Morgunblaðið - 29.01.1964, Page 13

Morgunblaðið - 29.01.1964, Page 13
Miðvikudagur 29. jan. 1963 MORGUNBLADID 13 Gottliðið ár í Noregi Noregsbréf Skúlasyni 3. jan. 1964. LIÐNA árið hefur orðið sögu- leg.ra hvað stjórnmálin snertir en hokkurt ár annað síðan stríð- inu lauk. í fyrsta skifti síðan 1935 hefur borgarastjórn fengið eð tylla sér í ráðherrastólana, en setan varð eins off hjá kríu á steini. Gerhardsen fékk van- traust 23. ágúst, en Jobn Lyng 20. septem/ber — eftir harðar þriggja daga vantraustsumræður í bæði skiftin. Um tilefnið til vantraustsins á Einar Gerhard- sen er óþarfi að ræða ítarlega hér, því að mikið hefur verið skrifað um það hér í blaðinu áður. En um tilefnið til van- trausts á borgarastjórn Joih.ns Lyng er erfitt að skrifa, því eð hún starfaði svo stutt að hún „gat ekki gert neitt iilt af sér‘“ meðan hún sat. Síðari stjórnar- skiftin sýndu því aðeins bvernig liítill tveggja manna flokkur (sósíalistaflokkurinn Finn Gust- avsen og Asbjörn Holm) getur leikið sér að heilu stórþingi eins og köttur að miús. En það er fleira en tvenn stjórnarskífti, sem gerzt hefur í Noregi síðasta árið, og til tíð- jnda má teljast. Afkoma og ár- ferði þykir jafnan skifta miklu máli, en afkoman byggist ekiki eingöngiu á árferði og vinnu- Criði' innanlands heldur líka á (heimsmarkaðnum. Honum eru Norðmenn að vísu háðir — þó ekki í sama mæli og íslendingar Ihvað vöruskipti snertir —j en vegna kaupfl-ota síns, sem á ár- inu hefur aukist meir en nokik- urntíma áður. En það er hann, sem jafnar hinn mikla halla, sem jafnan er á utanríkisverzil- un Noregs. Og þessi góða Bú- fcolla norska þjóðarbúsins hefur mjólkað betur í ár og fært þjóð- inni meiri gjaldeyri en nokkurn- tíma áður. Og þeim gaf sem þurfti. I>ví að vöruskiptajöfnuður Noregs hefur verið ískyggilega bágur Bíðustu árin. Verðlag flestra út- flutningsvara ðhagsitæfct, eink- um á skógarafurðum, og fram- leiðsluaukningin ekki nægi- lega mikil til þess að vega á móti aukmuim innflutningi, sem stafar af því að kaupgeta þjóð- arinnar hefur aukizt með hækk- andi kaupi. Gerhardsen forsætis- ráðherra lagði áherslu á það í nviársræðu sinni í fyrradag, að við kjarasámninga á komandi vori yrðu launatakar að stilla í hóf kröfum sínum, þannig að framleiðan gæti aukizt. Þessi boðskapur hefur einnig heyrzt nokkur undanfarin nýár, en um leið hefur heyrzt önnur rödd — formanns vinnustéttasambands- ins — LO — sem krefst al- mennra kjarabóta og sérstak- lega kauphækkana hinna lægst- launuðu. En úrslit samninganna vilja oft verða á þá leið, að þeir betur launuðu fá sama hundraðs- hluta viðbót á kaupið sitt og vesalingarnir sem lifa á sultar- Ikaupi. Þesskonar „jafnaðar- menska" þekkist víðar en í Nor- egi. Forsætisráðherran drap á, að ef landið hefði ekki tekið all- mikið af erlendum lánum síð- ustu árin væri gjaldeyriskreppa í Noregi. En það væru takmörk fyrir hve lengi hægt væri að Ihalda áfram að taka erlend lán. Hitt væri mesta nauðsynjamálið nú, að auka framleiðsluna svo mi'kið, að jöfnuður fengist á ut- anríikisviðskiftunum, en til þess þyrfti sameiginlegt átak vinnu- veitenda og launtaka á þeim grundvelli að báðir aðilar hefðu hagnað af framleiðsluaukning- unni. Hann sagði að hér væri hvorki um að ræða fórnfýsi eða afsal (resignasion) heldur aðeins frá Skúla ritstjóra almennan vilja á því að komast að raunhæfri niðurstöðu við kj arasamningana. t. / Undanfarin