Helgarpósturinn - 02.06.1988, Qupperneq 5

Helgarpósturinn - 02.06.1988, Qupperneq 5
Sala á Eldborginni TOKU LÆGSTA TILBOÐI TAP UPP Á TIIGI MILUÓNA Eldborgin er eitt þeirra fyrirtækja sem Útvegsbanki ís- lands hafði lent í erfiðleikum með og námu kröfur bank- ans í þrotabú Eldborgarinnar um 80 milljónum króna. Fyrirtækið lenti á svokölluðum „biðreikningi" sem stofn- aður var þegar Útvegsbanki íslands var gerður upp og á voru vandræðafyrirtæki sem Útvegsbankinn nýi vildi ekki taka í viðskipti. Eins og menn eflaust muna var í lög- um um Útvegsbankann hf. gengið þannig frá málum að ríkið tryggði bankanum milljarð í jákvæða eiginfjárstöðu og lentu því frekari áföll á ríkinu. Því er talið að stjórn Út- vegsbankans hf. vilji losna við þessi „vandræðafyrir- tæki“ úr sínum bókum og leggi fremur áherslu á það en að „toppverð" fáist. Ríkið borgar mismuninn hvort eð er. Sala Eldborgarinnar virðist staðfesta þessa skoðun, þar sem ríkið tapaði a.m.k. 5 milljónum á sölunni, þar sem hæsta tilboði var ekki tekið. Þá var söluverð skipsins rúmum 50 milljónum undir tryggingarmatsverði og kvótinn einskis metinn. EFTIR PÁL HANNESSON MYND: JIM SMART „Ha^smunqgæslumenn" ríkisms og Útvegsbankinn hff• sáu um söluna Hærri tilboð skoðuð til málamynda Viðskiptaráðherra beðinn að athupa málavexti Eldborgm sigldi með óskráða áhoffn Eins virðist undarlega eða a.m.k. mjög klaufalega verið staðið að móttöku tilboða og hefur einn til- boðsaðila skrifað viðskiptaráð- herra, Jóni Sigurðssyni, bréf þar sem hann krefst skýringa á máls- meðferð aliri. Að þessu máli standa að hálfu söluaðila, bústjóri þrota- búsins Skarphéöinn Þórisson, iög- fræðingur Utvegsbankans hf, Krist- ján Þorbergsson og stjórn þess banka með Guömund Hauksson í fararbroddi og svo „gæslumenn" hagsmuna ríkissjóðs, þeir Sveinn Björnsson og Siguröur Þóröarson. Létu þeir væntanlega kaupendur vita að Útvegsbankinn sætti sig við 25—30 milljónir þrátt fyrir að Út- vegsbankinn gamli ætti 80 milljón króna kröfu á þrotabú Eldborgar- innar. SÖLUVERÐ UPPGEFIÐ FYRIRFRAM Þegar Eidborgin var auglýst ti) sölu var ekki getið um að tilboð þyrftu að berast fyrir einhvern ákveðinn tíma. Þrjú tilboð bárust, frá Aöalsteini Jónssyni, alias Alla ríka á Eskifirði, frá Vilhjálmi íngvarssyni, „Isbjarnarbróður" og félögum og svo frá Ingvari Gunnars- syni frá Eskifirði. Ræddu tilboðsgjaf- ar við bústjóra og lögfræðing Út- vegsbankans í vikunni 9. til 16 maí um tilboðin. Samkvæmt heimildum HP er skýringin á því hversu svipuð tilboðin voru, þ.e. 207 m.kr. frá Alla ríka, 210 m.kr frá Ingvari og 212 m.kr. frá Vilhjálmi Ingvarssyni sú, að bæði lögfræðingur Útvegsbank- ans Kristján Þorbergsson sem og bústjórinn Skarphéðinn Þórisson gaf mönnum í skyn að Fiskveiða- sjóður þyrfti að fá sitt, eða um 153 milljónir króna, Byggðasjóður sitt sem var um 17 milljónir króna og Útvegsbankinn hf. vildi fá svona á bilinu 25—30 milljónir króna. Eftir það var bara að leggja saman. TAP ÚTVEGSBANKA 25—40 MILUÓNIR _ Ekki virðast eigendur skipsins, Útvegsbankinn