Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLADID Miðvikudagur 29. jan, 1963 Noriurlands- borinn ú föruna HÚSAVÍK, 27. jan.: — Húsvík- ingu.m til mikillar urMÍrunar hef ir skyndilega verið ákveðið að hætta borun eftir heitu. vatni í Húsavík og farið er að taka Norðurlandsborinn niður og und irbúa flutning hans til Vest- mænaeyja. Eins og áður hafir verið um getið var hætt við borun á Húsa vík sl. sum-ar vegna vöntunar á borsköftum, sem fá þurfti utan- lands frá, en á meðan var borinn fluttur inn í Bjamarfiag. Fyrir áramót var hann svo aftur flutt- ur til Húsavíkur og hófst borun að nýju nú í janúarbyTjun. Var þá talið að borað yrði niður á 16—1700 m dýpi. Borun þessi hefir gengið mjög vel, en á laug- ardag, þegar komið var niður á 1505 m dýpi kemur skyndilega fyrirskipun að sunnan að hætta að bora og flytja borinn til Vest- mannaeyja. Þó ekki yrði borað dýpra í Nehru við hersýmngu Nýju Delhi, 27. jan. — AP: • Nehru, forsætisráðherra Ind- lands var í gær viðstaddur her- sýningu, sera haldin var í Nýju Deihi — af því tilefni, aS 14 ár eru liðin frá því Indland varð lýðveldi og fékk sinn eiginn for- seta. Iiiður I hersýningunni var af hending heiðursmerkja fyrir vasklega framgöngu gegn Kín- verjum í landamærastyrjöldinni — en þá gengu sendimenn Pek- ingstjórnarinnar á brott í mót- mælaskyni. Sagt er í Nýju Delhi, að lækn- ar forsætisráðherrans hafi verið því mjög mótfallnir að . hann væri við. hersýninguna, en hann hafi eindregið krafizt þess að vera þar viðstaddur. Mótmæla fisk- verðinu S T J Ó R T? og trúnaðarráð Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar samþ. á fundi sínum 27. 1: 1964: „Að lýsa óánægju sinni og mót- mæla harðlega verðákvörðun þeirri er ákveðin hefur verið fyr- ir komandi vetrarvertíð af odda- manni þeim, er skipaður var af Hæstarétti í yfirnefnd í verðlags- ráði sjávarútvegsins". Greinargerð: Það má teljast í fylLsta máta ó- eðlilegt að hin almenna kaup- hækkun, sem átt hefur sér stað hjá öllum starfsgreinum í landi, nái ekki einnig til starfa sjó- mannsins. Jafnframt er það viss þjóðhagsleg hætta, sem fellst í því að menn fáist ekki til starfa á fiskiskipin. Nú á að fara inn á þá braut aS bæta upp að nokkru áukinn kostn að til vinnslu og verkunarstöðv- anna, til að mæta þeirri verð- bólgu, sem átt hefur sér stað nú undanfarið við alla íramleiðslu þeirra, án þess að eygt sé að sjó- menn og útvegsmenn séu til (Frá „Öldunni") þessari holu þá eru Húsvíking- ar undrandi yfir því að borinn skuli fluttur í burtu þar sem búið var að steypa undirstöður undir hann á tveimur öðrum stöðum í bænum og kosta til þess talsverðu fé. Svo munu Norðlendingar almennt vera undrandi yfir því að Norður- landsborinn, sem hér norðan- lands hefir nóg verkefni, skuli skyndilega vera fluttur tij. Suð- urlands. En þrátt fýrir allt eru Hús- víkingar ekki búnir að missa tirúna á það að hið heita vatn, sem er undir bænum, muni nást til virkjunar. Nú hefir í 3 ár verið dælt 30—40 stiga heitu vatni undan Húsavíkui’höfða í sundlaug bæjarins. Fréttaritari. r Ulpan festist í bílhurðinni UM klukkan 2.30 voru nokkrir drengir við afgreiðslu Vísis í Ing- ólfsstræti og biðu blaðsins. í»á var bíl ekið suður Ingólfsstræti og festist úlpa eins drengsins í hurðarhúni bílsins. Drengurinn, sem heítir Jón Haukur Valsson, Laugavegi 159, 8 ára að aldri, dróst nokkurn spöl með bílnum, en ökumaðuriiyi stöðvaði bílinn fljótlega. Jón Haukur var fluttur í Slysa- varðstofuna. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg, en drengur- inn kvartaði um eymsli í fæti. Sl. laugardag korihi 127 grískir Kýpurbúar saman til fundar í Aþenu og ræddu við Georga Dighenis Grivas. fyrrum leiðtoga Eoka-neðanjarðarhreyfingarinnar á Kýpur, sem barðist gegn Bretum og fyrir sameiningu Kýpur og Grikklands. Að fundinum loknum ræddi Grivas við tyrkneska blaðamenn og var myndin tekin við Það tækifæri. Legstaður Jóhannesur puíu verður úfrum í Péturskirkju Páfagarði, 27. jan. — AP.: Páll páfi VI hefur ákveðið í sam ráði við sérstaka nefnd kardi- nála, að jarðneskar leifar Jó- hannesar XXIII páía verði í fram tíðinni geymdar í grafhvelfingu undir St. PéturskirkjunnL Hinn látni hafði á sínum tíma látið í ljós þá ósk, að hann yrði grafinn í St. Jóhannesarkirkj- unni í Róm, og hefur verið talið, að leifar hans yrðu fluttar þang- að, þegar að loknni viðgerð á kirkjunni, sem staðið hefur yfir um hríð. Frá því Jóhannes páfi XXII lézt hefur hinsvegar gífurlegur mannfjöldi, jafnt ítalskir, sem er lendir ferðamenn, farið píla- grímsferðir til