Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 6
fc MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. ágúst 1958 ISRAELSMENN BEIÐAST TRYGGINGA ALLT síöan Ísraelsríki var stofn- að 1948 hefur þetta nýja þjóð- land lifað í sífelldri angist við utanaðk&mandi árásir og orðið að heyja styrjaldir sér til varn- ar. Israelsmenn hafa þar i bók- staflegum skilningi barizt fyrir lífi sínu. Arabaþjóðirnar vilja landið feigt og telja að freklega hafi verrð á sinn hlut gengið með því að stofna þetta nýja ríki, sem hafði það í för með sér að mikill rjöldi þeirra íbúa, sem áður höfðu verið á þessu land- svæði urðu að hrekjast burt og hafa síðan lifað heimilislausir og dregið fram líf sitt að mestu leyti á amerískum gjöfum. Þjóðlíf ísraelsmanna ber mjög sterkan svip af óttanum við að- steðjandi hættur og vilja þjóð- arinnar til að verjast þeim og viðhalda lífi hins nýja ríkis. Við þorpin og býlin nálægt landa- mæruiium eru varðturnar, þar sem skyggnzt er eftir því, hvort Golda Meir og Couve de Murvillc óvinir sitji ekki á fleti fyrir. Það eru ekki eingöngu karlar, sem ganga þar með byssu um öxl, heldur taka konurnar einnig virk an þátt í vörnum landsins og fá uppfræðslu í því að fara með alls konar vopn. Fjárhagur ríkis- ins dregur líka mjög dám af þessu ástandi, því útgjöldin til hernaðarþarfa eru mjög mikil og miklu meiri heldur en þetta litla ríki raunverulega þolir. Hingað til hafa ísraelsmenn líka í raun og veru lifað á fjármagni, sem fengið er utan að. Er þar fyrst að telja þann mikla stuðning, sem Gyðingar hvarvetna í ver- öldinni hafa veitt hinu nýja rílci. í öðru lagi má líka benda á þær bætur, sem Vestur-Þjóðverjar greiða Gyðingum vegna meðferð- arinnar á þeim á Hitlers-tímabil- inu en þessar fjárgreiðslur skipt- ast á mörg ár og hafa orðið Israels ríki til hins mesta siuðnings. ★ ísraelsmenn urðu þegar í önd- verðu, eftir stofnun ríkisins, að berjast fyrir sjálfstæði sínu gegn Arabaþjóðunum og unnu þeir þá styrjöld með miklum yfirburðum. Kom það mönnum algerlega á óvart, hve sterkir ísraelsmenn voru og hversu léleg hermennska Arabaþjóðanna var. Á svipuðum tíma og Frakkar og Englending- ar gerðu tilraun til að taka Suez, svo sem frægt varð, lögðu ísraelsmenn til árása á Egypta, en þeir hafa staðið í fararbroddi fyrir áróðrinum í Arabalöndum gegn Gyðingum. Um öll Araba- lönd er hrópað um það, að ekk- ert minna dugi en „kasta ísraels- mönnum í sjóinn" eins og það er orðað í áróðrinum. Það er full alvara mikils fjölda manna í Arabalöndum, að ekkert annað en dauði og tortíming geti beðið ísraelsmanna og riki þeirra eigi algerlega að afmá. Þær vonir, sem fsraelsmenn hafa gert sér um að losna úr þessari úlfakreppu hafa einkum verið tengdar við áhrif Vestur- veldanna meðal Arabaþjóða og Bagdad-bandalagið. Nú þegar syrt hefur í álinn á þessu svæði og þjóðernishreyfing Araba hef- ur unnið nýjan sigur með bylt- ingunni í írak, verða fsraels- menn óttaslegnari en nokkru sinni fyrr. Þeir telja sig nú raun- verulega vera innikróaða af fjandsamlegum þjóðum. Ef svo færi, að Jórdaníuriki gengi þjóð- ernishreyfingu Araba á hönd, stæðu öll vopn á ísraelsmönnum. Með þessa hættu fyrir augum er það, sem frú