Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljóst er að Osvör hf. kaupir ekki Guðbjörgina Bolungarvík. Morgunblaðið. Geir H. Haarde um vantrauststillögu Ef til vill breytt eða vísað frá GEIR H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, segir ti! greina koma að breyta ellegar vísa frá vantrauststillögu stjórnarand- stöðunnar á einstaka ráðherra ríkis- stjórnarinnar, sem lögð hefur verið fram á Alþingi. „Vantrauststillagan er venjuleg þingsályktunartillaga og lýtur sömu reglum og aðrar slíkar,“ sagði Geir. Hann sagði tillöguna setta fram án rökstuðnings. „Það eru ýmsir möguleikar fyrir hendi. Það mætti breyta henni með breytingartillögum eða vísa henni frá með einhverjum hætti, til dæmis rökstuddri dagskrá, auk þess að láta hana koma til at- kvæða óbreytta," sagði Geir. Geir sagði að sjálfstæðismenn myndu halda þingflokksfund á mánudag um málið. NU ER ljóst að ekki verður af því að útgerðarfyrirtækið Ósvör hf. í Bolungarvík kaupi Guðbjörgina frá ísafirði eins og til stóð, þar sem skilyrði fyrir veðflutningi vegna kaupanna voru ekki fyrir hendi. Ósvör hf. er almenningshlutafé- lag það sem Bolvíkingar stofnuðu í kjölfar gjaldþrots Einars Guð- finnssonar hf. á síðasta ári og keypti togara og veiðiheimildir þrotabúsins. Mikil þörf hefur verið fyrir fé- lagið að bæta skipakost sinn og var ætlunin að úrelda togarann Dagrúnu sem er um 2.000 rúmlest- ir að stærð og smíðuð árið 1974 og vélbátinn Flosa sem er 800 rúmlestir smíðaður árið 1963 á móti kaupunum á Guðbjörgu frá ísafirði. Samningaumleitanir um þessi kaup hafa staðið um nokkurt skeið og að sögn Björgvins Bjarnasonar framkvæmdastjóra verður ekki náð lengra að sinni þar sem skil- yrði þau sem sett eru fyrir veð- flutningi vegna kaupanna eru ekki fyrir hendi. Stærstu veðhafar eru Lands- bankinn og Atvinnuleysissjóður. Björgvin sagði að framundan væri að vinna áfram að því að bæta skipakost félagsins í því skyni að tryggja betur rekstur þess. Bæjarstjórn Bolungarvíkur hef- ur borist erindi frá þremur fyrir- tækjum þar sem óskað er eftir að athugað verði hvort hagkvæmt geti verið að fyrirtækin kaupi hlut bæjarins í Ósvör. Fyrirtæki þessi eru Bakki hf. í Hnífsdal sem rekur rækjuverk- smiðju, Þuríður hf. í Bolungarvík sem rekur fiskvinnslu og rækju- verksmiðju og Gná hf. í Bolungar- vík sem rekur loðnuverksmiðju og er það fyrirtæki einnig hluthafi í Þuríði. Bæjarstjóm Bolungarvíkur hef- ur tekið jákvætt í þetta erindi en setur þau skilyrði að Ósvör verður áfram rekið hér í Bolungarvík og að engar veiðiheimildir verða seld- ar frá Bolungarvík. Hluti bæjarins í Ósvör hf. er um 65% af innborg- uðu hlutafé eða um 35 milljónir. Bakki hf. og Þuríður hf. hafa verið í viðræðum um sameiningu eða samstarf og sendu fyrirtækin inn beiðni um hlutdeild úr væntan- legri Vestfjarðaaðstoð þeirri sem unið er að um þessar mundir. Nú stendur yfir vinna við hag- kvæmniathugun á þessum hug- myndum fyrirtækjanná þriggja og fyrr en þær niðurstöður liggja fyr- ir verður ekki aðhafst frekar í málinu af hálfu bæjarstjómar. KRISTJÁN Jónsson skip- herra á Óðni heilsar upp á hundinn Tomma. „ÉG ER búinn að fá hundleið á dallinum," sagði Kristján Jónsson skipherra á Óðni við heimkom- una í gær, en þá voru liðnir 56 dagar frá því varðskipið lagði á norðurslóð til aðstoðar íslenskum skipum. Var áhöfninni vel fagnað af ástvinum, jafnt tvífættum sem ferfættum, þegar skipið lagði að Ingólfsgarði í gærmorgun og þótt skipverjum væri umhugað um að komast sem