Helgarpósturinn - 02.06.1988, Qupperneq 31
og einnig vilja konurfá sömu tæki-
færi og karlmennirnir. Stór hluti
fólksins telur þó aö þaö sé miður
heppilegt. Meira en helmingurtel-
ur að það sé breyting til hins verra
að æ fleiri börn skuli vera á dag-
vistarheimilum, á meðan aðeins
þriðjungur álítur að það sé breyt-
ing til hins betra. Þá segir um
helmingur að útivinnandi mæður
sé breyting til hins verra. Hins
vegar er ekkert sem bendir til að
menn vilji fórna einhverju af lífs-
gæðunum svo annað foreldrið
geti verið heima.
íhaldssemi hópsins kemurenn í
Ijós þegar spurt er um afstöðu til
barnauppeldis. Meira en helming-
ur sögðust ala eða ætla að ala
börn sín upp eins og þau voru sjálf
alin upp. Fólk sem er í hjónabönd-
um þar sem bæði maðurinn og
konan vinna úti voru jafnvel meira
fylgjandi uppeldisaðferðum sinna
eigin foreldra heldur en þeir sem
voru í hefðbundnu hjónabandi,
þar sem aðeins eiginmaðurinn
vinnur úti. En meira að segja þeir
sem ætla að ala eigin börn upp á
annan hátt, höfðu þó aðeins
minniháttar athugasemdir við
eigið uppeldi. Það helsta sem
minnst var á, var að foreldrar
þeirra höfðu verið of strangir, ekki
mjög viðræðugóðir og lítt um-
burðarlyndir.
BJART FRAMUNDAN...
Bjartsýni og ánægja virðast ríkj-
andi hjá þátttakendum könnunar-
innar, þeir eru ánægðir með vinn-
una og fullir tiltrúar á framtíðar-
velgengni sína. Undir yfirborðinu
gætir hins vegar þó nokkurs kviða
vegna efnahagslegrar afkomu.
Aðeins tæpur þriðjungur að-
spurðra töldu sig vera á grænni
grein fjárhagslega, á meðan tæp-
ur fimmtungur var á algerlega
öndverðum meiði. Meðaltekjur
hópsins reyndust vera um 1200
þúsund krónur á ári, en flestir
töldu sig þurfa um 1600 þúsund
krónur til að losna við fjárhags-
áhyggjur.
Þó svo að innan hópsins reynist
vera síspreðandi uppar, gefa slíkar
fjölmiðlalýsingar alls ekki rétta
mynd af þessari kynslóð. Flestir
eiga sér þá ósk heitasta að lifa
þægilegu en fábreyttu lífi, eiga
hús og bíl, og eitthvað til að leggja
fyrir til ellinnar. Þeir eru þeirrar
skoðunar að þeir þurfi að hafa
meira fyrir hlutunum en kynslóð
foreldra þeirra. Samt telur meiri-
hlutinn að hann verði betur settur
en foreldrarnir þegar þeirra aldri
verður náð.
...EÐA HVAÐ?
Þetta voru nokkrar helstu niður-
stöðurnar úr könnun bandaríska
tímaritsins Rolling Stone um lífs-
viðhorf Bandaríkjamanna á aldrin-
um 18—44 ára. Anægt með eigið
líf, og bjartsýnt, þótt ekki sé það
einhlítt þegar nánar er skoðað.
Það er kannski eins og söguhetjan
í lagi Randy Newman, „Líf mitt er
gott", sem horfir sæll og glaður
framhjá öllum vísbendingum um
hið gagnstæða.
