Morgunblaðið - 29.01.1964, Síða 17

Morgunblaðið - 29.01.1964, Síða 17
Miðvikudagur 29 }an. 1963 M3*GpNBlAÐIÐ 17 Jón Eiríksson frá Volaseii Hlinniiig 29. jan. 1880 — 24. des. 1963. MÉK er ljúft og skylt að minn- ast hans. Við vorum félagar og nánir samstarfsmenn í meira en Ihálfa öld. Á okkar vináttu féll aldrei slÁiggi svo ég muni. Hann var í mínum huiga sérstakur ágætisimaður, en þess skal þó getið, að ég hefi ekki hitt nema gott fólk á minni leið frá æsku til elli. Hann var óvenju vinsæll rriaður sökum góðvildar sinnar og hressilegrar framikamu. Það sem mestu skipti, var sá traust- leiki sem fylgdi honum. Strax við fyrstu kynni fundu saimferða mennirnir til örygigis í návist Ihans. Hann var einstakur manna- og dýravinur, mátti ekkert aumt sjá, en einnig sá traustasti í Ihverri raun, sem óg hefi orðið sam.ferða. Öruggur förunautur yfir krapabólgin jökulvötn milli skara, og einnig í sæti við sæng Ihelsjúkra sveitunga sinna. Til hans var oft leitað, þegar mest á reið, og hann neitaði aldrei Ihjálparbeiðni svo ég vissi til. Honum var nautn í því að Ihjálpa, þótt á tæpasta vaðið væri teflt. Ég vil vona, að aðrir samstarfs menn minnist ættar hans og tali um bóndann, hreppstjórann, sýslunefndarmanninn, trúnaðar- mann Búnaðarfélags íslands, cbeildarstjórann hjá kaupfélagi A-8fcaft. — sláturhússtjórann, forðagæzlumanninn 0. s. frv. En vil hér geta þess, sem mér er minnisstæðast frá því að ég sá Ihann í fyrsta sinn í Bjarnanesi, umkomulausan tökudreng. Ég var þá 5 ára' gamall snáði hjá foreldrum mínum. „Þetta. er 'hann Nonni litli frá Brattagerði, „sagði móðir mín. Faðir hans, Éiríkur bóndi í Einholti á Mýr- um, féll frá með sviplegum Ihætti, og jörðin þeirra er nú um- flotin vatni. Ekkjan, þótt dug- mikil sé, treystist ekki til að búa þar áfram, og því verða börnin að dreifast á bæina til þeirra, sem vilja taka þau fyrir mat- vinnunga. Einn drengurinn verð- ur hér hjá okkur — hann Stjáni — Kristján, síðar bóndi á Núpi á Berufjarðarströnd, og svo „afi“ í Barnaskóla Austurbæjar í Reýkjavík. Nú liðu árin með íhægum hraða, og við fluttuim að Stafafelli í Lóni 1091, en Nonni gerðist vinnumaður í Hólum, orðlögðu ágætis heimili. Kristján, sem var eldri, gerðist brátt _bóndi í Lóninu, og bróðir hans Nonni, fluttist þá einnig upp yfir Almannaskarð og er ráðinn vinnumaður að Stafafelli upp úr aldamótu.ium. Tekur hann þar þátt í hinum margvis- legu störfum, er þar biðu hans, til sjós og lands. Þá hófst sam- starf okkar. Árið 1904 fer Jón til Hvanneyrarskólans og var þar við búnaðarnám í tvö ár hjá Hirti Snorrasyni skólastjóra. — Fékk hann þar nokkra góða og dugmikla skólabræður — vor- menn íslands. Einn þeirra, var einnig Austur-Skaftfellingur að uppeldi, Jörundur Brynjólfsson, siðar alþingisimaður. Hann er af eett hinna sterku Hafnarbræðra í Borgarfirði eystra. Tel ég satt vera, að varla mátti í milli sjá, hvor þeirra Skaftfellinganna diugði betur við nám og starf. En Hjörtur taldi þá með dug- mestu piltum, sem skólann hefðu sótt. Þegar Jón Eiríksson búfræð- ingur kom heim í sveit sína, gerð ist hann strax jarðabótamaður hjá Búnaðarfólagl Lónsmanna, sem þá hét Búnaðarfélag Bæjar- Ihrepps, og barnakennari á vetr- um. Var lausamaður, en hafði, sem áður heimili á Stafafelli og var þar oftast um sláttinn, enda étti hann þar hesta og kindur. Byggði hesthús og fjárbús, sem enn stendur og ber nafn hans Jónshiús. Hann gerðist hvatamað- ur hvers konar umbóta í sveit- inni, var afbragðs verkamaður og sérstaklega vandvirkur. Eitt Bumar var hann við síldveiðar hjá Stangeland á Fáskrúðsfirði. Á