Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLADIÐ Miðvikudagur 29. jan. 1963 Fiskverðið Frá umræðum á Alþingi í gær um ráð- stafanirnar vegna sjávarútvegsins Davíff Ólafsson var framsögru- maður nefndarálits meirihluta fjárhagsnefndar, en ásamt hon- um skrifa undir álitið Sigurður Ingimundarson (A) og Matthías Á. Mathiesen. Sagði hann, að til þess að greiða fyrir meðferð málsins hefði þótt rétt að bjóða fulltrúa frá Alþýðubandalaginu, sem ekki á sæti í nefndinni, að fylgjast með störfum hennar. — Tók Lúðvík Jósepsson þátt í störfum nefndarinnar við athug- un málsins. Nefndarálit meirihlutans er svohljóðandi: „Nefndin hefur haft frv. þetta til athugunar, en ekki orðið sam- mála um afgreiðslu þess, og mun minni hlutinn (EÁ og SkG) skila séráliti. Nær öll framleiðsla sjávaraf- urða í landimi byggist á þvi, að unnt sé að selja hana á erlend- um mörkuðum. Á hinum ýmsiu mörkuðuim vorða útflytjendur þessara afurða að selja vörur sínar í harðri samkeppnd við sams konar afurðir frá öðnim þjóðum. í slíkri samkeppni gild- ir fyrst og fremst það tvennt, að gæði vörunnar séu samkeppnis- faer og að verðið, sem krafizt er, sé í samiræmd við markaðsverð á sambærilegri vöru á þeim tíma, sem salan fer fram. Óhætt mun að segja, að hvað gæðin snertir standi íslenzkar sjávairafurðir vel að vígi í sam- keppninni. Yfirleitt mun svo vera, að gæði þeesara afurða standasf fullkomlega samanburð við það, sem annars staðar þekk ist, þótt aldrei megi slaka á sjálf sögðum kröfum í því efni. Um verðlagið og samkeppnis- aðstöðuna á því sviði gegnir allt öðru máli. í>a.r hefur framleiðslu kostnaður vörunnair úrslitaáhrif, en einn veigamesti þáttur hans, auk verðs á hráefninu, er vinpslukostnaðurinn. Veigamik- iH liður í vinnslukostnaðdnium, aftur á móti, eru vinnulaun þau, sem greidd eru til þeirra, sem starfa beint eða óbeint að vinnsl unni. Breytingar á vinnulaunum hafa því mikil áhrif á fram- leiðslukostnaðinn og þar með á samkeppnisaðstöðuna. Á sl. ári mun láta nærri, að laun við fiskframleiðslu hafi Ihafi hækkað um ekki minna en 30% og jafnvel meira í sumum tilvikum. Ljóst var, að slíkar stökkbreytingar á kaupgjaldi vi$ framleiðslu útflutningBafurð- atma hlutu óhjákvæmilega að leiða til stöðvunar framleiðsd- unnar, etf ekki yrði að gert, þar sem þser leiddu til stórhækkaðs framleiðslukostnaðar, sem gat ekki fenigizt greiddur í söluverði afurðanna á erlendum mörkuð- um. Megintilgangur þessa frv. er að gera ráðstafanir til ,að fram- leiðslan geti gengið áfram með eðlilegum hætti, með því að bæta henni að nol^kru þær kaup hækkanir, sem orðið hafa, og er þá miðað við þá 15% kauphækk- un, sem var samið um í des. sl., svo sem nánari grein er gerð 'fyrir í athugasemdum við frv. Þá er enn fremur gert ráð fyr ir því, að vegna sérstakra erfið- leika togaranna verði greiddur styrkur til rekstrar þeirra um- fnam það, sem togaraútgerðin kamn að fá úr Aflatryggingasjóði vegna aflabrests, svo og til sér- stakirar fiskileitar fyrir togara- flotann, sem mjög hefur átt við afllaleysi að stríða -nú um nokk- urt skeið. Bein afleiðing af kauphækkun um þeim, sem urðu í des. sl., og í samræmi við þær er hækkun ®ú á greiðslum til almannatrygg inga, sem gert er ráð fyrir. Loks er svo gert ráð fyrir, að áður fyrirhugaðar lækkanir á niðurgreiðslum verði ekki