Morgunblaðið - 29.01.1964, Síða 14

Morgunblaðið - 29.01.1964, Síða 14
14 MORCUNBLAÐIO Miðvikudagur 29. jan. 1963 BEGLUSAMUR ungur maður óskar að komast að í húsasmíði. Sími 41627. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar FRIXZ WEISSHAPPEL lézt að heimili sinu aðfaranótt 28. janúar 1964. Helga Weisshappel og börn. Móðir okkar, HILDUR ÁSLAUG SNORRADÓTTIR Silfurteigi 2, Reykjavík, andaðist 22. janúar. Utförin hefur farið fram. Asdís Jóhannesdóttir, Snorri Jóhannesson. Móðir ðkkar, tengdamóðir og amma ' MAGNDÍS BENEDIKTSDÓTTIR Spítalastíg 8, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju finamtudaginn 30. þ.m. kl. 10,30. — Athöíninni verður útvarpað. Börn, tengdahörn og barnabörn. Hjartkær fósturfaðir minn, EIRÍKUR VIGFÚSSON andaðist að fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað, laug- ardaginn 25. janúar 1964. Fyrir mína hönd, og eiginkonu hans og barna minna. Vilhelmína Guðmundsdóttir, Hverfisgötu 23 C, Hafnarfirði. Jarðarför föður okkar, tengdaföður og bróður • RAGNARS BJARKAN deildarstjóra, sem andaðist 23. þ. m. fer fram fráDómkirkjunni fimmtu daginn 30. þ. m. kl. 13,30. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu eru beðnir að láta líknarsjóði njóta þess. Inger Bjarkan, Jóhann E. Björnsson, Anna Bjarkan, Bjarni Konráðsson, Kristín Bjarkan, Jóna Bjarkan, Skúli Bjarkan, Útför mannsins míns og föður JAKOBS GUÐMUNDSSONAR sem andaðist 24. jan. s.l. fer fram í Fossvogskirkju 31. þ. m. kl. 1,30. Fyrir hönd barna minna og annarra vandamanna. Heiðveig Guðmundsdóttir. Kveðjuathöfn um föður okkar, tengdaföður og afa GUÐJÓN SIGURÐSSON frá ísafirði, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 30. þ. m. kL 3 e.h. — Jarðsett verður frá ísafjarðarkirkju í næstu viku. Fyrir hönd systkina, tengdabarna og barnabarna. Aðalsteinn Guðjónsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vði andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu SIGURLÍNU BJARNADÓTTUR Sérstakiega þökkum við systursyni hennar Guðjóni Hanssyni og konu hans alla hjálp og umhyggju er þau veittu hixrni látnu. Unnur Bergsveinsdóttir, , Simon Teitsson, Unnur Þorsteinsdóttir, börn og barnabörn. Alúðarþakkir til allra þeirra sem auðsýndu samúð og vinarþel og heiðruðu minningu eiginmanns míns föður, tengdaföður og afa SIGURÐAR S. SKAGFJÖRÐ trésmíðameistara. Guðfinna Skagfjörð, Jón Skagfjörð, Unnur Kristjánsdóttir, Sigríður Skagfjörð, Ingimar Guðmundsson, Klara Sigurðardóttir, Magnús Guðjónsson, Vilhelm Sigurðsson, Marta Jónsdóttir, og barnabörn. Kristján Richter — Minning ÞAÐ VAR hljótt um lót Kristjóns Ricthter í St. Pau.1 í vetur. Ha.nn dó sama dag og Kennedy forseti var myrtur, 22. nóvember 1963, Og þannig var það að fréttin um andiát þessa háaldraða heiðurs- manns fór framhjá mörgum kuinmingjuim. Kristjám var móður bróðir Ólafs Thors, fyrrv. for- sætisráðherra íslamds, Thor semdi herra í Washingtcn, og þeirra systkina, og -líka móðurbróðir Kristjáns Albertssonar rithöfund ar. Hann var síðastur sinmar kyn- . slóðar í fjölskyldunmi og var nærri því 95 ára er hanm lézt. C. Harold