Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 29. jan. 1963 GAVIN HOLT: 43 ÍZKUSÝNING — Þurfið þér að nefna mig í því sambandi? — Já. Ef til“vill hefur hún nú engan elskað neitt teljandi, nema sjálfa sig. Hún var að vísu hörð af sér, en nú fór hún samt að gráta. — Æ, sagði hún biðjandi. — Eg vissi ekki, að þetta yrði svona. Æ, þér verðið að hjálpa mér. — Ef þér hafið verið að segja mér satt, skal ég gera það sem ég get til að hjálpa yður. — Trúið mér . . . Á leiðinni niður stigann fór ég að brjóta heilann um, hversu miklu ég ætti að trúa. Eg flýtti mér. Mér lá á að hitta Joel og Burchell. Eg var hættur við að fara aftur til Sally, en áður en ég komst út úr húsinu, hafði mér snúizt hugur, hvað það snerti. Eg vildi spyrja hana um Schluss berg, og komast að því, sem hún kynni að hafa sagt mér. Það tæki aldrei nema fáeinar mínút ur en það gæti orðið mikilvægt. xxm Þegar til Paddington kom, bað ég bílstjórann enn að bíða. Hann spurði mig, hvort ég ætlaði að leigja bílinn yfir daginn og ég Höfum flutt raftækjaverzlun okkar aíl laugavcgi 172 Hekla neitaði því. Eg væri bjartsýnni en svo. Það var orðið mjög áliðið, en ég var orðinn þreyttur þegar ég leitaði að bjölluhnappnum hjá Sally með vasaljósinu mínu. Eg hefði getað sofnað þarna á úti- tröppunum. Eg ýtti hóglega á hnappinn, til þess að vekja ekki ailt húsið. En engin Sally kom trítlandi niður til að hleypa mér inn, svo að ég hringdi aftur og nú ekki eins hóglega, því að mér datt í hug, að hún kynni að hafa sofn að meðan hún beið eftir mér, Eg færði mig út á garðstíginn og horfði á gluggana hennar. Þar var ekkert ljós. Húsið var allt- dimmt, nema hvað ofurlítil ljós giæta sást bak við gluggatjald í kjallaranum. Eg leit aftur upp á hæðina í þeirri von, að þar kæmi upp ljós. Ekkert ljós. Hún var háttuð. Hún ætlaði ekki að fara á fætur. Ef hringingin mín hafði vakið hana, þá hafði hún snúið sér á hina hliðina og sofn að aftur. Það var ekkert við því að gera. ' Bílstjórinn opnaði fyrir mér bíldyrnar, þegar ég kom út á gangstéttina aftur. Eg bað hann að aka til Clibaud. En'svo stanz aði ég meíi annan fótinn í bíl- dyrunum. — Er nokkuð að? spurði bíl- stjórinn. Þarna var enginn á götunni nema bíilinn, en ég sá gráan bíl laumast hægt eftir götunni, og á eftir honum langan, svartan bíl. Svo komu bláir bílar, gulir bílar og rauðir bílar. Fyrst komu þeir einn í einu, en síðan í tuga tali. í huga mínum varð þessi tóma gata líkust Piccadilly Circ us, eða Times Square. Og bílarn- ir komu úr báðum áttum eftir götunni. Þeir stönzuðu allir móts við húsið og morðingi steíg út úr þeim, hverjum einum — f svartri skikkju og með hattinn niðri í augum. Og allir gengu þeir upp garðstíginn og hurfu inn í húsið, án þess að hafa fyr ir því að opna. Eg hristi mig og martröðin hvarf samstundis, en ekki hræðsl an, sem henni fiafði.verið sam- fara. — Bíddu! sagði ég við bílstjór ann. Eg þaut inn um hliðið og upp stíginn. Svo flýtti ég mér upp tröppurnar og lagðist á bjöllu- hnappinn. Eg reyndi að muna nafn húsmóðurinnar! Eg lét vasa ljósið mitt leika um látúnsplöt- urnar, en þá mundi ég það allt í einu: Barnes. Eg lagðist á hnapp inn hennar. Eg náði .til beggja hnappanna með fingrum sömu handar. En með hinni hendinni hamaðist ég á dyrahamrinum. Mér var alveg sama um, hver kæmi til dyra, ef ég bara kæm- ist inn í húsið. , Roskin kona kom til dyra. Áð- ifr en hún gat orðið nióðguð og hreyft mótmælum, ruddisjfc eg fram, hjá henni, æpandi. Eg-sóp- aðt henni frá og þaut upp stlg- ann. — Ungfrú Dutton! æpti ég. — það hefur orðið slys! Eg heyrði, að hún þaut upp stigann á eftir mér, en ég var kominn heilum stiga á undan henni, þegar hún kom upp á fyrsta stigapallinn. En þangað til hafði hún verið að æpa morð! En svo fóru að berast öskur frá hinum leigjendunum, en gamla konan hélt áfram á eftir mér, eins og hetja. Eg þaut inn í myrkrið uppi, en í því bili hafði einhver kveikt stigaljósin, og ég var kominn alla leið upp, inn í sterka gassvælu. Dyrnar á svefnherberginu voru opnar, en setustofudyrnar lokað- ar. Ég hljóp á lásinn, en það var árangurslaust. Dyrnar voru læst ar og enginn lykill mín megin. Þarna virtist vera mikið gas. Ég sparkaði dyramottu til hliðar og þá jókst svælan enn. En þú hafði lítill maður með grátt yfir skegg gripið í handlegginn á mér af öllum kröftum. — Hvernig dirfist þér! Ég skal kalla á lög- regluna! Hvernig dirfist þér? Ég leit kring um mig eftir — Ég skil alveg að storkurinn ko>m með möunmu? hafi komið með mig, en hver einhverju, til dæmis öxi eða hamri. Ég sá þarna gamlar kon- ur, en bjóst ekki við, að neitt gagn væri í þeim. Þær voru með krullupappír í