Helgarpósturinn - 02.06.1988, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 02.06.1988, Blaðsíða 28
KROSSGÁTA „Margir íslendingar leagja leið sína til ítalíu I suntarrrnnu. ítalía er sem kunnugt er stórmerkilegt og faílegt land.## Sigmar B. Hauksson á sælkersíöu DV. „Ég hef séð skýrslu Seðlabank- ans og þar kemur fram að ekkert óeðlilegt var við þessi viðskipti." Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbankans um gjaldeyriskaup bankanna dagana fyrir gengisfellingu. „Mér finnst ríkisstjórnin eigin- lega bara vera að reyna að fylla í holurnar með þessu." Jóhann Ágústsson bankastjóri i Landsbankanum um bráðabirgðalögin á bráðabirgðalögin. „Ég hlýt að vera einfær um aö meta mínar hugsanir sjálfur.“ Steingrimur Hermannsson utanríkisráðherra. „Ég vil ekki fjölga fréttatímum en ég vil efla fréttastofuna í það að verða besta fréttastofa á landinu." Ólafur Hauksson útvarpsstjóri Stjörnunnar. „Já, þakka þér fyrir, þeir eru allt öðru vísi en aðrir og verða það von- andi alltaf." Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri i Hafnarfirði um þegna sína. „Það hefur enginn vont af þvi að nota bílbelti og aka með ökuljósin." Ómar Smári Ármannsson lögregluvarðstjóri. „Davíð (Oddsson) ætti ekki að fá núll með gati frá Vegagerðinni." Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri á Seyðisfirði. „Ég bið til guðs um að ég verði orðinn löglegur." Lárus Guðmundsson knattspyrnumaður. „Þaö viröist vera svo í þessu þjóðfélagi að þeir einu sem mega græða eru þeir sem versla með peninga. En það gengur ekki lengur." Steingrimur Hermannsson utanríkisráðherra. „Aðal bölvaldurinn, þenslan og grái fjármagnsmarkaðurinn fá að leika lausum hala þrátt fyrir bráða- birgðalögin." Karvel Pálmason þingmaður úr Alþýðuflokki. „Ríkisstjórn landsins hefur ropað um fastgengisstefnu og síðustu dagar sýna hversu mikið mark er tekiö á henni." Steingrimur J. Sigfússon þingmaður Alþýðubandalags. „Þaö er eins og sé verið að leita að einhverjum sökudólgi, en ég held að hann sé ekki til." Sólon Sigurðsson aðstoðarbankastjóri Búnaðarbankans um gjaldeyriskaupamálið. STJÖRNUSPÁ HELGINA 3.-5. JÚNÍ nmmnnmmmmm Þér tekst nú að Ijúka við verk, sem hvilt hefur á þér um nokkurt skeið. Manneskja, sem þér finnst mikilvæg í lífi þínu, vill hitta þig í rólegheitum og ræða málin. Laugar- dagurinn verður ánægjulegur og þér tekst að fara áður óþekktar slóðir. Hugboð sem þú færð um einhvern innan fjölskyldunnar reynist rétt. Gefðu þér tíma til að hlusta á og leiðbeina þeim sem til þín leitar. NAUTIÐ (21/4-21/5] Loks gefst þér næði til að ihuga framtíðina og taka ákvarðanir varðandi hana. Mundu að þú þarfnast þess að vera sjálfstæður! Ein- hver sem hingað til virðist hafa verið sama um þig, sýnir þér fullan stuðning í máli sem er þér mikils virði. Haltu þig á heimaslóðum og treystu á innsæi þitt. TVÍBURARNIR (22/5-21/6) Láttu ekki stoltið hindra þig í að tala við persónu sem áður var mikilvæg í lífi þínu. Þú átt í vændum skemmtilega helgi og ákvarð- anirvarðandisumarfríiðverða teknar. Ástar- málin taka nýja stefnu og þú verður að vera ábyrgðarmeiri á því sviði en fram til þessa. Eldri manneskja innan fjölskyldunnar ræður þér heilt. KRABBINN (22/6-20/71 Þú þarft að taka mikilvæga ákvörðun þessa