Richter var nafmið seim Kristjám Kristjánsson frá Hraunihöfn á Snætfellsnesi bar hér vestra. „C“ var á ensku „Christian", Kristj,-n.snafnið sem hann fékk við skírn, en „Harold“ var nafnið Haraldur, sem harin kaus sjálfur í endurmimninguim uim elzta bróður sirfn, Harald, sem fórst sviplega í sjóslysi ná- laagt Akranesi, 1884. Kristján dó á Midway-sjúkra- húsinu í St. Paul, sköiminu eftir hádegið 22. nóv. Banalega hans var um aðeins sex daga og hafði hann haft frábæra heilsiu alla æfi, þangað til um þrjú síðustu ár æfimnar þegar sjón og heyrm fóru að bila. Saimt var hanm and lega" hress alveg upp á síðustu stundu. Jarðarför Kristjáns fór framn á mánudaginn, 25. nóv. á jarðar- fararstofu Fred Jahmsons í St. Paul, þar sem prestur Baptista- safnaðarins, sem Kristjóm til- heyrði, Dr. Alton Snyder, flutti kveðjumól. Hanm var jarðsettur í kirkjugarðinum Roselawn Cem etery í St. Paul. Kristján kom til Vesturheims árið 1887 með Pétri og Sveini, bræðrum sínum, og fór hanm fyrst til Winmipeg. Var hanm þar nokkur ár og kom svo til St. Paul, höfuðborgar Minnesota- ríkis, um 1894. Notokru eftir komu hans til St. Paul, kvæntist Kristjóe Theresu Lawin, af þýzkum ættum, sem fædd var í Þjóðverja-byggð skam.mt fyrir vestan Minneapolis, í Ohaska, Minnesota. Lifir hún mann simn, ásamt tveimur böm- um, fjórum bamabijmum og átta barnabamabörnum. Bftirlifandi böm Kristijáns og Theresu eru: Forrest Harold, 62 ára, sem á heima í Riöhfield, Washington, skammt frá Port- land, Oregon viö Kyrraihafls- strönd, og dóttirin, Phyllis, kona J. T. Van Istendal, sem á heima í Hoilywood, Florida. Phyllis var tvigift, missti fyrri mann sinn, David M. Brownlee, sem hún átti tvö böm með, Riöhard og James Fhilip. Er James Phiiip aðeins 18 ára, og á heima með móður < sinni og stjúpföður í Hollywood, Florida, en eidri son urinn, Richard Brownlee, er gift ur og á sex börn, þrjá syni og þrjár dætur, og eiga þau heima að White Bear Lake, Minnesota, úthverfi St. Paul borgar. Af nán- um aðstandendum Kristjáns er líka Frank Gross, sem þau hjón in óiu upp, verzlunarmaður í mörg ár í Stillwater, Minnesota, félagi fósturföður síns í fleiri fyrirtækjur, ógiftur, kominn yfir sextugt, við slæma heilsu af heila blóðfalli er hann varð fyrir fyrir þrem árum; til heimilis h.já ekkjunni, að 1725 Higbland Avenue, White Bear Lake, Minne sota. Kristján Richter átti heima í St. Paul og nágrenni borgarinn- ar í 70 ár, í Winnipeg sex eða sjö ár, á íslandi rúm 18 ár. Það, er þá lítil furða þó hann fjar- lægðist ísland, en samt gleymdi hann aldrei uppruna síinum. — Hann var — af gildum ástæðum — montinn af fóliki sánu á Is- landi. Maður þarf ekki nema að blaða í æfisöigu m.