Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 12
12 MOKCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. jan. 1963 jtoqpiitWftfeife Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. (Jtbreiðslustjóri: Svérrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. NÚ HEIMTA ÞEIR GREIÐSL UHALLA BÚSKAP jóðfylking kommúnista og Framsókrjarmanna barð- ist á sl. ári fyrir því af miklu kappi, að hrinda á stað kapp- hlaupi milli kaupgjalds og verðlags. Þetta tókst svo vel, að í árslok hafði kaupgjald hækkað um allt að 40% eða rúmlega það hjá hraðfrysti- húsunum, sem framleiða að- alútflutningsvc^u þjóðarinn- ar. Af þessu lpiddi svo enn það, að útflutningsframleiðsl- an 'horfðist um áramótin í augu við stórfellda erfiðleika, sem ríkisstjórnin hlaut óhjá- kvæmilega að ráða fram úr. Alþingi er þessa daga að afgreiða frumvarp ríkis- stjórnarinnar um ráðstafanir í þágu sjávarútvegsins. Er þar fyrst og fremst gert ráð fyrir nokkurri tekjuöflun til þess að létta byrðar hrað- frystihúsanna, koma í veg fyrir stöðvun þeirra og stuðla jafnframt að nokkurri fisk- verðshækkun til sjómanna. En þá bregðúr svo við, að stjórnarandstaðan, kommún- istar og Framsóknarménn, snúast gegn þessari tekjuöfl- un, enda þótt þeir viðurkenni hina brýnu nauðsyn þess að létta byrðar útflutningsfram- leiðslunnar vegna stóraukins rekstrarkostnaðar á sl. ári. Kommúnistar og Framsókn- armenn krefjast þess þannig nú, að ríkissjóður fái engar auknar tekjur til þess að létta byrðar útflutningsframleiðsl- unnar, sem kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags hefur leikið eins hart og raun ber vitni. . St j órnarandstaðan krefst greiðsluhallabúskapar hjá ríkissjóði til viðbótar dýr- tíðarkapphlaupinu á sl. ári. Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, ræddi nokkuð þetta einstaka ábyrgðarleysi stjómarandstöðunnar í ræðu, er hann flutti á Alþingi sl. föstudagskvöld. Hann komst þar m.a. að orði á þessa leið: „Ég held eins og ástatt er nú í efnahagslífi þjóðar- innar væri það alveg óverj- andi að tefla á tvær hættur um afkomu ríkissjóðs á þessu ári. Það væri óverjandi að eiga það á hættu að greiðslu- halli kynni að verða á árinu 1964. Ég vil því benda á þessi atriði, sem ég hef nú greint til viðbótar því sem hæstvirt- ur forsætisráðherra tók fram í framsöguræðu sinni um það, að ógerningur sé að leggja á ríki'ssjóð yfir 200 millj. kr. ný útgjöld, án þess að sjá fyrir tekjum á móti.“ Allir hugsandi menn hljóta að sjá að til þess að létta byrðar hraðfrystihúsanna og bæta aðstöðu sjómanna er óhjákvæmilegt að afla nýrra tekna. Ríkisstjórnin hefur lagt til að það verði gert með nokkurri hækkun söluskatts. Með þeirri ráðstöfun er þjóð- in að skila aftur litlum hluta af því, sem hún ofkrafði út- flutningsframleiðsluna um á sl. ári. ERFIÐLEIKAR STARFS- FRÆÐSLUNNAR Deykjavíkurborg hefur haft myndarlega forystu um starfsfræðslu hér á landi. Allur almenningur hefur fagnað þessari nýjung og ó- hætt er að fullyrða að sú skoðun eigi yfirgnæfandi fylgi að fagna, að starfs- fræðslu ber að taka upp sem skyldunámsgrein í skólum í öllum framhaldsskólum lands ins. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu þar sem mörkuð er sú stefna, að starfsfræðslan skuli gerð að skyldunámsgrein. En fræðslu málastjórnin hefur lítið gert til þess að hrinda þeirri hug- mynd í framkvæmd. Tveir gagnfræðaskólar, á Akranesi og í Kópavogi, hafa tekið upp starfsfræðslu á stundaskrá sína og hlotið fyrir það þakk- ir almennings í byggðarlög- unum. Reykjavíkurborg mun einn- ig hqjda áfram sínum al- menna árlega starfsfræðslu- degi. En lítill stuðningur fæst' við starfsfræðsluna úti á landi. Að því er blaðið hefur fregnað mun nú einnig í ráði að fella niður starfsfræðslu- dag sjávarútvegsins hér í Reykjavík. Á sl. ári sóttu 1410 unglingar starfsfræðsludag sjávarútvegsins í Reykjavík. Mun hann hafa kostað ríkið 20—30 þúsund krónur. Nú virðist eiga að láta þennan stuðning falla niður. Þetta er vissulega illa farið, og raunar óskiljanlegt hvern- ig á því stendur. Baráttunni fyrir .starfs- fræðslu í skólum verður hald- ið áfram. Hún hlýtur að koma og verða almenn. Þjóð- Margir gagnrýna Glenn fyrir stjórnmálaafskipti ■»sigri hann í prófkosningum í maí, er R. Taft líklegasti mótstöóu maður hans ÁKVÖRÐUN John Glenn, geimfara, um að gefa kost á sér til framboðs í Ohio, hefur vakið mikla athygli þar. Margt bendir þó til, að jafnvel þótt Glenn tak- ist að komast í framboð fyrir demokrata, þá verði kosningabaráttan honum erfið, og síður en svo nokkur vissa fyrir því, að hann nái kjöri til