Golda Meir, utan- ríkisráðherra Ísraelsríkis, hefur farið þess á leit við Vesturveld- in, að þau ábyrgist landamæri ríkisins og sjálfstæði þess. ísraels UNDANFARNA 3 mánuði hefur danskur slátrunar- og kjötiðnað- armeistari, Ewald Christensen að nafni, dvalizt hér á landi. Hann er jfirkennari við kjötiðnaðar- skólann í Esbjerg, og hefur ver- ið hér á vegum Sláturfélags Suðurlands til að gefa starfs- mönnum þess leiðbeiningar um slátrun og kjötvinnslu. Fréttamaður Mbl. hitti Christ- ensen að máli fyrir nokkrum dögum og ræddi við hann um ýmislegt, sem sérgrein hans varð ar. fslenzka kjötið Það tók mig talsverðan tíma að gera mér grein fyrir eigin- leikum íslenzka lamba- og kinda- n----------------------n Eftirtaldar unnar kjötvörur eru framleiddar hjá Sláturfélagi Suðurlands og oftast á boðstól- um í verzlunum þess: Reykt svínasíða Kindaspægipylsa Svínaspægipylsa Salamipylsa Gróf Hamborgarpylsa Fín Hamborgarpylsa Reykt medisterpylsa Malakoffpylsa Kjötpylsa Cervelatpylsa Vínarpylsa Cocktailpylsa Tepylsa Feit lifrarpylsa Kjötbúðingur Dönsk lifrarkæfa Lifrarkæfa Hamborgarhryggur Lamba-Hamborgarhryggur Lamba-Hamborgarlæri Kindarúllupylsa Svínarúllupylsa Soðið nautabrjóst Soðið, saltað nautakjöt Soðin skinka Soðin bógskinka Soðinn svínahnakki * Reykt svínafilet Reykt nautafilet Parísarfilet Lambasteik SS-steik Hangilæri Hangirúllur Blóðmör Lifrapylsa Kæfa Svínasteik Svínasulta Nautasulta Sviðasulta Nautatungur. n----------------------□ menn eru nú orðnir þreyttir á hinni miklu óvissu og óttinn við nágrannana verður óbærilegur til lengdar. Almenningur óskar þess að fá að lifa í friði, stunda rækt- un landsins og iðnað sinn og þurfa ekki að ganga með byssu um öxl til útiverka, eins og nú er. Ungu stúlkurnar vilja, svo sem eðlilegt er, fá að stunda störf sín og nám ótruflaðar af langri herþjónustu. Slíkt ástand, eins og er að þessu leyti í ísrael, er gersamlega óþekkt annars staðar meðal frjálsra þjóða í heiminum. ★ Þegar Golda Meir kemur til Vesturveldanna og biður um slíka ábyrgð á tilveru ísraels- ríkis er Vesturveldunum nokkur vandi á höndum. Allir viður- kenna að það yrði óbætanlegur álitshnekkir fyrir Vesturlönd, ef svo færi að arabiskir þjóðernis- sinnar fengju að ganga milli bols og höfuðs ísraelsmönnum. Eng- um dettur í hug að vestrænir menn muni láta slíkt yfir sig ganga. Hins vegar er nú afstað- an til arabisku þjóðernishreyf- ingarinnar orðin nokkur önnur kjötsins, sagði Christensen, þeg- ar talið barst að íslenzka kjöt- inu. I Danmörku er ekki svo mikið um sauðfé, að kjöt af því sjáist að ráði á markaðnum. Lambakjöt fæst á vorin ög er talið lúxusvara. Lömbunum er slátrað 4—6 vikna og gefa þau þá oft ekki nema 7—8 kg fall- þunga. En ég hef komizt að raun um, að íslenzka lamba- og kindakjötið er góð vara og úr því má vinna ágæt matvæli. Við höfum gert ýmsar tilraunir í Sláturfélaginu að undanförnu og náð góðum árangri að ég held. Hefur ýmsum af uppskriftunum, sem unnið er eftir, þegar verið breytt í samræmi við niðurstöð- ur þessara tilrauna. íslenzka nautakjötið er tæp- lega jafngott hinu danska, enda er fóðrið hér á landi annað en í Danmörku. Svínakjö'tið ís- lenzka er hins vegar góð vara. Hér