Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 12
12 MORCUNBT. AÐIÐ Sunnudagur 17. ágúst 1958 lslenzku keppendurnir á EM í bridge. Fremri röð (frá vinstri): Eaufey Þorgeirsdóttir, Kristjana Steingrímsdóttir, Eggrún Arnórsdótíir, fyririiði, Magnea Kjartansdóttir, Vigdís Guðjónsdóttir og Hugborg Hjartardóttir. Aftari röð: Eiríkur Bald vinsson, faiarstjóri, Jóhann Jóhannsson, Stefán J. Guðjohnsen, fyrirliði, Einar Þorfinnsson, Eggert Benónýsson, Stefán Stefánsson og Lárus Karls- son. — Ljósm.: vig. Evrópumeisraramótið í bridge Á MORGUN hefst í Ósló hið ár- lega Evrópumeistaramót í bridge. Að venju er keppt i tveim flokk- um, þ. e. opna flokknum, en þar teflir hver þjóð fram sínu sterk- asta bridge-fólki, jafnt körlum sem konum, og í kvennaflokki. Að þessu sinni taka sveitir frá íslandi þátt í báðum flokkunum og er það í áttunda sinn, sem ís- iand tekur þátt í opna flokknum, en í fyrsta skipti, sem send er kvennasveit í Evrópumeistara- mót. Þeir, sem keppa eru: í opna flokknum: Stefán Guðjóhnsen, Einar Þorfinnsson, Lárus Karls- son, Jóhann Jóhannsson, Stefán Stefánsson og Eggert Benonýs- son, og í kvennaflokknum, þær Eggrún Arnórsdóttir, Kristjana Steingrímsdóttir, Laufey Þor- geirscíóttir, Hugborg Hjartardótt- ir, Magnea Kjartansdóttir oa Vigdís Guðjónsdóttir. Fararstjóri með flokkunum er Eiríkur Bald- vinsson. Sveitirnar voru valdar að und- angenginni keppni, er Bridge- samband Islands stóð fyrir og fór sú keppni fram um sl. ára- mót. Þátttaka í þessu Evrópumóti er mjög mikil og hafa 18 lönd tilkynnt þátttöku í opna flokkn- um, en 11 í kvennaflokknum. •— Þegar er búið að draga um keppnisröð og keppir Island í opna flokknum við hin 17 löndin í þessari röð: Þýzkaland, Sví- þjóð, Belgíu, Noreg, Holland, ír- land, Pólland, Finnland, Sviss, Líbanon, Frakkland, Egypta- land, Austurríki, Danmörku, Eng land, ítalíu og Spán. í kvenna- flokki í þessari röð: England, Austurríki, Belgíu, Finnland, Sviss, Svíþjóð, Danmörku, ír- land, Frakkland, Noreg og Þýzka land. Evrópumeistaramótið frá upphafi Þetta er nítjánda Evrópumeist- aramótið, sem fram fer. Árið 1932 var International Bridge League stofnað í Scheveningen í Hollandi og í sambandi við þann stofnfund var haldið al- þjóðlegt bridgemót, sem Bridge- samband Hollands stóð fyrir. Þetta mót var upphafið að hinu árlega Evrópumeistaramóti. A þessu móti varð Austurríki í fyrsta sæti, Holland nr. 2 og Nor- egur nr. 3. Hið fyrsta opinbera Evrópu- meistaramót var siðan haldið ár- ið eftir, 1933, í London. Sjö þjóð- ir tóku þátt í mótinu og sigraði Austurriki, Holland varð nr. 2 og Noregur nr. 3. 1934 var keppnin háð í Vín og sendu nú 10 þjóðir lið til keppninnar. Ungverjaland sigraði, Holland varð nr. 2 og Austurríki nr. 3. Brússel varð fyrir valinu, sem keppnisstaður 1935 og bættust nú tvær þjóðir í hópinn og voru því þátttakendur tólf FrakklanJ sigraði og Ungverjaland og Júgó- slavía skiptu með sér öðru og þriðja sæti. Þrettán þjóðir sendu lið til Stokkhólms 1936. Austurríki sigr I aði. Ungverjaalnd varð í öðru sæti og Holland nr. 3. 