hf. því lagt neitt of- urkapp á að fá upp í allar skuldir við bankann, en samkvæmt heimildum HP skuldaði útgerð Eldborgarinnar bankanum um 100 milljónir króna. Tryggingarmatsverð Eldborgarinn- ar var 253,4 milljónir króna og þá átti eftir að meta verðgildi kvótans, en veiðikvóti svona skipa hefur fyrr verið seldur fyrir tugi milljóna. Sam- anlagt tryggingarmatsverð og kvóti hefði því hæglega getað verið metin á um 280 milljónir. Það mun heyra til undantekninga ef skip eru seld undir tryggingarmatsverði, sérstak- lega eftir að kvótar fóru að ganga kaupum og sölum. Þó svo útgerðar- menn hafi hins vegar ekki talið svo hátt verð raunhæft, þ.e. 250—280 milljónir til að rekstur skipsins gæti borið sig, að þá má velta því fyrir sér hvort Útvegsbankinn varð þarna af tugmilljónum, tapaði hugsanlega upphæðum á biiinu 25—40 milljón- um króna ef miðað er við að eðlilegt verð hefði fengist fyrir skipið. ÓANÆGÐIR VONBIÐLAR En hvernig var staðið að móttöku tilboða? Skarphéðinn Þórisson, bú- stjóri sagði í samtali við HP að Aðal- steinn Jónsson hafi sýnt málinu áhuga viku á undan öðrum tilboðs- gjöfum og að málið hafi eiginlega verið útkljáð áður en önnur útboð bárust. Þeir tilboðsgjafar aðrir sem HP hafði samband við eru hins veg- ar ekki á sama máli og segja að Skarphéðni og öðrum fulltrúum eig- anda skipsins hafi verið fullkunnugt um áhuga þeirra á skipinu á sama tíma og Aðalsteinn átti í sínum við- ræðum. Skúli Ólafsson í Eignahöllinni, sem sá um tilboðið fyrir Ingvar Gunnarsson á Eskifirði sagði í við- tali við HP að Skarphéðinn bústjóri hafi verið látinn vita sunnudags- kvöldið 15.maí að það væri von á tii- boði frá hans herbúðum. Hafi Tómas Þorvaldsson, lögfræðingur haft samband við Skarphéðin sím- leiðis þá um kvöldið. Síðan hafi það gerst að Aðalsteinn Jónsson hafi verið mættur hjá Skarphéðni fyrir kl. níu á mánudagsmorguninn og sagði Skúli að svo virtist sem þá hafi tilboði Aðalsteins verið tekið munnnlega, þrátt fyrir að tilboð Aðalsteins stæði til kl. 12.00 á há- degi á þriöjudegi og að önnur tilboð væru á leiðinni sem vitað var um. Sagði Skúli að hann hafði rætt við Skarphéðin rétt rúmlega níu á mánudagsmorgni og spurt hvort ekki mætti leggja fram tilboð. Sagði Skúli Skarphéðin hafa gefið heldur óljóst svar, en sagt þó að enn ætti eftir að ganga frá lausum endum þannig að formlegt tilboð lægi enn ekki fyrir og því yrði tekið á móti tilboðunum. Sagði Skúli að þeir hefðu skilað sínu tilboði inn rétt fyrir kl. 12.00 á mánudag. Aðalsteinn hafi hins veg- ar verið mættur um morguninn með áhöfn niður á bryggju þar sem Eldborgin lá og skipið lagði síðan úr höfn um klukkan eitt á mánudeg- inum. Það er að segja að á meðan bústjóri var að fjalla um önnur til- boð, þá var hann búinn að gefa Aðalsteini heimild til að sækja skip- ið til Hafnarfjarðar. VIÐSKIPTARÁÐHERRA KRAFINN SKÝRINGA Vilhjálmur Ingvarsson sem átti hæsta tilboðið, sagðist hafa talað við Skarphéðin Þórisson, bústjóra seinnihluta föstudags og hafði hann þá tjáð Vilhjálmi