Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993. A&næli Bjami Guðmundsson Bjarni Guðmundsson, fyrrv. sér- leyfishafi, Skarphéðinsgötu20, Reykjavík, er 85 ára í dag. Starfsferill Bjami er fæddur í Túni í Hraun- gerðishreppi og ólst þar upp. Hann hóf ungur að starfa við akst- ur og var atvinnubílstjóri í tæp 60 ár. Bjami ók rútubíl frá árinu 1933 og var sérleyfishafi í Gaulverjarbæj- ar- og Hraungerðishreppi allt til árs- ins 1980. Samhhða sérleyfisferðunum fór hann í fjalla- og öræfaferðir og tók að sér vöruflutninga. Fjölskylda Bjami á sex systkini. Þau em: Guðrún, f. 28.12.1911, húsmóðir í Hraungerði í Hraungerðishreppi, var gift Sigmundi Amundasyni, f. 12.3.1960, d. 8.10.1976, fyrrv. b. og eignuðust þau fjögur böm; Guð- finna, f. 3.9.1912, húsmóðir í Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi, gift Stefáni Jasonarsyni, f. 19.9.1914, b. þar, og eiga þau fimm böm; Jón, f. 7.3.1914, bílstjóri á Selfossi, kvæntur Rut Margret Jansen, f. 10.8. 1934, húsmóður frá Þýskalandi, og eiga þau þrjú börn; Einar, f. 17.9. 1915, húsasmiður, búsettur í Reykja- vík, ókvæntur og bamlaus; Stefán, f. 14.6.1919, b. í Túni, Hraungerðis- hreppi, kvæntur Jómnni Jóhanns- dóttur, f. 1.12.1920, húsmóður og eiga þau sjö böm; og Unnur, f. 30.7. 1921, húsmóðir í Reykjavík, gift Herði Þorgeirssyni, f. 15.7.1917, húsasmíðameistara. Foreldrar Bjama voru Guðmund- ur Bjamason, f. 26.3.1875, d. 8.6. 1953, b. í Túni, Hraungerðishreppi, og Ragnheiöur Jónsdóttir, f. 12.5. 1878, d. 4.3.1931, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Bjarna, b. Túni, Eiríkssonar, b. Túni, Bjarna- sonar, b. Hjálmholti, Stefánssonar. Móðir Bjama í Túni var Hólmfríð- ur, systir Guðmundar í Vorsabæjar- hjáleigu, langafa Stefáns Jasonar- sonar í Vorsabæ. Hólmfríður var dóttir Gests, b. í Vorsabæ, Guöna- sonar, langafa Oddnýjar, langömmu Vals Amþórssonar bankastjóra. Móöir Hólmfríðar var Sigríður Sig- urðardóttir, systir Bjama Síverts- ens riddara. Móðir Guðmundar var Guðfinna Guðmundsdóttir, b. í Hró- arsholti, Tómassonar, pr. í Villinga- holti, Guðmundssonar. Móðir Guð- finnu var Elín, dóttir Einars, b. í Hróarsholti, Brandssonar og Vil- borgar Jónsdóttur. Ragnheiður var dóttir Jóns, b. á Skeggjastöðum í Flóa, Guðmunds- sonar, b. á Skeggjastöðum, bróður Bjöms, langafa Agústs Þorvalds- sonar, alþingismanns á Brúnastöð- um. Guðmundur var sonur Þor- valds, b. í Auðsholti, Bjömssonar, bróður Knúts, langafa Hannesar þjóðskjalavarðar, Þorsteins hag- stofustjóra og Jóhönnu, ömmu Æv- ars Kvarans og Gísla Alfreðssonar þjóðleikhússtjóra. Móðir Ragnheiðar var Guðrún Bjamhéðinsdóttir, b. í Þjóðólfshaga í Holtum, Einarssonar, og konu hans, Guðrúnar Helgadóttur, b. á Markaskarði, Þórðarsonar, bróður Tómasar, langafa Tómasar, föður Þórðar, safnvarðar að Skógum. Móðir Guðrúnar var Ragnheiður Ámadóttir, b. í Garðsauka, Egils- sonar, prests í Útskálum, Eldjáms- Bjarni Guðmundsson. sonar, bróður Hallgríms, langafa Jónasar Hallgrímssonar skálds og Þórarins, langafa Kristjáns Eldjáms forseta. Bjarni verður að heiman á afmæl- isdaginn. I)yngjuvegi4, Reykjavík. Óliverðurað heimanáaf- mælisdaginn. 