þessum árum var mjög til hans leitað, ef hieimilin í sveit- inni þurftu mannhjálpar við. Voru læknisvitjanir áhættumesta starfið, hvernig sem viðraði og végir voru, öll vötn óbrúuð. Sumarið 1908 slasaðist Jóm hættu lega við byltu af hestbaki, en fékk fullnaðarbata eftir alllanga legu. Þorvaldur Pálsson læknir lagði ráðin á um meðferð sjúkl- ingsins og var mikið yfir honum eftir slysið. Annars var Jón heilsuihraustur og hetja í baráttu hversdagslifsins. Hann var hestamaður, og átti jafnan góða og trausta hestá, mikill ferðamaður. Var manna fróðastur um ættir skaftfellskra gæðinga og nöfn þeirra. Tel ég skaða mikinn, að ekki var skriifað upp eftir honum um það efhi, meðan hann var ungur í anda. Ættir hornfirzkra góðhesta- því nú er hér að vakna áhugi ^yrir að sýna þarfasta þjóninum sóma eftir áralangt tómlæti. Sjómaður var Jón einnig hepp- inn og duglegur. Reri löngum ára bátum frá Papós — úr Þorgeirs- staðaklifum. Formaður á seinni árum. Allra manna fisknastur á færi. Það var eins og þeir þekktu færið hans og vildu skoða það, viðbrögð þess og velting Á þessum fyrstu tveim tugum aldarinnar var Lónsisveitin — Bæjarhreppur —* allfjölmenn. Nær 250 manns á 17 jörðum, sem hafa sitt sérbeiti, en fleiri en einn bóndi voru þá á jörð, t. d. í Bæ voru þá 6 bændur. Sorg- lega margir bændur á bezta aldri dóiu þá, eihkum af lungnabólgu og fleiri sjúkdómum. Einn þeirra, sem veiktist snögglega og dó, var bóndion í Volaseli, Ólafur Sveins son, bróðursonur séra Jóns Bjarnasonar í Winnipeig — Bjarna Sveinssonar prests á Stafafelli. Ólaifur andaðist sum- arið 1913 frá ungri konu og einni dóttur. Heimilið þurtti góðs manns við, og réðst Jón Eiríks- sonar þangað um sláttinn. Ekkj- an var Þorbjörg Gísladóttir, bónda frá Svínhólum. Hún og systur hennar voru allar mjög laglegar eicns og hér er komizt að orði. Þær voru af ætt séra Árna Gíslasonar á Stafafelli, sem margt fríðleiksifólk er frá komið. Vorið 1915 giftu þau sig Jón og Þorbjörg og varð hanin upp frá því bóndi í Volaseli um áratugi, og oft kenndur við þann bæ til aðgreiningar frá bTóður sínum Jóni eldra Eiríkssyni, er lengi bjó að .Krossi á Berufjarðar- strönd, og síðar fluttist til Reyð- arfjarðar, mœtur maður og vel þekktur um Austurland. Jón Eirí'ksson frá Volaseli kann ast flestir við í nálægum 9veitum til austurs og vesturs. Ég held, að öllu því fólki hafi þótt vænt um hann og metið hann mikilis. Og víst þótti okkur vinum hans vænt um, að forseti íslands sæmidi. hann heiðursmierki Fálka- orðunnar fyrir fáum árum. Okk úr fannist hann eiga það skilið. Vinirnir hans mörgu safcna nú en svona er mannlífið. 84 ár má teljast hár aldur, svo tæplega er hægt að heiínta meira. Minning- in um hann lifir og. má verða mörgum til fyrirmyndar. Hann var sonur góður sinnar kæru fósturjarðar. Sigurður Jónsson. Stafafelli. Hrafnhildur Ein- arsdóttir Sass VIÐ höfðum tæplega slitið barns skónum er vig hittumst fyrst, Hrafnhildur og ég. Ég var þá nýflu.tt til Reykj avík ur með foreldrum mínum, og tel ég það mitt happ að hafa orðið nábúi Einars Arnórssonar og hans fjölskyldu. Þau Einar og frú Sigríður voru mér ávalt svo góð, og öll börn þeirra verið mér dýrmætir vinir síðan. Hrafnhildur fór ung að árum utan til menntunar, svo okkar lefðir skildu oft all lengi, en þeg ar fundum okkar bar saman aft ur, þá gleymdist aðskilnaðurinn, og var eins og við hefðum sézt í gær og tókum upp okkar glaða hjal, sem áður, því hún var með afbrigöum glaðlynd. Hrafnhildur var glæsileg heimskona, tignarleg og gáfuð, en sálin einlæg sem í barni, öll um þótti vænt