og félögum að ekki yrði gengið frá neinum málum fyrr en eftir miðja viku. Sagði Vilhjálmur að félagar sínir hefðu rætt við bú- stjóra og lögfræðing Útvegsbankans hf. um viku áður en útboðin voru lögð fram. Sagðist Vilhjálmur hafa rætt á mánudagsmorgni við Krist- ján Þorbergsson, lögfræðing Út- vegsbankans hf. sem sá um málið fyrir hönd Útvegsbanka íslands. Þar hafi fengist þau svör að eigendur Eldborgarinnar, Úí gæti sætt sig við tilboð Alla ríka, en sagði að ekki hefði verið gengið endanlega frá málum og þeir tækju á móti tilboð- um. Vilhjálmur segist hafa fengið sömu svör frá bústjóra, Skarphéðni Þórissyni. Segir Vilhjálmur Ingvars- son að hann hafi fengið frest til klukkan fjögur að skila inn sínu til- boði og það tilboð hafi borist fyrir tilskilinn tíma. Nægur tími var til stefnu þar sem tilboð Aðalsteins átti ekki að renna út fyrr en kl. 12.00 á þriðjudag. Sagði Vilhjálmur að sér hefði verið tjáð af bústjóra að lög- fræðingarnir og kröfuhafar frá Fisk- veiðasjóði og Byggðasjóði og Út- vegsbanka ætluðu að ræða saman um tilboðin. Síðar hefði komið í Ijós að Aðalsteinn Jónsson var mættur með skipshöfn til Hafnarfjarðar á hádegi og skipið lagði úr höfn um kl. 13.00 á mánudag. Sagðist Vil- hjálmur telja þessi vinnubrögð mjög slæm og að menn hefðu verið hafðir að fíflum. Hann hefði því skrifað viðskiptaráðherra og krafist skýr- inga á þessum vinnubrögðum. Varðandi útboðin að öðru leyti sagði Vilhjálmur að það hefði legið fyrir hverjar kröfur Fiskveiðasjóðs og Byggðasjóðs hefðu verið og Út- vegsbankinn hefði talað um 25—30 milljónir sem hann vildi fá. Þar af hefðu sex milljónir verið sjóveð. Menn hefðu einfaldlega spilað inn á þetta, enda voru öll tilboðin keimlík og ekki munað nema 5 milljónum á hæsta og lægsta tilboði. Bústjórinn Skarphéðinn Þórisson, hefði gefið þessar upplýsingar. BÚSTJÓRI: VEÐHAFAR YFIRFÓRU ÖLL TILBOÐ Skarphéðinn Þórisson sagði að Aðalsteinn Jónsson hefði verið sá eini sem hefði verið í myndinni fyrstu vikuna frá því Eldborgin var auglýst til sölu þann 8. maí. Aðal- steinn hefði síðan lagt fram tilboð föstudaginn 13. maí og hefði það til- boð verið byggt á viðræðum við Út- vegsbankann, sem hefði samþykkt tilboð Aðalsteins formlega á mánu- dagsmorgni fyrir kl. 9 um morgun- inn. Sagði Skarphéðinn að spurn- ingin hefði fyrst og fremst snúist um hvað Útvegsbankinn tapaði miklu. í framhaldi af samþykkt Útvegs- banka hefði hann, Skarphéðinn síð- an gefið Aðalsteini leyfi til að flytja skipið í slipp í Reykjavík „algjörlega á eigin ábyrgð“. Þá hefðu reyndar Fiskveiðasjóður og Byggðasjóður átt eftir að samþykkja söluna fyrir sitt leyti, sem þeir gerðu ekki fyrr en um klukkan fjögur um daginn. „Eft- ir þetta varð sprenging hér á skrif- stofunni hjá mér og menn fóru að sýna skipinu þennan feikna áhuga. Astæðu þess tel ég vera frétt sem birtist í sunnudagsblaði Morgun- blaðisins, þar sem Aðalsteinn upp- lýsir nánast um kaupverð skipsins sem hann er að kaupa. Þeim sem hringdu þá fengu þær upplýsingar að Utvegsbankinn hefði