Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 2
2 M O R C v n n r 4 niÐ Sunnudagur 17. ágúst 1958 Brezkur radíókíkir fylgist með eldflauginni Sýning verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld á hinum snjalla gram- anleik, „Haltu mér — slepptu mér“, eftir Claude Magnier. — Aðgöngumiðar verða seldir eftir kl. 2 í dag. — Athygli skal vakin á því, að vegna annríkis leikaranna, eru aðeins örfáar sýningar eftir. — Myndin sýnir leikarana, Búrik, Lárus og Helgu, í hlutverkum sínum. JODRELL BANK, Englandi, 16. águst—Reuter—Geipistór radíó- 1 dag sendir bandaríski flugher- inn eldflaug til tunglsins, ef að- stæður leyfa. Verði skilyrði ekki góð i dag, verður tilraunin gerð á morgun eða þriðjudag, en verði ekki hægt að gera hana fyrir miðvikudag, verður að fresta henni fram i miðjan september, þegar afstaða tunglsins til jarð- arinnar verður hagstæð á ný. — Myndin er tekin á Cape Cana- veral og sýnir eldflaugina, sem send verður til tunglsins. — Af hverju... Framh. af bls. 1 hætti birtir Tíminn í gær áber- andi fregn um það, að sonur drottningarinnar í Englandi hafi týnt bolta sínum, er hann var að leik, og segir frá sumarfríi Krú- sjeffs, en hefur enn ekki minnzt einu orði á ferðalag Lúðvíks Jós- efssonar til Rússlands! Alþýðublaðið vill lita fréttirnar Sömu þagnarinnar gætir í mál- gagni utanríkisráðherrans, Al- þýðublaðinu. Þar er m.a.s. í for- ystugrein í gær býsnazt yfir því, að Morgunblaðið heldur uppi sönnum fréttaflutningi um land- helgismálið eins og önnur efni. Um þetta segir Alþýðublaðið: „Á forsíðu blaðsins í gær eru að minnsta kosti fimm stórfyrir- sagnir, þar sem raktar eru skoð- anir erlendra aðila í málinu, og mikið gert úr hótunum þeirra út- lendinga, sem fjandsamlegastir eru málstað íslendinga. Morgun- blaðið lætur sem þetta sé ósköp eðlilegt og sjálfsagt og gerir eng- ar athugasemdir við fregnirnar“. Hér kemur fram sá meginmun- ur, sem Morgunblaðið telur, að eigi að vera á fréttaflutningi og því, sem stjórnarblöðin fylgja í þeim efnum. Morgunblaðið leit- ast við að skýra hlutlaust frá öllum þeim tíðindum, sem ætla má að þýðingu hafi fyrir íslenzk- an almenning. Þetta á fremur við um landhelgismálið en nokk- uð annað. Því meiri þýðingu sem málið hefur fyrir íslenzku þjóðina, því frekar á hún rétt á að fá sannar fréttir af því, sem máli skiptir. Ekki litaðar fregnir eða færðar í þann stíl, sem við vildum helzt heyra, heldur eins og raunverulega á sér stað. Með því að dylja hið sanna fyrir sjálfum sér og öðrum, er verið að svíkja þá, sem fréttirnar eiga að fá og bregðast trúnaði almennings. Málflutningur erlendis vanræktnr Morgunblaðið hefur að undan- förnu hvað eftir annað bent á, að eitt af því alvarlegasta, sem á bjátaði við meðferð landhelgis- málsins, væri lélegur flutnmgur málsins af okkar hálfu erlendis. Á sjálfri Genfarráðstefnunni var mei ‘-ralega á málinu haldið, eins og lesendur Morgunblaðsins kíkir, sem á að geta „séð“ milljón mílur út í geiminn, mun fylgjast með bandarísku eldflauginni, sem í ráði er að senda til tunglsins á morgun, ef sl®yrði leyfa. Mun kíkirinn taka við hljóðmerkjum frá eldflauginni. Bandarískir vísindamenn eru nú staddir í Jodrell Bank til að tengja tækin í kíkinum tækjum í eldflauginni. Síðan verða upplýsingarnar send- ar til Bandaríkjanna. Norman Manners, formælandi Manchester-háskólans, átti fund við fréttamenn í gær og var spurður, hvenær eldflauginni yrði skotið á loft. Hann svaraði: „Undanfarna viku hafa komið fram ýmsar