FREITAPOSTUR Er vegurinn háll? Vertu því viðbúin/n að
QJALDEYRISMÁL Viðskiptaráðunejrtið hefur loks upplýst um gjaldeyris- kaup bankanna þá þrjá daga sem 2,5 milljarðar af gjaldeyr- isforða landsmanna gekk út. Bankar og sparisjóðir keyptu vetrarlagi. hÉUMFERdar Mrað W
gjaldeyri handa sjálfum sér fyrir milljarð króna dagana
9—LL maí. Ljóst er að hagnaður þeirra af gengisfellingunni
sem fylgdi í kjölfarið nemur 100 milljónum. Ekki er talið að
þessi kaup stangist á við gildandi reglur um gjaldeyrisvið-
skipti en viðskiptaráðherra telur tor reglur þarfnast end-
urskoðunar nú. Ekki hefur verið gei'ið upp hvað einstakir
hankar keyptu mikinn gjaldeyri og ekki er víst að það verði
gert.
BRÁÐABIBQÐALÖQ
Ný bráðabirgðalög voru gefin út á þriðjudag til að bæta úr
göllum á þeim bráðahirgðalögum sem rikisstjórnin gaf út
20. maí. í nýju lögunum felast fyllri ákvæði um verðtrygg-
ingu. Verðtrygging fjárskuldbindinga sem stofnað er til eft-
ir 1. júlí og eru til skemmri tíma en tveggja ára er óheimil.
Með fjárskuldbindingum er átt við sparifé og lánsfé. Seðla-
bankanum er þó heimilt með samþykki viðskiptaráðherra
að heimila innlánsstofnunum að ávaxta fé með verðtrygg-
ingu til skemmri tíma en tveggja ára.
HArSKIP
Skiptaréttur hefur úrskurðað að hlutafjárútboð Hafskips
hf. 1986 hafi verið ólöglegt og þeir sem gáfu loforð sitt fyrir
hlutafé því ekki skuldbundnir af því. Úrskurðurinn byggð-
ist aðallega á því að forráðamönnum Hafskips tókst ekki að
ná þeirri hlutafjáraukningu sem stefnt var að og því væru
skuldbindingar þeirra sem höfðu skrifað sig fyrir hlutafé
fallnar niður. Nokkur atriði önnur studdu einnig þessa nið-
urstöðu þó þau dygðu ekki ein sér fyrir ógildingu. Skipta-
réttur taldi að maður sem greitt hafði hlutafjáraukningu til
Hafskips ætti forgangskröfu á þrotabúið. Úrskurðinum hef-
ur verið áfrýjað til Hæstaréttar.
PRÉTTAPUNKTAR
• Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar á Guðmundur L. Jó-
hannesson, héraðsdómari í Hafnarfirði, ekki að vikja sæti
í Svefneyjarmálinu svonefnda en það.snýst um meint kyn-
ferðisafbrot gegn börnum. Guðmundur hafði sjálfur ákveð-
ið að vikja úr dómarasæti vegna þess að móðir elns barn-
anna hafði haft um hann ærumeiðandi ummæli. Hæstirétt-
ur hafnaði þessu á þeim forsendum að þá gæti hver sem er
gert dómara vanhæfan með fúkyrðum en slíkt gengi ekki.
• Tekist hefur í Blóðbankanum að greina afbrigðilegan
erfðavísi sem orsakar arfgenga heilablæðingu. Nú verður
hægt að greina sjúkdóminn þegar á 7.—8. viku fósturskeiðs.
Arfgeng heilablæðing er ríkjandi erfðasjúkdómur og hefur
greinst í nokkrum ættum hér á landi. Sjúkdómurinn er
banvænn og ólæknandi.
• Á formannaráðstefnu ASÍ á mánudaginn var samþykkt
ályktun þar sem segir að bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar
séu „ósvífin árás á samningsrétt verkalýðsfélaganna". Kraf-
ist var afnáms laganna og skorað á verkalýðsfélög að fylgja
þeirri kröfu eftir. Koma þar m.a. til greina verkföll og yfir-
vinnubönn. Forseti ASÍ, Ásmundur Stefánsson, hefur enn-
fremur fengið heimild miðstjórnar alþýðusambandsins til
þess að kæra bráðabirgðalögin til alþjóðavinnumálastofn-
unarinnar en ísland er aðili að samþykktum hennar.
