Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 1
24 siður Frakkar og Kínverjar á öndveröum meiði Pekingstjómin segir engan geta viður- kennt tvær stjórnir í sama landi - Frakkar ætla ekki að slíta stjórnmálasambdndi við Formósu Peking, París, 28. janúar — (N'PB) •fr í dag bárust andstæðar yfirlýsingar frá Peking og París um stjórnmálasamband ríkjanna og viður- kenningu Frakka á Pekingstjórninni. / í yfirlýsingu Pekingstjórnarinnar segir, að með því að viðurkenna Kínverska alþýðulýðveldið hafi Frakkar skuldbundið sig til þeSS að slíta stjórnmálasambandi við stjórn Chiang Kai-Cheks á Formósu. Formósa sé hluti af Kína og ekkert ríki geti viðurkennt tvær löglegar stjórnir í sama landi. ■Jc Franska stjórnin segir hins vegar I yfirlýsingu sinni, að hún muni ekki slíta stjórnmálasambandi við For- mósu, og Frakkar hafi ekki tekið á sig neinar skuldbindingar, er þeir samþykktu að taka upp stjórnmájasamband við Pek- ingstjórnina. Stjórn Formósu hafði til íhugunar að slíta stjórn- málasambandi við Frakka vegina viðurkenningar þeirra á Peldngstjórninni, en í dag ákvað hún að gera það ekki. __ * + í dag bannaði stjórn S-Vietnam allan innflutning til landsins frá Frakklandi í mótmælaskyni við viður- kenningu Frakka á Pekingstjórninni. í yfirlýsingu Pekingstjórnarinn ar í dag segir, að um leið og Frakkar viðurkenni Kínverska alþýðulýðveldið hafi þeir skuld- bundið sig til þess að slita stjórn- málasambandi við Formósu. — Formósa sé hluti af Kína og Pek- ingstjórnin geti ekki sætt sig við að eyjan verði viðurkennd sém sjálfstætt ríki. Ekki sé heldur kleift að viðurkenna tvær lög- mætar stjórnir í sama landi og Frakkar hafi rætt við P’eking- stjórnina sem einu lögmætu stjórn Kína. Samkvæmt alþjóða- venju feli viðurkenning á einni stjórn augljóslega í sér að slitið sé stjórnmálasambandi við aðra stjórnl sama landi. Tvær stjórnir sama ríkis geti ekki staðið jafn- fætis hvorki í augum eins er- lends ríkis né á alþjóðlegum vett- vangi. Þar af leiðandi geti Frakk- ár ekki viðurkennt bæði Peking- stjórnina og Formósustjórnina. „Dagblað alþýðunnar“ í Pek- ing tók í dag í sama streng í rit- stjórnargrein. Segir þar, að ekk- ert ríki geti viðurkennt Peking- stjórnina en haft jafnframt stjórn málasamband við Formósustjórn. Bæði kínverska þjóðin og Pek- ingstjórnin séu andvíg tilraun bandarískra heimsvaldasinna til þess að skipta Kína í tvö ríki. Þar sé aðeins ein lögmæt stjórn, Pekingstjórnin. ★ í yfirlýsingu, sem frajjska ut- Framhald á bls. 2. -Mao Tse-tung. De Gaulle. Fiskverð til sjdmanna hækki um 15% Frumvarpið vegna sjávarútvegsins sam- þykkt frá Neðri deild -£■ Þegar nefndarálit meiri hluta fjárveitingarnefndar neðri deildar Alþingis um frv. til laga um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins o. fl. var lagt fram í þingdeildinni í gær við 2. umræðu um frv., fylgdu því breytingartillögur. Er þar m. a. lagt til að veita ríkisstjórn- inni heimild til þess að greiða sem svarar 6% ofan á það ferskfiskverð, sem yfirnefnd- in ákvað 20. janúar. Hefur ríkisstjórnin unnið að athug- un fiskverðsins undanfarna daga ásamt sérfræðingum sín- um. Vegna þessarar hækk- unar til sjómanna og útvegs- manna er lagt til, að söluskatt urinn hækki úr 3% í 5%%, eða hálfu prósenti meira en ráð var upphaflega gert ráð fyrir í frumvarpinu. Hækkar hann því alls um 2.5% vegna þessara ráðstafana til bjargar sjávarútveginum. Áætlað er, að þessi hækk un nemi í kringum 52.5 millj. króna. Hækkun fiskverðsins mun jafngilda 19* aurum á hvert kílógramm. -)Ar Minni hluti fjárhags- nefndar (Framsóknarmenn) lagði til, að framlög til sjávar- útvegsins yrðu hækkuð og gerð víðtækari, en söluskatt- urinn verði ekki hækkaður. Lúðvík Jósepsson (K) lagði það einnig til, svo og að fisk- verðið verði hækkað um 15%. ý^-Breytingartillögur meiri- hlutans voru samþykktar til 3. umræðu, en breytingartil- lögur minnihlutans