á.gs hans, Thor Jensen, eftir Valtý Stefáinsson, að skilja það. Um líf Kristjáns í Vesturheimi — og er það lengsti kaflinn — er sannarlega margt hægt að segja. í Vinnepeg var hann vinur Frímanni! Anderson, stofnandá vikublaösiins Heimskringlu, og lagði hann sitt til að styrkja blaðið. Við komiuina til St. Paul í „landaleysinu“ þar, samrýnriid- ist hann strax staðarhátt.um. Hann varð ljósmyndari, en betur iþó — taldist „portrait artist“, vegna þess að hann litaði manna myndir sem hann tók, í pastel- litum, af miikilli list. Upp úr því færði hann út kvíarnar við stofn un „The Richter Company", sem varð auglýsinga-fyrirtæki, lag- andi myndir, texta, teikningar og uppköst að auglýsingum handa mörgum stórfyrirtækjum. Frank Goss, fóstursonur hans, var þá komimn á starfsrek, og lögðu þeir út í raflýst auglýsingasikilti, sem varð þeim mikið til hagnaðar. Þaðan frá varð Kristján formað- ur liftryggingarfélagsins Samarit an, Life Insurange Association, sem hann veitti forstöðu í 16 ár, og starfaði áfram í þóigu fé- lagsins í skrifstofubyggingu í St. Paul langt fram yfir öll þekikjan leg aldunstakmörk, þangað til fyrir rúmum þremur árum. Kristján var trúmaður mikill, geklk í Baptista-söfnuð fyrst við komiuna til St.‘ Paul. Hann var leiðandi starfsmaður í KFUM, og Sumnudagaskóla-ikennari í meira en 40 ár. Hann kenndi drengjuny eingöngu, og ungum karlmönnum, og voru kennslu- tímar hans helgaðir Biiblíulestri og athugasemdum þarafleiðandi. Hann var oftastnær með 140 til 150 ungmenni í Sunnudagstímum hjá sér, varð þekktur um alla borgina í þessu starfi, nóg til þess að aðrir trúarflokikar sóttu um hann sem starfsmann, og á sjálfsfórnarferli hans i þessu starfi kenndi hamn minnst fjögur til fimm þúsund ungurn mönn- um, seín héldu tryggð við hann ævilamgt. Kristjám Richter var ékki að- eins andlega hneigður, eins og varð svo augljóst í tómstundum frá verzlunarstarfi hans. Stjóm- málim, sem hafa eimkennt að svo miklu leyti ættfólk hans á ís- landi, voru ekki sáður óbiugamái hjá honum. Hann var ákveðinm fylgjandi Republikanafloikiksins öll sdn ár í Bandaríkjunum. Sér- staklega árið 1914 beitti hann starfskröftum sínum fyrir fi'jáls- lynda hreyfingu ixxnan flokksins, og þar var hann ötull samstarfs- maðxir föður míns, Gunnars heit- ins Björnssonar, sem þá var for- maður flokksins í Minnesota. Kristján varð fyrir möx'gum árum, meðlimur „Charter Com- mission" í St. Paul og átti virkan þ>átt í því að endursernja grund- vallarreglur bæjarstjórnarinnar í höfuðborg Mimnesotarílkis. Hann skírði líka götuna þar sem þau hjónin og fjölskyldan bjuggu, lengst — 1767 Higland Parkway í St. Paul. Gatan átti að heita Otto Avemue. Kristjáni var alveg sama um það þótt ætti að heiðra þýzkan lúðraflokksstjóra sem hét Otto — honum fannst miklu meira viðeigandi að láta götuna, í einu af fallegustu íbúðarhverf- um borgarinnar, njóta sammefni með stórum garði þar í grend- inni, Higland Park og, einu sinni sem oftar, fékk hann sínu fram, safnaði áskriftum að beiðnar- skjali sem fór fyrir bæjarstjóim, og fékk nafninu breytt. Það var eitt sem einkenndi pólitískt starf Kristjáns um fleiri áratugi. Hamn vann fyrir mól- stöðum sem honum voru kær og fyrir framibjóðendum sem höfðu náð fylgi hans — ekki handa sjáilfum sér. Hann sótti eirnu sinni um þingmennsku í rxeðri deild Minnesota-þingsins, náði ekki kosningu, en var eftir sem áður áhugamaður í stjórnmálum. Langt fjarri íslendingum, í St. Paul, lagði Kristjén fé í starfs- rækslu vikublaðsins, Lögberg, og