samþykkt kaupin en Fiskveiða og Byggðasjóð- ur ættu eftir að tjá sig um rnálið," sagði Skarhéðinn. Sagði Skarphéð- inn aðspurður að Vilhjálmur Ingv- arsson hefði reyndar hringt í sig fyr- ir helgina og fengið upplýsingar og lýst áhuga sínum en ekkert tilboð hefði borist þá. Skúli í Eignahöllinni hefði hringt um níuleytið á mánu- dagsmorgni og spurt hvort hann gæti komið að tilboði. Skarphéðinn sagði að hann hafi ekki vitað um fleiri tilboð þegar Útvegsbankinn samþykkti tilboð Aðalsteins. Skarp- héðinn viðurkenndi þó að hafa sagt Vilhjálmi Ingvarssyni fyrir helgi, að ekki yrði gengið frá kaupum fyrr en um miðja næstu viku, þ.e. á mið- vikudegi væntanlega þremur dög- um eftir að tilboði Aðalsteins er tek- ið. Það svar hefði þó verið gefið vegna þess hve mikið bar þá á milli Útvegsbankans og Aðaisteins í samningaviðræðunum. Útvegs- bankinn hefði hins vegar sagt og það hefði ekki verið leyndarmál að hann vildi fá 210 milljónir fyrir skipið. Mat bankans hafi veri að meira hefði ekki verið hægt að fá. Eftir að samkomulag hafi hins vegar komist á milli Aðalsteins og Útvegsbanka hefði það verið sið- leysi af hálfu bankans að hvika frá samningnum! Sagði Skarphéðinn að þrátt fyrir allt hefðu allir veð- hafarnir þrír, Útvegsbankinn, Fisk- veiðasjóður og Byggðasjóður, kom- ist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa borið saman tilboðin þrjú að tilboð Aðalsteins Jónssonar hafi verið hag- stæðast. Byggðasjóður og Fisk- veiðasjóður hefðu getað hafnað til- boði Aðalsteins ef þeir hefðu viljað. FISKVEIÐASJÓÐUR VISSI EKKI AF ÖÐRUM TILBOÐUM Már Elísson framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs sagði hins vegar í samtali við HP að Fiskveiðasjóður hefði aldrei vitað af öðrum tilboðum í Eldborgina, en því sem kom frá Aðalsteini Jónssyni. Það hefði verið haft samband við þá og þeim sagt að Útvegsbankinn hefði samþykkt það tilboð og hvort þeir væru því mótfallnir. Slíkt hefði ekki verið upp á teningnum, þar sem ljóst var að þeir fengu sínar skuldir greiddar. Það er því mótsögn á milli þessara upplýsinga og þess sem bústjórinn heldur fram, að öll tilboð hefðu veri skoðuð saman af þremur helstu veð- höfunum og tilboði Aðalsteins tekið að þeirri skoðun lokinni. ELDBORGIN SIGLDI MEÐ ÓSKRÁÐA ÁHÖFN Svo sem komið hefur fram, gaf Skarphéðinn Þórisson bústjóri, Aðalsteini Jónssyni útgerðarmanni leyfi til að færa Eldborgina úr Hafn- arfjarðarhöfn í slipp í Reykjavík. Aðalsteinn hafði snör handtök, ásamt Bjarna Gunnarssyni, skip- stjóra fyrrverandi og núverandi meðeiganda Eldborgarinnar, á mánudagsmorgni. Svo snör að skip- inu var siglt úr höfn án þess að áhöfn hafði verið skráð, sem er ský- laust lögbrot. Það var Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur Aðal- steins sem var skipstjóri á leiðinni til Eskifjarðar. Það var síðan ekki fyrr en í gær, nokkru áður en Eldborgin lagði af stað til veiða frá Eskifirði að áhöfnin var skráð á sýslumanns- skrifstofunni á staðnum. HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.