ár. hefur sú niður- staða verið óraunhæf og þetta kemur fram bæði í verzlunar- hallanum við útlönd og í hækk- un vísitölunnar. Hún hækkar um 2 stig, upp í 114, í þessum mánuði og á eftir að hækka enn meira *með vorinu. f>ví að al- menningur fékk nyársgjöf, sem hann talar meir um en ílest annað: verðhækkun á ýmsurn nauðsynjum. Hún stafar af því, að í fyrravor þegar verið var að ganga frá kjarasamningum neydidist stjórnin til þess að biðja una ríflega aukafjárveit- ingu (150 milj. nkr.) til þess að greiða niður ýmsar vörur. Nú í nauðsynlegar framkvæmdir sameiginlega í stað þess að hver baukaði í sínu horn, því að þá gætu margar hendur unnið létt verk. Fámennu hreppsfélögin gátu alls ekki fullnægt kröfum tímans af því er snerti t. d. skóla, sjúkrastofur, bókasöfn, • orku- virkjun o. fl. Þessvegna var það aðalhlutverk nefndarinnar, sem kölluð var Sohei-nefndin, eftir formanni sínum, að sameina litlu hreppsfélögin og ýmsa bæi í nærlig.gjandi sveitum. Nefndin 'hafði þó gert ráð fyrir að sveita- félögin yrðu 506, en þau verða að líikindum 52 færri. Við breytinguna hverfa nöfn ýmsra bæja úr sögunni og sum- staðar íá hreppasamsteypurnar ný nöfn. Bærinn Hönefoss, sem margir íslendingar kannst við, sem farið hafa Bergensjárn- brautina, hefur t. d. verið sam- einaður fjórum nágrannahrepp- um í eitt hreppsfélag serin heitir Ringeriike (hið gamla Hringa- menn, sem hika ekki við að koma af sér gömlum skipum undireins og þau verða úrelt.- Nú virðist stefnan hjá þeim sú, að smíða einkum stór skip. Þeir hafa jafn- an verið á undan öðrum þjóðum mð nýjungar, svo sem tankskip, kæliskip til ávaxtaflutninga og þesshátfar og eru fljótir til að haga seglum eftir þvi hvaðan vindurinn blæs. Til dæmis má nefna, að þó hvalveiðiskipin 'hafi vérið rekin með tapi undan- farin ár skila hvalveiðfélögin samt meiri arði en iriörg önnur fvrirtæki vegna þess að þau eru farin að stunda tankskipaútgerð. Svo er t. d. um hvalakonginn Jahre í Sandéfjord, sem auk tankskipanna gerir út skip til farþegarsiglinga og rekur eitt myndarlegasta hótel Noregs, Park Hótel, í smábænum Sande- fjord. En stórtækasti siglingamaður landsins þessi árin er þó Sigval Bergesen jr. í Stavanger, sem jafnframt er eigandi að skipa- smíðastöðinni Rosendal Mek- aniske Verksted. Þessi stöð gat ekki smíðað stærri skip en 16.000 lestir þegar hún var og vont“, segja bændurnir. Þeir kvarta ekki undan slæmu ár- ferði, því að uppskeran hefur v.erið í meðallagi, en þeir kvarta undan því, að allur tilkostnaður vaxi örar en uppskeran. Og þess- vegna eru þeir „alltaf að tapa“ eins og íslenzki efnabóndinn sagði forðum.. Sami bóndi hédt búreikninga sem jafnan sýndu tekjuhalla. En hann gleymdl að tíunda hve mikið hann hafði aukið verðmæti jarðar sinnar ýmsum þarflegum framkvæmd- um, sem þá kostuðu fé, sem ekki var endurgreitt, með ríkisstyrk. Norsku bændurnir eru svipað- ir honum í hugsunarhætti. Und- antekningarMtið bæta þeir ábýli gín á hverju ári, auka ræktun- ina oa bæta húsakynnin, bæði fyrir mannfólkið og skepnurnar. En þeir safna ekki sjóðum í krónum, eins og sumir þeir sem reka aðra atvinnu. Þeim finnst öll uppskeran fara í hjúakaup og skatta. En samt deyja bænd- urnir ríkari en hinir. Og yfir- leitt énægðari. Uppskera korns og heyfengur var ekki nema í tæpu meðal'lagi á liðnu ári, en nýtingin góð. byggð, en getur nú smíðað 90.000 Haustrigningarnar eyðilögðu lesta skip. Þar