gaf hann ríflega af efnxxm sinum til styrktar kennslustólsins í is- lenzíku við Manitóba háskólann. Þegar athygli beinist að festu og framtakssemi Kristjáns hér I Vesturheimi, þó virðist sjálfsagt að rifja upp ýmist úr bernsku- og unglingsárum hans á íslandi. Sumum fannst hanh kaldlyndur gagnvart íslandi hér, oig var bann löngu orðinn ^.tirður í málinu, þar sem hann hitti samlamda svo sjaldan. Það er skiljanlegt að endur- rninningar Kristjáns um ísland hafa, vægast sagt, verið misjafn- ar. Hann sá aldrei sinn eiginn föður. Kristján Sigurðsson, bóndi í Hraunhöfn í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi, fórst í sjóslysi skammt frá Akranesi á miðvikudaginn fyrstan í sumri, 1868, og fæddist jfngsti sonur hans, sem fékk að heita eftir föðurnum, ekki fyrr en 3. desemiber, þá um haustið, 1868. Steiniumn móðir hans, Jóns- dóttir Sveinssonar frá Sólheima- tungu í Borgarfirði og Þorbjarg- ar Guðmundisdóttur prófasts Jóns sonar að Staðastað, hafði þá alið sjö börn. Sonur hjónanna Guð- mundur, dió kornungur, og Hjört- ur dó skömmu eftir hann var tekinn í fóstur af frændum sín- uim, Sveini Guðmundssyni í Búð- um. Steinunn var þá ekkja með þrjá syni er hétu Haraldur, Pét- ur og Sveinn, og tvær dætur, Steinunn og Margrét Þorbjörg, soninn, Hjört, sem dó á næstu mxsserum, og fæddist svo Kriistján seint það haust, í des- ember. Erfiðleikar frú Steinunnar voru átakanlegir eftir hún missti manninn, 1868. Hún hélt ófram búskap um tíma, varð svo ráðskona í öðrum bæ, og loks fékk hún samastað árið 1886 hjá Sveini Guðmundissyni frænda sínum, þá verzlunarstjóra á Borð eyri, með tveimur yngstu börn- um sínum, Margréti Þorbjörgu, þá á þrettánda ári, og Kristjáni, 11 ára gömlurn. Hin börnin voru tekin til fósturs hjó nóbúum og ættfólki eftir það mikla óhapp sem skeði 6. janúar, 1884, er elzti sonur Steinunnar, Haraldur, þá 28 ára og aðalfyrirvinna fjöl- skyldunnar, drukknaði á hákarla veiðum með Pétri Hoffman og tíu öði'um, á fiskibát fró Afkra- nesi. Einn bátixr af þremur komst í land á Akranesi í ofsa- veðrinu þá, og margir fleiri fór- us.t á sama hátt í storminuxn mikla á þrettándanum. Thor Jensen kynntist Margréti Þorbjörgu ungri, á Borðeyri, 1880. Þau gengu í hjónaband 1886, og tók hinn ungi húsbóndi að sér tengdamóður sína og móg sinn, Kristján, upp úr þvi. Kristján hafði "unnið með Thor Jensen við verzlunarstörf bæði á Akranesi og Borgarnesi, og hef ur Valtýr Stefánsson þetta eftir Thor í ævisögunni, um það tíma- bil: „Samvera okkar Kristjáns varð skemmri en ég hafði vonast eftir, þvÞað sumarið 1887 ákvéðu bræðuc hans, Pétur og Sveinn, að flytjast búferlum til Ameríku. Þegar þeir höfðu bundið þetta fastmælum taldi Kristján að hon- um væri ráðlegast að slást í för- ina með þeim.“ Sveinn dó fyrir um það bil fimmtan ái'um í Seattle, vestur við Kyrrahaf, Pétur á undan hon um í suðvestur hluta Randaríko- anna, báðir eimhleypir, og nú er Kristján horfinn sjóinium, þriðji bróðirinn sem lagði leiðina vest- ur, fyxir meir en 76 árum. Valdimar* Bjönxsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.