Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29 jan. 1963 MORCU N BLAÐID 5 "7 k ; <■ - s;,« "SMé- Á þessari mynd sjáiö þið Paddy Hopkirk, frá Belfast aka fyrir beygju, þegar hann er að ljúka Monte Carlo akstrinum í ár. Hann varð fyrstur og ók MORRIS Cooper. FRÁ því var skýrt hér í blað- inu á föstudi g, að Irinn Paddy Hopkirk hafi orðið sigurvegari í Monte Carlo kappakstrinum í Morris Coop- er bifreið sinni. En keppni þessi er hin mesta þolraun fyrir bifreiðir og ökumenn. Þykir það mikill heiður bæði fyrir ökumenn og bifreiða- smiðjur að vera framarlega í keppninni. í ár tóku um 300 bifreiðir þátt í þessari keppni, en margar heltust úr lestinni áður en keppni lauk. Það vakti því ekki litla athygli að af sjö fremstu bifreiðunum voru þrjár af gerðinni Morris Cooper, þ. e. í fyrsta, fjórða og sjöunda sæti. Monte Carlo keppnin er í þrennu lagi. Fyrst er ekim 4.500 kílómetra vegalengd eftir þjóðvegum frá niu borg- um í Evrópu til Monte Carlo. Á þeirri leið verða ökumenn að hlýða ýmsum ökureglum, að" því er varðar hraða o. fl., en refsistig eru geíin fýrir öll brot. Næst er kappakstur um fjallvegi í ölpunum, sem oft- ast eru undir snjó og ís. Loks er svo kappakstur um göturn- ar í Monte Carlo og á kapp- akstursbrautimm þar. Það eru ekki beint kapp- akstursbílar, sem sendir eru til keppni í Monte Carlo, held ur venjulegar farþegabifreið- ir. En mörgum þeirra er sér- staklega breytt fyiir keppnina með það fyrir augum að þær geti náð meiri hraða en ella. Morris Cooper bifreiðin er afbrigði af Morris Mini Minor, sem margir hafa séð hér á götunum. Þetta er lítil 4 manna bifrdið, sem vegur að- eins 610 kíló. Mini-bifreiðin hefur 34 hestafla vél með 850 rúmsentímetra sprengirúmi. Eftir að bifreið þéssi kom á markaðimn var mönnum tíð- rætt um aksturshæfileika hennar, sem þyldu vel meira vélarafl. Ýmsir tóbu upp á þvi að bora út mótorinn til að gera hann aflmeiri. Einn Einn þeirra var John Oooper, sem þekktur er fyrir smíði kappakstursbíla. Cooper boraði upp mótor- inn, jók sprengirúmið í 1000 rúmsentímetra, og gerði nokkr ar fleiri breytimgar á vélinni. Við þetta jókst hámarkshrað- inn um 20 km/klst., og hest- öflin upp í 50. Anmarri bifreið breytti Copper þannig að sprengirúmið varð 1078 rúm- senímetrar og hestóflin 71. Bifreiðir þessar reyndusl mjög vel, og eru mú smíðaðar hjá Morris verksmiðj unum undir nöfnunum Morris Coop- er (54 hö.) og Morris Cooper S (71 ha.). Hingað til lands hafa tvær Morris Cooper bif- reiðir komið, en þær kosta nú hjá umboðinu, Þ. Þor- grímsson & Co., kr. 132 þús- und. Aðra Cooper bifreiðina á Sverrir Þóroddsson, svifflug- meistari jslands, og sýndi hann blaðamönnum hana í gær. Fór hann, ásarnt umboðs- mönnum Morris, mieð frétta- memn út á Reykjavíkurflug- völl, en þar hafði fengizt leyfi til að nota einn brautar- enda til að sýna kosti bifreið- arinnar. Þarna ók svo Sverrir fram og aftur nokkrar ferðir með einn blaðamamnanna í hverri ferð. Ekki var hér um neinar vegalengdir að ræða, og því ekki unnt að kanna hámarkshraðann. En þeim mun betur tókst Sverri að sýna hvað bifreiðin ligigur vel á vegi, Öryggisólar eru í bif- reiðinni og voru farþegar og ökumaður spenntir í sætin. Síðan ók Sverrir með um 80—100 km. hraða eftir flug- brautinni, tók þar þverbeigj- ur, og sneri við á brautinni án þess að draga úr hraða. Var eins gott að fanþegar voru bundnir í sætin. En bifreiðin stóðst prófið. Hún hallaðist varla í beigjunum, ramm að- eims til í mölinni, en „skrens- aði“ ekki. Vakti það mikla furðu hvað Sverrir gat boðið henni. Hann