Morgunblaðið - 29.01.1964, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.01.1964, Qupperneq 15
Miðvikudagur 29 jan. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 15 „Mér Ifður dásamlega" sagði Ruby; læknar segja hann þjást af heilgsjúkdóm, og hjá honum gæti ofbeldishneigðar ,, H A N N er fáeddur bardagamaður, honum er eðlilegt að leggja til at- lögu, að berjast“. Þannig lýsti Dr. Walter Brom- berg, sálfræðingur, Jack Ruby, næturklúbbaeig- anda, manninum, sem skaut Lee H. Oswald. Bromberg skýrði frá þessari skoðun sinni fyrir rétt, fyrr í mánuðinum. Hann hafði áður haft Ruby til athugunar. „Hann (Ruby) _ gat ekki gert greinarmun á réttu og röngiu, er hann skiaut Oswald, 24. nóvember .... tilfinining- arnar rugluðu dómgreind hans . . . . er hann sá Oswald, þá missti hann rninnið", sagði Bromberg enn fremur. Vitnisburður þessi á vafa- laust eftir að koma við sögu s.jáiflra réttarhaldanna yfir Ruby, en þau eiga að hefjast fyrri hluta næsta mánaðar. Verjendur hans munu byggja vörnina á því, að Ruby hafi þjáðst af „stundargeðveiki“, en slík vörn mun ekki óþekkt vestan hafs. Bromberg skýrði jafnframt frá því, að ha*m hefði kom- izt að því, að Ruby hafi eitt sinn „misst allan áhuga á lífinu, og alið með sér hugs- anir um sjálfsmorð; þó hafi hann ekki ledtað lseknis.“ Annar læknir, Dr. Schaffer, hefur skýrt frá því, að hann hafi athugað Ruby síðla í desember. — Telur læknirinn Ruby þjást af heilasjúkdómi, og hafi hann gengið með hann um langan aiauir. Sjúk- dómurirm leiði til þess, ' að sjúklingnrinn fái nokkurs konar „köst“, vegna „heitra tilfinninga". Ruby ræddi við frétta- menn, sama dag og sáilfræð- ingarnir gáfu skýrslu sína. — Er hann vair spurður um, hvort hann héldi, að hann slyppi við refsingu, sagði hann: „Gefið þið mér pillu, og ég skal svaira ykkur“. Yú5 sama tækifæri féll hann í grát, er hann var spurður um skoðun sína til J. F. Kennedy, forset- ans látna, og sagði: „Ég get ekki skilið, hvernig svona getur fairið fyrir svo miklum manni“. • I lok viðtalsins sagði Ruby: „Blóðþrýstingminn minn er nokkru hærri núna — en, mér líður dásainiega“. Ruby grét, er hann minntist á forsetann látna. Fri vinstri: John Tonehill — Ruby — Melvin Belli. Tonchill og Belli eru verjendur Ruby. Bandaríkin draga úr herkostnaði Washington, 28. jan. (NTB) ROBERT McNamara, varnar- máiaráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í dag, að Banda- Hann sagði, að fyrir febrúar-* lok yrði kunngjört hvernig sparnaðinum yrði háttað. urn ríkin væru ákveðin í að draga úr útgjöldum til landvarna og<» leggja niður allar herstöðvar sem reyndúst ónauðsynlegar.1 Varnarmálaráðherrann sagði, að Bandaríkjamenn myndu ekki leggja niður herstöðvarN erlendis á næstunni,- enda hefði slíkt í för með sér langar og seinlegar við- ræður og samninga við ríkis- stjórnir viðkomandi landa. McNamara kvað ljóst, að Bandaríkin gætu ekki lækkað út- gjöld sín til hermála eins mikið o'g rætt hefði verið um, eða um 25%, meðan ástandið í heiminum væri ekki betra en nú. En hann lagði áherzlu á að þau hygðust ekki kosta rekstur neinna her- stöðva eða hergagnaverksmiðja, sem ekki væru bráðnauðsynlegar og hefði stjórnin til athugunar á hvern hátt mætti spara sem mest. Ráðherrann benti á, að frá 1961 hefðu Bandaríkin lagt niður 478 herstöðvar og vopnaverksmiðjur bæði heimafyrir og erlendis. Fagurleg prenfun í Kassagerðinni Kassagerð Reykjavíkur hefur nú sent frá sér eitt hið vand- aðasta dagatal, sem hér' hefur sézt. Það eru pren.taðar ýmsar fallegar litmyndir, m.a. af Surts- ey í öllu sínu veldivog er blær myndanna einkar fallegur- Þær •eru prentaðar í flatpressu, en grunnurinn að öðru leyti í offset. Kassagerðin hefur unnið þetta dagatal að öllu leyti sjálf.. Mynd irnar eru litgreindar og mótin framleidd í Kassagerðinni — og dagatalið þar að öllu leyti, 3ví nú hefur fyrirtækið komið sér upp prentkosti af fullkom- — Noregsbréf Framh. af bls. 13 öllum