1937 bættust í hópinn tvö lið frá Bandaríkjunum og var því um að ræða nokkurs konar heimsmeístarakeppni. Austurríki sigraði, en sveit Cullbertson fra Bandarikjunum varð nr. 2. Ungverjaland sigraði í mótinu 1938, sem haldið var í Ósló, en gestgjafarnir urðu nr. 2 og Hol- land nr. 3. Síðasta Evrópumeistaramótið fyrir stríð var haldið í Haag. Þar var Svíþjóð í fyrsta sæti, Júgó- slavía nr. 2 og Þýzkaland í þriðja sæti. Nú liðu 9 ár, án þess að keppt væri og var ekki fyrr en 1948 að ákveðið var, að keppnin skyldi tekin upp að nýju, og varð Kaup- mannahöfn valin sem keppnis- staður. Tíu lönd sendu lið til keppninnar og þar á meðal ís- land, sem sendi nú lið í fyrsta sinn. Þeir, sem kepptu fyrir ís- land, voru: Árn.i M. Jónsson, Ein- ar Þorfinnsson, Lárus Karlsson, Gunnar Pálsson, Torfi Jóhanns- son, Sigurhjörtur Pétursson, Gunngeir Pétursson og Hörður Þórðarson. England varð í fyrsta sæti og því næst komu Svíar og Norðmenn. íslendingar höfnuðu í níunda sæti. Með þessu móti má segja, að brotið hafi verið blað í sögu keppnisbridge hér á landi, því mót þetta varð til þess að áhugi á keppni í bridge er- lenais vaknaði hjá íslenzkum bridgespilurum. Þetta sýndi sig líka á mótinu, sem haldið var árið eftir, 1949, í París. Þangað sendu ellefu lönd lið til keppni. England varð nr. 1, Svíþjóð nr. 2 og Danmörk nr. 3, en íslani varð í 6. sæti. Fyrir ísland kepptu þeir Árni M. Jónsson, Jóií Guðmundsson, Einar Þorfinns son, Lárus Karlsson, Kristinn Bergþórsson og Gunnar Guð- mundsson. Á mótinu árið 1950, sem hald- ið var í Brighton, náðu íslend- ingar þeim bezta árangri, sem þeir fram til þessa dags hafa náð. Þeir urðu þriðju í röðinni af ellefu löndum, með England í fyrsta sæti og Svíþjóð nr. 2. Fyrir ísland kepptu þeir Hörður Þórðarson, Stefán Stefánsson, Lárus Karlsson, Kristinn Berg- þórsson, Einar Þorfinnsson og Gunnar Guðmundsson. Vegna þessa góða árangurs voru tveir íslendingar, þeir Einar og Gunn- ar, ásamt fjórum Svíum, valdir til að keppa fyrir Evrópu í heimsmeistarakeppninni, sem haldin var á Bermuda. — Stóðu þeir sig mjög vel og hlutu mikið hrós fyrir. Til mótsins í Feneyjum, árið 1951, komu lið frá fjórtán lönd- um. Þar varð Italía í fyrsta sæti. Austurríki nr. 2 og England í þriðja sæti. ísland varð nr. 6, og kepptu þessir fyrir Island: Árm M. Jónsson, Lárus Karlsson, Einar Þorfinnsson, Gunnar Guð- mundsson, Kristinn Bergþórs- son og Gunnar Pálsson. — — Reykjavikurbréf Framh. af bls. 11 lendingar segðu slitið samvinnu við Atlantshafsbandalagsþjóðir og kölluðu fulltrúa sinn þar heim. Það væru a. m. k. heiðar- leg vinnubrögð." En er það ekki einmitt þetta, sem er yfirlýst stefna Alþýðu- bandalagsins? Það hefur alls ekki farið leynt með heldur lýst því berum orðum yfir, að vilji þess væri að koma íslandi úr Atlantshafsbandalaginu. Nú læt- ur Alþýðublaðið sem því sé alveg ókunnugt um þessa ákvörðun Alþýðubandalagsins. En bland- ast nokkrum íslendingi hugur um, að kommúnistar hafa ein- mitt haldið á landhelgismálinu með þeim hætti að reyna að skapa erfiðleika í sambúð okkar og hinna Atlantshafsþjóðanna? Því miður virðist þeim verða of vel ágengt í því efni. Sannasc sagt, er ekki merkilegt, þó að þeim heppnist það, ef Alþýðu- blaðinu, málgagni sjólfs utan- ríkisrááðherrans, er í raun og sannleika ókunnugt um þessa fyr irætlun. Getur þó naumast verið að svo sé, því að öðru hverju hefur Alþýðublaðið sagt berum orðum, að kommúnistar vildu fara með málið á þann hátt að skapa örðugleika í sambúð Is- lendinga við aðrar þjóðir, nema Rússa. Það er einmitt að þessu marki, sem