- ingarmála. Var stuðningur við stofn- un og rekstur elliheimilis og sjúkra- húss nefndur sem dæmi slíkra mála. í dómi Hæstaréttar segir: „Eftir þessu er heimild forsvarsmanna Bíóhallarinnar á Akranesi til ráð- stöfunar á arðinum ekki bundin við glöggt afmarkað verkefni, heldur lagt á vald þeirra að meta hverju sinni, hvað telja skuli til mannúðar- og menningarmála. Var því ekki tal- ið, að aðili þessi nyti undanþágu 3. greinar b-liðs nefndra laga.“ Ef þessi dómur Hæstaréttar hefur fordæmisgildi hvað varðar aðrar skattundanþágur en skemmtana- skatt þyrfti því í hverju tilviki að vera um „glöggt afmarkað verk- efni“ að ræða til að njóta skattfríð- inda. Hitt er ljóst, að brýna nauðsyn ber orðið til að setja skýr laga- ákvæði um skattfríðindi félaga, sjálfseignarstofnana og mannúðar- og menningarstofnana. Félagsmálaráðherra. Með því að taka upp markaðsvexti á húsnæðislánum dregur sjalfsagt úr eftirspurn eftir lánum, en í raun þýða markaðsvextirnir að kaupgeta lántakenda er stórlega skert. sú, ef dregið verður verulega úr kaupgetu íbúðarkaupenda, að ennþá stærri hópur færist úr al- menna kerfinu og yfir í það félags- lega. Mörkin á milli þeirra sem eiga þess kost að búa í eigin hús- næði og hinna sem ekki geta það verða skarpari. Félagslega kerfið stækkar. En þessi breyting gerist ekki næsta vetur, eða þar næsta. Nú þegar hefur húsnæðislána- kerfið skuldbundið sig til að greiða til umsækjenda eftir lánum 20— 25 milljarða króna. Með laga- breytingu er hægt að skera þessar lánsskuldbindingar eitthvað nið- ur, en ekki nema um 3—5 millj- arða. Þetta þýðir að það fé lífeyris- sjóðanna sem kemur inn í kerfið á næstu misserum rennur til þess að afgreiða menn í biðröðinni. Síðar er hægt að leika sér með markaðs- vexti, húsbréf og kaupleigukerfi. Arið 1986 var samið um nýtt húsnæðislánakerfi. Það átti að bjarga húsnæðismálum í eitt skipti fyrir öll. Það kerfi hrundi á sjö mánuðum. Nú sjá menn aftur Ijós framundan — húsbréfin og mark- aðsvextina — það er ástæða til að ætla að þessi lausn sé heldur ekki allsherjarlausn. Jóhanna Sigurðardóttir sagði á blaðamannafundi þar sem gögn vinnuhópsins voru kynnt: „Það verður að skoða og breyta hús- næðismálum í heild. Ég samþykki ekki breytingar á einangruðum þáttum í lánakerfinu, t.d. vaxta- hækkun, án þess að aðrar breyt- ingar séu gerðar til að draga úr áhrifum markaðsvaxta fyrir lán- takendur." Grunntónninn í þeim lausnum sem eru á lofti nú benda til þess að félagsmálaráðherra verði að láta vinnuhópinn reikna upp á nýtt, eða fá sér aðra ráð- gjafa, ef hún kýs að halda fast við skoðanir sínar. ERLEND YFIRSYN íransklerkar berir að því að skipuleggja flugránid Ljóst er ordið að islömsk byltingarstjórn háklerk- anna í íran gerir út flugvélarræningjana, sem haldið hafa farþegaflugvél frá Kuwait á aðra viku þegar þetta er ritað, og höfðu þá enn rúma þrjá tugi gísla á valdi sínu. Jafnframt benda hliðaráhrif flugránsins til að framkvæmd þess nú blandist inn í innbyrðis valdabar- áttu mismunandi klerkahópa, sem búast til höfuð- átaka á kosningum til íransþings síðar í þessum mán- uði. EFTiR MAGNÚS TORFA ÓLAFSSON Kenning Khomeinis erkiklerks hefur frá öndverðu verið að isl- amska byltingin