látn- ar koma til fraimkvæmda að svo stöddu. Kostnaður af ráðstöfunum þeim, sem frv. gerir ráð fyrir, er áætlaðu,r 210 millj. kr., og er iagt til, að tekna verði aflað til greiðslu á þeim kostnaði með hækkun söluskatts úr 3% í 5%. Með úrskurði yfirnefndar verð lagsráðs sjávarútvegsins hinn 20. jan. sl. var á grundvelli lagamna um verðlagsráð ákveðið, að á þeirri vetrarvertíð, sem nú er hafin, skyldi fifkverð til veiði- skipanna vera hið sama og það var á vetrarvertíð 1963. Útvegsmenn hafa talið, að aukinn útgerðarkostnaður, m.a. af hækkunum kaupgjalds, skerði mjög rekstrairgrundvöll útgerð- arinnar. Sjómenn telja ekki rétt- mætt, að þeir fái ekki hækkun á sínum launum í nokkru sam- ræmi við almennair launabreyt- ingar í landinu, en laun þeirra ákvarðast að meginhluita til atf aflaverðmætinu. I>að verður ekki vetfengt, að launa- og verðlagsbreytingar þær, sem orðið hatfa í landinu á sl. ári, íþyngja allverulega út- gerðarrekstrinum, og enn frem- ur er það ljóst, að launalhækk- anir á sl. ári hafa rýrt aðstöðu sjómanna, ef borið er samam við þá, sem í landi vinna. Hvort tveggja þetta hefur óheppileg áhrif á þróun útgerðarinnar í heild. Meiri hluti nefndarinnar hef- ur því að athuguðu máli og I samráði við ríkisstjórnina ákveð ið að leggja til, að tekið verði upp í frv. ákvæði um heimild fyrir ríkissfjómina til að greiða 6% viðbót við það fiskverð, sem ákveðið hefur verið. Aðrar tillögur til breytinga á írv., sem meiri hluiti nefndarinn- ar gerir, einnig í samráði við ríkisstjórnina, eru í sambandi við greiðslu styrks til togaranna og miðar sú breyting að því að taka af öll tvímæli um, að við úthlutun til togaranna saimkv. 2. gr. skuli miðað við þá togara, sem gerðir voru út á árinu 1963, en jafnframt sé heimilf að út- hluta einnig til togara, sem kunna að verða gerðir út á ár- inu 1964, en voru ekki gerðir út á árinu 1963. Aukin útgjöld vegna viðbót- aírinnar við fiskverðið er áætlað að nemi sem svarar því, að hækka þurfi söluskattinn samkv. 5. gr. frv. um 14, í 514%, en sú upphæð er áætluð 52.5 millj. kr. Loks er svo breytingartillaga við 6. gr., þar sem kveðið er á um, að ríkisstjórnin beiti sér fyr ir því, ef nauðsynlegt verður tal- ið að fresta verklegum fram- kvæmdum ríkisins, að aðrir að- ilar geri sambærilegar ráðstaf,- anir varðandi framkvæmdir þeirra. Meiri hluti nefndarinnar legg- ur því til, að frv. verði sam- þykkt með eftirfarandi BREYTINGUM: 1. f stað fyrri málsgr. 2. gr. koma tvær málsgr., svo hljóð- andi: Á árinu 1964 greiðir ríkissjóð- ur Aflatryggingasjóði 51 millj. kr., er stjórn sjóðsins úthlutar til togara, sem gerðir voru út á árinu-1963. Skal úthlutunin mið- ast við úthaldstíma togara og að öðru leyti fara eftir reglum, sem sjávarútvegsmálaráðherra setur, að fengnum tillögum stjórnar Aflatryggingasjóðs. Heimilt er að úthluta af fé þessu, eftir hlið stæðum reglum, til togara, sem voru ekki gerðir út 1963, en eru gerðir út 1964. Úthluturi samkvæmt 1. málsgr. þessarar gr. er bundin því skil- yrði, að samið hafi verið um greiðsilu lána, sem hvíla á við- komandi togara og eru í van- slulum við Ríkisábyrgðasjóð. 2. Við 2. gr. bætist ný máls- gr., svo hljóðandi: Frá 1. jan. 1964 er ríkisstjórn- inni heimilt að greiða sem svar- ar 6% viðbót við það ferskfisk- verð, sem ákveðið var* með úr- skurði yfirnefndar verðlagsráðs sjávarútvegsins 20. janúar ‘1964. 