Helgarpósturinn - 02.06.1988, Síða 27
ÍÞRÓTTIR
EFTIR ÞÓRMUND BERGSSON
M LANDSLEIK OG HÖLLINA HIMNESKU
Það fer ekki á milli mála að við ís-
lendingar vorum teknir í karphúsið
á Laugardalsvelli á sunnudaginn er
stjörnumprýtt lið ítala sýndi okkur
hvernig á að leika árangursríka
knattspyrnu. Þegar ég segi teknir í
karphúsið á ég við leikinn sjálfan
fyrir utan mörkin þrjú. Það að tapa
fyrir ítölum með þremur mörkum
— hefðu getað orðið fleiri — en að
mínu mati ósköp eðlileg úrslit mið-
að við aðstæður sem voru þessar:
Áhugamenn gegn harðsnúnum at-
vinnumönnum, ítalirnir að Ijúka
keppnistímabilinu en við að byrja,
ítalir þurftu stig við ekki. Allt
þetta auk annars gerir þessi úrslit
næsta eðlileg. Við skulum ekki
gleyma því að við íslendingar erum
peð í knattspyrnuheiminum og það
þarf ótrúlega góða leiki af okkar
hálfu til að standa uppí hárinu á
sterkum þjóðum Evrópu.
Til að draga ekki alveg kjarkinn
úr okkar mönnum og þeirri starf-
semi sem fram fer í kringum ÓL-
landsliðið þá vil ég taka undir þau
sjónarmið margra að ÓL-liðið sé
nauðsynleg brú á milli 21 árs liðsins
og A-landsliðsins. Við verðum
einnig að hafa í huga að ÓL-liðið er
að mestu skipað leikmönnum úr 1.
deildinni hér á landi en þessir leik-
menn fá gjarnan lítil tækifæri með
A-landsliðinu vegna atvinnumann-
anna sem nú fer þó óðum fækkandi.
Talandi um atvinnumennina þá fer
þeim einnig fækkandi á meginlandi
Evrópu. Atli kominn heim, Ómar og
Sævar á leiðinni og Lalli mættur á
skerið. Þeir verða því aðeins fjórir,
ef ég tel rétt, atvinnumennirnir á
meginlandinu næsta vetur. Arnór,
Ásgeir, Sigurður Grétarsson og Siggi
Jóns í Englandi. Hvað verður um
okkar leikmenn í Noregi og Dan-
mörku skal ekki fullyrt hér. Auðvit-
að kemur að því að fleiri leikmenn
fara út í heim atvinnumennskunnar,
en mér þykir líklegt að á næstu
tveimur árum fari íslenskum leik-
mönnum heldur fækkandi erlendis
heldur en hitt. Síðan feta menn aftur
í fótsporin. Hvort þetta þýðir að ís-
lenskri knattspyrnu á alþjóðavett-
vangi fari hnignandi veit ég ekki en
víst er að leiðin getur ekki legið
mikið niður á við.
HÖLLIN HIMNESKA
Jæja, þá er Jón Hjaltalín kominn
með teikningar af obboðslega stóru
íþróttahöllinni sem Þorsteinn og fé-
lagar í ríkisstjórninni hafa samþykkt
að byggja ef við fáum að halda HM
í handknattleik árið ’93 eða '94.
Engin smá höll enda á hún að taka
eins mikið af áhorfendum og þrjár
Laugardalshallir eða eins mikið og
þeir sem sjá leiki í 1. deild í hand-
knattleik samanlagt í heilan vetur.
Nei, nú ýki ég reyndar nokkuð en
vissulega verður þetta stór höll.