hefur Bergesen látið smíða flest skip sín og fyrir felilur þessi niðurgreiðsla úr gildi. Þessvegna hækkar mjólkin um 18 aura, upp í 90, mysuostur um '1.50 í 8.90, annar ostur um 1.60 og sykur um heila krónu, upp í 2.85. — Ef íslenzkar hús- mæður vilja margfalda þessar tölur með 6 fá þær samanburð við búðarverðið hjá sér'.' Hveitl hefur hækkað í verði og þarafleið aiidi allt sem bakarinn selur. Og kaffið á / að hækka um 60 aura eftir nokkra daga og kostar þá kring um 7. kr. ódýrast. Er nokkur furða þó húsmæðurnar böl'vi stjórninni? En það ætti ekki að koma að sök, því að enn er langt til næstu kosninga. NORSK „HREPPAPÓLITÍK" Hér er ekki um að ræða hreppapólitík í venjulegum skilningi heldur róttæka um- turnun á hi-eppaskipuninni. Núna eftir áramótin er landið 163 hreppum fátækara en það var fyrir einu ári, en þá hafði hrepp- unum verið fækkað um 58 á liðnum fjórum árum. Og þó er sagan ekki öll. Fyrir Stórþingi ligg'ja enn tillögur um að sam-. eina 106 hreppa í 41! Ef þær ná samiþykki verða ekki nema 408 hreppar og 46 bæjarfélög í Noregi á næsta nýári — alls 454, í stað 744 í ársbyrjun 1958. Hvað kemur ti-1? Fyrir nær tíu árum var skipuð nefnd til að gera tillögur um nýja sveitaskipun í landinu. Þetta þótti nauðsynlegt af ýms- um ástæðum, svo sem þeirri að vega bættra samgangna stund- uðu margir atvinnu í öðru sveitar félagi en þeir voru búsettir í. Ennfremur þótti rétt að steypa smáum hreppum saman til þess að gera þeim færara að ráðast Frá Viderö í Noregi. ríki, sem mörg ísl. æfintýr gerast í) og verður víðlendasti hreppurinn austanfjalls, 1735 ferkm. með ' 28.000 íbúum. Drammen hefur nú lagt undir sig Skoger-hrepp og skák af Lier, með þeim afleiðingum að nú hefur bærinn 45.000 íbúa. Tromsö verður stærsti „bær“ landsins, 2500 ferk, en íbúarnir eru þö ekki nema 31.400. Og Þrándlheimur eða Niðarós hefur gleypt svo væna bita af ná- grenni sínu að ibúatalan hefur hoppað upp í 105.200, eða nær tvöfalt það sem áður var. Osló hefur ekki fengið viðauka síðan Aker var lagður undir hana fyr- ir mörgum árum, og þar teljast vera 475.000 sálir en í Bergen 115.700. Þá kemur Niðaróss en næst Stafangur með 77.600 ibúa . og sveitahreppurinn Bærum, sem efnamenn frá Osló byggja, i vegna þess að útsvarsþyngslin hafa verið minni þar en í höf- uðborginni — 57.400 „FLOTINN ÓSIGRANDI“. Ég hef minnzt á hér áður, hve '| miklu máli gjaldeyristekjurnar af kaupflotanum skipta þjóðar- búskapinn. Þessar tekjur hafa f^rið sívaxandi síðan Norðmenn foru að endurbyggja flota sinn eftir stríðið og hafa tvöfaldazt á síðustu tíu árum. Árin 1950-54 voru þær 1150 miljón n-kr. að meðaltali árlega, en síðustu fjögur árin ca 2000 miljónir. Og samtals hefi'r flotinn fært þjóð- inni 26 miljarð króna hreinar gjaldeyristekjur eftir stríð. Eng- in þjóð hefur hlutfallslega jafn risavaxnar tekjur af siglingum. Skýringi á því er sú, að Norð- menn eiga flestum þjóðum betri sjómenn og hagsýnari útgerðar- þrem árum hljóp af stokkunum stærsta skip norska flotans, „Bergebonde", 734 feta langur og rúmlega 52.000 lestir og stærsta dieselskip í heimi þá. Var ráðgert að fjögur samskonar skip yrðu smíðuð, en síðan hefur það áfonm breytzt. Þau verða að- eins þrjú alls, en hinsvegar verða byggð 80.000 lesta skip hjá Ros- endal í staðinn. En jafnframt hefur Bergesen samið um smíði á tveimur 130.000 lesta skipum austur í Japan. Þeir sm.