i íran mætti alls ekki vera einangrað fyrirbæri. Hún á að vera fordæmi og leiðar- Ijós fyrir aðrar islamskar þjóðir allt frá Filippseyjum til Vestur- Afríku. Hugmyndin um islamskt trúar- ríki á greiðan aðgang að þeirri grein islams sem kallast shiítar. Ahangendur hennar eru í meiri- hluta meðal landsbúa í fran og Irak og eiga veruleg ítök í öðrum ríkjum við Persaflóa og Líbanon. Valdhafar í þessum ríkjum, hvort sem eru furstadæmi eða ríki Baath-sósíalista eins og írak, eru hins vegar af grein súnníta, sem hafna valdatilkalli klerkastéttar shiíta í veraldlegum málum. Klerkastjórnin í Teheran hefur frá upphafi gert sér far um að út- breiða byltingarboðskap og efla málstað sinn með því að stofna baráttuhópa meðal shiíta í öðrum löndum. Ekki er látið við það sitja að boða islamska byltingu gegn súnnískum valdhöfum i ríkjum eins og Saudi-Arabíu, Irak, Bahr- ein og Kuwait. Jafnframt eru stofn- uð leynisamtök sem beita vopna- valdi með tilræðum og hermdar- verkum til að sýna í verki mátt isl- ömsku byltingarinnar og baráttu- manna hennar. Sérstaklega hefur undirróðurs- mönnum klerkastjórnarinnar í Teheran orðið ágengt í Líbanon. Þar eru shiítar fjölmennir og hafa frá fornu fari sætt undirokun landsdrottna, jafnt kristinna og súnnískra. Einnig kemur til að fyr- ir borgarastyrjöldina var Líbanon frjálsast arabaríkja og því griða- staður þeirra sem komist höfðu í kast við valdhafa annars staðar, en nú hefur ríkt þar upplausnar- ástand í fjórtán ár samfleytt. í byggðum shiíta í Líbanon hafa hreiðrað um sig tvenn samtök, sem njóta stuðnings frá íran og lúta bersýnilega leiðsagnar frá Teheran. Ónnur nefnast Hezboll- ah eða Flokkur guðs, hin Al Jihad A1 Islami og kenna sig við heilagt stríð. Hvortveggja samtök hafa staðið að hermdarverkum og mannránum. I því skyni að fá lausa úr haldi Bandaríkjamenn sem þau halda í gíslingu tók Reagan-stjórnin upp makk það við Teheran, sem endaði með Irans- Kontra-hneykslinu. Að þriðju undirróðurssamtök- unum á snærum íranska klerka- veldisins standa shiítar frá írak og furstadæmunum við Persaflóa. Þau heita Al-Daawa Al Islamijah eða Hróp islams og hafa bækistöð í Teheran. Al-Daawa lagði til hermdar- verkamennina sem sendir voru til Kuwait til að veita furstanum þar og fjölskyldu hans tilræði og ráð- ast á sendiráð Bandaríkjanna og Frakklands með bílsprengjum. Flugránið sem nú stendur yfir er leyniþjónustumaður frá fornu fari, var þá kosningastjóri Reagans. Það sem Casey átti ólifað frá valdatöku Reagans stjórnaði hann leyniþjónustunni CIA, og var fremstur í flokki þeirra sem töldu Bandaríkjaforseta á að taka upp samband við „hófsemdarm'enn" í klerkastjórninni og versla við þá með bandarísk vopn fyrir frelsi gísla í Libanon. Til að kóróna fár- ánleikann hafði svo ísraelsstjórn milligöngu um vopnaflutningana úr bandarískum vopnabúrum til Konur sem leystar voru úr gíslingu meðan rændc fl jgvéiin stóð við í Mash- ad í Iran. framið til að fá látna lausa þá sautján menn sem sitja í fangels- um í Kuwait sakfelldir fyrir þessa glæpi. Sameiginlegt einkenni flugu- manna sem leyniþjónusta klerka- stjórnarinnar gerir út er að þeir ferðast með fölsuð vegabréf, sem látið er líta út fyrir að gefin séu út