Morgunblaðið - 29.01.1964, Page 3

Morgunblaðið - 29.01.1964, Page 3
Miðvikudagur 29. jan. 1964 MORCU N BLADIÐ BLAÐAMAÐUR ög ljósmynd ari Moirgunblaðsinis bruigOoi séir í gæir nið-ur að Reykja- víkurhöfn og spurðust fyrir um síldveiðarnar hjá þeim fáu sjómönnum, sem í höfn voru. Við Grandagarð lá Þorlák- ur frá Þorlákshöfn. Stóðu . skipveirjar á palli vörubifreið ar, uppi á bryggjunni og unnu að því að taka upp nót- ina. Þorfinnur skipstjóri var í landi, en menn hans skýrðu svo frá, að nú mundi hætt sífdveiðum, þar sem nótin vaeri gjöirónýt og hefði brugð izt þeim hvað eftir annað. Við Ingólfsgarð lá Snæfeil frá Akureyri. Hitti blaðamað- ........, Landlega í Vestmannaeyjum. Of löng sigling Flotinn aflar ekki fyrir tjóni, segir Trausti Gestsson, skipstjóri ur að mali skipstjorann, — Trausta Gestsson, sem stóð í brúnni. Traustl sklpstjóri. — Hvaða erindi eigið þið Norðlendingiar í Reykjavík? — Við erum að láta gera nokkrar breytingar, tál að uppfylla síðustu kröfur Skipa skoðunarinnar. Verkinu er bráðum lokið, svo að við komumst sennilega út á veið- air í dag. — Hvernig hefluir ykkur gengið? — Við höfum fengið uim 6 þúsuind tunnur. Við kómum ekki suður fyrr en uim 20. nóvember og misstum því af fyrsitu aflahrotunni. Svo fór- um við aftur norður í verk- fal-linu og vorum þar í hálf- an mánuð. Það vár gott að geta verið heima uim jólin. Okkur leiðist mjög að vera syona sjaldan heima. Við er- um 12 um borð og 7 eru gift- ir. Sérstaklega ledðist okfcur, þegar afli er tregur, eins og í þessum ógæftum að undan- fömu. Ég hef þá trú, að flöt- inn hafi ekki aflað fyrir kostnaði, þar sem tapazt'hafa bátar og nætur. Það er mjög vafasamt að hálda uppi veið- um 10 tíma siglingu firá næstu höfn, Vestma^M^ieyjum, eink- ■y. : Dyrhólaey (Porlland), Þarna vill Trausti láta gera höfn. á mi&in vélstjóri, Freysteinn Bjarna- son, sem er aðeins 18 ára. — Verður ykkur vel til kvenna í Eyjum? spyr blaða- maður Freystein. um þar sem síldin heldur sig í einu versta veðravíti, sem til er við íslandsstrendur. Mikil þörf er að flá höfh einhversstaðar í nánd við Portland. Það bar t.d. eitt sinn við, að kcnmin voru 10 vindstig 3—4 kls. etftir að góð veðurspa hafði'-verið lesin í útvarpið. Þá verðum við að láta fyrirberast á hafi úti heila hótt og halda sjó.. — Þetta er ekkert líkt þeim síldveiðum, sem stundaðar voru fyrir nokkrum ámm, hélt Trausti áflram. Nú kasta menn í vitlausu veðri. Síld- arflotinn hefur oft láitið úr höfn í Eyjum, þótt landlega hafi verið hjá landróðrabát- um þar. Efstu bátamir stjórna umferðinni. Þeir halda úr höfn, þótt'veður sé slæmt, og þá fara allir á eftir. — Hvernig er að dveljast í Eyjum í landlegum? *- — Það er ósköp leiðinlegt. Þá er venjulega svo vont veð- ur, að varla er fært milli báts og bryggju. Þó stytta margir sér stundir við drykkju. — Hvernig ná menn í vín, þar sem ekki er álengisút- sala? — Menn eru svo forsjálir í slíkum málum. Þeir panta vínið frá Reykjavík og eiga það á Pósthúsinu, þegar næstia landlega er. Nú kemur upp í brúna 2. — Það er nú upp og ofan. Framboðið er miklu minna en eftirspumin. Á síðasta balli, sem ég var á í Eyjum, voru karlmenn tíu sinnum fieiri en kvenfólk. Tvö hin yngstu um borð, Freysteinn vélstjóri og skips- hundurinn, Habba. Hún