fyrst frá borði gáfu þeir sér tíma til þess að spjalla. „Túrinn hefur verið mjög góður í heild,“ sagði Jón Frið- geirsson bryti í samtali við Morg- unblaðið „en menn eru orðnir þreyttir og fegnir að komast í smá frí,“ sagði hann áður en hann vatt sér inn í káetuna til fundar við fjölskylduna. Túrinn lýjandi Ásgeir Guðmundur Árnason háseti sagði túrinn hafa verið ágætan, en seinni mánuðinn fremur strembinn. „Það er frekar lýjandi að vera svona lengi en það er búið að vera nóg að gera, „Hundleið- ur á dall- inum“ mikil viðhaldsvinna seinni mán- uðinn. Annars var þetta fínt, þær stóðu stutt þessar brælur sem voru á þessum slóðum.“ Sigurður Ásgeir Kristinsson læknir hafði einnig í nógu að snúast. „Menn héldu fyrst að þetta yrði mest talstöðvarsam- band en ég hafði afskipti af sjúkl- ingum í 120 skipti og sjúklingarn- ir urðu 63. Það var mest að gera fyrstu vikuna meðan mokveiddist en síð- an varð þetta jafnara eftir því sem veiðin datt niður,“ sagði hann. „Þetta voru alls kyns áverkar, til dæmis handaráverk- ar. Nú, þrír fengu botnlanga- bólgu og voru fluttir í land og skornir í Noregi. Siðan var ein handaraðgerð gerð í Noregi og ég gerði eina hér.“ Lífsreynsla Sigurður sagði einnig aðspurð- ur að vitaskuld væru aðstæður um borð aðrar en læknar ættu að venjast. „En okkur tókst nú alveg að redda þessu. Hins vegar er ég með ýmsar tillögur um það hvemig má haga þessu betur næst. Þetta er spurning um að raða í sjúkrastofuna, færa til, taka niður og setja annað upp. Síðan þyrfti að skipuleggja neyð- arpakkningar betur. Við vorum með þetta heimatilbúið eftir því sem þurfti," segir Sigurður sem var jafnframt að þreyta frum- raun sína á sjó. „Ég kunni vel við mig. Áhöfnin er góð, sem skiptir auðvitað öllu og góður félagsskapur af þeim sjómönnum sem komu hingað um borð. Þetta er lífsreynsla sem ég held ég búi að alla ævi. Ég hefði ekki viljað missa af þessu.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg SIGURÐUR Á. Kristinsson læknir með syni sína Kristin Þór og Þóri Öm um borð í Óðni í gærmorgun. Sérfræðingur í kvensjúkdómum vill fjölga ófrjósemisaðgerðum hér á landi Fleiri fæðingar en æskilegt er REYNIR Tómas Geirsson, sérfræð- ingur í kvensjúkdómalækningum, telur að hér á landi fæðist 20-30% fleiri böm árlega en æskilegt væri. í viðtali sem birtist í nýútkomnum Lyfjatíðindum bendir hann á að fæð- ingartíðnin hér sé 4.500-4.600 ný- burar árlega, og væri tíðnin hlutfalls- lega sú sama og í grannlöndunum væru fæðingar um 1.000 færri. í viðtalinu segir Reynir Tómas að fleiri hér á landi ættu að láta gera á sér ófijósemisaðgerðir en verið hefur. I viðtalinu segir Reynir Tómas að Islendingar eigi við fólksfjölgunar- vandamál að etja eins og aðrir á tím- um atvinnuleysis og minnkandi þorskgengdar. „Því er nauðsynlegt að fólk spyiji á hveiju öll þessi börn eigi að lifa? Þannig er takmörkun fólksfjölda okkur hagsmunamál, rétt eins og í þróunarríkjunum,“ segir hann. Reynir Tómas bendir á að í ófijó- semisaðgerðum hafi ýmsar nýjungar komið fram og tæknin batnað. Sem dæmi nefnir hann litlar klemmur úr málmi og silikongúmmíi sem kornið er fyrir á eggjaleiðurum. Þær eyði- leggi aðeins örlítinn hluta eggjaleið- arans og trufli lítið blóðrás til eggja- stokka, og auðvelt sé að láta þær á með kviðspeglunaraðgerð. „Ófijó- semisaðgerð er varanleg aðgerð og þegar þarf að endurtengja, sem ætti að vera sem allra sjaldnast, er auð- veldara að gera það ef klemma hefur verið látin á. Eldri aðferð var sú að tveir