um Höbbu. Hún var sérstaklega vel verki farin, bæðí til munns og handa, talaði vel fimm tungumál og víð- lesin, var allsstaðar heima, hvert sem umræðuefnið var. Listfeng í meira lagi. Oft sat hún tímum saman uppi í Þjóðminjasafni og ták upp gömul mynstur, sem hún síðar.saiumaði í undur fögur vegg teppi og stóila. Hrafnhildur vár eins og áður er nefnt dóttir hjónanna Einars Arnórssonar, hæstaréttardómara, prófessors og ráðherra og konu hans Sigríðar Þorláksdóttur John son. Þau eru bæði látin fyrir nokkrum árum. Hrafnihildur var fædd í Reykja vík 11. septemiber 1916, hún var næst yngst af stórum systkina- hóp. Ólst hún upp hjá elsku- legum fóreldrum og systkinum, meiri ástúð og virðing ^held ég vart að finnist milli foreldra og systkina en þar var. Hrafnhildur giftist árið 1946 Louis Sass, háskólakennara frá Omaka Nebraska í Bandaríkj- unum, og varð Ameríka hennar heimili upp frá því. Þau eign- uðust tvö börn, Ann Elísabet og Louis, sem bæði eru nú á ung.1- ingsaldri, bæði framúrskarandi efnileg að gáfum, þeim og föður þeirra bið ég allrar blessunar út af þeirra sára missi. Okkar leiðir lágu aftur sam- an í New York, þar sem henn- ar indæla heimili var sem mitt annað, minntumst við þá oft á gamla daga á Fróni, og barna- breka frá æsku okkar. Síðar vor um við báðar búsettar í Californ- íu, er maður hennar var kenn- ari við Berkeley Háskólann, og þótt ekki værj í næsta hús að venda, þá reyndum við að sjást sem oftast, alltaf hlökkuðum við hjónin til þegar von var á Höbbu. Síðan eru nú nokkur ár, þau hjónin fluttu aftur til New York borgar, þar sem maður hennar starfar sem skólastjóri við Pratts Institute skólann. Síðastliðið jólakvöld töluðum við saman í síma, eins og við vorum vanar án þess að vita að það var hinzta kveðjan. Hún andaðist á nýjársdag á heimili sínu, en við munum hittast aftur, á því er enginn efi. Mínar innilegustu samúðar kveðjur sendi ég öllum aðstand- endum þessarar fallegu góðu konu. Newport Beach, Calif., 10. jan ‘64 Inga Blöndal Davis. Úlöf Guðmundsdóttir — Minning Frú Ólöf Guðmundsdóttir and- aðist á Norðfirði aðfaranótt þriðjudagsins 21. jan. síðastliðins. Hún var fædd 28. febrúcir- 1878 á Grímsstöðum á Hólsfjöllum. Foreldrar hennar voru Guðmund ur bóndi á Grímsstöðum Árna- son bónda á Víðihóli Árnasonar og kona hans Helga Jónsdóttir bónda á Valþjófsstöðum í Núpa- sveit Jónssonar. — Árið 1908 gift ist hún Sigfúsi Syeinssyni kaup- manni á Nprðfirði. Börn þeirra á lífi eru Aðalbjörg, gift Árne Voss, kennara í Kaupmannahöfn, Guðmundur kaupmaður á Norð- firði, og Friðjón verzlunarmaður í Reykjavík, en dáin eru Jó- Ranna, er gift var Áage Schiödt lyfsala á Siglufirði, og Sveinn skrifstofustjóri í Reykjavík. — Eftir lát manns síns í jan. 1935 dvaldi frú Ólöf ýmist hjá börn- um sínum á Norðfirði eða í Rvík. Það var á dimmu kvöldi í febrúariok 1929, að konan mín og ég komum á Norðfjörð til þess að takast þár á hendur störf. Sóknarnefndin tók á móti okk- ur á skípsfjöl og. var okkur síð- an boðið hei-m í Éigfúshúsið. Þannig atvikaðist það, að heimili frú Ólafar var fyrsta húsið, sem við komum inn í, og varð sú kvöldstund upphaf að æfilöngu vinfengi. Frú Ólöf kunni ekki að- eins þá gömlu íhrótt gestrisninn- ar, að taka hverjum gesti þannig, að hann kynni uhdir eins vel við sig undir hennar þaki, — heldur var allur persónuleiki hennar á þá lund, að þeim, sem hafði af henni nokkur kynni, hlaut að þykja því meira til hennar koma / sem kunningsskapurinn varð lengri. Þegar við fyrstu kynni var frú Ólöf bæði glaðvær í framkomu, alúðleg í viðmóti og samúðarrík