getgátur um daginn og stundina, og sumar þeirra hafa verið merkilega nærri lagi“. Á það var bent, að radíókíkir- inn kæmi að sérstaklega góðum notum, ef svo færi að eldflaugin færi út af braut sinni. Ef hún færi eitthvað út í geiminn, yrði hægt að fylgjast með henni í milljón mílna fjarlægð. Sennilegt væri að eldflaugin „gæfist upp“ áður en hún færi út fyrir „sjónvídd” kíkisins. Frá því var ennfremur skýrt, að stöðin í Jodrell Bank mundi aðeins geta staðsett eldflaugina með sæmilegri nákvæmni, en nákvæmir útreikningar yrðu gerðir í Bandaríkjunum. Eins og stendur eru mjög fá tæki í veröldinni, sem tekið geta við hljóðmerkjum úr mikilli fjarlægð frá jörðinni. bezt geta dæmt um, því að Morg- unblaðið var eina íslenzka blað- ið, sem rækilega gerði grein fyrir því, sem þar bar við. En eftir Genfarráðstefnuna hefur gersam lega verið vanrækt af hálfu ís- lenzkra stjórnvalda, að túlka mál ið á þeim vettvangi, að líklegt væri, að fréttir af því bærust út á meðal almennings erlendis. Eitt af því, sem sjálfsagt hefði verið að gera, var að sjávarút- vegsmálaráðherra landsins sækti fiskimálráðstefnuna í Danmörku og sjávarútvegsmálaráðherra- fundinn þar og gerði ýtarlega grein fyrir rökum íslendinga. Með þessu hefði í senn verið gerð tilraun til að vinna ráðherrana til fylgis við okkar málstað og fenginn vettvangur til að koma skýringum okkar til vitundar al- mennings á Norðurlöndum. Þetta var gersamlega vanrækt. Sjávar- útvegsmálaráðherrann taldi sér þarfara að dveljast austan járn- tjalds. Er önnur skýring en ósamkomuiag? Þögn stjórnarblaðanna um það ferðalag má e.t.v. skýra þannig, að þau telji bezt fara á því að sem minnst sé um það sagt, svo hneykslanlegt sem það sé. Naum- ast nær þó sú skýring til þagnar Þjóðviljans. En hún kynni að stafa af því, að svo mikill ágrein ingur hefði komið upp mnan stjórnarinnar út af ferðalaginu-, að ráðlegast hafi þótt að þegja um málið. En þá er enn komið að því, að á milli stjórnarflokkanna sjálfra blossar upp ágreiningur um mál- ið sjálft og meðferð þess, án þess að þjóðinni sé til hlítar gerð grein fyrir af hverju hann stafar. Tíminn lætur raunar svo þessa dagana sem ágreiningurinn sé einungis um aukaatriði og raun- ar nú að mestu eða öllu úr sög- unni. Þess vegna sé það óvina- fagnaður að rifja hann upp að nýju. Sé svo, þá er þvert á móti bezta ráðið að skýra hreinlega frá í hverju deilan er fólgin. Þá sannfærast menn um, að þar sé ekkert efni til tortryggni. Með þögninni sem er haldið, hlýtur hins vegar tortryggnin að magn- ast. Menn sjá, að ríkisstjórnin er ósammála en fá ekki vitneskju um í hverju ágreiningurinn er fólginn og geta þess vegna einung is borið takmarkað traust til með xerðar hennar á máiinu í heild. — Sogsvirkjunin Framh. af bls. 1 hinum fyrri sívaxandi lýsing, suða og orka frá Elliðaám og Sogi. Reykjavík átti að sjálfsögðu frumkvæði Sogsvirkjunarinnar, en þegar þessari virkjun er lokið, sem vér minnumst í dag, munu ríki og bær eiga verin og orkuna til helminga, eitthundrað þúsund kílóvatta orku fyrir eitt hundrað þúsund íbúa Suðvestur- landsins. Það er fagnaðarefni dagsins, að sjá fyrir endann á þessum áfanga. Vér höfum í sumar notið yndis- legra sólskinsdaga á þessu lands- horni, en þó er ekki laust við, að þurrkarnir hafi minnt oss á nauðsyn vatnsins. Það er kyrk- ingur í sprettunni, og rafmagns- skortur vofir yfir yngsta og stærsta fyrirtæki landsins. Far- vegir þorna, og rykfallið grasið 6r ekki lystugt fyrir búpen- inginn. Vatnið er lífsnauðsyn, en