Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 8
í M O R G UTS fí r .4 fí I Ð Sunnudagur 17. ágúst 1958 mm,% /72. afmæLisdagur Reykjavíkur BOKAÞATTUR: * Bækur frú Norðurlöndum [arinnar og að austan Víkur lækur frá Tjörn til sjávar. — Auk þess tilheyrði bæjarland- inu spilda af Arnarhólslandi og Orfirisey, og var eyjan sér- staklega fengin kaupstaðnum, til þess að þar væri hægt að koma upp virki til varnar Reykjavíkurhöfn. Þótti kaup- staðarlóðin ríflega í té látin og var ekki búizt við að bráð- lega yrði þörf á stækkun. Á kaupstaðarlóðinni bjuggu þá aðeins 167 manns. Þetta sumar, sem Reykja- víkurkaupstaður „fæddist", var kalt í veðri að vorinu til og seinni hluta sumars voru hrakviðri, svo heyskapur gekk illa. Skæð sótt, bólusótt- in, gekk þá um allt. Ekki hefur þá, sem mældu út kaupstaðarlóðina í önd- verðu, órað fyrir því að þar mundi rísa upp borg, eins og orðið er og myndin sýnir. Reykvíkingar og allir lands menn árna höfuðstaðnum heílla á afmæli hans. Ljósm.: vig. ÞÆTTINUM hafa borizt nokkur rit til umsagnar frá Norðurlönd- um, og skal þeirra getið hér stutt lega. Aschehoug-forlagið í Oslo hef- ur gefið út fyrirlestrana, sem hinn kunni fræðimaður Fredrik Paasche hélt við Uppsala-háskóla vorið 1941. Nefnist bókin Mötet mellom hedendom og kristendom i Norden. Er hér um að ræða átta fyrirlestra sem bera þessi heiti: Emnet og kilderne, Hedendomm- ens forsvarskamp, Den kristne forkynnelse: religionen, Den kristne forkynnelse: etikken, Religionsskiftet og staten, Ut- byggingen af kirken, Kristen- dommen og litteraturen (tveir fyrirlestar) Dag Strömbeck hefur gefið bókina út, skrifað minningarorð um Paasche, sem lézt 1943, ritað inngang að bókinni og skýringar við textann. Bókin er 163 sxður í meðalstóru broti. Paasche er ís- lendingum að góðu kunnur fyrir margvísleg ritverk am íslenzk í meðalstóru broti. Paasche er fs- land, rit um Snorra Sturluson og Sturlunga, bókmenntasögu ís- lands og Noregs á miðöldum og þýðingu á „Lilju“ Eysteins munks. Svart kvenveski tapaðist í gær frá Melabut um Hagamel á Grenimel. Vinsam- legast skilist á Grenimel 4 (kjaliara). KEFLAVÍK: Húsgögn til sölu Vegna brottílutnings eru til sölu nú þegar, húsgögn, þ. á. m. borðstofuhúsgögn, dagstofuhús gögu, píanó og ísskápur. Til sýnis á Hólabraut 8, niðri. Universitetsforlaget í Oslo hefur gefið ut bókina Alkoholmis- brukeres foreldre og börn eftir Arnfinn Engeset og Rolf Idsöe. Fjallar ritið um þá spurningu, hvort misnotkun áfengis hjá for- eldrum leiði til misnotkunar á- fengis hjá börnum þeirra. Eru það heimxli drykkjunianna eða heimili bindindismanna seni veita börnum beztu vörnina gegn á- fengissýklmum? Þessi alvarlegu vandamál eru tekin fyrir af höf- undununx, sem eru læknir og prestur. Þeir framkvæmdu rann- sókn stna með því að kynnast persótiulega heimihshögum fjöl- margra otdrykkjumanna og bind indismanna, Hver einstaklingur var spnrðui spjörunum úr um ástandið á bernskuheimiiinu og þá fyrsí og fremst umgengni for- eldranna við áfengi í bókinni eru margar fróðlegar staðreyndir dregnar íram í dagsljósið og nið- urstöðurnar mun vekja marga til umhugsunar. Bókin er 100 síður í allstóru broti og kostar 5,50 norskar krónur. í bókarlok er stuttur útdráttur á ensku og skrá yfir helztu rit um þessi efni. ★ Önnur bók frá Universitetsfor- laget í Oslo heitir Kjönsrolle og ungdomskriminalitet eftir Sverre Brun-Gulbrandsen. Höfundurir.n ræðir einkum orsakirnar sem liggja til þess, að karlmenn eru miklu fjölmennari en kvenfólk meðal afbrotamanna, Af þeim sem hegningu hljóta í Noregi eru aðeins 5—10% konur, cg eru hlut föllin svipuð hjá óðrum pjóðum, Niðurstöður höfundar eru þær, að hin ólíku áhrif sem drengir og stúlkur verða íyrir í bernsku og æsku, og hmar ólík.u kröfur sem gerðar eru til þeirra, séu þess valdandi að piltar hneigjast meír til afbrota en stúlkur. Bendir höfundurinn á að drengir verði í miklu ríkari mæh en stúlkur fyrir áhrifum sem glæða og efla