Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 17. áeúst 1958 m o n tt y n r * fí i ð 9 Fimleikaflokkur Ármanns hlaut afbragsgóða dóma í Noregi NÝLEGA er kominn úr sýningar- íör til Noregs kvenflokkur úr glímufélaginu Ármanni er sótti fimieikamót í Þrándheimi dag- ana 5.—10. júlí síðastliðinn unáir stjórn frú Guðrúnar Nielsen. Flog ið var héðan 3. júlí beint til Þrándheims. Mótið var hátíðlega sett sunnudaginn 6. júlí. Þátttak- endur rúmlega 400 talsins bæði karlar og konur klædd íþrótta- búningum, gengu fylktu Jiði neðan frá borginni og upp á íþróttasvæðið í Lerkendal, þar sem allar sýningar fóru fram. Var það bæði tilkomumikil og fögur sjón. Fremst fór lúðrasveit og mikil fánaborg þá komu hinir erlendu gestir frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi er gengu hlið við hlið undir þjóðar- fánum sínum, þar á eftir komu flokkar frá hinum ýmsu fimleika félögum í Noregi. Grasvöllurinn á Lerkendal var brátt þéttskip- aður íþróttafólkinu er fylkti sér í skipulagðar raðir Formaður fimleikafélags Þránd heims Arne Wold bauð alla vel- komna á þetta 16. landsfimleika- mót Noregs, en þau eru haldin 4. hvert ár. Verður mótið næst í Eergen. Kveðja var flutt frá íþróttasambandi Noregs bæði til gesta og fimleikafélags Þránd- heims er átti 100 ára afmadi, gerði það Nils Arvidsen. Lesin var bæn. Forseti mótsins Bryn- julf Gard las kveðju sem borizt hafði frá Ólafi konungi 5. og setti hann þar með mótið. Síðan voru fánar Norðurlandanna 5 há- tíðlega dregnir að hun og þjóð- söngvar landanna leiknir og tóku allir viðstaddir undir. íslenzki flokkurinn sýndi þenn an fyrsta dag mótsins við mikla hrifningu eins og kemur fram í blaðaummælum hér á eftir, en var síðar beðinn um að sýna aft- ur og fór sú sýning fram síðasta daginn. Sýningar stóðu fjóra daga og voru bæði fjölbreyttar og skemmtilegar. Það sem einkum vakti athygli íslendinganna voru hinir fjölmennu hópar karla og kvenna bæði húsmæður og öld- ungar og gamlir liðsmenn sem Norðmenn í.alla „veteranir“. Er þar enginn undir 40 ára aldri. Var unun að sjá konurnar er auðsjáanlega nutu þess að fá að hreyfa sig eftir hljómfaliinu og tóku þær undir og sungu fullum háisi. Og karlarnir, sá elzti um 70 ára, léku listir sínar áhorfendum til mikillar ánægju. Fyrirkomulag og stjórn þessa mikla móts var til mikillar fyrir- myndar. Allur aðbúnaður cg við urværi eins og bezt verður á kos- ið, gestrisni og viðmótið eins og búast mátti við af frændum okk- ar Norðmönnum. Ollum hinum erlendu gestum bauð bæjarstjórn Þrándheims til mannfagnaðar og veizlu uppi í skíðahótel að mót- inu loknu. í sambandi við mót þetta var haldin lnn árlega meist aramótskeppni Norðmanna í fim- leikum, var hún bæði lærdóms- rík og skemmtileg fyrir íslenzku þátttakendurna. Að fimleikamót- inu loknu í Þrándheinu, sóttu flestir íslenzku þátttakendurnir fimleikanámskeið í Horten við Oslofjörð, sem stóð yfir dagana 12,—20. júlí. Var það haldið af fimleikasambandi Norðurlanda. Sóttu mót þetta mörg hundruð fimleikamenn frá öllum Norður- löndum og víðar að. Námskeið þetta fór hið bezta fram og var hið lærdómsríkasta. Hér birtast nokkur blaðaummæli um þátttöku Ármannsflokksíns í mótinu -Á Arbeider-Avisa, Þrándheimi, 7. júlí. Niðurlag frásagnar af setningu fimleikamótsins á Lerk- endal: „Allt öðru máli gegndi um ís- lenzka kvennaflokkinn, sem stjórnað var í hátalara og stóð fyrir yndislegri sýningu. Svo kalt var í veðri, að hinar þekkilegu stúlkur hefðu getað fengið bláan lit búninganna á læri og fótleggi, en á íslandi eru menn ýmsu vanir. íslenzku skipunarorðin hljómuðu einkennilega í eyrum — sambland af hliðarbeygjum og Snorra. Það var orðið svo