í furstadæminu Bahrein en eru út- búin í Teheran. Það fyrsta sem benti eindregið til að ræningjar farþegaflugvélarinnar frá Kuwait væru á snærum Iransklerka var hversu vandlega skipulagningu og ríflegt mútufé þurfti til að koma þeim um borð, átta saman með al- væpni, byssur, skotfærabirgðir og sprengjur, á alþjóðaflugvellinum í Bangkok, höfuðborg Thailands. Menn í löndunum fyrir Miðjarð- arhafsbotni, sem kunnugir eru undirróðri og tilræðum sem þar eiga upptök sín, þurftu ekki lengur vitna við, eftir að athugun í Bang- kok leiddi í ljós að fimm flugræn- ingjar af átta ferðuðust á fölsuðum vegabréfum Bahrein. Síðan hafa helstu blöð Kuwait og Saudi- Arabíu fullum fetum sakað klerka- veldið íranska um að hafa skipu- lagt ránið. Loks hefur Jasser Araf- at, foringi Frelsissamtaka Palest- ínu, skýrt frá því að margra daga milliganga sinna manna til að fá gíslana látna lausa hafi leitt í ljós, að flugvélarræningjarnir taki við utanaðkomandi fyrirmælum, að því er virðist jöfnum höndum frá lran og Líbanon. Hugmyndir írönsku klerkaveld- ismannanna um undirferli og laumuspil málstað sínum til fram- dráttar eiga sér engin takmörk. Menn úr þeirra hópi hafa stært sig af að hafa með undirmálum við er- indreka kosningastjórnar Ronalds Reagan 1980 komið því svo fyrir, að ekki samdist um lausn gíslanna 52 í bandaríska sendiráðinu í Teheran fyrr en sjálfheldan í því máli hafði tryggt Reagan sigur á Jimmy Carter. William Casey, Teherans, í því skyni að efla íran í stríðinu við Irak. Svipuð viðskipti hafa bersýni- lega verið í uppsiglingu undanfar- ið milli klerkastjórnarinnar og Frakklandsstjórnar. Eftir hryðju- verkaöldu, aðallega í París, árið 1986, voru tveir menn af líbönsk- um ættum handteknir í Frakk- landi og túlkur í sendiráði írans kallaður til yfirheyrslu. Fullyrtu frönsk blöð að hann væri tengilið- ur leyniþjónustu írans og hermd- arverkaflokksins í Frakklandi. íraninn lokaði sig inni í sendi- ráði lands síns í París, og stóð um- sát um það annars vegar og franska sendiráðið í Teheran hins vegar mánuðum saman. Loks var sendiráðstúlknum sleppt, og losn- uðu þá tveir franskir gíslar í Beirut úr haldi. Nú dregur að forsetakosningum í Frakklandi, og í vetur kom sá kvittur upp í París að Jaques Chir- ac, forsætisráðherra og forseta- frambjóðandi hægri manna, hygð- ist bæta hlut sinn með því að fá lausa fyrir fyrri kosningaumferð þá þrjá Frakka sem setið hafa í gíslingu í Beirut í þrjú ár. Svo mik- ið er víst að síðustu vikurnar hafa Líbanarnir tveir, sem sakaðir voru um að standa að hryðjuverkum, verði látnir lausir. En rán flugvélarinnar frá Kuwait setur strik í þennan reikning. Bæði Hezbollah og Jihad hafa lýst yfir að gíslar á þeirra valdi verði drepnir, sé reynt að yfirbuga flug- vélarræningjana með skyndi- áhlaupi víkingasveita. Því bendir allt til að flugvélar- ránið annars vegar og samninga- umleitanir við frönsku stjórnina hins vegar með gísla í boði hafi verið hvort á sinni hendi í Teher- an. En innan klerkastjórnarinnar magnast nú væringar milli tveggja meginfyikinga fyrir kosningar til Majlis, þingsins, síðar í mánuðin- um. En sú saga væri efni í annan pistil. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.