85 ára Sigmundur Guðmundsson, Austurbyggð 17, Akureyri. Kristinn Rögnvaldsson, Hnjúki, Svarfaðardalshreppi. 70ára Guðiaugur Traustason, Kópnesbraut 21, Hólmavík. Mary Costello, Eyrariandsvegi 26, Akureyrí.! 60 ára Gunnar Leósson, Hlíðarstræti 15, Bolungarvík. Kr istín Jóna Einarsdóttir, Kirkjubraut 15, Níarðvik. Tómas Jónsson, Tryggvagötu24, Selfossi. Rannveig Gísladóttir, Marbakkabraut 16, Kópavogi. Heidrun Charlotte Vogt, Hjarðarhaga 64, Reykjavík. Friðsemd Ingibjörg Ólafsdóttir, Hlíðarvegi 25, Grundarfirði. 40ára Peter Jones, ! Bogahlíð lla, Akureyri. ÞórhaUur Tryggvi Tryggvason, Krummahólum8, Reykjavík. Sigxujón Stefán Björnsson, Hlaðhömrum 22, Reykjavík. Elísahet Hilmarsdöttir, Hvassaleiti28, Reykjavík. Elsa Stefánsdóttir, Hofi, Hofshreppi. Óli Rey nir Ingimarsson, Fagraholti 6, Isafirði. Ólafia Ólafsdóttir, Grenigrund 33, Akrancsi. Andlát Jón Páll Sigmarsson Jón Páll Sigmarsson, kraftlyft- inga- og aflraunamaður, Grundar- tanga 11, Mosfellsbæ, lést laugar- daginn 16.1. sl. Útför hans fer fram frá HaUgrímskirkju kl. 13.30 í dag, þriðjudaginn26.1. Starfsferill Jón PáU fæddist í Hafnarfirði 28.4. 1960. Hann ólst þar upp fyrstu tvö árin, síðan í Stykkishólmi tfi níu ára aldurs og loks í Árbæjarhverfinu en hann bjó í Reykjavík lengst af síðan. Jón PáU var í hópi fremstu kraft- lyftingamanna heims og vann til fleiri titla á aflraunamótum en nokkur annar einstakUngur. Hann hóf að æfa lyftingar hjáKR sautján ára og kraffiyftingar ári síð- ar. Hann varð íslandsmeistari ungl- inga í ólympskum lyftingum 1978, íslandsmeistari í lyftingum og kraft- lyftingum 1980 og 1981 og íslands- meistari í kraftlyftingum 1982 og 1986. í kraftlyftingum vann hann silfur- verðlaun á Norðurlandamótinu í Reykjavík 1979, silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Sviss 1980, guUverðlaun á Norðurlandamótinu í Noregi 1980, sUfurverðlaun á Evr- ópumeistaramótinu á ítaUu 1981, guUverðlaun á Norðurlandamótinu 1981, bronsverðlaun á heimsmeist- aramótinu á Indlandi 1981 og silfur- verðlaun á Evrópumeistaramótinu á Álandseyjum 1983. Hann setti Evr- ópumet 1984 auk þess sem hann setti Norðurlandamet og átti mikinn fjölda íslandsmeta. Jón PáU varð þrisvar íslands- meistari í þyngsta flokki í vaxtar- rækt; 1984,1986 og 1988 og tvisvar aUsheijar íslandsmeistari í vaxtar- rækt. Hann hóf þátttöku í kraftamótum erlendis 1983, vann titilinn „sterk- asti maður heims“ í Svíþjóð 1984, í Frakklandi 1986, í Ungveijalandi 1988 og í Finnlandi 1990. Þá vann hann titiUnn „sterkasti maöur aUra tíma“ 1987 og þrisvar titiUnn „World Muscles Power Campionship". Þá vann hann titilinn „sterkasti maður Finnlands 1992. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins hjá KR og jafn- framt af íþróttafréttamönnum 1981. Fjölskylda Sonur Jóns Páls er Sigmar Freyr Jónsson, f. 7.9.1983. Jón PáU átti átta hálfsystkin. Foreldrar Jóns Páls eru Sigmar Jónsson, f. 25.5.1935, stórkaupmað- ur í Reykjavík, og Dóra Jónsdóttir, f. 30.5.1940, húsmóðir í MosfeUsbæ. Fósturfaðir Jóns Páls er Sveinn Guðmundsson, f. 1.6.1937, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík. Ætt Sigmar er sonur Jóns Dal, b. í TunguhUð í Skagafirði, Þórarins- sonar, b. í Dölum í Hjaltastaðaþing- há, Ólafssonar, b. að Urriðavatni í FeUum, Hjörleifssonar. Móðir Jóns Dal var Jónína Björg Jónsdóttir, b. í Dölum, Einarssonar, og Bóelar Jónsdóttur frá Bæ í Lóni. Móðir Sigmars er Sigurveig Jóhannesdótt- ir, b. á Miðgrund í Akrahreppi, Sig- valdasonar, b. í Glaumbæ í Langa- dal. Móðir Sigurveigar var Jóhanna Jónsdóttir. Dóra er dóttir Jóns, pípulagninga- manns í Hafnarfirði, Pálssonar, verkamanns í Reykjavík, Jónsson- ar, b. í Hvammi í Kjós. Móðir Jóns í Hafnarfirði var Vigdís, dóttir Jóns, bróður Ingibjargar, langömmu Flosa Ólafssonar leikara. Önnur systir Jóns var Sigríður, amma Guðmundar Amlaugssonar, fyrrv. rektors MH. Jón var sonur Odds, b. á Brennistöðum í Flókadal, bróð- ur Lofts, afa Lofts Bjamasonar, for- stjóra Hvals hf„ föður Kristjáns, for- stjóra Hvals. Annar bróðir Odds var Jón, langafi Sigmundar Guðbjama- sonar, fyrrv. háskólarektors. Systir Odds var Kristín, móðir Ingibjargar Johnson, kaupkonu í Reykjavík, ömmu Ólafs Ó. Johnson, forstjóra Ó. Johnson og Kaaber, og Amar Ó. Johnson, fyrrv. forstjóra Flugleiða. Oddur var sonur Bjama Hermanns- sonar, ættfóður Vatnshomsættar- innar úr Skorradal. Móðir Odds var Jón Páll Sigmarsson. Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Stórabotni í Hvalfirði, ísleifssonar, og Guðrún- ar, systur Jóns, prest á Hrafnseyri, afa Jóns forseta. Systir Guðrúnar var Salvör, amma Tómasar Sæ- mundssonar. Móðir Jóns var Helga Böðvarsdóttir, b. í Skáney, Sigurðs- sonar, og Ástríðar Jónsdóttur, b. í Deildartungu, Þorvaldssonar, ætt- föður Deildartunguættarinnar. Móðir Vigdísar var Ingveldur Hann- esdóttir frá Hvoh í Ölfusi. Móðir Dóm var Guðrún Stefáns- dóttir „sterka“ frá Lambhaga í Hraunum, Magnússonar. Móðir Stefáns var Jörgensína, systir Kristjáns, foður Axels, forstjóra í Rafha. Jörgensína var dóttir Jó- hanns Cristians Boier, dansks skip- stjóra, og Helgu Hálfdánardóttur. Ökuþórinn Nigel Manselt maður ársins í Bretlandi. íþróttahetjumar erustoltBreta Kappaksturshetjan Nigel Mansell var kosinn maöur ársins í Bretlandi af lesendum Hello. Niöurstöður þessa víðlesna ttma- rits vora kynntar í síðasta tölu- blaði en í DV á föstudaginn var m.a. birtniöurstaðan úr kosning- unni ura konu ársins. Á hæla ökuþórinum, sem vann Formúlu 1 kappaksturskeppnina í fyrra, kom John Major forsætis- ráðherra en hann var eini stjórn- málamaðurinn í hópi tíu efstu manna. Tlialdsmaðurinn var í þriðja sæti á síðasta ári og er því i framför að mati lesenda blaðs- ins. Annars sýnir listinn að Bret- ar eru afskaplega stoltir af afrek- um íþróttamanna sinna og til marks um þaö er ólympíumeist- arinn í 100 metra hlaupi, Línford Christie, í þriðja sæti og fyrram fyrirliði enska knattspyrnu- landsliðsins, Gary Lineker, i því sjötta Kalli prins var í limmta sæti. Vinsældir karlpcningsins í kon- ungsfiölskyldunni fara snar- minnkandi og Kalli prins varð að láta sér nægja fimmta sætið. Fast é eftir honum kemur Andrés bróðir hans en sá yngsti, Játvarð- ur, komst ekki á blað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.