3. í sfað „5%“ í 1. og 3. máls- gr. 5. gr. ^emuir: 514%. 4. 6. gr. örðist svo: Rikisstjórnin skal leita sam- starfs við lánastofnanir, sjóði, sveitarstjórnir og einkaaðila um .að halda fjárfestingairfiram- kvæmdum á árinu 1964 innan hótflegra takmarka, og er í því skyni heimilt að fresta til ársins 1965 verklegum framkvæmdum ríkisins, sem fé er veitt til í fjárlögum fyrir árið 1964. Sama gildir um greiðslu framlaga til framkvæmda aríharra aðila, sem ákveðin eru í fjárlögum 1964. Alþingi, 27. jan. 1964. Davíð Ólafsson, form., frsm. Sigurður Ingimundarson, íundaskr. Matthías Á. Mathiesen. Davið Ólafsson. Úr ræðu Davíðs Ólafssonar Davíð Ólafsson gerði nefndar- álitinu ýtarleg skil. Hér fara á eft ir nokkrir kaflar úr ræðu hans: „Þær ráðstafanir, sem gerðar voru með efnahagsmálalöggjöf- inni 1960, miðuðu að því að tryggja sjávarútveginum rekstrar grundvöll, og atvinnugreinarnar störfuðu þá á jafnvægisgrundvelli við eðlilega samkeppnisaðstöðu innbyrðis. Það var ætlun ríkis- stjórnarinnar frá byrjun, að halda þessari stefnu og var í upphafi m.a. felldar niður uppbætur til út flutningsframleiðslunnar og marg víslegar aðrar ráðstafanir • voru gerðar í því skyni að skapa þessi skilyrði fyrir framleiðslu og sölu sjávarafurðanna og skapa eðli- legt jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Allt fram á árið 1963 má segja, að sjávarútvegurinn í heild hafi haft hagstæðan starfsgrundvöll. Enda er því ekki gð neita, að nátt úran var fyrr á þessu tímabili hagstæð og gjöful að því, er fisk- aflann snertir og það átti vissu- lega sinn þátt í því að skapa þetta ástand. En við höfum áður haft reynslu af því, að jafnvel mikill afli og góð náttúruskilyrði nægðu ekki til þess að skapa öruggan starfsgrundvöll fyrir útveginn. Erfiðleikar togaranna Undantekning frá þessu má segja, áð hafi verið togararnir. Þegar á árinu 1961 komu í .ljós erfiðleikar í rekstri togaranna, sem voru þá kenndir að nokkru leyti aflabresti, en af þeim, sem togaraútgerð stunduðu, kom einn ig fram sú skoðun, að hluta a.m.k. væru erfiðleikarnir því að kenna, að togurunum hafði verið mis- munað í uppbótarkerfinu, sem gilti á árunum eftir 1960 og sem talið var, að hefði bitnað á tog- urunum“. Áhrif landhelgisútfærslunnar „Ef við lítum fyrst á afla tpg- aranna og þá aflarýrnun, sem hef ur orðið í rekstri þeirra nú undan farin ár, var það ljóst þegar frá byrjun og raunar gengið vitandi vits að því, þegar landhelgin var færð út í 12 mílur, að togararnir mundú hljóta af því nokkurt á- fall, en þar urðu heildarhagsmun- ir að sitja í fyrirrúmi og buðu þá útfærslu í 12 mílur, eins og fram- kvæmd var. En eins og ég sagði áðan, var fyrirsjáanlegt, að áhrif- in mundu bitna að nokkru leyti á togurunum og hafa einnig komið fram í minnkandi áfla þeirra. Þegar á árinu 1958, áður en út- færslan kom til, var gerð tilraun til þess að meta, hversu mikið þetta aflatap togaranna mundi geta orðið. Það var þá ljóst og er ljóst síðan, að það er mjög erfitt að meta slíkt nákvæmlega. Það eru ýmis atvik, sem koma þar til greina. En við þær aðstöður, sem þá voru og gengið var út frá við þá athugun, komust menn að þeirri niðurstöðu, að við venju- legar kringumstæður mætti gera ráð fyrir, að togari mundi hafa misst um 600 