oft lítið þakkað, það sem nóg er af. Vatn til heim- iiisnotkunar er nær alltaf yfrið nóg, en þó minnir vatnsburður- inn í fjós og eldhús á mikið erfiði bæði unglinga og útslitinna gam- almenna. Og ekki minnist ég, að vatn hafi verið notað til að létta störf nema á einstaka bæ, og það ótrúlegum fáum, þar sem komið var upp vatnsmyllum. Þar var fallþunginn sem annars ógnaði mönnum og skepnum í vatnavöxt um látinn starfa í stað liðiéttina að mölun hins skorna skammts daglegs brauðs. Spaðarnir voru fáir á vatns- hjólinu og skiluðu ekki miklu afli, en þaðan er þó runnin „túr- bínan“, hverfillinn, sem nær mestöllum fallþunganum úr vatn inu. Breytingin er ekki mikil frá vatnshjólinu, spöðunum fjölgað ug byggt utan um hjólið og inn- takið til að ná sem mestri fall- hæð. Vatnsaflið þurfti þó að bíða eftir raffræði.. :, dynamón- um, til að leysast úr læðingi. Nú skilar hvor vélin vatnsaflinu til annarra unz því afii, sem áður var ógn og dauði er dreift um landið og snúið í ljós, hita og véla vinnu. Raforkan hefir hrundið myrkrinu og kuldanum og endur- reist íslenzkan iðnað. Vissulega getum vér tekið undir með Jón- asi: „Vísindin efla alla dáð, ork- ' una styrkja, viljann hvessa, von- ina glæða, hugann hressa, far- sældum vefja lýð og láð“. Sog í Ölfusá hét áður á milli Þingvallavatns og Úlfljótsvatns, en nú verður Sogið tekið hér í gegnum Dráttarhlíðina. í vatn- ' ið fellur ein á og nokkrir lækir, | en Sogið skilar margföldu vatns- 1 magni á við það aðstreymi. Ef litið er yfir hið mikla vatna- hverfi Sogsins, allt upp í Lang- jökul, þá er sem maður sjái vatn ið síast um æðar, læki, og ár undir hrauninu og Vellankötlur og uppsprettur á vatnsbotni. Hraunið og vatnið miðlar vel milli árstíða, og allt fellur þetta til Sogsins, hins eina afrennslis. Þessu lýsir Jónas vel: „Vötnin öll, er áður f éllu, undan hárri fjallaþröng, skelfast dimmri hul- in hellu, hrekjast fram um undir- göng. Öll þau hverfa að einu lóni, elda þar sem flóði sleit. Djúpið mæta, mesta á Fróni, myndast á í breiðri sveit“. Jónas kunni tökin á því að breyta jarðfræðinni í skáldskap. Er það ekki að undra, því að í öllu sköpunarverkinu er hinn hæsti skáldskapur. Það væri þvi meiri ástæða að undrast hitt, hve mörgum tekst í riti og ræðu að sneyða náttúruna lífi og fegurð. Vatnið, út af fyrir sig, á enn ekk- ert kvæði á íslenzku, þó verð- skuldað væri, því það streymir í gegnum „lífsins æðar allar“ eins og sólarylurinn. Og þó er döggin og dropinn, leikandi lækir og drynjandi fossar ríkur þátturíætt jarðarástinni, og það er yndi og unaður í orðum eins og lind og uppspretta, brunnur og bæjarlæk ur. En „vötn“ á venjulega skylt við manndrápsvötn, og vatns- dauðans oftar minnst en þess vatns, sem lífgar, svalar, hreins- ar og skírir. Einar Benediktsson mun fyrstur hafa talað um „að beizla Sogið“, og þegar hinn ótamdi flaumur er beielaður, ganga þúsundir hestafla í þjón- ustu þjóðlífsins. Það er gott tákn, að það skuli einmitt vera Djúpið mikla — Þingvallavatn sem fyrst verður til að veita sitt jötunafl til vaxandi framtaks og farsæld- ar: Hin dulda orka, sem nú kem- ur í dagsljósið, léttir af miklu erfiði og ófarnaði. Foss mun vera sama orðið og fors, því fossinn er offors arinn- ar. Hér hefir tekizt hið forn- kveðna, að hverfa „forsi í frið“, og við skulum vona að jafnframt breytist með batnandi hag og lífs kjörum, „grimmd í grið“ meðal vor og allra þjóða. Hin frjóa mold og vatnið heitt og kalt, salt og ósalt, er þjóðarauður vor íslend- inga. Ég