Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 5
Skreiðarskýrslan sem ekki átti að birtast
EFTIR PÁL HANNESSON MYND JIM SMART
Fram hefur komið í skýrslu nefndar þeirrar sem
forsætisráðherra skipaði til að kanna stöðu skreiðarvið-
skipta við Nígeríu að útistandandi kröfur vegna þeirra
viðskipta séu um 21,36 milljónir dollara og að líklega séu
11,35 milljónir doilara tapaðar eða um 442 milljónir
króna. Einnig kemur fram í skýrslunni að ýmislegt bendi
til að sú upphæð verði hærri. Hins vegar hefur enn ekki
komið fram opinberlega nánari útlistun á hvaða viðskipti
var hér um að ræða, né hvernig þau gengu fyrir sig. Hér
verður farið ögn ofan í saumana á því, eins og sagan er
rakin í þeim hluta skýrslunnar sem ekki hefur verið birt-
ur opinberlega. Þar er greint frá mútum, fyrirtækjum
sem gufa upp, pappírum sem týnast í pósti og ógrynnum
af föllnum víxlum.
I þessum skreiðarviðskiptum er
um þrjá stóra útflutningsaðila að
ræða, en skreiðarútflutningur hefur
þó verið öllum frjáls. Þessir þrír
stóru eru Samlag skreidarframleid-
enda, Sameinaöir framleiöendur og
Skreidardeild SÍS. Samkvæmt
skýrslunni eiga þessir aðilar glat-
aðar eða vafasamar kröfur vegna af-
greiddrar skreiðar til Nígeríu, að
upphæð rúmlega 21 milljón dollara
eða um 830 milljónir króna. A móti
þessu reiknar nefndin til eignar inn-
stæður í nígerískum gjaldeyri, nair-
um, í Nígeríu sem „hugsanlega"
gætu numið um 8,6 milljónum doli-
ara eða um 337 milljónum króna.
Hins vegar er það mikilli óvissu háð
hversu mikið af þessum nairu-inn-
stæðum kann að skila sér hingað
heim, ekki síst þar sem útlending-
um er óheimilt að eiga bankareikn-
inga með nairu-innstæðum í Níger-
íu. Þó að samþykki íslenskra útflytj-
enda þurfi til að taka út innstæðurn-
ar þarf einnig samþykki innlendra
reikningshafa til þess og telur
nefndin að vegna þessa geti skapast
ýmsir erfiðleikar við flutning þess-
ara fjármuna frá Nígeríu.
TAP HINNA ÞRIGGJA
STÖRU
Samlag skreiðarframleiðenda á
útistandandi 11 kröfur frá árunum
1982 til 1986 að upphæð 7,6 milljón-
ir dollara eða rétt tæpar 300 milljón-
ir króna og á móti þessu hugsanleg-
ar nairu-innstæður að upphæð rúm-
ar 33 milljónir króna. Líklegt tap
nemur því um 267 milljónum króna.
Sameinaðir framleiðendur eiga
kröfur að upphæð rúmlega 13 millj-
ónir dollara eða um 512,4 milljónir
króna. Alls eru þetta kröfur vegna 7
skipsfarma frá árunum 1983 til 1986
og er talið hugsanlegt að af þeim
greiðist tæpar 30 milljónir króna og
/ p míx |yp'
w/ríyMiV
m&w'* Wf> / jmgMfjÍy rg» PIMMhBíEIIxÍ-'
mm
HELGARPÓSTURINN 5