lestir af ársafla sín- um vegna útfærslunnar. Afli á fjarlægum miðum bregzt En menn vonuðu þá, að afli á fjarlægum miðum mundi geta bjargað a.m.k. nokkru, ef ekki öllu í þessu efni og má segja, að það hafi ekki verið óeðlilegt mið- að við þá þróun, sem hafði verið í þeim aflabrögðum einmitt á ár- inu 1959 og 1959 svo aftur, því að á árinu 1958 fengu togararnir nær 54% af sínum afla á fjarlægum miðum. Árið 1959 hækkaði þessi hlutfallstala upp í rúmlega 60%, en þegar á árinu 1960 varð ljóst, að hér varð að verða breyting á og raunar seint á árinu 1959 eða seinni part ársins 1959 kom í ljós, að þær vonir, sem menn höfðu gert sér um mikinn afla á fjar- lægum miðum, rættust ekki, því að árið 1961 fór þetta hlutfall niður í nær 30% og 1962 niður í 23%, 1963 liggja efcki fyrir nein- ar tölur, en það er ekki gerandi ráð fyrir því, að Jilutfallið hafi verið hærra á því ári heldur en varð á árinu 1962. Fjarlægðarmiðin hafa sem sagt ekki gefið þann afla, sem menn höfðu vonað. Af því hefur aftur leitt, að togararnir eru þeim mun háðari heimamiðunum en gert var ráð fyrir á þeim tíma, þegar landhelgin var framlengd. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á þýð- ingu heimamiðanna fyrir togar- ana og þar með þýðingu útfærslu landhelginnar fyrir afkomumögu leika og aflamöguleika togar- anna. Þetta er nauðsyiilegt, að menn hafi í huga, þegar reynt er að meta afkomu togaranna og af- komuhorfur. Afli íslenzkra togara minnkar meira en erlendra 1 Annað atriði, sem kom í ljós við þessa athugun, var, þegar gerður var samanburður við er- lenda togara, sem stunda veiðar á sömu miðum, skip af sömu stærð og sömu gerð, þegar gerð var athugun á vinnufyrirkomu- lagi um borð í skipunum. Það liggur óvefenfjanlega fyrir, að erlendir togarar af sömu stærð og gerð og sömu miðum hafa slíkt fyrirkomulag um borð í sínum skipum, sem gerir þeim kleift að hafa mun færri menn á skipunum en tíðkast á íslenzku skipunum. Áður fyrr var það nokkurn veg- in regla, að íslenzku skipin öfl-. uðu meira og mun méira við sam bærilegar aðstæður en erlendu skipin. Og það má þá segja, að miðað við það hafi ekki verið ó- eðlilegt að hafa fleiri menn til þess að vinna að aflanum um borð. Þetta virðist nú því miður vera breytt á seinni árum. Ef bor- inn er saman afli íslenzku skip- anna við afla erlendu skipanna við samþærilegar veiðar og sam- þærileg skip, þá er ljóst, að afli allra skipanna hefur minnkað, en íslenzku skipanna þó meira. En það er hins vegar einnig ljóst af upplýsingum, sem fyrir liggja dð hinir erlendu sjómenn fá meiri tekjur miðað við sömu aðstöðu og liggur það vafalaust í vinnufyrirkomulaginu um borð. Nú tíðkast það mjög að ræða um vinnuhagræðingu, framleiðslu- aukningu hjá atvinnuvegunum og hér er vissulega verðugt verkefni fyrir viðkomandi aðila og sér- fræðinga á þessu sviði. Mjög at- hyglisvert er I þessu sambandi að líta á það, sem gerzt hefur í síld- veiðunum. Þar hefur breytt veiði- tækni og betri»> tæki gert það mögulegt að fækka mönnum i skipunum um nær 34—40% jafn- hliða því, að vinnan er gerð létt- ari, en aflinn hefur þó aukizt. Hér gildir það eins og í öllum at- vinnurekstri að laga sig eftir breyttum tímum og breyttum að- stæðum“. Útvegurinn getur ekkí risið undan kauphækkununum „Á árinu 1963 varð sú þróun í kaupgjaldsmáluim