Hvað á svo að gera við herlegheit-
in? Reyndar er ég viss um að Islend-
ingar fá ekki að halda HM í hand-
knattleik vegna þess að formaður
sænska sambandsins segir að Svíar
ætli að halda keppnina. Það væri
eftir öllu að liggja enn einu sinni
fyrir þessum and... Svíum. Mér er
reyndar svo mikið í mun að við fá-
um þessa keppni bara til að klekkja
á Svíum að ég gæti hugsað mér að
kaupa fast sæti í höllinni góðu um
aldur og ævi. Nei, enn ýki ég! Snú-
um okkur þá að höllinni. Nú er ég
reyndar ekki búinn að kynna mér
vel hvaða hugmyndir eru á lofti um
þessa höll en víst er að hún þarf að
geta þjónað mjög víðtæku hlutverki
bæði á sviði íþrótta- og menningar-
mála til að réttlæta byggingu henn-
ar. Ekki væri forsvaranlegt að
byggja 8000 manna höll bara til að
klekkja á Svíum og hafa hana síðan
tóma eftir það — og þó!! Þar sem ég
þekki til erlendis , svo maður verði
svolítið snobbaður eins og við ís-
lendingar eigum að okkur, eru hallir
gjarnan með skiptanlegu gólfi þann-
ig að hægt er án verulegra erfið-
leika að skipta um gólfefni og þann-
ig nýta höllina til ýmissa nota. Þann-
ig mæti hugsa hana sem skautahöll,
körfuboltahöll, handknattleiksvöll,
frjálsíþróttahöll, hestahring, fim-
leikavöll og óperusvið auk þess sem
hægt væri að halda þarna tónleika.
Svona hús þarf að vera í fullri notk-
un allt árið um kring til að fá sem
mest útúr því. Hvort það myndu
mæta átta þúsund manns á lands-
leik í handknattleik er aldrei að vita
en víst er að höllin stóra yrði senni-
lega ansi tómleg á Reykjavíkurmót-
inu í frjálsum íþróttum eða á fyrsta
ísknattleiknum á milli Reykjavíkur
og Akureyrar. Látum þó ekki hug-
fallast. Með tilkomu svona húss
skapast möguleikar sem ekki eru
fyrir hendi í dag. Hægt væri að fá
topp-fólk úr t.d. frjálsíþróttaheim-
inum til að keppa á innanhússmót-
um (verst að okkar topp-fólk eru
spjótkastarar!) og möguleiki væri á
að fá hingað sterk lið til keppni eða
sýninga í hinum ýmsu íþróttagrein-
um.
Mér, sem íþróttaunnanda, þætti
mikill fengur í því að fá slíkt hús og
þau mót sem hægt væri að halda i
þessu húsi. Og mér sem menningar-
unnanda (ef það orð á við) þætti
gaman af þeim möguleikum sem
þetta hús skapaði til menningar-
starfsemi. En mér sem bæði íþrótta-
og menningarmanni þætti gaman
að sjá ýmislegt annað spretta úr
jörðu áður eða lokiö einhverju því
sem hálfnað er.
SKALF JÖRÐ
Á nýafstöðnu ársþingi HSÍ mun-
aði litlu að stjórn sambandsins félli
vegna þess að þingheimur sam-
þykkti ekki reikninga sambandsins
og lýsti þar með nánast vantrausti á
forystuna. Þetta mál er svipað því
og kom upp á þingi KSI í haust er
hljóp í kekki á milli stjórnar KSI og
forráðamanna félagana útaf Lottó-
peningum. Nú virtist sem forráða-
menn félagana væru ekki ánægðir
með fjáraustur til landsliðsins í
handknattleik og þá um leið með
störf stjórnar. Þessi ágreiningur set-
ur vissulega nokkurn blett á störf
handknattleiksforystunnar en við
skulum hafa í huga ( og þetta hef ég
bent á áður) að forysta handknatt-
leikssambandsins sem og forysta
KSÍ er kjörin af félögunum sjálfum
og eiga að lúta þeirra stjórn að
mestu leyti. Félögin eru sambandið
og sambandið er félögin. Rétt eins
og Sambandið er kaupfélögin og
kaupfélögin eru Sambandið nema
stundum... Skyldi það vera eins hjá
HSI og KSI að félögin eru þau stund-
um en stundum ekki? Hugsanlegt er
að félögin bæði í handknattleiknum
og knattspyrnunni verði að skil-
greina starfsemi sína og sérsam-
band betur og taka upp meira að-
hald á stjórnarmenn í HSÍ og KSÍ.
Sennilega þarf það ekki og vissu-
lega er einhver ágreiningur bara
skoðanaskipti sem eru líflegu sam-
bandi til góða. En hjá HSÍ skalf jörð
og hver veit nema að hún eigi eftir
að skjálfa meira!!
HELGARPÓSTURINN 27