til þrír sentimetrar af eggjaleið- aranum og vefjum í kringum eggja- leiðarann voru brenndir. Við það skemmdist blóðrásin milli legs og eggjastokka," segir Reynir Tómas. Þungunarvörn í stað getnaðarvarnar í viðtalinu bendir hann á að meðal nýrra þátta í getnaðarvörnum sem verið sé að reyna að fá hingað til lands sé það sem kalla mætti þung- unarvarnir fremur en getnaðarvam- ir. Þar sé um að ræða frönsku pill- una sem stundum er kölluð „fóstur- eyðingarpitlan". Hún innihaldi and- hormón sem komi af stað blæðingum, annað hvort stuttu eftir egglos eða þá í lok tíðahrings ef viðkomandi kona er komin fram yfir vanalegan blæðingatíma og heldur að þungun hafi getað átt sér stað. Pilluna megi taka áður en staðfesting á þungun sé fáanleg, og einnig megi nota hana til þess að koma af stað fósturláti á fyrstu fimm til sex vikum meðgöngu og jafnvel allt að átta vikum. Lyf þetta hefur enn ekki komist í al- menna notkun nema í 3-4 löndum. Getnaðarvarnir niðurgreiddar Reynir Tómas bendir á að því mið- ur séu getnaðarvamir tiltölulega dýr- ar á íslandi miðað við nágrannalönd- in. í Evrópu sé verðið enn á niðurleið því menn sjái sér hag í því að greiða getnaðarvamir niður þar sem þær stuðli að því að halda mannfjölgun í skefjum. Bendir hann á að hér á landi ætti að byija á því að fella niður virð- isaukaskatt af getnaðarvömum sem myndi lækka verðið um 19,7%. Skortur á skýrum regl- um ►Rausnarskapur ráðamanna á almannafé hefur verið í brenni- depli og spumingar vaknar hvort reglur séu nægilega skýrar og eft- irlit virkt./lO Keppnin um stól kanslarans ►Sjaldan hefur ríkt meiri óvissa um úrslit í kosningum í Þýska- landi. /12 Útílífiðáný ►Sambýli geðfatlaðra á Akureyri heimsótt./14 Sættir Ijóss og skugga ►Óratorían „A Child Of Our Time“ verður flutt í Hallgríms- kirkju næstkomandi fimmtu- dag./18 Tollað ítískunni ►í viðskiptum og atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Mörtu Bjamadóttur um tískuiðnað- inn./20 B ► 1-28 Stelpurnar okkar ►Kvennalandsliðið í knattspymu kom löndum sínum heldur betur á óvart þegar þáð komst í átta liða úrslit Evrópukeppninnar. Árangur stúlknanna gæti orðið til að efla kvennaíþróttir í landinu og hér segja þijár landsliðskonur frá því hvemig knattspyman hefur eflt sjálfstraustið, sjálfsagann og metnaðinn./l Bærinn vaknar ►í sumar kom út síðari hluti af hinu mikla verki Guðjóns Friðriks- sonar sagnfræðings, Sögu Reykja- víkur á ámnum 1870 til 1940./6 Birkifræ, söfnun og sáning ►Fyrir þá sem em áhugasamir um uppgræðslu og skógrækt er söfnun og sáning birkifræs góð leið til að kóróna starf sumars- ins./14 Niels, Jesper og danskur djass ►Það fer vel á því að Ijúka dönsk- um haustdögum með djasstónleik- um því að á fáum sviðum lista hafa samskipti þjóðanna verið jafn náin síðustu árin./12 Þrjár raddir ►Það er ekki á hveijum degi sem fram koma um svipað leyti þijár söngkonur, hver með sinn sérstaka söngstíl og í sinni sérstöku gerð aftónlist./14 C BILAR ► 1-4 Parísarsýningin ►Nýr Scorpio, Benz SLK og hug- myndabílar frá Renault./ 2 Reynsluakstur ►Hyundai Accent sem leysir Pony af hólmi./4 FASTIR ÞÆTTIR Leiðari ‘Helgispjall Reylqavíkurbr Minningar Myndasögur Brids Stjömu8pá Skák INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDARFRÉTOR: 1-4 bak Velvakandi 36 24 Fólk í fréttum 38 24 Bíó/dans 40 24 íþróttir 44 28 Útvarp/sjónvarp 45' 34 Dagbók/vedur 47 34 Mannlífsstr. 4b 34 Dægurtónlist 8b 34 34 Kvikmyndir 9b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.