hárinu og héldu innisloppunum sínum upp að höku, og virtust ekki mundu að miklu liði. Ein gamla konan varð vör við gasfýluna og hörf- aði til baka. En þá ruddist bíl- stjórinn inn gegn um kvenna- þröngina. — Alit í lagi, kall minn. Láttu mig um þetta. — 'Hann virst hafa einhverja framtakssemi til að bera og ég lét hann ráða gjörðum sínum. Ég var ef til vill nógu sterkur til þess arna, en hann var sterk- ari og hafði líklega meiri æfingu. Ég þaut út í eldhúsið og hann rann á hurðina. Eg heyrði mik- inn dynk, en ekkert brothljóð. Ég fann gasmælinn. og skrúfaði fyrir. Svo skrúfaði ég frá vatn- inu og var tilbúinn frammi í ganginum með tvo gegnvætta vasaklúta þegar bílstjórinn rann á hurðina í annað sinn. Það hafði eitthvað losnað um hana, en ekki nóg. ■ — Ég skal ná í rofjárn, sagði ein gamla konan og þaut af stað. — Það er enginn tími til þess- JÚMBÓ og SPORI -*■ Teiknari; J. MORA En Spora gafst ekkert' tóm til frek- ari útskýringa. Skriða rann úr fjall- inu og stærðar björg ultu framhjá vinum okkar, sem gátu forðað sér með því að standa fast upp við kletta- vegginn. „Þama vorum við heppnir," sagði Jumbo og varp önjdinni léttar þegar síðust steinamir ultu framhjá. „Þetta er stórfurðulegt", sagði prófessorihn, „vísindalegt undur .... ég hef aldrei heyrt þess getið, að hér séu nokkurn tíman skriður .... Spori horfði ennþá upp hlíðina og óttaðist að von væri á meira, pró- fessoiínn hugleiddi þetta landfræði- imdur af vísindalegri nákvæmni, en Jumbo leit niður fyrir fætur sér og fann þar .... lítið sverð......Vopn- ið mauranna“, tautaði hann, „nei, það var víst ekki alveg óvart, að þessi skriða kom úr fjallinu ....“ KALLI KUREKI Teiknari; FRED HARMAN Ég aðvara þig, kelli mín!" Ef þú ina! Svei mér þá, þú skalt ekki kom- sparkar....... ast til að gera meira aí þér í þessu Þú, þú .... þú hefur brotið krús- lífL Að mér heilum og lifandi skal það verða þitt síðasta verk. sagði ég. Náið þið bara fljótt í lækni. Hringið þið O'g segið honum að koma í snarkasti. Svo hvæsti ég að litla manninum með gráa yfirskeggið: — Opnið og alla glugga, sem þéf finnið! Maðurinn var fljótur að skiija og flýtti sér að þessu. En krukku pappírarnir lögðu á flótta, af hræðslu við gasið. Þrfðja atlaga bílstjórans að húrðinni virtist hrista allt húsið. Mér fannst ekki rétt, að hann hlyti alla márblettina, svo að ég rann sjálfur á hurðina. Ein endurtekning hjá okkur báðum nægði. Dyrastafurinn klofnaði og skrúfur losnuðu og hurðin skall upp í vegginn. Ég fleygði öðrum blauta vasa- klútnum í hjálparmann minn og hann setti hann fyrir vitin áður en hann lagði inn í gasmökkinn. Ég gerði sama og batt klútina aftur fyrir hnakka. — Glugg- inn! muldraði ég til hans gegn um klútinn, en hann virtist Vita, hvað gera skyldi, af eigin ramm- leik .Hann var að skríða inn 1 stofuna, eins og feitur héri, áður en ég gat náð í slökkvarann. Ég sá Sally um leið og ljósið kom upp. Hún lá fyrir framan arininn, og kápan hennar var breidd yfir hana og gasofninn. Ég þaut til hennar, hóf hana á loft og stökk með hana inn í svefnherbergið. SHUtvarpiö Miðvikudagur 29. janúar. 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegisútvarp 13.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 ,,Við, sem heima sitjum": Áim Jónsdóttir les söguna >tLeyndar- málið" eftir Stefan Sweig (6). 15.00 Síðdegisútvarp 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 16.00 Útvarpsaga barnanna: ,,Skemmtl legir skóladagar" eftir Kára Tryggvason; IV. (Þorsteinn Ó,m Stephensen). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir —- Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Gunnar Sigurðsson varaslökkvU liðsstjóri talar um fldvarnir i heimahúsum. 20:50 ,,Trapp-fjölskyldan": Ruth Leu* werik og kór syngja lög úr sv# nefndri kvikmynd. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Gunnlauga saga ormstungu; IV. (Helgi Hjörvar). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Helga Helgason. Lesarar með honum: Árni Tryggvason og Baldur Pálma- son. c) Vignir Guðmundsson blaða* maður flettir þjóðsagnablöðum, d) Ospar Clausen rithöfundur flytur 9íðasta erindi sitt um harða biskupinn í Skálholti, Jón Árnason; það nefnist: Þeir, sen% misstu hempurnar. e) Kvæðalög: Benedikt Eyjólfr* son frá Kaldrananesi kveður. 21:45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand mag). 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.10 Lestur Passíusálma (3). 22:20 Lög unga fólksins (Guðný Aðal* steinsdóttir). 23.10 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohn- sen). 23.36 Dagskrárlok. þú hefur brotið krús-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.