skaut fréttamaðurinn því inn í, að fyrir nokkrum árum hefðu landar Christensens komið hingað, haldið námskeið og at- hugað íslenzkt kjöt. Hefðu þeir þá sagt, að íslenzka svínakjötið stæði dönsku mjög að baki. Christensen kvaðst vita um Hrút bjargað úr skorningi VÆR konur komu að máli við Velvakanda og sögðu honum eftirfarandi sögu: Á fimmtudaginn fóru þær í berjamó upp í Lækjarbotna. Allt í einu veittu þær því athygli, að svartur hrútur hljóp jarmandi fram og aftur skammt frá þeim. Þær fóru nú að aðgæta hverju þetta sætti. Sáu þær þá hvar gríðarstór hvítur hrútur sat fast- ur ofan í lækjarskorningi. Bakk- arnir voru of háir til að hann kæmist upp. Konurnar tóku því að sér hlutverk miskunnsama Samverjans og fóru að reyna að tosa skepnunni upp. En þar sem hún var stór og þung, gekk það ekki sérlega vel. Loks tókst að ná hrútnum upp úr skorningnum. Hann virtist ekkert brotinn eða meiddur, aðeins dasaður eftir volkið. Og skildu konurnar því við hrútinn liggjandi á grasbala. Nú hafa þær hinar mestu á- hyggjur af þessum vini sínum, en vona að hann jafnf sig fljótt eftir þetta ævintýri. meðal stjórnmálamanna á Vest- urlöndum en var fyrir fáum ár- um. Menn þykjast nú hafa séð, að ekki þýði að spyrna á móti broddunum og ætla sér að kæfa hreyfingu Arabanna niður. Vest- rænir menn sjá ljóslega, að þeir munu ekki öllu lengur geta stuðzt við hina nýríku olíukónga, á sama hátt og áður. Vestræmr menn sjá einnig, að þau ríki, sem stofnuð hafa verið á svæð- inu fyrir botni Miðjarðarhafs eiga sér sum hver naumlega til- verurétt og geta ekki staðið á eigin fótum, svo sem er um Jórdaníuríki. Öll eru þessi mál í deiglunni og segja má að stefna Vesturlanda sé hvergi nærri skýrt mörkuð enn, þó hún sé nokkru skýrari en verið hefur að undanförnu. Hefur mikið brostið á að menn gætu raun- verulega áttað sig á því, hvað það væri, sem vestrænir menn og þá ekki sízt Bandaríkjamenn vildu, í sambandi við Arabalönd- in. í baráttunni um sál Arabanna, ef svo mætti orða það, er Israels- ríki mikill og viðkvæmur þáttur og þann vanda, sem þar er á höndum verður að leysa. þessa heimsókn þeirra Mikkel- sens, ráðunautar frá Kaup- mannahöfn, og Hansens, slátrun- armeistara frá Esbjerg. Hins vegar ítrekaði hann, að niður- staða sín hafi orðið sú, að svína- kjötið hér á landi væri góð vara. Kvaðst hann hafa gert tilraunir með framleiðslu spægipylsu, sem sýndu, að hin fyrri skoðun hefði ekki við rök að styðjast. Hitt væri rétt, að íslenzka kjötið væri ekki eins og hið danska, enda aðstæður aðrar hér á landi. Christensen minntist einnig á hrossa- og hvalkjötið. Hann kvað hrossakjöt fáanlegt í kjöt- búðum í Danmörku, en það væri hins vegar lítið sem ekkert not- að þar til iðnaðar. Hvalkjöt kvaðst hann hins vegar aldrei hafa smakkað, fyrr en hann kom hingað til lands. Kjötiðnaðurinn Blaðamaðurinn spurði, hvernig gestinum litist á íslenzka kjöt- iðnaðinn. Hann svaraði á þá leið, að vélakostur væri hér góður. Kvað hann framleiddar hér flest- ar eða allar þær tegundir kjöt- vöru, sem á boðstólum eru í Danmörku. Til gamans fékk fréttamaðurinn lista yfir það sem selt er af unnum kjötvörum Býflugnarækt og trjárækt ISUMAR var hér á ferðinni enskur