Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.01.1964, Blaðsíða 24
23. tbl. — Miðvikudagur 29. janúar 1964 « '' ’ BRAGÐÁSf' BÉZT Lögreglumdl úr Vestmannaeyjum: Tve'r skipverjar upp- vísir að sölu áfengis 5 teknir fyrír þjófnað og 2 ölvaðir við akstur i MIKIÐ Ijefur -verið að gera h.já lögreglunni í Vestmannaeyjum undanfarna daga. Hún hefur upp lýst þjófnað, sem þrír 15 ára piltar voru valdir að, tekið sikip- verja á kaupskipi, sem seldi tveimur 15 ára piltum smyglað áfengi, komið upp um annan skipveTja á ' kaupskipi fyrir cmeinta áfengissölu, haft upp á tveimur aðkomumönnuim, sem stolið _höfðu peningum og tekið tvo menn ölvaða við akstur. Mbl. fékik upplýsingar hjá Hall- grími Jpnssyni yfirlögregiuþjóni um þessi mál. þá í tvö kvenveski . og stálu tveimur peningaveskjum með 4 þús. kr. í. Lögreglan fékk grun um hverjir þarna hefðu verið á ferð, en það voru tveir Rey-kví'k- ingar. Voru þeir handteknir á mánudagskvöld og játuðu á sig verknaðinn. Kómu þeir fyrir dóim hjá fulltrúa bæjarfógeta. Ungur piltur úr Grundarfirðinu nr., Lýffur Lárusson, drukknaði i bíl, sem rakst á brúarstöpul og vallt niffur í á eða síki skammt innan viff Grundarfjörð. Bíllinn fór á hvoif og náðist maðurinn ekki fyrr en búiff var aff draga hann upp úr mesta vatninu, en þá. var pilturinn látinn. Myndin er tekin af bílnum á staðnum. Ljósim. Bæring Cecilson. Echo II. yfir Reykjavík BANDARÍSKI gervihnöttur- inn Echo II. fór nokkrum sinn um yfir Reykjavík í gær- kvöldi og nótt. Hann er 135 fet í þvermál og var settur á loft 23. janúar í Vanden- berg flugstöffinni i Kaliforn- íu. Hann ætti aff sjást hér, ef veffur leyfir. Hnötturinn verff ur e. e. v: notaður til endur-. varps sendinga milli Moskvu og New York. Kl. 7.39 í morgun var hann norður af Reykjavík, 20 gráff um ofan við sjóndeildarhring og hreyfffist í suffaustur. Síff- an sést hann ekki meðan bjart er, en kl. 18.17 í kvöld verður hann austan viff teeykjavík, 43 gráffum fyrir ofan sjón- deildarhring og stefnir í norff- austur. Kl. 22.00 verffur hann fyrir norðan borgina, 21 gráðu fyrir ofan sjóndeildar- hring og stefnir NA. kl 23.51 keir.nr hann norðan viff borg- ina, 17 gráðum fyrir ofan sjóndeildarhring og stcfnir^ NA. kls 1.41 í nótt kemur hnötturinn fyrir norffan Reykjavík, 18 gráffum fyrir ofan sjóndeildarhring og stefn ir SA. kl. 3.37 verður hann fyrir austan bæinn, 32 gráff- um ofan viff sjóndeildar- hring og stefnir SA. Kl. 5.25 verffur hann fyrir vestan borg ina, 76 gráffum fyrir ofan sjón deildarhring og stefnir í SA og kl. 7.15 verffur hann vest- ur af Reykjavík 24 gráffum fyrir ofan sjóndeildarhring og stefnir SA. Næstu daga á hnötturinn ^aff sjá.st, ef veður leyfir. Þessar upplýsingar eru frá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna í Reykjavík. Tvöfalt höfuðkúpu- brot varð Jakobi Jakobssyni oð bana ara drengur fyrir bíl SÍÐDEGÍS á sunnudag varð 7 ára drengur, Sigurður Karls- son fyrir bíl í Hafnarfirði. Lenti vinstra framhorn bifreiðar, sem vaí að koma upp Reykjavíkur- veginn á drengnum og fótbrotn- aði hann. í G Æ R iékk Morgunblaðið svofellt einkaskeyti. frá AP- fréttastofunni: Baiersdorf, Þýzkalandi, 28. jan. íslenzki námsmaðurinn Jakob Jakobsson, 26 ára að aldri, frá Akureyri, beið. bana í árekstri sportbifreiðar snemma á sUnnu- dagsmorguninn eftir að hafa ver- ið í boði hjá þýzkum vinum sín- um að því er lögreglan hér upp- lýsti í dag. Sportbíllinn, sem var af Porsche-gerð og ekið af 28 ára gömlum Þjóðverja, lenti á ráð- húsi borgarinnar eftir að sam- kvæminu lauk kl. 7 um morgun- inn, sagði lögreglan. Jakob Jakobsson stundaði nám við Friedrich Hyphen Alexand- er háskólann í Erlangen. Við áreksturinn þeyttist Jakob gegn- um framrúðu bifreiðarinnar og Waut tvöfalt höfuðkúpuibrot. Hanri lézt á leiðinni í sjúkra- húsið. Lögregla upplýsti að öku- maðurinn og kona hans, sem einnig var í bifreiðinni, hefðu slasazt mjög illa við áreks.tur- Talsmaður íslenzku ræðis- mannsskrifstofunnar sagði að lík Jakobs mundi verða sent ti'l ís- lands í þessari vikiu að beiðni fjölskyldu hans. Áður en Jakob flutti til Erl- angen var hann um tíma búsett- ur