áliðið dags- ins, að fólk var farið að tínast heim til kjötpottanna. Þá hafði það séð stórfenglega og litríka sýningu, sem verðug var jafn- miklu íþróttamóti og vandvirkn-' islegri stjórn þess“. Frásögninni fylgja tvær stór- ar myndir og er önnur frá sýn- ingu Ármannsstúlknanna. Undir henni stendur: „Svipmynd frá sýningu íslenzka kvennaflokks- ins í Lerkendal. Það voru stúlk- ur sem kunnu sitt fag“. jc Arbeiderbladet, Osló, 7. júlí: „Úrvalsflokkunum frá Dan- mörku, Finnlandi, íslandi og Svíþjóð var ef til vill bezt fagn- að við gönguna inn á völlinn, en annars var ágætt samband milli þátttakenda og áhorfenda". „Ellefu íslenzkar stúlkur gengu síðan fylktu liði inn á sýningar- svæðið. Mjög fríður hópur í stíl- hreinum búningum og hafði á efnisskránni alveg gullfallegar Ieikfimi-æfingar, sem sýndu að fimleikar standa á háu stigi á Sögueyjunni". ir Dagbladet, Osló, 7. júlí. Úr lýsingu Odd Bye-Nielsen á setn- ingu mótsins: „Venju samkvæmt var flokki frá íslandi boðið líka að þessu sinni og hann er sá bezti, sem vér höfum séð frá þeim slóðum. Einkum voru akrobatísku æfing- arnar glæsilegar og heildaráhrif sýningarinnar á allan hátt af- bragðs góð“. /Jbróttakeppni á iSAFIRÐI, 4. ágúst. — Hin ár- íega Vestfirðingavaka var haldin á ísafirði um verzlunarmanna- helgina 2. og 3. ágúst. Fyrirhuguð var fjölbreytt íþróttakeppni í ýmsum gremum, handknattleik kvenna, knatt- spyrnu og sundi. Vegna óhagstæðc veðurs var þátttaka ekki eins almenn og bú- izt var við, t.d. mættu íþrótta- flokkar Patreksfirðinga ekki. í hinum ýmsu greinum urðu úr slit sem hér greinir: Vestfjarðamót í sundi: 50 m. baksund karla 1. Magnús Þórðarson, Herði á 38.2 sek. 2. Kristmann Kristmannsson sama félagi á 39,9 sek. 50 m. skriðsund karla 1. Frank Herlufsen, Vestra á 29,1 sek. 2. Björn Egilsson? Herði á 29,9 sek. 50 m. bringusund atúlkna 1. María Ragnarsdóttir, Vestra á 45.3 sek. 2. Gyða Sigurðardóttir, K.R. (keppti sem gestur á mótinu), á 46,7 sek. Gyða er dóttir Sigurðar Jóns- sonar, K.R.-ings, hins þekkta sundkappa. •k Aftenposten, Osló, 7. júlí. í lýsingu Paal Clasen á setningu fimleikamótsins er eftirfarandi kafli með breyttu letri: „Síðan komu inn á völlinn ell- efu úrvals fimleikakonur frá Is- landi undir stjórn Guðrúnar Nielsen. Sýndu þær fyrst af- bragðs góðar hringaæfingar, sem unun var á að horfa. Það var dans, ballett og leikfimi, fyrsta flokks, Þær sýndu því næst leik- fimiæfingar og pýramídastöður, sem tókust vel, og luku sýning- unni með fallegum æfingum á slá. Þetta var góður flokkur sem ánægjulegt var að kynnast". ic Adresseavisen, Þrándheimi 7. júlí: „Ellefu yndislegar þokkagyðj- ur frá íslandi dönsuðu sig bók- staflega sagt inn í hjörtu Þránd- heimsbúa á sýningunni í Lerken- dal í gær. í hinum fallegu bláu búningum og hvítu pilsum svifu þær eftir grasflötinni og yfir æf- ingum þeirra með hringum var slíkur yndisþokki, að áhorfendur klöppuðu óspart lof í lófa. Ef á það er litið, að fimleikar eru ekki svo skipulögð iþróttagrein á íslandi sem hæfilegt má teljast, getum við sagt að Guðrún Niel- sen, sem stjórnaði hópnum, hafi lyft nemendum sínum upp í eins konar úrvalsflokk. Stjórnandi danska kvennaflokltsins, sem sýnir í kvöld, dvaldist á íslandi fyrir nokkrum árum og hún lýsti mikilli undrun sinni yfir framför unum sem þar hefðu orðið að undanförnu". „Stúlkurnar höfðu hina mjóu þverslá einnig ágætlega á valdi sínu. Þær sýndu hreinar stöður og yfir örygginu varð ekki kvart- að. Þegar á allt er litið, voru þær verðugir undanfarar finnska karlaflokksins, sem seinna lét til sín taka, og vér bjóðum íslenzku konurnar hjartanlega velkomnar hingað aftur“. Fullyrða má að stúlkurnar í Ármannsflokknum hafa orðið sér, kennaranum, frú Guðrúnu Nielsen, og íslenzku þjóðinni allri til hins mesta sóma með þátttöku sinni í þessu mikla fimleika- móti. V estfirðingavöku 50 m. baksund drengja 1. Oddur Gunnarsson, Vestra á 42.5 sek. 2. Páll Kristjánsson, Vestra á 42.6 sek. 100 m. bringusund drengja 1. Páll Krstjánsson, Vestra á 129,5. 