er raunar ekki byrjandi í svona akstri, því hann hefur haft aðstöðu til aksturs á kappaikstursbrautum erlendis. En betra er að hafa taugarnar í lagi áður en lagt er upp í svona akstur! Sverrir er mjög 'ánaegður mieð Cooper-inn, sem hann hefur ekið rúmíega 9 þúsumd t km. Segir hamn að hraðast hafi hann komið henni í um 170 km. hraða, en þá var smá brekka, sem hjálpaði til. Og til vonar og vara skulum við segja að þetta hafi verið er- * lendis. Hárgreiðslumeístarar Fundur verður haldinn í félagi hárgreiðslumeistara að Café Höll fimmtud. 30. þ. m. kl. 8,30. Ýmis mál á dagskrá. Áríðandi að sem flestir mæti. STJÓRNIN. Afgreiðslustúlka oskast Óskum eftir að ráða afgreiðslustúlku hálfan eða allan daginn. Upplýsingar á skrifstofunni milli kl. 5—6 í dag og á morgun. Mlarteinn Einarsson & Co. Laugavegi 31. Sólarkaffi 46 99 Sólarkaffi Amfirðinga og Bílddælinga verður haldið í Sigtúni súnnudaginn 2. febrúar. Nánar auglýst síðar. NEFNDIN. STORKURINN sagði! stöð, sem gefið gæti upplýsingar um allt milli himins og jarðar. Hann sagðist hafa átt ánægju- lega samvinnu við 03 og Flug- umferðastjórn, og það síðast í gær, og þakkar fyrir greinargóð- ar upplýsingar, en hitt hlyti að vera betra._ef þetta væri samein- að á einni hendi, og fólk gæti annað hvort hringt í ákveðið númer eða skrifað ákveðinni stofnun- Aukin þjónusta við fólkið í landinu hlýtur að vera höfuð- markmið allra, sagði Storkurinn að lokum, og bætti við, að fyrr yrði velferðarríki ekki komið á. + Gencjið + hérna i Reykjavík vantaði eina allsherjarupplýsingamið- Gengið 20. janúar 1964. K.aup 1 enskt pund ...... l Banöaríkjadollar 1 Kanadadollar ...... 100 Danskar . kr. ___ 100 Norskar kr....... 100 Sænskar kr. ..... 100 Finnsk mörk _ 1.335,72 1 100 Fr. franki 874,08 100 Svissn. frankar ... 993.53 100 V-þýzk mörk 1.080,86 1 100 Austurr. sch. _ 166,18 100 Gyllini ....... L.lOl 81 1 100 Beig. franlu —T— 86,17 120.16 42.95 39,80 622,46 600,09 827,95 Sala 120,46 43,06 39,91 624,06 601,63 830,10 .339,14 876,32 996.08 .083.62 166,60 .194,87 86,39 Miðvikudagsskrít/an Kvennaklúbbur nokkur í New Ýork, sem bar nafnið „Einmana hjörtu", fékk eitt sinn bréf með mynd af manni, sem vonaðist til að geta fundið lífsförunaut inn- an klúbbsins. Hann fékk mynd- ina endursenda með þessari árit- un: „Svo einmana erum við nú ekki.“ IMauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavik að undangengnu lögtaki verður bifreiðin R-7726 seld á opinberu u$p boði vsem haldið verður við skrifstofu mina að Álfhólsvegi 32 í dag miðvikudaginn 29. jan. 1964 kl. 15. — Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. HAGFRÆÐINGUR óskar eftir starfi við hagrannsóknir, skýrslugerðir, stjórnsýslu eða rekstur fyrirtækis. Margt kemur til greina. Góð tungumálakunnátta. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „9163“. BAÐKER Stærðir 155x75 og 170x75 cm. Verða seld með miklum afslætti. Mars Trading Company hf. Vöruskemma við Kleppsveg gegnt Laugarásbíói — Sími 17373. ÚTSALA 100 KR. afsláttur á vatteruðum NÆLONÚLPUM meðan útsalan stendur yfir. GAMALT og con Þurr skyldi þorri, þeysöm góa, votur einmánuður, þá mun vel vora. kaup Miklatorgi VISEKORIM Þótt vér eigum þennan prest, er þjóð til dyggða hvetur í hans hjörð er andlefc pest, enginn læknað getur. Hjálmar í Bólu. FRÉTTl^SlMAR MBL.: — eft*r 'lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar frétiir: 2-24-84 íbúð óskast Óska eftir 2-3 herb. íbúð sem fyrst. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 33262 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.