allar felld ar. 3.hunræða fór svo fram í gærkvöldi í neðri deild. Framh. á hls. 8. Sovétríkm leggja til að allar sprengjufIugvélar verði eyðilagðar Aðalfulltrúi BandarEkjanna eyðileggingu véla. sprengjuflug- hjartsýnn á samkomulag Gení 28. jan. NTB/ AÐALFULLTRÚI Sovétríkj- anna á afvopnunarráðstefn- unni i Genf, Semjon Zarap- kin, kigði í dag fram tiliögu um afvopnun í níu liðum. I tillögunni er m. a. gert ráð fyrir því að allar þjóðir eyði- leggi sprengjuflugvélar sínar. Einnig er gert ráð fyrir að þjóðirnar leggi niður her- stöðvar sínar í öðrum löndum og samið verði um kjarnorku vopnalaus svæði, fyrst og fremst í Mið-Evrópu. I ræðu sinni á fundi afvopnunarráð- stefnunnar í dag sagði Zarap- kin, að Sovétríkin gætu fall- izt á að herstöðvar í- öðrum löndum yrðu lagðar niður smám saman t. d. legðu Sovét ríkin niður herstöðvar í A- Þýzkalandi gegn því að Vesturveldin legðu niður her stöðvar í Vestur-Þýzkalandi. Fulltrúar Vesturlanda á af- vopnunarráðstefnunni létu í ljós áhuga á tillögum Sovét- ríkjanna og sögðu, að þær yrðu teknar' tii nákvæmrar athugunar. — Aðalfulltrúi Bandaríkjanna William C. Foster sagðist hafa hlustað með áhuga á tillögur Sovét- ríkjanna og kvað sennilegt, að ná mætti samkomulagi um í fynstu litu fulltrúar Vest- urveldanna á tillögu Sovét- ríkjanna um eyðileg.gingu. spren.gjuílugvéla sem saim- þykki á tillögu, sem Banda- ríkjaimjenn báru fram á s.l. ári þess efnis, að eyðilagðar yrðu all.ar sprengjuflugvéliar, sem orðnar væru úreltar. En eftir fundinn í dag lagði Zar- apkin áherzlu á, að tillaga Sovétríkjanna væiri mun við- tækairi þa.r sem hún geirði ráð fyrir eyðileggingu allra sprengjuflugvéla bæði þeirra,. sem tilbúnir væru til notkun- ar og þeirra, sem verið væiri að framleiða. Hann sagði, að hugsanlegt samkomulag um þetta atriði yrðu allar þjóðir að undirrita, þar á meðad Kín verjar og Frakkar. Zarapkin benti á, að í til- Framh. á bls. 2. Flugvélar saknað yfirA.-Þýzkalandi Talið að hún haíi hrapað eða verið skotin niður Wiesbaden 28. janiúar (NTB). TILKYNNT var í Bonn í kvöld, að saknað væri tveggja hreyfla æfingaþotu bandaríska flughers- ins, sem flogið hefði inn yfir Austur-Þýzkaland. Með þotunni voru þrír menn. Haft vjir eftir talsmanni bandaríska sendiráðs- ins í Bonn, að flugvélin hefði verið skotin niður yfir Austur- Þýzkalandi, en samkvæmt fregn- um frönáku fréttastofunnar AFP, var þetta borið til baka í kvöld. Sagði talsmaður höfuðstöðva flughers Bandaríkjanna í Wies- baden, að of snemmt væri að fullyrða að flugvélin hefði verið skotin niður því að eins líklegt væri að hún hefði hrapað. Flugvélm, sem er af gerðinini T-39 Sabrenlmer, fór í venjulega æfingaferð í dag frá Wiesibaden, um 130 kim frá landamœrum Austur-Þýzkalandi. Átti hún að komn til baka kl. 17. (ís.1. tími). Talsmaður flugumferðarstjórnar fjóryeldanna í Vestur-Berlíin skýrði frá því, að ferða flugvél- arinnar hefði orðið vart yfir Austur-Þýzkalandi.t Kluikkutíma eftir að hún átti að koma til baka til Wiesbadei-, var tilkynnt að hennar væri saknað og nokikru síðar sagði talsmaður sendiráðs Bandaríkjanna í Bonn að hún hefði' verið skotin niður yfir Austur-Þýzkalandi, v en eins og áður segir er talið of sneimmt að fullyrða það. Austur-þýzka fréttastofan ADN sagðist í kvöld hvorki hafa heyrt að flugvél hefði verið skotin niður né hrap- að yfir Austur-Þýzkalandi. Mennirnir þrír, sem með flug- vélinni voru, eru allir Banda- ríkjamenn kvæntir og búsettir í Vestur-Þýzkalandi. Kyrrt í A.-Afríku Dar-es-Salam 28. jan. (NTB). ALLT var me'ð kyrrum kjör- um í ríkjunum úganda, Kenya og Tanganaiyka í Austur-Afríku í dag og eru brezkir hermenn á verði á götum höfuðborga landanna. Sem kunnugt er, gerðu herir ríkjanna uppreisnartilraunir fyrir skömmu, en þjóðhöfð- ingjarnir kölluöu Breta til hjálþar og tókst að koma á friði. ernmmtmmrnmMMUMnn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.