dagana. Hreinsaðu til í fjármálunum áður en verra hlýst af óhirðunni. Þú færð tækifæri til að telja aðra á þitt band og nýtur þess að segja frá hugmyndum þínum. Laug- ardagurinn verður óvenjulegur að því leyti að þér tekst ekki að losna undan skyldu- störfum. Forðastu vin sem reynir að telja þér hughvad i afstöðu þinni. LJÓN’O (21/7-23/81 Þú erTpinnar eigin gæfu smiður og verður að Ijúka verkefni sem þú hefur tekið að þér. Maki eða vinur býður fram hjálp sína, svo þú skalt leggja stoltið á hilluna og þiggja þá að- stoð. Hlustaðu meira en þú talar og taktu engar mikilvægar ákvarðanir upp á eigin spýtur. Leyfðu listrænum hæfileikum þin- um að njóta sin. MEYJAN (24/8-23/91 Vertu jákvæður gagnvart breytingum sem eiga sér stað á vinnustað þinum um. þessar mundir. Felldu ekki dóma fyrr en þú hefur fengið tækifæri til að vega og meta sjálfur. Taktu ekki meira að þér en þú ræður við, jafnvel þótt ábyrgðartilfinningin segi þér annað. Vertu hlutlaus því þú lítur ákveðið fólk ekki raunsæjum augum þessa dagana. VOGIN 124/9- 22/101 Lifið er fullt af skemmtilegheitum ef þú bara manst að umgangast „rétta" fólkið. Or- læti þitt vekur aðdáun fólks og þú færð gull- hamra í ríkum mæli. Leið til að sættast við gamlan vin býðst þér og þú skalt ekki hika við að taka boðinu. Mikil óvissa rikir i kring- um rómantíkina og þér finnst þú hafa gert eitthvað rangt. Þú getur huggað þig við að núverandi ástand varir ekki lengi. SPORÐPREKINN (23/10—22/11 Notaðu frítímann til að hugleiða i fullri al- vöru hvaða stefnu þú ert að taka. Aldrei slíku vant finnurðu til einmanaleika, þrátt fyrir að þú sért umkringdur fólki. Þér verður falið ábyrgðarstarf sem þér tekst að leysa vel af hendi. Eyddu ekki tíma í áhyggjur af litlu hlutunum, líttu á heildina og leystu þannig málin. Peningamálin eru undir betri stjórn en i langan tíma og þú ert í meira jafnvægi af þeim sökum. Þú ert traustsins verður og sýnir það þegar þú efnir löngu gefið loforð. Einhver í valdastöðu færir þér mikilvæ^ skilaboð. Vertu jákvæður og varastu íhalds- semi þegar ákveðið mál verður boriö undir þig- STEINGEITIN (22/12-21/V Þú færð tækifæri til að laga peningamálin og ef þú lítur fram á veginn í stað þess að horfa stöðugt til baka geta fleiri en þau mál lagast. Leitaðu nýrra leiða til að kynnast fólki og málefnum. Einhver af gagnstæðu kyni sýnir áhuga sinn í verki. Þú hittir aftur gaml- an vin sem þú hefur saknað en hlustaðu á ráðleggingar frá eldri konu áður en þú tekur ákvarðanir. VATNSBERINN (22/1—19/2] Nú er komið að þér að ráQp ferðinni og þú losnar undan áhrifavaldi ákveðinnar mann- eskju. Breytinga er að vænta i kjölfar þessa ef þú venur þig af hlédrægninni. Öryggisins vegna skaltu fara að öllum nýjungum með gát og framkvæma ekki fyrr en þú hefur kynnt þér málin til fulls. Gleymdu ekki að koma skoðunum þínum á framfæri. FISKARNIR (20/2-20/31 Láttu ekki óþolinmæðina ná tökum á þér þótt hlutirnir gangi ekki eins hratt fyrir sig og þú óskar. Eihhver sem þú þekktir náið fyrir löngu siðan kemur aftur inn í lif þitt og hefur miklar breytingar á viðhorf þin. Mundu að glaðlegt viðmót getur átt stóran þátt i að ýta vandamálum á brott. Hjálpaðu öðrum til að líta björtum augum til framtíðarinnar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.