Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 82
 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ����������������������������������� �������� ��������������� �������� ������������������ ������������� ����������������� ��������������������������������� �������������� ����������������� ��������������������������������� �������������� ����������������� ��������� � ��������������� ����� �������� ��������������������������������������������������������� ����������� ������������������������������������������������� ��������������������������������� ���������������������� ������������������������������������� �� ��������������������������������� ��������� ����� ��������������������� � �� � �� � ��� �� � �� � � � �� � � � � � ������������������ ����������������������� Panic Productions í samstarfi við Hafnarfj arðarleikhúsið kynnir tvö dans/leikhús verk: Forsýning 9. Júní kl. 20 Frumsýning 10. Júní kl. 20 Síðasta sýning 11. Júní kl. 20 MIÐASALA: 555 2222 midi.is / www.hhh.is RAUÐAR LILJUR Danshöfundur: Sveinbjörg Þórhallsdóttir NO, HE WAS WHITE Höfundar og flytjendur: Anne Tismer, Margrét Sara Guðjónsdóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Rahel Savoldelli AÐEINS 3 SÝNINGAR Alveg brilljant skilnaður Einleikur Eddu Björgvinsdóttur um allt land. Vopnafjörður þriðjudaginn 6. júní. Miðasala í síma 473-1300. Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt af miðaverði Fyrsta ráðstefnan um tungutækni á Íslandi var haldin nýverið á vegum Tungutækniseturs. Setrið, sem stofnað var sumarið 2005, er samstarfsverk- efni Málvísindastofnunar Háskóla Íslands, Tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, og Orðabókar Háskóla Íslands. Á tungutækniráðstefnunni komu saman fræðimenn og fólk úr atvinnulífinu sem starfa eitthvað við tungutækni á landinu, en sá hópur fer vaxandi. En hvað er tungutækni? „Ég segi stundum að þetta sé tvíhliða; annars vegar er þetta spurning um hvernig við getum notað tölvur til að hjálpa okkur með tungumálið, og hins vegar hvernig við getum notað tungumálið til að hjálpa okkur með tölvurnar,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands og einn af forsvarsmönn- um Tungutækniseturs. „Í fyrsta lagi eru þetta til dæmis alls konar málfarsleiðréttingarforrit og í öðru lagi erum við að nota tungu- málið til að hagnýta tæknina sem mest, við leit á vefnum og fleira,“ bætir hann við. Tungutæknin óhjákvæmileg þróun Eiríkur bendir á að meirihluti tækninýjunga fyrir almennan markað snúist um samskipti fólks, ýmist í síma eða á netinu, og þá hljóti tungumálið að vera í lykil- stöðu. „Menn gleyma því að tungu- málið leikur miklu stærra hlut- verk í tengslum við tæknina, hún felst ekki bara í því að ýta á ein- hverja takka heldur er hún sam- tvinnuð flestu sem við gerum,“ segir Eiríkur. Tungutæknin er því ekki síður mikilvæg fyrir framtíð íslenskunnar. „Ef við lendum í þeirri aðstöðu að tæknin ræður ekki við íslensku þá höfum við tvo kosti. Við getum ákveðið að taka þessa tækni ekki upp á Íslandi, sem er að sjálfsögðu slæmur kost- ur, en hin leiðin er að tala bara ensku við tækin. Varla erum við sátt við það. Best væri að aðlaga tæknina þannig að hún ráði við íslensku en það kostar peninga og þekkingu.“ Leitarvél sem kann íslensku Auk nokkurra íslenskra fræði- manna vinna þó nokkuð margir að tungutækniverkefnum í fyrir- tækjum á borð við Símann, Hex og Spurl. „Það sást á þessari ráð- stefnu að þetta er farið að skila sér í vörum og þjónustu,“ segir Eiríkur. Sem dæmi má nefna leit- arvélina Emblu og leitarvél Já, sem Eiríkur segir að sé „stórkost- leg bylting,“ en þær voru unnar af Hjálmari Gíslasyni hjá fyrirtæk- inu Spurl. Eiríkur bendir á að allt nám og vinna byggist sífellt meira á því að leita á netinu og í gagna- söfnum, og þá sé mikilvægt að leitarvélar falli vel að íslensku. „Við finnum miklu meira ef við byggjum íslenskt beygingakerfi inn í leitarvélina,“ segir Eiríkur, en þá er til dæmis hægt að slá inn íslenskt orð í nefnifalli og leitar- vélin finnur öll dæmi orðsins í öðrum beyingarmyndum. „Svo er í bígerð verkefni sem ég tek þátt í en það er þróun á margmálaleit fyrir Norðurlandamálin og ensku.