í landinu sem hafði úrslitaþýðingu fyrir sjávarútveginn. Það var augljóst, að þessi atvinnuvegur, sem bygg- ir afkomu sína öðrum þræði á þvi að selja afurðir sínar á er- lendum mörkuðum, gat ekiki und ir neinum kringumstæðum risið undir þeirri 30% kauphækkun eða mieira raunar, sem bún var í sumum tilfellum. Þetta var öll- um ljóst og margviðurkennt og raunar ekki umdeilt atriði. Lausn venkfallsins í desember 1963 hafði ríkisstj. eirns og getið er um í aths. við þetta frv. lýst þvi yfir og að hún miundi gera ráð- stafanir, til þess að mæta þeirri 15% kauphætokun, sem þá var samið um' og þetta frv., sem hér liggur fyrir, er raunverulega fram borið til þess. Það eru farn- ar tvær leiðir í meginatriðum, þ.e.s. að lækka útflutningsgjöld af sjávarafurðum eða vissum flokkum þeirra og greiða styrki til togaranna og til vinnsl* stöðva, eða til frystihúsanna“. FiskverSið „Það var Ijóst, að brevt-* ingar í efnahagslífinu, sem urðu á sl. ári, hlutu einnig að hafa óhagstæð áihrif á útgerðina, ekki aðeins á fiskvinnsluna. Og þá einnig á afkiomu sjómanna. Kom þetta að sjálfsögðu mjög qþýrt í ljós við úrskurð verðlagsnefnd- ar sjávarútvegsins 20. janúar sl., að hér var um vandamál að ræða, sem þurfti úrlausnar við. Það þótti hins vegar ekki ástæða að fresta framlagningu frv. á þeim tíma, til þess að — en hins vegar ætlazt til þess, að málið yrði athugað nánar í meðföruim þingsins. Með þessum úrskurði yfir- nefndar verðlagsnefnar sjávar- útvegsins, var á gi'undiyelli 1. um verðlagsráð ákveðið, að á þeirri vetrarvertíð, sem nú var hafin, skyldi fiskverð til veiðiskipanna verða hið sama og það var* á vetrarvertíð 1963, þ.e.a.s. sama mieðalverð skyldi gilda. Útvegs- menn hafa talið, að aukinn út- gerðarkíjstnaður, sem m. a. staf- ar af hsékkunum kaupgjalds, hafi skert rekstrargrundvöll útgerð- arinnar og sjómenn telja, að þeir fái ekki hækkun á sínum laun- um í nokkru samræmi við al- mennar launabreytingar í lamd- inu, en þeirra lauon ákvarðast að meginhluta til á aflaverðmætinu. Það verður ekki vefengt og hef- ur rauníyf ekki verið vetfengt, að launa- og verðlagsbreytingar þaer, sem orðið hafa í landinu á sl. ári, íþyngja allverulega út- gierðarrekstrinum og ennfremur er það ljóst, að launahækkanir á sl. ári hafa rýrt aðstöðu sjó- manna, ef borið er saman við þá, sem í landi vinna. En segja má, að hvort tveggjr. þetta hafi óheppileg áhrif á þróun útgerð- arinnar í heild. Ein af þeim brtt., sem n. flytur, snertir þetta atriði. Þar er lagt til, að frá 1. jánúar 1964 skuli ríkisstj. heim- ilt að greiða sem svarar 6% við- hót við það fe.-skfiskverð, sem ákveðið var með úrskurði yfir- nefndar verðlagsráðs sjávarút- vegsins 20. janúar sl. Sjómenn hafa fengið hækkaða kauptryggingu. til samræmis við almennar kauphækkanir, sem urðu í landinu á sl. ári. Það er i samningum ákvæði um það, að verðhækkanir á kaupgj aldi, hækki kauptrygging sjómanna i samræmi við það. Þann kostnað verður útgerðin, að greiða, etf ekki aflast fyrir tryggingu, sem kallað er og er það að sjálflsögðu þungur baggi einmitt, þegar illa gengur með áflabrögð. Það er erf iðara að gera samanburð á kaupi sjómanna þeirra, sem í landi vinna, þegar reiknað er með hlut, því að þar kemur aflaverð- mætið inn í og auðvitað má Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.