2. Kristján Ó. Hjartarson, Gretti, Flateyri á 132,5. 4x33H m. boðsund karla 1. Sveit Vestra á 1. mín. 18,8 sek. 2. Sveit Harðar á 1 mín 24,3 sek. 3. Sveit U.M.F.B. (Bolvíkinga) á 1. mín. 37,7 sek. Þá var háð Vestfjarðamót í handknattleik kvenna, en var ekki lokið: Hörður vann Vestra með 5:0. Súgfirðingar og Vestri gerðu jafntefli 2:2. Keppni Súg- firðinga við Hörð var frestað. Þá fór fram drengjaboðhlaup Í.B.Í. Var sveit Harðar fyrst og sveit Vestra no. 2. í knattspyrnu var keppt um bikar, sem K.R. gaf. Knattspyrnu félagið Vestri vann Hörð með 6 mörkum gegn 2. í sambandi við Vestfirðinga- vökuna voru svo dansleikir í tveim samkomuhúsum bæjarins. Svavar Markússon setti mjög glæsilegt Islandsmet í 1500 metra hlaupi á móti í Svíþjóð núna nýlega. Hljóp hann vegalengdina á 3.47,8 mín. og bætti metið um 3 sek. Þá hefur Svavar einnig sett nýtt Islandsmet í 1000 m hlaupi. Hljóp hann á 2.23,6 min. Norðurlandsmóf í frjáls íþróttum á Akureyri NORÐURLANDSMÓT í frjáls- íþróttum var haldið á Akureyri 9. og 10 ágúst. Veður var gott á laugardag, en óhagstætt á sunnu- dag. Mótið fór vel fram undir stjórn Ingimars Jónssonar. Sem gestur á mótinu keppti Gunnar Huseby, KR. í kúluvarpi varpaði hann 15.78 m. og kringl- unni kastaði hann 46.52 m. Keppnin var stigakeppni milli félaga og sambanda. UMSE sigr aði. 100 m hlaup Björn Sveinsson, KA, 11,0 sek. (AK-met). Þóroddur Jóhannsson, UMSE, 11,2 sek. (Eyjafj.-met). 80 m hlaup kvenna Helga Haraldsdóttir, KA, 11,7 sek. Emelía Friðriksdóttir, HSÞ, 11,8 sek Kringlukast karla Guðmundur Hallgrímsson, HSÞ, 37,99 m. Þóroddur Jóhannsson, UMSE, 37,10 m. 1500 m hlaup Jón Gíslason, UMSE, 4.19,5 mín. Guðm. Þorsteinsson, KA, 4.21,5 mín. Þrístökk Sigurður Sigurðsson, Fram, 13,84 m. (Húnv.-met). Helgi Valdimarsson, UMSE, 13,70 m. (Eyjafj.-met). Hástökk karla Helgi Valdimarsson, UMSE, l, 70 m. Hörður Jóhannsson, UMSE, 1,70 m. Hástökk kvenna Þórey Jónsdóttir, Þór, 1,30 m. Guðrún Sigurðardóttir, HSÞ, 1,25 m. Emelia Friðriksdóttir, HSÞ, 1,25 m. 1000 m boðhlaup A-sveit KA 2.09,9 min. A-sveit UMSE 2.10,5 mín. 400 m hlaup Jón Gíslason, UMSE, 54,4 sek. Guðm. Þorsteinsson, KA, 54,5 sek. Kúluvarp karla Gunnar Huseby, KR, 15,78 m. Úlfar Björnsson, Fram, 13,70 m. Þóroddur Jóhannsson, UMSE, 12,83 m. Langstökk karla Helgi Valdimarsoon, UMSE, 6,59 m. Brynjar Halldórsson, UNÞ, 6,40 m. Stangarstökk Bragi Hjartarson, Þór, 3,45 m. Sigurður Friðriksson, HSÞ, 3,40 m. (Þing.-met). 110 m grindahlaup Bragi Hjartarson, Þór, 17,0 sek. Ingólfur Hermannsson, Þór, 17,1 sek. Langstökk kvenna Emelía Friðriksdóttir, HSÞ, 4,48 m. Oddrún Guðmundsd., UMSE, 4,22 m. Kringlukast kvenna Rósa Pálsdóttir, KA, 23,35 m. Súsanna Möller, KA, 22,14 m. Spjotkast Ingimar Skjóldal, UMSE, 52,31 m. Páll Stefánsson, Þór, 42,85 m. 4x100 m boðhlaup karla A-sveit KA 47,5 sek. A-sveit HSÞ 48,1 sek. 4x100 m boðhlaup kvenna A-sveit Þórs 62,1 sek. A-sveit UMSE 62,8 sek. 3000 m hlaup Jón Gíslason, ÚMSE, 9.56,1 mín. Tryggvi Steíánsson, HSÞ, 9.56,4 mín. iUKAGREINAR Kringlukast karla Gunnar Huseby, KR, 46,52 m. Þóroddur Jóhannsson, UMSE, 36,89 m. Kúluvarp kvenna Oddrún Guðmundsdottir, UMSE 9,95 m. Helga Haraldsdóttir, KA, 7,48 m. ÖRN CLAUSEN liekaóscJomslogmaður Malf utinngsskritstofa. Bankastræii 12 — Sim: lo499.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.