keppt er, og það er þetta, sem Sjálfstæðismenn hafa æ ofan í æ varað við. Út- færsla fiskveiðitakmarkanna er íslendingum of mikilsverð til þess að inn í það mál megi blanda nokkrum annarlegum sjónarmiðum. Ræðum vandann við vini okkar Sjálfur verður utanríkisráð- herra að gera sér grein fyrir, að ef í raun og veru eru horfur á valdbeitingu hér við land, með þeim ófyrirsjáanlegu afleiðing- um, sem það kann að hafa, þá ber honum skylda til að gera sitt til að fá slíku afstýrt. Lester Pearson, fyrrverandi utanríkis- ráðlierra Kanada og einn af upp- hafsmönnum Atlantshafsbanda- Brynjólfur Stefánsson var farar- stjóri. — í mótinu árið 1952, sem haldið var á írlandi, varð minni þátttaka en árið áður eða 10 lönd. íslendingum gekk ekki eins vel og oft áður og höfnuðu í 9 . sæti. Svíþjóð hreppti fyrsta sætið að þessu sinni, en Frakk- land annað og Holland þriðja. Þátttakendur Íslands voru: Gunn geir Pétursson, Einar Ágústsson, Sigurhjörtur Pétursson, örn Guðmundsson, Einar Þorfinns- son og Lárus Karlsson. ísland sendi ekki lið á mótio í Helsingfors árið 1953. Ellefu lönd sendu lið og sigraði lið Frakklands. England nr. 2 og Ítalía nr. 3. Sviss var keppnisstaðurinn 1954. Fimmtán lönd sendu lið, en ekki var sent lið frá íslandi. Röð efstu landa varð: England, Frakk land og Austurríki. son, Gunnar Pálsson og Þor- steinn Þorsteinsson. Ef gerð er „statistik" yfir þátt- töku og vinningahlutföll þátt- tökuþjóðanna, þá út: lítur hún svona Nr. Lasu Þátt taka Illut- fall 1 Ungverjaland 6 80,25 2 Austurríki 12 80,15 3 Italía 9 74,47 4 Frakkland 13 71,10 5 England 17 66.22 6 Holland ... 17 61,82 7 Svíþjóð .. .. .... 16 60,47 8 Noregur 18 48,66 9 Sviss 8 46,50 10 ísland 7 51,85 11 Belgía 15 38,25 12 Þýzkaland 8 35,11 13 Danmörk ... 16 30,57 14 Irland 10 18,42 15 Finnland ... 12 10,74 1955 var keppnin háð í Amster- dam og voru þátttökulöndin 13, en ísland sendi ekki lið. Frakk- land sigraði; Italía nr. 2 og Ho,- land nr. 3. íslendingar tóku þátt í mótinu árið 1956, sem haldið var í Stokkhólmi og urðu sjöttu í röð- inni af 16 þátttakendum. ítalía sigraði, Frakkland nr. 2 og Aust- urríki nr. 3. Þessir kepptu fyrir ísland: Hörður Þórðarson, Stefán Stefánsson, Lárus Karlsson. Kristinn Bergþórsson, Einar Þor- finnsson og Gunnar Guðmunds- son. Síðastliðið ár var mótið haldið í Vínarborg og voru þátttakendur 17. Þar sigraöi Ítalía, Austurríki varð nr. 2 og England nr. 3. Island hafnaði í fimmtánda sæti. Þá kepptu fyrir íslarid: Árni M. Jónsson, Vii- hjálmur Sigurðsson, Guðjón Tómasson, Sigurhjörtur Péturs- Það sem einkum vekur athygli við töflu þessa er, að Noregur er eina landið, sem tekið hefur þátt í Evrópumeistarakeppninni frá byrjun. Þetta er í sextánda skipti, sem keppt er í kvennaflokki og hafa einkum þrjár þjóðir komið þar við sögu. Frá því árið 1948 hafa Dariir sigrað fjórum sinnuni, Englendingar og Frakkar hvorir þrisvar. íslenzku þátttakendurnir fóru utan i morgun og hefst fyrsta umferðin annað kvöld kl. 7. Síð- an verður 1% leikur á dag í opna flokknum, en einn leikur á dag í kvennaflokknum. Hið árlega þing Bridgesam- bands Evrópu verður haldið í sambandi við mótið og mun Eiríkur Baldvinsson sækja það af hálfu Islands. lagsins, hefur vakið athygli á því, að málið í heild þurfi og eigi um- svifalaust að ræða innan