Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ Mið^ikudagur 29. jan. 1963 Lauk lögfræðiprófi með hæstu einkunn í gær f GÆR luku þrír lögfraeðinem ar embættisprófi frá Háskóla íslands, þeir Jónatan I»ór- mundsson, Kristinn Einarsson og Stefán Hirst. Einn þeirra, Jónatan, hlaut hæstu einkunn, sem gefin hefur verið við emb ættispróf í lögfræði síðan nú- gildandi reglugerð um laga- nám tók gildi, samtals 240 stig, eða 5% úr stigi hærra en próf Þórs Vllhjálmssonar, borgar- dómara, sem fram að þessu hefur verið stigahæstur. — Þess má geta að Ármann Snævarr háskólarektor hlaut á lagaprbfi 245 átig í jafn- mörgum prófgreinum og nú eru. Tók hann embættispróf 1944 í gildistöku annarrar reglugerðar. Blaðamaður Morgunblaðsins átti stutt samtal við Jónatan nokkrum mínútum eftir að hann gekk frá prófborði. Klukkan var þá tæplega 5. Jónatan sagði að þetta hefði verið strangur dagur. Fyrsta prófið hefði byrjað kl. 9 um morguninn, og síðan hefði hvert rekið annað. Prófin væru öll munnleg þennan dag, og biði hann nú eftir úrslitum fimmta og síðasta prófsins. Skriflegu prófin fóru fram 11. og 13. janúar. Jónatan Þórmundsson. Jónatan er fæddur í Litla- Botni í Hvalfirði, sónur Odd- nýjar Kristjánsdóttur og Þór- mundar Erlingssonar, en alinn upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá máladeild Menntaskóla Reykjavíkur 1957 með hæstu einkunn, 9.66. — Hann innritaðist þegar í lög-_ fræðideildina, en hefur ekki stundað námið samfleytt, var vetrarlangt á Ítalíu og nam þar ítölsku og ítalskar bók- menntir, kenndi ensku og latínu við MR í þrjá vetur, og fór aftur í skemmri námsferð til Ítalíu. Jónatan kvaðst hafa afar gaman af tungumálum og væru þau hans tómstundagam an. Eftir nokkra stund kom í Ijós að einkunn Jónatans við síðasta prófið var 15 (hæst gef ið 16), eða sú sama og í hinum prófunum fjórum. Hafði hann því fengið 45 stig yfir daginn, og sögðu félagar hans að það væri einsdæmi* en Jónatan sagði, að erfitt væri um sam- anburð, þar sem reglum um einkunnargjöf hefði marg- sinnis verið breytt í sögu laga- deildarinnar. Jónatan Þórmundsson sagði að lokum, að hann hyggðist á framhaldsnám í refsirélti og tryggingarétti, en ekki væri fullráðið hvenær hann hæfi nám að nýju. Hefði hann í huga að nema fyrst í Banda- ríkjunum en síðar í Noregi eða einhverju hinna Norðurland- anna. Bíllinn eftir áreksturinn. bíður eigandans — Ftakkör Framhald af 1. síðu. anríkisráðuneytið gat út eftir að stjórn landsins hafði borizt yfir- lýsing Pekingstjórnarinnar segir, að við samninga um stjórnmála- samband við Pekingstjórnina haft Frakkar ekki tekið á sig neinar skuldbindingar og Pekingstjórnin hafi enga skilmála sett. IJrakkar séu ákveðnir að halda áfram að viðurkenma stjórn Ohiang Kai- Cheks á Formósu og hafa stjórn- málasamband við haria. Formósustjórn hefur mótmælt harðlega viðurkenningu Frakka á Pekingstjórninni og íhugað að slíta stjórnmálasambandi við Frakka. Én á þingfundi í dag lagði stjórnin fram tillögu þess efnis að ekki yrði gripið til þess- ara aðgerða gegn Frökkum og var hún samþykkt. — Sovétríkin