er aðeins þriggja mánaða. h STAKSTIINAR ,,Garmurinn“ I gleðskap og einkaviðræðum getur verið gaman að orðhákum, enda þurfa menn ekki að taka ummæli þeirra alltof alvarlega, en heldur er leiðinlegt þegar slíkar orðræður eru fluttar inn í Ríkisútvarpið á þann hátt, sem gerðist í þættinum „Um daginn og veginn" sl. mánudagskvöld. Þar kom fram maður með svo „skelegg" sjónarmið að hann komst að þeirri niðurstöðu að unnt væri að byggja fjölda stór- hýsa „fyrir ekki neitt“ eða jafn- vel minna en það, ef hans ráð- um væri hlýtt. Þetta var þó ekki aðalatriðið heldur hitt, að mað- urinn flutti þær nýstárlegu til- lögur að rífa ætti niður bygg- ingar eins og gamla stjórnarráð- ið, menntaskólann og sjálft Al- þingishúsið, sem hann nefndi „garminn“. Skulu ekki fleiri orð höfð «m þetta endemiserindi, Urnmæli Emils í forystugrein í Alþýðublaðinu í gær segir á þessa leið: „Emil Jónsson, sjávarútvegs- málaráðherra, gaf ítarlega skýrslu um málefni togaranna, þegar stjórnarfrumvarpið um að- stoð við sjávarútveginn var rætt á Alþingi í síðustu viku. Hefur þriggja manna nefnd nýlega lokið athugun á rekstri skipanna og gefið um það skýrslu. Nefndin telur tvær höfuðorsakir fyrir hinni lélegu afkomu: 1) Með útfærslu landhelginnar misstu togararnir beztu mið sín umhverfis landið. 2) Vinnuskipan á togurunum er úrelt og hafa þeir 31 manna áhöfn meðan brezkir og þýzkir togarar við sömu veiðar hafa 20— 22 menn. Emil taldi að með breyttri vinnuskipan mætti spara stór- upphæðir í rekstri togaranna og væri sjálfsagt að skipta því fé milli útgerðar og áhafnar, þann- ig að sjómenn fengju verulegar hækkanir. Taldi hann þessi mál þurfa að athugast gaumgæfilega, enda væri um torleystan vanda að ræða. Hins vegar mundi þjóðin sammála um að halda togaraút- gerð í von um betri afkomu síðar. Aðrir ræðumenn gengu lengra í þessum efnum og töldu togara- útgerð okkar langt á eftir tím- anum hvað tækni og rekstur snerti. Mundi engum manni detta í hug að byrja í dag út- gerð á þann hátt, sem íslenzku togveiðarnar væru stuiidaðar.“ Rætt áður Emil Jónsson vill þannig láta fara fram öfgalausa athugun á því, hvort ekki væri heppilegra að breyta vinnufyrirkomulagi á togurunum og hafa sérstáka hlið- sjón af því, að aðrar þjóðir gera þessi skip út með miklu minni mannafla. Nú er alllangt liðið síðan Morgunblaðið vakti athygli á þessari staðreynd og spurði, hvort ekki væri ástæða til að sjó- menn og útvegsmenn hugleidda í sameiningu, hvort hugsanlegt væri að bæta hag beggja aðila með eitthvað minni mannafla, því að naumast þyrfti jafnmarga menn, þegar aflinn væri lítili eins og var meðan hann var geysi mikill. Þá brá svo við að Alþýðu- blaðið skrifaði hverja árásar- greinina af annarri á Morgun- blaðið; sagði að Morgunblaðið vildi afnema vökulögin og níð- ast á sjómönnum, þótt Alþýðu- blaðið vissi raunar hve fráleitar þessar ásakanir voru. Auðvitað þarf að fylgjast með öllum nýj- ungum og breyttri aðstöðu þessa atvinnuvegar eins og annarra, og ekki ber að bíta sig i þær skoð- anir, að það, sem einu sinni var nauðsynlegt, þurfi alltaf að vera það, heldur á að ræða málin öfgalaust á þann veg, sem Morg- unblaðið óskaði eftir — og Emfl Jónsson telur nú vera rétt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.