marga verðmæta eðlisþætti með þeim, en verða þess um leið vald- Á MORGUN, 18. ágúst, er af- mælisdagur Reykjavíkur, en þá eru liðin 172 ár frá því að Reykjavík fékk kaupstaðar- réttindi, árið 1786. Myndin hér að ofan, sem er nýtekin, sýnir hluta af „kvos- inni“, sem svo er stundum kölluð, eins og hún lítur út nú, en hin gamla kaupstaðar- lóð Reykjavíkur var ákveðin með útmælingu í febrúar mánuði 1787 og var þannig: Að vestan Grjótabrekka frá Ullarstofutúni allt til sjávar, að sunnan norðurendi Tjarn- andi að þeir lenda oftar á glap- stigum. Með víðtækutn rannsókn um meðal skólaæskunnar telur höfundurinn sig hafa fundið þess um kenningum stoð. í bókarlok er útdráttur á ensku ásamt skrá yfir helztu rit um efnið. Bókin er 200 síður í stóru L_ -tx og kostar 12 norskar krónur. 'A Universitetsforlaget í Oslo hef- ur ennfremur sent frá sér ann- að bindi af Humaniora Norvegica, og tekur það yfir árin 1951 og 1952. Er ritið 385 bls. í mjög stóru broti og kostar 30 norskar krónur. Það er allt á ensku. li.it- stjóri þessa mikla verks er Har- ald L. Tveterás, en hann hefur sér við hlið þrjá aðstoðarritstjora og sjö manna ritnefnd ásamt um 140 öðrum aðstoðarmönnum. Rek ur ritið þær rannsóknir sem gerð ar hafa verið í húmanískum fræð um í Noregi umrætt tímabil. Efnin sem tekin eru til með- ferðar eru þessi: heimspeki, sál- fræði, uppeldisfræði, trúarbrögð, hagfræði, lögvísindi, þjóðsógur og þjóðfræði, málvísindi, bók- menntir, listir, fornleifafræði, sagnfræði, þjóðfélagsfræði, inn- lend saga og ættfræði. Þriðja bindi þessa mikla rits er væntanlegt í haust. Humaniora Norvegica er gefið út að tilhlutan Selskapet for | norsk kulturgransking og Norges Almenvitenskapelige Forsknings | rád, sem kosta útgáfuna að nokkru. Tilgangurinn með ritinu er tvíþættur: annars vegar að efla sambandið milli hinna ýmsu vísindagreina innanlands, hins vegar að gefa umheiminum hug- mynd um vísindastörf norskra fræðimanna. Ætlunin er að í framtíðinni komi eitt bindi út árlega. í ritinu er fjallað um bækur, ritgerðir og önnur visindarit, sem út komu á árunum 1951—52 Er þetta yfirlit mjög víðtækt og handhægt. Jafnframt eru tilvís- anir til ritdóma bæði innanlands og utan. í bókarlok er skrá yfir höfunda, sem rætt er um í ritinu, og yfir alla þá, sem í ritið skrifa. ★ LTs Förlag í Stokkhólmi hefur gefið út Halsa och sjukdom i! hemmet eftir Arne Tallberg. Bókin er 256 síður og prýdd fjölda mynda. Hún kostar 10 sænskar krónur. Höfundurinn er kunnur læknir sem hefur skrifað mikið um heilbrigðismál í heima landi sínu. Bókin er í 18 aðal- köflum sem síðan er skipt í smærri kafla. Aðalkaflarnir bera þessi nöfn: Frán cell til orgai.ism, Huden, Kroppens stomme, Kropp ens ben og muskler, Blodet, I hjártat och kárlen, Lungorna ochl I andningen, Matsmáltningsappar- aten, Mat och dryck, Hur avfallet avlágsnas, Nervsystemet, Sinnes- organen, Insöndringskörtlar och hormoner, Smittámnen och ín- fektionssjukdomar, De stora folk sjukdomarna, Hygien, Sexuali- tet, Nerver och psyke, og Husa- poteket. Að lokum er skrá yfir oll hugtök og líífæri sem rætt er um í bókinni. •k Gyldendalsforlagið í Kaup- mannahöfn hefur sent frá sér ! stóra og glæsilega myndabok, Billede af Grækenland, eftir Helge Finsen, sem er xunnur danskur arkítekt, ljósmyndari og rithöfundur. Bókin er 85 síður í mjög stóru broti og kostar 19,75 danskar krónur. Efninu er þann- ig raðað, að í hverri opnu er heilsíðumynd og gegnt henni með fylgjandi texti sem er einnig að jafnaði heil síða. Þannig er í bókinni 41 ljósmynd, sem hver fyrir sig er listaverk. Að sjálf- sögðu er lögð áherzla á gríska byggingarlist, bæði frá fornöld og miðöldum, ekki sízt hinar frá- bæru býzönsku kirkjur, en höf- undurinn gleymir samt ekki hinu sérkennilega gríska landslagi, sem á enga hliðstæðu í Evrópu, nema kannski á íslandi. Bókin er mjög smekklega útgefin og I hefur fengið göða dóma í Dan- I mörku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.