Framhald af 1. síðu. lögu Sovétríkjanna væri gert táð fyrir að ríkin legðu niður allac herstöðvar sínar erlend- is samtímis, en hann kvað stjórn sina geta íallizt á, að herstöðvarnar yrðu lagðar niður smám saman. Sovéhrík- in myndu t. d. byrja með að kailla heim herlið sitt írá Austur-Þýzkalandi gegn því að Vesturveldin kölluðu her- menn sína flrá Vestur-Þýzka- landi. Einnig ræddi Zarapkin nauðsyn þess að semja um kjarnorkuvopnalaus svæði og þá fynst og fremsit í Mið- Evrópu. Fulltrúi Breta á afvopnun- arráðstefnunni Peter Thomas, aðstoðarutanríkisráðhenra, — tók til máls að ræðu Zarap- kins lokinni. Kvaðst hann telja það góða byrjun á al- gjörri afvopnun að eyðileggja sprengjuflugvélar og lýsiti áhuga sínum á tillögum Sovét ríkjanna. Sjómanns saknað AUGLÝST hefur verið eftir sjó- manni, Jóhannesi Einarssyni, sem ekki hefur spurzt til síðan 12. janúar. Jóhannes var af- skráður af Andvara frá Vest- mannaeyjum fyrir jól, en ekki verið á ákveðnu skipi síðan. Er talið að hann hafi sézt í Reykja- vík 12. janúar. Jóhannes er 33 ára gamall, frekar lágur vexti og þrekinn og mun hafa verið klæddur brúnni hettuúlpu og ljósum vinnubux- um, þegar hann sást síðast. Kjördæmisráð Reykjanes kjör- dæmis AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes kjördæmi verður haldinn þriðju daginn 18. febrúar að Hlégarði í Mosfellssveit og hefst 'kl. 20,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar störf. Fulltrúaráð og flokksfélög þurfa að senda ársskýrslur til for manns Kjördæmisráðs sem fyrst. — Stjórnin. f MARZMÁNUÐI sl. ók lögreglu bifreið á bifreið Einars Ásmunds sonar í Sindra, af gerðinni Merc- edes Benz SL, þar sem henni var lagt framan við húsið á Hverf- isgötu 42, og stórskemmdist bíll inn eins og frá var skýrt á þeim tíma. Tryggingafélag tók bílinn og hefur látið gera við hann og skilaði honum nú í jknúar. Ein- ar telur að fullnaðarviðgerð hafi ekki farið fram, bíllinn sé ekki jafn góður og að auki hafi við- gerðin dregizt svo lerigi, að hann tekur ekki við henni, telur hana ekki lengur í sinni eign. Hann hefur keypt annan bíl. # Tryggingafélagið lét þá aka bílnum á sama stað og hún var tekin og lagði henni framan við húsið á Hverfisgöbu 42. Þar hef- ur hún svo staðið í 2 viikur. En þarna fyrir framan er stöðumæi- ir, og þar sem enginn greiðir stöðugjald fyrir þílinn, ■ sektar lögreglan. Og þar eð enginn tel ur sig eiganda bílsins eru sektar miðarnir ekki hirtir og safnast undir þurrkurnar bunki sektar miða ,sem smá fjúka eða rigna brott. Þess má að lokum geta að eina krónu skal greiða fyrir 15 mínútur frá kl. 9—6 á morgn- ana og þar er bíllinn búinn að standa í nær hálfan mánuð. Wade vann Friðrik T 1U N D A umferð Skákitvófc* Reykjavíkur var tefld í gær- kvöldi. Leikar fóru svo aS W.tde vann Friðrik, Tal vann Frey- stein off Guðmundur vann Nonu, en jafntefli varð hjá Johannes- sen og Gligoric, Inga og Magnúsi. Biðskák varð hjá Trausta og Arinbirni og Ingvari og Jóni. Skák Trausta og Arinbjörns er trúlega jafntefli, en Jón á nianni meira en Ingvar og líklega unna skák. Éllefta umferð