íða ódýr- ar þar Og hafa hagkvæma af- borgunarskilmála. Menn kynnu að spyrja hvern- ig eitt einstakt fyirirtæki geti valdið öðrum eins risafram- kvæmdum og Sigval Bergesen gerir. En sannleikurinn er sá, að þessar framkvæmdir standa und- ir sér sjálfar. Útlendu smiða- stöðvarnar lána 80% af skips- verðinu, og lánið greiðist að meðaltali á* 8-9 árum. En tank- skipin eru leigð áður en þau hlaupa af stokkunum — til 3-20 ára, og leigan nægir ti'l að standa undir lánunum sem á skipun- um hvíla. Síðasta skip Bergesen er t. d. leigt fyrirfram í 20 ár ti! olíuflutninga. í ársbyrjun 1961 áttu Norð- menn aðeins 3 tankskip yfir 45.000 /lestir, af 301 alls í ver- öldinni. En þegar það er komið í gagnið, sem Norðmenn eiga nú í pöntun af skipum yfir áður- nefndri stærð, verða norsku skipin (yfir 45.000 lestir) 90 — af 475 ails í heiminum — eða nær fimtihluti. Þetta sýnir hve Norðmenn sækja á í siglingum um þessar mundir. LANDBÚNAÐURINN. ' „Árið hefur verið bæði gott ekki kornuppskeruna, eins og stundum vill henda. Miólkur- fram.leiðslan óx, þó kúnum fækkaði, og af sméri og osti varð talsvert afgangs til útflutn- ings. Hinsvegar urðu Norðmenn að flytja inn talsvert af svína- keti til þess að hafa nóg. Hjá mörgum norskum bænd- um er skógarhögg mikiilsverð grein búrekstursins. Smábændur hafa það í hjáverkum en þeir stærri leigja verkamenn ti'l þess eða selja skóginn „á rót“, se*n kallað er. Þ. e. selja hann þar sem hann er, en kaupandinn lætur höggva hann og.flytja. En verð • á skógarafurðum hefur verið óhagstætt undanfarin ár og þessvegna hefur mdlklu minna verið höggið en áður. Það er álitið að Skógarnir þoíi, að höggnir séu 8 miljón rúmmetrar án þess að þeir rýrni, en siíð- ustu árin hafa ekki verið höggn- ar meir en 5-6 miljón rúmmetrar. f haust var ákveðið nokkru hærra verð á skógarviði en áður, og er því búist við, að höggið verið talsvert mera í ár en áður hefur verið gert. ÚTVEGURINN Á VEIKUM ÍS. Hvernig sem á það er litið stendur landlbúnaður Noregs traustari fótum en sjávarútveg- urinn. A'llir viðurkenna, að hann sé sá af að.alatvinnuvegum þjóð- arinnar, sem helst þurfi umbóta við. Eins og nú stendur er fisk- veiðar Noregs happdrætti tneð mörgum núllum en fáum stóruim vinningum. Á árunum eftir stríð, til 1950 voru mörg samvinnufélög um útgerð stofnuð í Norður-Noregi. Af þeim hafa nú fast að þriðj- ungi hætt störfum nú, ýmist vegn,a gjaldþrots eða vonleysis Um framtíðina. En 44 starfa enn á sæmilega traustum grundvelli. Þetta sýnir hvíliíkt hættuspil norsika útgerðin er. Og fróðir menn þykjast geta tilgréint ástæðuna: Meginborrj figkiflot- ans er úreltur. Hann þarf að endurbyggjast og fá ný skip, stærri en nú, sem geta leitað miða á fiarlægum stöðum — jafn vel í öðrum heimsálfum — og stundað veiðar svo að segia allt árið. Litlu skipin, sem aðeins geta veitt á heimamiðum, eiga ekki tilverurétt. En ti.l þess þarf ógrvnni fjár,- Samfcvæmt síðustu itarlegu skipaskýrslunum voru 36.300 fiskiskip til í Nofregi, þar af tæpur þriðjungur þilskip en rúmar 2/3 opnir vélbátar. Að- eins lítill bluti þeirra telst eiga tilverurétt og mör? þilskipin eru talin ólíkleg til að bera sig. Svo hér þarf mikla endurbygg- ingu. Svo mikill fjöldi útvegsmanna sækir nú um ríkisstyrk vegna taps á liðnu ári — þ. á. m. þeir sem gerðu út á bræðslusíldveiði við ísland í sumar — að engin von er tiil þess að þeim verði Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.