í Baiersdorf Og þar þekktur knattspyrnumaður og leikfimis- maður“ , Þannig hljóðar skeyti A. P. — fréttastofunnar. Jakob Jakobsson var fæddur á Grenivík 20. apríl 1937, sonur hjónanna Matfchildar Stefánsdótt ur og Jakobs Gislasonar skipa- smiðs. Hann fluttist ungur til Ak ureyrar með foreldrum sínum og systkinum. Faðir hans var kunn- ur knattspyrnumaður á Akureyri ennfremur bræður hans, sem Aðfaranótt föstudagsins sl. var brotizt inn í fiskimjölsverk- smiðju Hraðfrystistöðvar Vest- mannaeyja. Þar voru brotnir upp tveir skápar og stolið verk- færum. Lögreglan fékk grun um að 3 ungir piltar, 15 ára gamlir, væru valdir að þessu. Þeir ját- uðu á sig verknaðinn og skiluðu þýfinu. Aðfaranótt sunnudag handtók lögreglan 15 ára ungling ölvað- an. Sá hafði á sér áfengisflösku, sem ekki var merkt Áfengis- verzlun rikisins. Gaf piilturinn lögreglunni þær upplýsingar að 'hann hefði keypt áfengið ásamt jafnaldra si'num af skipverja um borð í kaupskipi, sem lá í höfn- inrii. Lögreglan fór með piltana um borð í skipið og bentu þeir. á manninn. Var hann handtek- inn og játaði brot sitt. Var 'hann síðan leiddur fyrir sakadóm og gert að gireiða sekt. Á þriðjuda'gsmorgun komst upp um skipverja á kaupskipi sem lá í höfninni í samibandi við annað mál. Játaði hann mei-nta áfengissölu og var leidd-ur fyrir dóm hjá bæjarfógeta. Þá var framinn peningaþjófn- aður á laugardag í Vestmanna- eyjum. Stúlka var að ganga frá í apotekinu kl. 2-3 e. h., er tveir menn komu þar og framvisuðu lyfseðli. Leyðf hún þeim að standa inni bakdyramegin með- Framhald á bls. 23. I an hún tók til lyfin. Fóru þeir Fritz Weisshappel látinn FRITZ WEISSHÁPPEL, píanó- leikari, lézt aff heimili sínu að- faranótt þriðjudags, 55 ára . að aldri. Fritz var Vínarbúi, en fiuttist til íslands árið 1928. f 25 ár starfaði hann sem píanó- leikari við Ríkisúfcvarpið, síð- ustu árin einnig sem fram- kvæmdastjóri Sinfóniuhljóm- sveitarinnar. Fritz Weisshappel ^var kvænt- ur Helgu Waa.ge Weisshappel, sem lifir mann sinn, ásamt þremur börnum þeirra hjóna. Drengur brénnist í andliti af • benzínloga TJM KL. 7 í gærkvöldi kornu 3 drengir, 8 ára og 11 ára og 12 ára á benzinstöð og fengu keypt- an 1. af benzíni. Fóru þeir með það á stað, þar sem þeir ætl uðu að kveiikja bál. Þeir voru búnir að fá sér pappakassa ög skvettu á eldinn, en hann læsti sig upp eftir bununni og í flösk- una. Drengurinn sem hélt henni kastaði flöskunni frá sér og lenti loginn á andliti annars drengs. Var hann fluttur á Slysavarð- stofuna. Hafði hann ekki brennzt mikið, en þarna munaði litlu að stórslys -yrði. Ættu foreldrar að brýna fyrir börnum sínum hve þetta er hættulegur leikur. Kominn heim með 40 sm. ör eftir uppskurð HALLDOR Gestsson, annar piltanna, sem skottið var á í Tulsa í Bandaríkjunum í nóv- ember, kom heim í ■ fyrra- kvöld. Hann kvaðst vera nokkurn veginn heill heilsu, en þó þreyttist hann fljótt og þyrfti hann þvi að hvíla sig enn í hálfan mánuð, áður en hann færi að vinna. Það er reyndar ekki að furða, því á annan í jólum gekk Halldór undir uppskurð. — Lækninum fannst' þetta til- komulítið, en mér fannst þetta stór uppskurður, náði frá brjóstvörtunni og hring- inn undir handlegginn og l.angt upp á bak, alls 40 sm. á lengd, segir Halldór. Skotið sem ég fékk fór inn við hægri brjóstvörtu og aftur í bak, þar sem kúlan situr enn pg segir læknirinn að það geri ekkert til. En í brjóstkassam um hafði safnast fyrir storkn- að blóð og vöikvar, sem ekki náðist út með slöngu og þurfti því að skera upp til að ná því. Sagðist læknirinn hafa losað lVz pela af vökva út. Þegar Halldór kom út af sjúkralhúsinu fór ha-nn aff lesa undir prófið í flugvélavirkjun sem hann hafði orðið að hætta við í nóvember, þegar óhappið henti. Læknirinn gaf honum lyf til að hressa hann naagi- lega upp, svo að hann gæti lesið. Hann tók svo verklega prófið 16. janúar og það munn lega sl. föstudag. — Ég er óhemju ánægður að þetta skuli vera búið. Ég var orðinn hálf þreyttur og leiður á að vera þarna úti og farinn að langa heim, sagði Halldór að lokum. Halldór Gestsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.