Helgarpósturinn - 14.04.1988, Síða 20

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Síða 20
hafa á hreinu! Upp úr þessu var ákveðið að stefna að frama í kvik- myndagerð, en þegar upp var staðið voru aðeins tveir úr hópnum, ég og Skafti Guðmundsson, sem lögðum þetta starf fyrir okkur." ALLSHERJAR BRIDSSPIL „Þegar ég hafði gert mér ljóst að þetta væri nokkuð sem ég ætti að leggja fyrir mig leiddi ég hugann auðvitað að öllu öðru en náminu og kolféll í öðrum bekk. Fór aftur næsta vetur, en þá var komið áfangakerfi með ákveðnu frjálsræði sem mér tókst ekki að höndla. Það endaði í einu allsherjar bridsspili, við spiluðum brids næstu tvö árin, tókum þátt í bridsmótum og gekk mjög vel. Brids hafði ég lært í lands- prófi þar sem við fengum að spila inni hjá húsverðinum þegar við nenntum ekki að sækja tíma. Brids- mótunum fylgdi ákveðin áfengis- drykkja og einhverju sinni vorum við að keppa á skólamóti á Laugar- vatni og ég faldi flöskurnar undir úlpunni minni undir borðinu. Kem- ur ekki skólameistarinn og býðst tii að hengja úlpuna upp. Ég sagði það auðvitað vera óþarfa en hann tók úlpuna upp af gólfinu og úr henni hrundu vínflöskur skólasveitarinn- ar. Við vorum auðvitað sendir strax í bæinn og kallaðir inn á teppi hjá Guðmundi Arnlaugssyni rektor, sem þótti atvikið mjög leiðinlegt." KENNARI MEÐ PERMANENT Á RAUÐUM PORSCHE Vilhjálmur segist hafa eytt drjúg- um hluta annars vetrarins í félagslíf- ið og hætt upp úr því í menntaskól- anum. „Þá fór ég að vinna á bílasölu þar sem ég starfaði í eitt og hálft ár. Þá fékk ég vinnu hjá Kvik-kvik- myndagerð. Þá var mikil gróska í kvikmyndagerð, 1100 ára afmæli ís- landsbyggðar og fleira. Það var því mikið að gera við framleiðslu sjón- varpsauglýsinga og heimilda- mynda. Eftir tvö ár með Kvik-mönn- um, þeim Ásgeiri Long, Ernst Kettl- er og Páii Steingrímssyni, ákvað ég að reyna að ljúka stúdentsprófi. Komst um jól inn í Kennaraskólann, kláraði um vorið. Þá um haustið fór ég ásamt vini mínum sem ég kynnt- ist í Kennaraskólanum, Júlíusi Bjarnasyni, upp á Akranes. Á þeim tíma var ég með „Afrógreiðsiu" og átti rauðan Porsche með blæju. Akurnesingar fíluðu okkur mjög iila. Við lentum upp á kant við flesta og vorum með stæia. Ég kenndi meðal annars krökkum í öðrum bekk í gaggó. Sum hver voru varla læs — og ég átti að kenna þeim eðlisfræði! Það þótti mér vont mál og á kennarafundi spurði ég eitt sinn hvort ég mætti ekki heldur reyna að kenna þessum krökkum að lesa. „Ert þú með íslensku Vil- hjálmur?" var svarið sem ég fékk. Á þessum tíma voru sementsverk- smiðjan og fótboltinn hærra skrifuð á Akranesi en skólinn, Við þraukuð- um til vors með harmkvælum." I JARÐARBERJAHÉRAÐI Eftir Akranesdvölina tóku kenn- ararnir Júlíus og Vilhjálmur þá ákvörðun að fara utan til náms: „Júlíus fór til Austin í Texas að læra kvikmyndagerð, en ég fór til Noregs þar sem ég hugðist gera það sama. Þá hafði ég kynnst núverandi konu minni, Ástríði Hannesdóttur hjúkr- unarfræðingi, sem hafði starfað áð- ur í Noregi og hafði áhuga á að búa þar í einhvern tíma. Ég kom út um vorið, skömmu síðar brann skólinn til kaldra kola. Það varð því lítið um kvikmyndanám og ég sneri mér aft- ur að kennslu. Kenndi þarna í norsku jarðarberjahéraði ensku, sund og leikfimi. Ég kunni auðvitað að synda — en ekki meira en svo! Þetta gekk þó allt vel og eftir fyrsta veturinn var ég orðinn nokkuð góð- ur!