í f£Ri, — en reynsl- an sýndi, að hér var ekki um að ræða stundarsýnd, heldur eiginleilia, sem voru svo fast grópaðir í skapgerð hennar, að án þeirra hefði hún ekki verið hún sjálf. Mér hefir verið sagt, að þegar frú Ólöf hafi fyrst komið á Norð- fjörð, hafi hún þegar vakið mikla aðdáun. Þar fór saman fríðleiki, þróttur og góðar gáfur, samfara heilbrigðri lífsgleði- Það var sjálf sagt ekki neitt meðalmanns hlut- verk að taka'við húsmóðurstörf- um á Nesi. Si'gfús maður hennar hafði mikið umleiks, bæði verzl- un og útgerð, og þurfti kona hans oft að veita umsjá sína fjölda að- komufólks, auk fastra heimilis- manna. Bæði útiendir og innlend ir gestir nutu þar stakrar gest- risni. f opinberu lífi staðarins bar heimili frú Ólafar hátt, og á þeim umbrotatímum, sem orðið hafa í verzlun og atvinnulífi landsins á þessari öld, varð ekki hjá því komizt, að ýmsar öldur skyllu á forsvarsmönnum hinna eldri stofnana, svo sem kaupmanna- verzlunarinnar íslenzku, sem á sínum tíma hafði tekið við af erlendum verzlunarfyrirtækjum- Nýjungar hins vegar lítt prófað- ar í eldi reynsiunnar. Frú Ólöf var þannig gerð, að hún kunni vel að greina milU manna og málefna, og virtist mér hún jafn an yfir það hafin að gera sér mannamun í viðkynningu og vináttu við fólk, hvort sem Það fór sömu leiðir og hún sjálf í skoðunum sínum á dægurmál- um samtíðarinnar, eða kaus aðr- ar leiðir. Frú Ólöf Guðmundsdóttir var trúkona sterk og einlæg. í skoð- upum sínum var hún frjálslynd og hafði orðið mjög snortin af kenningum spiritxsmans, eins og hann var boðaður af síra Haraldi Níelssyni. Hún var kirkjurækin svo, að af bar, og bænarmaður. Aðal-atriðið í trúarskoðunum hennar var traustið til guðs, bæn arsamfélagið og samúðin til sam ferðafólksins. Og trú hennar og lífsskoðun gerði það að verk- um, að hún leit bæði á mót- læti lífsins og ágreining dægur- málanna sem tímabundna erfið- leika, sem einhverntíma yrðu yfirunnir af kærleikshönd al- mættisins. Frú Ólöf var mjög ein læg og hréinskilin, og eitt af út- litseinkennum hennar var það, hversu svipurinn var lifandi, og tjáði með stuttu millibili glað- værð og alvöni, samúð og sorg. Væri hún á öðru máli en sá, er hún ræddi við, setti hún skoð- anir sínar oftast fram í spurnar- formi, og með þeirri hófsemi, að athugasemdir hennar hlutu að vekja virðingu fyrir henni sjálfri, hvort sem viðmælandinn var sam þykkur henni eða ekki. Og svo nærgætinn var hún um það, sem inni fyrir bjö hjá náunganum, að fáa hefi ég vitað betri sálusorg- ara eða hollari ráðunauta, ef í nauðir rak. Hún vissi vel, að hvað hefir sinn tíma í henni ver- öld, að gráta og hlægja, og hún kunni hvorttveggja, að hryggjast með hryggum og gleðjast með glöðum. Ólöf Guðmundsdóttir var stórmenni, hvort sem á hana var litið sem núsmóður eða sam- borgara. Hún var nærgætin eigin kona og móðir, — og loks var hún sá vinur, sem örðugt væri að gleyma, og er oss mönn- unum þó furðu auðvelt að gleyma gömlum vinum. Hjá rnér og fjölskyldu minni rifjast margt upp við fráfall Ól- afar Guðmundsdóttur. Hún verð ur mér ekki aðeins ógleymanleg sem systir í þeim söfnuði, sem ég þjónaði um skeið, heldur sönn systir í allri sinni framkomu við okkur, sem umrætt vetrarkvöld komum fyrst inn fyrir hennar þröskuld. Ég vxl því enda með að- lýsa þakkiæti frá mér og konu minni og börnum fyrir allt gott, sem hún lét okkur í té — og biðja börnum hennar og vin- um allrár blessunar. Það er sann arlega tilhlökkunarefni að fá ein- hverntíma að^sjá hana aftur. Jakob Jónsson I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.