liðsinnt. Róttækra að- gerða þarf við, svo að útvegur- inn dragist ekki saman. Því að _þó ekki sé hann fengur aðalatvinnuvegur þjóðarinnar næst land'búnaði, þá mega Norð- menn illa án hans vera. Árið sem leið veiddu Norð- menn'1.14 miljón lestir af fiski. Vetrarsíldveiðin varð enn minni en áðtir: 61.500 lestir — 25 mil- jón n.króna virði. Aðeins 12 af 200 spurpunótaskipum öfluðu fyrir útgerðarkostnaði en 70 sáu ekki síld. Af „féitsíld" öfluðust 306 þús. lestir. — Þorskveiðar í Lófót skilduðu aðeins 28.000 lest- um, eða þriðjúngi þess sem. gerist á góðri verbíð. En í Finn- mörk varð vorvertíðin sæmileg: 35.000 lestir. Og við Grænland öfluðust 21.000 lestir og fékkst ágætt verð fyrir fiskinn uppúr salti. Þetta varð bjartasti díll- inn á útgerðinni árið sem leið. —^Meira veiddigt af upsa og maíkjdl en venja er til, svo og öðrum fiski en þorski og" síld, eða samtals 430.000 lestir, og andvirði þessara veiða varð nærri því eins mikið og and- virði sí'ldar og þorsks, og er það óvenjulegt fyrirbæri. Samtals var allur sjévaraflinn — 1.140.000 lestir — 686 miljón n-kr. virði frá fyrstu hendi. Er það um 3% meira en árið áður, en útgerðar- kostnaðurinn hefur aukiist all- miklu meira. Af aflanum mun kringum 350.000 lestir hafa verið futt út sem fullunnin var og and- virðið er nálægt 970 miljónum. Þar af 48.00 lestir af frystum fiskflökum fyrir 155 miljón n-kr. — 30.000 lestir af saltfiski fyrir 108 miljónir og 30.000 lestir af harðfiski fyrir 155 miljónir. Síldiarmélsútflutning- urinn er 80.000 lestir (80 milj. kr.) og lýsisútflutningur 24.000 iestir (34 milj .kr). Af niður- soðnum mait voru fluttar út 29.000 lestir fyrir 144 milj. kr. — Hér verður látið staðar numið að sinni. Síðar mun ég segja frá iðnaði Noregs og þeim ,,atvinnuvegi“, sem blöðin hafa rætt meir um síðastliðið ár en nokkurn annan: útlenda skemmti ferðamenn. Skúli Skúlason. nustu gerð, bæði flatpressum og offset-prentvél. Kassagerð RvíkUi vinnur nú orðið mest af neytendaumbúðum um um útflutriingsafurðir lands- manna — og verður þess senni- lega skammt að bíða að allt verði unnið hér innan lands. Því er ekki að neita, að ís- lenzkri litmyndaprentun hefur fleygt stórlega fram á síðustu árum og hafa hinar fullkomnu vélar Kassagerðarinnar orðið góð viðbót Þar á. Þess má geta, að dagatal Eim- skipaf'élagsins í ár er unnið J Kassagerð Reykjavíkur. Þorrakomimnar minnzt VALDASTÖÐUM, 25. janúar. — Kvenfélagskonur í sveitinni eflidu til skemmtisamkomu að Félags- garðL 25. þ. m. í tilefni þorrakom- unnar. Formaður skemmtinefnd- ar, Ólafía Karlsdóttir, setti sam- komuna og stjórnaði henni. Voru fluttir nokkrir skemmtiþættir, bæði gamanvísur og annálar frá liðnu ári. Allt heimatilbúið í sveitinni og flutt af konum þar. Þessar konur fluttu gamanþætti: Ólafía Karls- dóttir söng gamanvísur og Marta Finnsdóttir og Þórdís Ólafsdóttir fluttu gamanþætti, bæði í bundnu og óbundnu máli. Var þessu öllu mjög vel tekið. Voru veitingar bæði miklar og góðar. Samkoman var mjög fjöl- menn og öll hin ánægjulegasta. Sem að vanda endaði hún með dunandi dansi.— St. G. Einbýlishús Til sölu i í Garhahreppi Nýtt 4 herb. einhýlishús við Löngufit. Kjallari er undir hálfu húsinu. Fokhelt 7 herb. hús við Ægis grund, með tvöföldu gleri í gluggum. * Fokhelt mjög glæsilegt 6 her- bergja hús við Smáraflöt. ARNI GRÉTAR FINNSS. hdl. Strandigötu 25, Hafnarfirði Sími 51500. KOL- B0SALJÓS Styrkjandi ljósiböð JEMddMSE Pósth-ússtræti 13 Sími 17394 FurukrossviSur Nýkomið: FURUKROSSVIÐUR: 4-6-8-10-12 m/m hurðarstærðir. BRENNIKROSSVIÖUR: 4-5-6 m/m. BIRKIKROSSVIÐUR: 3-4-5-6 m/m. HARÐTEX: y8” — 4 x 8 ’ — 4 x 9’ — 5,7’ x 7’. GABOON: 16-19-22-25 m/m. NOVOPAN: 15-18 m/m. BIPAN: 18-22 m/m. GYPTEX: 10 m/m. EVOPAN-plastþlötur á borð. HÖRPLÖTUR: 18 — 20 m/m. hlj óðein angrun AR- PLÖTUR: 12 x 12”. Skrifstofia Hallveigarstíg 10. Vöfugeymsla v/áhellveg. Sími: 2-44-59.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.