“ í Noregi bjuggu þau í nokkur ár og „kynntumst þar mörgum ágætum Norðmönnum, meðal annars fisk- salanum í Lillehammer, sem átti flottasta ameríska bílinn í bænum. Fiskbúðin var merkileg fyrir þær sakir að það var ekki nokkur leið að finna inni í henni fisklykt. Ég starf- aði um tíma hjá fisksalanum og komst þar að ýmsum iðnaðarleynd- armálum í sambandi við fisk í versl- unum! Þarna var engu hent og fisk- ur sem ekki seldist á tveimur, þrem- ur dögum seldist örugglega á fjórða degi sem reyktur fiskur"! En Vilhjálmur var ekki kominn til Noregs til að vinna í fiskbúð og fór því til náms í skóla sem ætlaður var sem framhaldsskóli fyrir kennara. „Það var góður tími og þar kynntist ég mörgu góðu fólki," segir hann.' KEYRÐI 1000 KÍLÓMETRA EFTIR BJÓR! Vilhjálmur segir að þegar hann kom til Noregs hafi hann haft mik- inn og einlægan áhuga á bjór: „Þá var bara hægt að fá norskan bjór í Noregi, Lillehammer Bryggeri bruggaði alveg ótrúlega vondan bjór, þannig að ég lét mig hafa það að keyra til Svíþjóðar til að kaupa al- mennilegan bjór, 500 km hvora leið! Það ríkti mikil bjórgleði fyrstu vik- urnar — en svo fór hún fljótt af! Þá tók heilbrigðari lífsmáti við, ég keypti mér hjól og fór m.a. með nemendurna í gríðarmikinn hjól- reiðartúr sem endaði á þann veg að ég varð sjálfur að teyma hjólið síð- asta spöiinn! Við vorum líka mikið á skíðum, enda er mjög gott skíða- svæði í námunda við Lillehammer." Eftir heimkomuna til íslands segir Vilhjálmur sig og konu sína hafa gert einhvern sniðugasta hlut sem þau hafi nokkurn tíma gert: Gift sig: „Já konan mín var með mjög gott kaup þarna úti en megnið af því var hirt í skatta. Við komumst hins veg- ar að því að ef við giftum okkur fengjum við skattana endurgreidda. Hins vegar hafði það þau eftirköst að ég mun aldrei fá að vita hvort hún giftist mér bara til að fá pening- ana til baka! Þeir dugðu hins vegar jyrir innbúi og gömlum bíl að auki!“ PRINSIPPIN FÓRU FYRIR LÍTIÐ Bílinn keyptu þau hins vegar ekki strax, enda segir Vilhjálmur þau hafa verið komin með ákveðna Iífs- speki eftir Noregsdvölina: „Við ætl- uðum að koma heim, leigja okkur íbúð og ferðast um í strætó, vera reglulega heilbrigð. Ég byrjaði á að fara aftur í Kvik og vann með þeim þar er þeir gerðu myndina „Sessil- íu“. Síðan fór ég að kenna í Breið- holti og það leið ekki á löngu þar til ég sá hversu vonlaust það var að eyða svona miklum tíma í strætis- vagnaferðir. Þá keyptum við eld- gamlan Volvo, síðan alvörubíl og loks brutum við það prinsipp að eignast ekki íbúð. Prinsippin fóru því fyrir lítið á skömmum tíma! Síð- ar fór ég að starfa hjá æskulýðsráði, í félagsmiðstöðinni Árseli í Árbæn- um, ásamt Valgeiri Guðjónssyni og Hlín Agnarsdóttur. Með því starfi vann ég hjá útideildinni og það end- aði með að ég vann alla daga og öll kvöld nema eitt. Þar með var síð- asta prinsippið