Atlants- hafsbandalagsins, einmitt af þess um orsökum. Þetta er hverju orði sannara. Svo mikið er hér í húfi, að íslénzka stjórnin má ekki bíða eftir ákvörðunum ann- arra heldur gera bandamönnum okkar grein fyrir hver alvara er á ferðum. Og íslenzkir ráðherrar eiga ekki að láta undirmenn sína, hversu góðir sem' þeir eru, eina annast þær viðræður og reyna að skjóta sjálfum sér und- an ábyrgð, heldur eiga þeir sjálf- ir, einn eða fleiri, að flytja mál þjóðarinnar og stefna til þess móts starfsbræðrum sínum frá bandalagsþjóðum okkar. íslend- ingar mega ekki þjást af þeirri minnimáttarkend, að viðræður um málin af okkar hálfu við vini okkar og bandamenn hljóti að leiða til samningagerða, þar sem við förum halloka. Ferðalag Lúðvíks Ætli það gæti gerzt í nokkru landi öðru en íslandi, að einn ráðherranna tæki sig til og færi í opinbera heimsókn til Moskvu, án þess að nokkurt stjórnarblað- anna sæi ástæðu til að geta um það? En þetta hefur gerzt hér. SI. mánudag barst skeyti frá al- þjóðlegri fréttastofnun um það, að Lúðvík Jósefsson, sjávarút- vegsmálaráðherra íslands, væri kominn í heimsókn til Moskvu og erindi hans sagt vera að tala um lántöku hjá Rússum. Morg- unblaðið sagði frá þessari frétt daginn eftir og síðar vakti blað- ið enn frekari athygli á henni með því að benda á, að lántöku- leitin gæti naumast verið eina erindi Lúðvíks austur til Kreml. Gögn væru fyrir því að lánið mundi hafa verið tryggt, þegar hinn 22. júlí sl. Ekkert stjórnar- blaðanna hefur fengizt til að svara fyrirspurnum um þetta né yfirleitt að segja frá ferð ráð- herrans. Það ferðalag er þó í raun og veru enn merkilegra en ella, vegna þess að fyrst heimsótti hann stjórnina í Austur-Þýzka- landi. Stjórn, sem íslenzka ríkis- stjórnin hefur sagt, að hún hafi aldrei viðurkennt. Það var talið ganga landráðum næst í fyrra, þegar frétt var birt um, að hér hefði austur-þýzk stjórnarskrif- stofa verið opnuð. Þá var sagt að þetta væri til þess lagað að spilla áliti Islands út á við og látið svo sem það mundi hafa geigvænlega þýðingu fyrir land og lýð. Nú fer einn ráðherranna í heimsókn til þessarar sömu stjórnar, án þess að stjórnarblöð- in geri við það nokkra athuga- semd, eða skýri fyrir þjóðinm af hverju það var nauðsynlegt. Af hverju mætti Lúðvík ekki á sjávarútvegsmála- ráðherraf undinum uorræiia? Á sama tíma og Lúðvík Jós- efsson er á sínu leyndardóms- fulla ferðalagi um Rússland, er haldinn fundur sjávarútvegs- málaráðherra Norðurlanda, þar sem landhelgismálið er m. a. rætt. íslenzka sjávarútvegsmála- ráðherranum var aðvitað boðin þátttaka í þessum fundi. En hann fór þangað ekki, vildi ekki þiggja boðið, „gat ekki komið því við“, að sögn Þjóðviljans. Samtímis skrökvaði Þjóðviljinn því upp, að landhelgismálið ætti alls ekki að ræða, þó að það væri vitanlega eitt aðalumræðu- efnið! Hér er enn eitt dæmi þess, að fræðsla um málið erlendis og málfærsla af okkar hálfu þar, hvarvetna sem við verður komið er alveg vanrækt. Hér þarf að fara allt öðru visi að. Ekki þarf að sannfæra okkur, sem erum þegar fyrir löngu sann færðir. Utlendingarnir þurfa aft- ur á móti uppfræðslu við. Hún er sorglega vanrækt. í synjun Lúðvíks Jósefssonar um að fara á sjávarútvegsmálaráðherrafund- inn kemur þetta skýiar fram en nokkru sinni fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.