verður tefld i kvöld. Þá eigast við Tai og Nona, Friðrik og Guðmundur, Wade og Ingvar, Jón og Johannessen, Giigorie og Ingi, Magnús og Trausti og Arinbjörn og Frey- steinn. Ólafur Pálsson, framkvæmda- stjóri frá Vatnsfirði áttræður í dag SUÐVESTLÆG átt var um allt land í gær. Vestan til rigndá talsvert, en á Aust- fjörðum var bjart og gott veður, sums staðar var vægt frost fram yfir hádegi. Loftvog féLl stöðugt sunnan til á Austur-Grænlandi, og Islandi, því lægðin yfir Græn landshafinu dýpkaði að sama skapi og hreyfðist hægt til aust-norðausturs. í dag mun hún verða fyrir norðan eða norðaustan land og valda hér vestlægri átt með éljum og kaldara véðrL ÓLAFUR Pálsson framkvæmda- stjóri frá Vatnsfirði við ísafjarð- ardjúp á í dag áttræðisaflmæli. Þessi heiðursmaður ber aldur sihn vel og gengur glaður og hress að starfi sínu, gleðst með vinum sínum og nýtur ávaxta lamgrar starfsævL Óiafur Pálsson er soniur hinna merku hjóna, frú Arndísar Pét- ursdóttur Eggerz og séra Páls Ólafssonar prófasts í Vatnsfirði og á Prestsbakka. Bjuggu þau hjón rausnarbúi og áttu fjölda marvnvænlegra og vel gefinna barna, sem urðu dugmikið og gott fólk. ólafur aflaði sér góðrar mennt unar í æsku. Hóf hann ungur verzlunarstörf við Djúp og á ísafirði. Hann var einnig fram- kvæmdastjóri Djúpbátsins í mörg ár. Fyrir um 20 árum fluttist hann hingað til Reykjavíkur og tók að leggja stund á endurskoðunar- störf. Hefur hann ánnast . þau sáðan og öðlast við þau traust og vinsældir. Ólarfur Pálsson er ágætlega greindur maður eins og hanin á kyn til. Framikoma hans mótast jafnain af hógværð og góðvild. Það er alitaf bjart yfir Ólafi Pálssyni. Hann er drengur góð- ur, traustur vinur vina sinna, greiðviikinn og ljúfur í viðmóti. Þessir eiginLeikar hans hafa alls staðar skapað honum vinsældir. Ólaiflur PáLsson er tvíikvæntur. Fyrri kona hans var Ásfchildur Sigurðardóttir, kaupmainns á ísafirði Guðmundssonar. Áttu þau sjö börn, sem öll eru á lífi. Eru þau PáLl efnafræðingur, Ói- afur gjaldikeri á ísafirðL Sigurð- ur skrifstofumaður í Kopavogi, Ttheodór járnsuniður á TáLkna- firðL Arni fiskiimatsmaður 1 Keflavík, Guðbjörg husfrú i Reykjavílk og Arndís húsfrú i Reykjavík. Frú Ásfchiidur iézt á bezta aldri. Var þá sár harrnur kveðinn að eiginmanni og stór- um barnahóp. Síðari kona Ólafls Pálssonar er Helga Björnsdóttir. Hafa þau áj.t tvö börn og er annað þeirra á lífL Ásthildur hárgreiðslumær I Reykjavík. Frú Helgia Björnsdóttir er hiia ágætasta kona. Héifur hún reynzt manni sínum hin mesta stoð í ýmsum erfiðleikuim. Hekrújli þeirra er hlýtt og myndarlegt, bvort sem það stendur vestur á Isafirði eða við Hagamel I Reykjavík. — Ég óska' mínum gamla vinL Ólafi Pálssyni, innilega til ham- ingju með áttræðisaflmælið. Vonandi á hann eftir að njóta margra hamingjuríkra efri ára æeð fjölmennum hópi aflcom- enda, frænda og vina Heinnan úr Djúpi berast hon- um hiýjai' kveðjur með þökkiuim fyrir þá gömlu góðu daga, þegar sól skein yfir Vatnsfjarðarstað og hafrænam gáraði vikur oig fjörðu. S.Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.