brotið.J" Fyrir þremur árum stofnaði Vil- hjálmur sitt eigið kvikmyndagerð- arfyrirtæki, Hrif, sem hann rekur nú ásamt Ara Kristinssyni kvikmynda- tökumanni. Þeir félagar hafa unnið að fjölda auglýsinga, þáttunum „Bítlum og blómabörnum" og eru um þessar mundir að vinna að barnamynd fyrir ríkissjónvarpið, ásamt leikinni mynd fyrir Listahá- tíð. Auk þess hefur Vilhjálmur átt drjúgan þátt í að gera íslandsmyndir fyrir þýska ríkissjónvarpið, en upp- haf þess má rekja til þess er hann var einhverju sinni í Þýskalandi að kaupa tæki og kynntist blaðamann- inum Ralph Christians, sem rekur eigið kvikmyndagerðarfyrirtæki: „Hann hafði lengi haft áhuga á að vinna á íslandi en einhverra hluta vegna hafði aldrei orðið neitt úr því. Með okkur tókust góð kynni og í rúm tvö ár vorum við meira og minna að gera efni um ísland fyrir þýskar sjónvarpsstöðvar. Við höfum gert mynd um íslenska kvikmynda- gerð, um sjávarútveginn og nokkrar barnamyndir, ásamt 200 mínútna dagskrá um ísland. Þessar myndir voru sýndar um allt Þýskaland." SÁ SEM BORGAÐI BRÚSANN AF MYNDBANDINU „MOSKVA, MOSKVA"! Þegar leiðtogafundurinn var hald- inn á íslandi kom Ralph hingað til lands og þeir félagar sömdu við þýskar sjónvarpsstöðvar um að vinna fyrir þær fréttir frá fundinum: „Við vorum þá að undirbúa tökur fyrir íslandsprógrammið, en leið- togafundurinn kom inn í það dæmi, þannig að við gerðum honum skil. Við höfðum beðið Stuðmenn að gera lag í íslandsmyndina, en þegar leiðtogafundurinn kom upp á var ákveðið að gera frekar lag um hann. Stuðmenn áttu í fórum sínum lag sem þau höfðu tekið upp í Kína, textanum var breytt og við fengum Ágúst Baldursson og Saga film til að gera myndbandið, og fórst þeim það mjög vel úr hendi. Það var því nokk- uð kyndugt þegar þessir undirverk- takar okkar tóku síðan við verð- launum fyrir myndbandið — mynd- band sem við framleiddum! Annars er þetta nokkuð dæmigert fyrir þennan bransa, enginn er annars bróðir í leik.“ / • t ' ' NISSAIM NISSAN PATHFINDER Vertu . Nissan megin við stýrið í ár IFINDER NISSAN SUNNT • Kraftmikil 2,4 eða 3ja lítra vél. • Afistýri. • Lúxusinnrétting. • Fimmgíra beinskiptur eöa NISSAN SIINNY COUPÉ • Glæsileg innrétting. • Kraftmikill: 1500ccog lóOOccfjölventla vél. • Beinskiptur eða sjálfskiptur. • Aflstýri. NISSAN MICRA • 1000cc4rastrokkavél. • Beinskiptur 4ra - 5 gíra. • Framhjóladrifinn. • Eyðslugrannur meö afbrigðum. • Betri smábíll finnst varla. Verð frá kr. 359 þús. sjálfskiptur, hátt og lágt drif. • Kosinn jeppi ársins af tímaritinu „Four Wheeler". Verð firá kr. 1.055 þús. • Fjölskyldubíllinn með möguleikana. • 3ja dyra — 4ra dyra — 5 dyra. • Þrjár vélastærðir: 1300, 1500, 1600 cc. — fjölventla. • 4ra, 5 gíra beinskipting eða sjálfskipting. • Aflstýri. Verð firá kr. 455 þús. NISSAN SUNNY WAOON 4WD. • 5 dyra. • 5 gíra beinskipting með fjórhjóladrifshnappi. • Aflstýri. Verð frá kr. 626 þús. NISSAN PRAIRIE 4WD. • Sérstaklega lipur. • Kraftmikil 2000 cc vél. • Hæð milli gólfs og lofts 1,4 m. • 5 gíra beinskiptur. • Aflstýri. Verð frá kr. 743 þús. Rauðagerði Sími: 91 -3 35 60 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.