læt svo máli mínu lokið með sömu ummælum og lögð voru í hornsteininn: Gæfa og gifta fylgi þessu orkuveri! BERLÍN, 16. ágúst — Austur- þýzkir kommúnistar óttast, að mótmælendur ætli að taka hönd- um saman við kaþólska „í póli- tískum samtökum gegn sósíal- ismanum". Austur-þýzka blaðið „Neues Deutsehland“, sem er höfuðmálgagn kommúnistaflokks ins, birti leiðara um þetta í dag. Tekur leiðarinn til meðferðar ávörp presta úr mótmælenda- kirkjum, sem flutt voru á alls- herjarþingi kaþólskra í Þýzka- landi. Þeir, sem fylgzt hafa með þessu þingi fyrir vestan járntjald benda hins vegar á, að leitazt hafi ver- ið við að sneiða hjá stjórnmál- um, en ýmislegt í helgihaldi þingsins kann að hafa verið tor- tryggilegt í augum kommúnista. Norsk „alþýðuflugvél44 í uppsiglingu OSLO, 16. ágúst. Reuter — Norsk ur verkfræðingur, Sigurd Tös- voll, er að smíða tveggja sæta „alþýðuflugvél“, sem lítur út eins og fljúgandi diskur, hefur lóðrétt flugtak og mun kosta minna en 20.000 norskar krónur. Fyrsta vélin, sem gerð er úr glerefni og vegur 500 pund, bíður nú eftir tveim hreyflum sem eiga að knýja hana áfram. Upp- finningamaðurinn er um fimmt- ugt, og gerir hann ráð fyrir að geta reynt flugvélina á næstu vikum. Honum hafa borizt marg- ar fyrirspurnir um „aiþýðuflug- vélina", einkanlega frá Banda- ríkjunum, en hún mun geta tekið sig upp af þaki bilskúrs. Evrópusamkeppni í ljósmyndun unglinga EVRÓPURÁÐIÐ og Efnahagssam vinnustofnun Evrópu, ásamt Evr- ópusamlélaginu svðnefnda, hafa efnt til samkeppni meðal evr- ópskra ljósmyndara, sem yngri eru en tuttugu ára. Þátttaka í keppni þessari er bundin við að- ildarríki samtakanna en þau eru sautján alls, og er ísland eitt þeirra. Verðlaun eru veitt fyrir 20 þúsund beztu myndirnar. Meðal verðlauna eru flugferðir, ljos- myndavélar og ýmiss konar út- búnaður til ljósmyndunar. Efnl keppninnar er: „Evrópa, eins og hún kemur mér fyrir sjónir", og skulu myndirnar lýsa að einhverju leyti hugmynd þátt- takanda um sameiningu Evrópu. Myndirnar skulu vera svart- hvítar og a.m.k. 9x9 cm, en ekki stærri en 18x24 cm. Skai pátt- takandi velja mynd sinni heitj og rita það skýrum stöfum aftan á myndina ásamt nafni sínu, heim- ilisfangi, aldrj og þjóðerni, Enn- fremur skal þátttakandi draga saman í stutta setningu (ekxi lengri en tuttugu orð) hugmynd sína um sameiningu Evrópu. Myndirnar skulu sendar til „Evrópusamkeppninnar í ljos- myndun“ c/o Aðalskrifstofa Ríkis útvarpsins, Thorvaldsensstræti 4, Rvk. fyrir 15. september nk. Nán ari reglur hafa verið settar um keppnina, og eru þar m. a. á- kvæði um birtingarrétt o. fl. lög- fræðileg atriði. BÆJARRÁÐ Reykjavíkur hefur heimilað að bærmn kaupi mál- verkið Stúlkur við söltun. Er það málað af Gunnlaugi Blöndal. Á þessu þingi eru um 80.000 með- limir kaþólsku kirkjunnar. Erkibiskupinn í Vínarborg, Franz König, söng messu í St. Hedwigs-dómkirkjunni í helzta kommúnistahverfi Austur-Berlín- ar. Um 50.000 messugestir, mest- megnis kvenfólk, söfnuðust sam- an á torginu við kirkjuna. Erkibiskupinn í Paderborn prédikaði við þetta tækifæri og lagði áherzlu á, að friður við Guð og regla í manns eigin hjarta væru jafnan skilyrði fyrir friði og reglu í heiminum. Ná- lægt kirkjunni hengu ýmsir borð- ar framan á höfuðstöðvum komm únistaflokksins með vígorðum þeirra, en í gluggum byggingar- innar sást enginn. Þúsundir kvenna tóku við hinu heilaga sakramenti úti á torginu. Kommúnistar óttast kirkjunnar menn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.