“ Leitarvélin mun gera fólki kleift að slá inn leitarorð á sínu móður- máli og fá niðurstöður úr hinum Norðurlandamálunum. Rafrænn þulur svarar í síma Erlendis er tungutæknin komin vel á veg. Sem dæmi má nefna að hún er mikið notuð í þjónustuver- um fyrirtækja. Rafrænn þulur sér þá um að „tala“ við viðskiptavin- inn í símanum og sérstakur tal- greinir greinir beiðni viðskipta- vinarins og gefur honum samband við réttan aðila. Þetta sparar mann- skap og styttir biðtíma. Fyrirtækið Hex hefur einmitt unnið að slíkum þul í samstarfi við Símann og bandaríska fyrirtækið Nuance. Afraksturinn er þulurinn Ragga, en hann hlaut nafn sitt af Ragn- heiði Clausen sem ljáði honum rödd sína. „Við erum að vinna í þjónustu fyrir síma og við lítum á talviðmót, eins og þulinn Röggu, sem einn hluta af því,“ segir Helga Waage, tölvunarfræðingur hjá Hex. Ragnheiður las inn texta úr Mogganum og öðrum ritum og upptökurnar voru sendar til Nuance þar sem þær voru bútaðar niður í hljóðeindir og algeng orð. Hljóðeindunum og orðunum er svo endurraðað, útfrá reglum um hljómfall og aðrar hljóðfræðiregl- ur í íslensku, til að fá nýjar setn- ingar. Helga telur að þulurinn muni nýtast fyrirtækjum á Íslandi, þar á meðal Hex, vel í framtíðinni. rosag@frettabladid.is EIRÍKUR RÖGNVALDSSON „Það er bæði eðlileg og óhjákvæmileg þróun, nú þegar tölvurnar og allt sem er tölvustýrt er orðið svona stór hluti af okkar daglega lífi, að tungutæknin fléttist þarna saman við.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Lykill að framtíð íslenskunnar Dagana 8.-11. júní verður haldin árleg kórastefna í Mývatnssveit og munu liðlega 300 þátttakendur leggjast á eitt og skapa veglega tónlistardagskrá fyrir alla unn- endur kórtónlistar. Aðalverkefni stefnunnar að þessu sinni er Sálu- messa Mozarts og verður hún flutt á lokatónleikunum í Reykjahlíð næstkomandi sunnudag. „Þátttakendurnir hafa aldrei verið fleiri, kórarnir koma frá Norðurlandi, Reykjavík og Finn- landi en auk þess spila um fimm- tíu hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands með okkur,“ segir Margrét Bóasdóttir, söngkona og skipuleggjandi Kóra- stefnunnar. Hlutverk Kórastefn- unnar er meðal annars að gefa kórfólki tækifæri á að hittast og takast á við stór og krefjandi verkefni. Að þessu sinni verð- ur einnig lögð áhersla á að kynna íslenska kórtónlist og mun Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri Hamra- hlíðarkórsins, hafa veg og vanda af því. „Ég er sérlega ánægð að hafa fengið Þorgerði og Hamra- hlíðarkórinn til þess að stýra þess- ari vinnu,“ segir Margrét og árétt- ar að finnsku þátttakendurnir hafi þegar fengið send íslensk lög til þess að æfa og spennandi verði að heyra útkomuna. „Við höfum stefnt að því að fjölga erlendum þátttakendum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir kóra til þess að efla tengsl innbyrðis og oft verða hálf- gerð snjóboltaáhrif af svona sam- starfi,“ útskýrir hún. Þátttökukórarnir munu syngja á tónleikum í félagsheimilinu Skjólbrekku, syngja miðnætur- söng í Jarðböðunum við Mývatn og bjóða til einstaks tónlistarvið- burðar í hraunhvelfingu Laxár- virkjunar næstkomandi föstudag. „Það verða spennandi tónleikar, hljómburðurinn í hvelfingunni er á við nokkrar Hallgrímskirkjur,“ segir Margrét og hvetur alla áhugasama til þess að heimsækja Mývatnssveit og njóta ógleyman- legra stunda, tónlistar og samveru í fallegu umhverfi. MARGRÉT BÓAS- DÓTTIR SÖNGKONA Hundruð himneskra radda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.