Páfagarðs í því skyni að biðjast fyrir hjá leg- stað hins látna. Mun það skoðun Páls páfa VI og kardinálanna, að greiða beri fyrir slíkum pílagrim um, og þeir hafi greiðari aðgang að legstaðnum í Péturskirkjunni en í Jóhannesarkirkjunni. Þekkja verzlanirnar Þegar íslendingar fara til út- landa hættir þeim við að remb- ast við að reyna að komast yfir ' miklu meira en hægt er að gera á tilteknum tíma — og þess vegna koma margir heim og segjast hafa verið í svo og svo mörgum borgum án þess þó að hafa séð neina þeirra. Við þetta bætist svo, að þann stutta tíma sem dvalið er í hverri borg nota íslendingar til að þeysa á milli verzlana og kaupa allt milli him ins og jarðar. Það litla, sem fólk þekkir svo af stöðum og nöfn- um í heimsborgunum eftir heim komuna er því oft bundið við verzlunargötur og verzlunar- hús. En samt hafa allir gaman af að ferðast. • , Hafa áhyggjur í Bretlandi, V-Þýzkalandi og ýmsum öðrum Evrópulöndum þykir ajmenningi jafneðlilegt fara í sumarferðalag og okkur þykir að leysa af okkur skóna áður en við förum í rúmið á kvöldin. Bretar og Þjóðverjar binda sig ekki endilega við að fara út fyrir landamærin frek- ar en við gerum, en óneitan- lega kostar það minna fyrir þá að fara til útlanda — og er jafn- an ólíkt skemmtilegra — þar eð þeir leggja ekki megináherzlu á að rannsaka vörulagerinn í öllum verzlunum, sem verða á vegi þeirra. Þeir njóta slíkra sumarferðalaga riefniléga í rík- um mæli — og þess vegna er jafnvel byrjað að gera ferða- áætlun fyrir áramótin. Um þess ar mundir er þorri fólks búinf! að skipuleggja sumarferðina og farinn að safna fyrir henni, í rauninni áður en hætt er að tala um síðustu sumarferð. íslendingar gera hins vegar ekki áætlanir fram í tímann, enda standast fæstar okkar á- ætlanir hvort sem er. Menn panta gjarnan far til útlanda með tveggja daga fyrirvara — og hafa jafnvel ekki aurað nægi lega miklu saman. Enda er ekki byrjað á því allt of snemma. Einhvern veginn slampast þetta þó hjá flestum, sem vilja. En í stað þess að klífa fjallstinda 1 útlöndum og skoða fegurð nátt- úrunnar hafa menn stórar á- hyggjur af yfirvigt, sem kölluð er, og því sem tollþíónarnir segi þegar þeir opna töskurnar við heimkomuna. Ódýrara en í bíl Mér datt þetta í hug, þegar ég var að hugleiða hvaða áhrif fargjaldalækkanir flugfélag- anna á Norður-Atlantshafi mundtí hafa fyrir okkur á ís- landi. Þessi lækkun kemur ekki til framkvæmda fyrr en í vor og því er sennilega einum of snemmt að fara að ræða um hana núna. Samt sem áður ætt- um við að gera okkur grein fyr- ir að lækkunin nær aðeins til leiðarinnar á milli íslands og Ameríku. Þetta verður töluverð lsékkun — og næsta haust’ er óhætt að segja að hún verði dá- lagleg. Loftleiðafargjaldið verð- ur sem sagt 4,608 krónur til New York eftir 29. september í haust og fram til 16. júlí næsta ár. Frá New York til Reykjavíkur verður gjaldið það sama á tímabilinu 4. ágúst til 21. maí. Þetta er 4,300 km löng leið og því aðeins rúm króna á hvern kílómetra. Ég fékk þær upplýs- ingar frá BSR, að 5 manna bíll kostaði 640 krónur á hverja 100 ekna kílómetra, en það sam svarar að ferðin til New York kostaði 27,520 krónur í bíl, eða 5,504 krónuf á mann. Loftleiða fargjaldið yrði því 896 krónum lægra fyrir manninn en jafn- löng ferð í leigubíl. Næst til Ameríku? Ef lögð er til grundvallar leiðin til Akureyrar og gerður samanburður á farmiðaverði i langferðabíl og Loftleiðaflug- vél, telst mér til að hver krtx I „rútu“ til Akureyrar kosti far- þegann 82 aura en í Loftleiða- vél eina krónu og sjö aura. Mér finnst þetta hagstæður saman- burður fyrir flugvélina. Þetta verður sem sagt furðuódýrt. Þetta leiðir hugann ósjálf- rátt að heimssýningunni í New York, sem sótt verður af a.m.k. 70 milljónum og verður stærsta heimssýning allra tíma, opnuð i vor. Annars ætla ég ekki að fara að auglýsa þetta fyrir Loft leiðir. Þeim er bezt trúandi til að sjá um það sjálfir. En fyrir þá, sem geta hugsað sér að ráð- gera ferðalag með meira en viku fyrirvara, er þetta athygl- isvert. Hingað til hefur verið það dýrt að komast til Amer- íku að fólk hefur yfirleitt ekki lagt í slíkt fyrirtæki nema að eiga brýnt erindi. Þeir, sem ferð azt hafa til útlanda sér til á- nægju og innkaupa, hafa snúið sér að Evrópu. Og ekki sakar að geta þess í lokin, að Grey- hound flutningafyrirtækið, sem hefur langferðabíla í förum um þver og endilöng Bandaríkin, selur farseðla, sem gilda á öll- um leiðum félagsins í 99 daga — fyrir aðeins 99 dollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.