öldunga- deildarinnar. Á mánudag í fyrri viku komu vinsældir Glenn í „Hann er svo góður maður“, sagði korva ein, „að hann á ekki að flaekja sig í þetta .... “ „Ég held, að hainn hatfi ekki nsega reynslu“, sagði vei'/.lunarmaður einn. Blöð í Ohio telja möirg, að Glenn haifi ekki giert rétt. Eitt þeirra (The Plain De- aler) segir, að Glenn aetti frekair herána í fuLltrúadeild- inni, en öldungadeildinni. — Annað btað (The Akiron Beacon Journal) segir, að Glenn sé óhaefuir tii starfans, og telur biaðið geimfarann vera leiksopp stjórnmáia- telja, að Glenn muni vera nokkuð ihaldssamari í skoð- unum en Young, sem þótt hefur frjá'lslyndur. Fairi svo, að Glenn sigri í prófkosningunum í maí, þá er fastlega gert ráð fyrir, að hann verði þá að taka upp baráttuna gegn Robert Taft (sonur Robert A. Taft, fyrr- verandi öldungadeildarþing- manns), en hann er talinn líklegur til að bema sigur úr býtum yfir helzta keppinaut sínum í flokki repúblikana, Ted W. Brown. —• Stjórnmálafréttaritarar veg fyrir, að Sephen M. Young, núverandi öldunga deildarmaður demokrata, hlyti útnefningu til fram- boðs á nýjan leik. Þetta þykir mikill. sigur fyrir Glenn. Fréttamenn hafa undan- farna daga reynt að kanna hug rmanna til Glenn. Marg- ir telja, að geimfairinn hafi gert rangt, er hann ákvað að snúa sér að stjórnmáluim. — Sumir efast um, að hann hafi. tiil að beca nauðsynlega þekkingu, og. sé því óhæifur til að taka sætd í öldunga- deildinni. Flestir þeirra, sem frétta- menn hafa leitað til, telja þó, að Glenn sé það myndarleg- ur maður, að hann ætti þess vegna að geta unnið sigur yfir Young í prófkosningun- um, sem fram fara 5. maí. — Hins vegar efast margir um getu Glenn til að sigra í aðal- kosriingunum, a.m.k. ef keppi nautur hans af hálfu repú- blikana verður Robert Taft. Af 50 manns, sem blaða-' menn lögðu spurningar fyrir á götum úti, í Columbus, sögðu 27, að þeir teldu, að Glenn hefði ekki átt að snúa sér að stjómmálum. Astæð- urnar voru einkum þær, að hann væri of „góður“ til að leggja fyrir sig stjómimád, — eða, að hann vantaði nauð- synlega þekkingu og reynslu. manna. Þó lýstu 27 þeirra 50, sem rætt var við á götuim úti, því yfir, að þeir *myndu heldur kjósa Glenn en Young, öld- ungadeildairþingmann. Blaðið „The Columbus Citi- zen-Journal“ lét fara fram skoðanakönnun, og leitaði til 80 kjósenda. Niðurstaðan varð Glenn í vil, og munu vinsældir ha.ns ráða mestu þar uim, ekki afstaða til þjóðm^la, eða stjórnimála- skoðanir yfirleitt. Flestir, sem til þekkja, telja, að barátta milli Glenn og Taft yrði mjög höirð. Þó benda þeir á, að raunveru- lega eigi Taft að standa bet- ur að vígi. Er bent á, í því sambandi, að Richaird Nixon hafi náð 270.000 atkvæða meérihluta gegn J. F. Ken- nedy, í forsetakosningunum 1960. Vopn Glenn í þeirri baráttu yrði fyrst og fremst vinsældir þætr, sem hann affl- aði sér með geimflugsafrieki sínu. Hins vegar sögðu 29, af 50 aðspurðum, að þeir myndu frekar kjósa Taft en Glenn. John Glenn með móöur sinnl eiginkonu. H in^ ekki sízt hin uppvaxandi kynslóð þarfnast hennar. GRÆN GRÖS Á ÞORRA orrinn hefst með einstakri veðurblíðu hér sunnan- lands og víðar. Grasið grænk- ar og túlípanarnir téygja sig ofurvarlega og undrandi upp úr moldinni. Það er von að þeír séu hissa. Þeir háfa ver- ið vaktir alltof snemma. Þetta er of gott til þess að geta ver- ið satt. Sporin frá síðastliðnu vori hræða. Veturinn hafði verið einkar mildur. Trén voru sem óðast að laufgast hér í Reykjavík og um meg- inhluta Suðurlands fyrir páskana. En þá syrti í lofti- Páskahretið dundi yfir með hörkufrosti og stórhríð. Trjá- gróðurinn fölnaði. Fjöldi trjáa eyðilagðist við hina miklu hitabreytingu. Það var eitt mesta áfall sem íslenzk trjárækt hefur orðið fyrir. Engu verður spáð um veðr- ið næstu vikur og mánuði. En blómin, sem nú eru að gægj- ast upp úr moldinni, og hin grænu grös valda ugg og ótta um það, að kalt vor kunni að valda kali og dauða hins ótímabæra gróðurs. Það er gömul saga og ný. Fiskverðinu mótmælt STJÓRN Mótorvélstjórafélags Islands hefur mótmælt harðlcga gildandi ákvæði yfirdóms um fiskverð. Telur þá kjararýrnun, sem í dóminum felst, miðað við almennar launahækkanir, van, mat á störfum fiskimanna í þágu þjóðfélagsins. Þá hefur fundur haldinn al sjómönnum í Hafnarfirði mót- mælt fiskverðinu harðlega og telja það árás á sjómannastétt- ia. Einnig hefur fundur stjórna Sjómanna og VéLamannadeilda Verkalýðsfélags Akraness, ein- dregið mótmælt verðáikvörðun meirihluta yfirnefndar verð- lagsráðs sjávarútvegsins á fisiki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.