rithöfundur, Herbert Best, og var í Morgunblaðinu viðtál við hann og konu hans, sem er barnabókarhöfundur. Best þessi hefur sýnilega virt fyrir sér það sem hér bar fyrir augu með glöggu auga gestsins og haldið áfram að velta hlutun- um fyrir sér eftir að heim kom. Afleiðingin af þeim heilabrotum eru tvær hugmyndir, sem hann vill koma á framfæri á íslandi. Önnur er sú, að við tökum upp býflugnarækt, því býflugur segir hann að flýti fyrir uppgræðslu landsins, fyrir utan það að hun- angið, sem þær gefa af sér, sé bæði hollt og vel seljanlegt. Auk þess fáist af býflugunum vax, sem notað sé á marga vegu, m. a. til að bóna með húsgögn. Ekki telur hann að loftslagið hamli því að við getum ræktað hér býflugur. Hans eigin býflug- ur þoli kuldana í New York, sem eru enn meiri en hér. Auk þess veit hann um konu, sem hefur E. Christensen segir íslenzka góða vöru. hjá Sláturfélaginu, og er hann birtur með greininni. Hins vegar taldi Christensen mjög nauðsynlegt, að sem beztri fræðslu — ekki sízt bóklegri fræðslu í ýmsum greinum — væri haldið uppi fyrir þá, sem ætla að gera sér kjötiðnað að atvinnu — og fyrir þá, sem ann- ast afgreiðslu í kjötverzlunum. Á þessu sviði hafa orðið veru- legar framfarir nýlega. Kjötiðn- aður var löggiltur sem iðngrein árið 1951, og á sl. vetri var í fyrsta skipti tekin upp sérstök kennsla í Iðnskólanum í Reykja- vík fyrir kjötiðnaðarnema. Ann aðist dr. Sigurður Pétursson, gerlafræðingur, hana. í Dan- mörku geta þeir, sem starfa ætla á þessu sviði, valið sér nokkru þrengra sérnám, í slátr- un. kjötiðnaði eða kjötsölu. Kennslan fer þar fram í iðnskól- um, verzlunarskólum og í slát- urhúsum, vinnsluhúsum og verzlunum. Auk þess er sérstök kennsla á þessu sviði í Teknisk Institut í Kaupmannahöfn og i sérstökum kjötiðnaskóla í Es- bjerg. Við þann skóla starfar Christensen. Hér á landi hefur hann haldið námskeið fyrir starfsfólk Slátur- félagsins og kenndi hann þar heilsufræði, gerlafræði, af- greiðslustörf og kjötskurð. Var hann kenndur bæði í venjulegri skólastofu og við vinnuborð. Islenzkur matur Christensen drap á ýmis fleiri atriði varðandi heimsóknina til íslands. M. a. ræddi hann um Frh. á bls. 18. haft hér býflugur og gengíð vel. Hin hugmynd mr. Bests er sú, að við kennum okkar ágætu hund um að gæta trjáplantnanna, þeg- ar við erum að reyna að rækta þær í reitum. „Það vantar tré af því að það vantar girðingar og girðingar af því að tré vantar“, skrifar hann. Síðan segir hann, sem satt ex% að girðingar séu dýrar á íslandi, og ekki sé að furða þó bændur nenni ekki að vera að girða í kringum litla trjálundi og halda girðingum svo vel við, að fé kom. ist eklci inn fyrir. Og ráðið við þessu sé að venja hundana á að gæta tráplantn- anna. Fyrr á tímum hafi hundar gætt akranna einir, og hann hef- ur svo mikla trú á hundunum okkar, að hann telur að það nægi að bóndinn eða börn hans sýni hundinum einu sinni eða tvisvar hvernig þau reka kindurnar úr trjálundinum. Þetta eru hugmyndir hins er- lenda gests. Hvernig lízt ykkur á? Kjötiðnaðarmennirnir þurfa oð vera vel menntadir segir E. Christensen ytirkennari trá Esbjerg shrifar ur daglega lifinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.