• Islensks námsmanns hefur verið saknað í Bandaríkjun-
um síðan 14. mars. Maðurinn stundaði nám við háskóla í
Texas en fór til Kaleforníu í frí. Lögregla þar hefur leitað
hans án árangurs og telur hann ekki vera lengur á því svæði.
Hún telur jafnframt ekki ástæðu til að ætla að eitthvað al-
varlegt hafi komið fyrir hann.
• Meirihluti stjórnar fiskveiðasjóðs samþykkti á mánudag
lánveitingar að upphæð 1250 milljónir króna til nýsmiði 12
fiskiskipa. Ágreiningur var í stjórninni um veitingu láns til
smíði Haraldar Kristjánssonar HF en 3 af 7 stjórnarmönn-
um töldu að með lánveitingunni gengi sjóðurinn gegn eigin
úthlutunarreglum og tóku þvi ekki þátt í atkvæðagreiðslu
um lánveitingu til 6 skipa.
• Sovéska samvmnusambandið hefur ákveðið að kaupa
125.000 trefla af Álafossi til viðbótar því magni af ullarvör-
um sem þegar hafði verið samið um sölu á. Álafoss gerir sér
e nnig vonir um viðbótarsölu til sovésks ríkisfyrirtækis.
• Banaslys varð er beinaflutningabíll frá Flateyri fór út af
veginum ofarlega á Dagverðardal í Skutulsfirði. Ökumaður
bifreiöarinnar lést en sonur hans sem var farþegi slappt lít-
ið meiddur. Hinn látni hét Jón Guðjónsson og var 54 ára.
• Alvarlegt umferðarslys varð á Arnarneshæðinni aðfara-
nótt sunnudagsins og á mánudaginn lést ungur maður af
völdum meiðsla er hann þá hlaut. Hann hét Erlingur
Björnsson og var 22 ára.
• Ragnar Halldórsson, sem verið hefur forstjóri íslenska
álfélagsins var á aðalfundi þess kjörinn stjórnarformaður í
stað Halldórs H. Jónssonar sem gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs. Ragnar mun einnig gegna starfi forstjóra þar til nýr
forstjóri hefur verið ráðinn. Afkoma ÍSAL var góð á síðasta
ári, hagnaður var tæplega 22 milljónir.
• Einar Siguiósson, fyrrum útvarpsstjóri Bylgjunnar, hef-
ur verið ráðinn fréttafulltrúi Flugleiða og tekur við því
starfi af Boga Ágústssyni sem orðinn er fréttastjóri sjón-
varpsms.
• Portúgalir sigruðu íslendinga í landsleik í knattspyrnu á
Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið með þremur mörk-
um gegn engu. Leikurinn var liður í undankeppni ólympíu-
leikanna.
KLIPPINGAR, PERMANENT, LITUN
KREDITKORTAÞJÓNUSTA
HARSNYRTISTOFAN
Dóróthea Magnúsdóttir
Torfi Geirmundsson
Laugavegj 24 l|. hæð
101 Reykjavík,
®17144
ULTRA
GLOSS
Ekkert venjulegt bílabón
heldur glerhörö lakkbrynja!
VEIST
ÞÚ
MUNINN? .
ULTRA GLOSS er elni bón-
gljáinn, fáanlegur á islenskum Útsölustaðir.
bensinsölum, sem þolir þvott
með tjörueyði. Þar með rætlst
draumur bónara, um aó glans og f rrrAA . „ .
glæsilegt útlit geti enst mánuð- ICSSO/ STOOVOmQr.
um saman.
KÉRASIASE
'FRÁ L’ORÉAL PARÍS
ATT ÞU í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ.
LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU-
MEISTARANUM.
SPURÐU HANN UM KERASTASE.
FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM.
HELGARPÓSTURINN 31