Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 11
Sunnudagur 17. ágúst 1958 MORGUNBLAÐ1Ð 11 REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 16. ágúst Frægðarför Nautilusar Sigling bandaríska kafbátsins Nautilusar undir ísbreiður Norð- ur íshafsins er mikið afrek. Með henni er framkvæmd gömul draumsýn, sem menn áður héldu að væri fjarri veruleikanum. I'ranski skáldsagnahöfundurinn Jules Verne, hinn .sami og skrií- aði bókina „Umhverfis jörðina á 80 dögum“ skrifaði fyrir 90 ár- um skáldsögu, þar sem kafbátur- inn Nautiius er látinn sigla und- ir ísbreiðuna í Suður-íshafinu. Nú er sú hugmynd, sem þá var talin fjarstæða, orðin að veru- leika, þó að siglingin hafi af eðlilegum ástæðum orðið á norð- urslóðum, en ekki við Suðurpól- inn, þar sem meginland hefur reynzt vera. Þýðing þessarar siglingar ev vafalaust mikil, bæði vegna þess að hún styttir flutningaleiðina milli Atlantshafsins og Kyrra- hafsins og þá ekki síður vegna þeirra hernaðarnota, sem hér koma til. Breytir hernaðar- þýðingu Islands ? A það hefur áður verið minnzt í Reykjavíkurbréfi, hvernig menn hafa ráðgert að búa kaf- báta þessarar tegundar út með langdrægum skeytum, sem hægt væri að skjóta úr þeim neðan- sjávar og næðu til skotmarka allt að 1500 sjómílur burtu. Sjálfir gætu bátarnir leitað sér skjóls uridir ísnum og skotizt þaðan þangað sem þeirra er sízt von. Víst eru slíkar ráðagerðir óhugn- anlegar, en í vígbúnaðarkeppn- inni er ekki í það horft. Kjarnorkuknúnir kafbátar geta verið miklu lengur neðansjávar en venjulegir kafbátar. Sagt ér, að hinir síðarnefndu þurfi að koma upp a. m. k. með tveggja frískt loft, en hinir geta verið vikum saman í kafi. Þá er Naut- ilus einnig búinn nýtízku sigl- ingatækjum og þarf hvorki á átta vita né himintunglum að halda til að finna hina réttu leið. Banda ríkjamenn telja sig enn hafa for ystuna í þessum siglingum, en búast við, að hún muni ekki standa nema skamma hríð, því að þá muni Rússar einnig byggja sams konar skip. Allt mun þetta leiða til þess, að kafbátar verði enn þýðingar- meiri í hernaði en áður. Aðalleið þeirra milli heimsveldanna t\eggja er undan ströndum ís- lands. Við er búið, að þetta kunni að hafa áhrif fyrir hernaðarþýð- ingu lands okkar. Kanna verður, hvort svo sé, og reyna að gera sér grein fyrir öllum afleiðing um þess. Krúsjeff setur ofan Þvi verður ekki neitað, að Krúsjeff er atkvæðamikill stjórn- málamaður, sem kann að grípa tækifærið og gerir óvænta hluti, sem setja andstæðinga hans í vanda. Hringl hans í sambandi við fund æðstu manna um mál- efni landanna fyrir botni Mið jarðarhafs hefur þó ekki orðið til að auka veg hans. Áróðurs- viljinn hefur þar verið of auð- sær, en einkanlega er greinilegt, að hann hefir orðið að láta í minni pokann fyrir hinum kín- versku flokksbræðrum sínum. Hefur aldrei fyrr komið jafn- greinilega fram, hvernig styrkur Kínverja fer vaxandi samanborið við Rússa, sem hingað til hafa verið forystumenn hinnar komm- únisku fylkingar. Að vísu þótt- ust sumir sjá merki þess, að Kín- verjar réðu ekki síður stefnunni gegn Titó en Krúsjeff og landar hans. Kunnugir hafa talið, að fjandskapur Krúsjeffs gegn Titó nú síðustu mánuðina, sem er í algerri mótsetningu við það, sem áður var, væri beint undan rifj- um Kínverjanna runnin. Úrslita- eins ljós og nú. För Krúsjeffs austur til Pekings og frífall hans frá hugmyndinni um fund æðstu manna innah Öryggisráðsins, sýn- ir glöggt, hverjir þar hafa tekið ákvörðunina. Fuiiíiör Allsherjar þings S.Þ. Nú er hafinn fuwdur Allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna og þótti byrja heldur friðvænlegar en menn höfðu búizt við, þó að dauflega horfi um lausn sjálfra vandamálanna. Enn hefur sann- azt það, sem Thor Thors sendi- herra sagði á dögunum í samtali við Morgunblaðið: „Það er mikil tízka, einkum hjá þeim, sem ekki nenna að hugsa, að gagnrýna Sameinuðu þjóðirnar og telja þær þýðingar- litlar. En hugsum okkur, að slík stofnun væri ekki til. Ég held að það hlyti að vera aðalhug- sjónamál allra stjórnmálamanna og alveg sérstaklega alls almenn- ings, fólksins, sem vill frið og samvinnu þjóðanna, að slíkri stofnun yrði komið upp. Það hef- ur líka lengi verið draumsýn góðra manna, ekki sízt á styrjald artímum, að til væri vettvangur, þar sem fulltrúar allra þjóða hitt ust. En við skulum minnast þess, að Sameinuðu þjóðirnar verða aldrei annað en það, sem aðildar- ríkin vilja gera þær“. En einmitt vegna þess að sam- tök Sameinuðu þjóðanna eru ó- missandi, þá verður að halda uppi heilbrigðri gagnrýni gegn þeim. Hættulegast er, ef þær stað festa með störfum sínum, að haid ið sé uppi tvenns konar réttar- kerfi, öðru fyrir hinar frjálsu lýðræðisþjóðir, en hinu fyrir kommúnista. Ekki má stöðugt fara svo, að Sameinúðu þjóðirnar fái ekki við því gert að kommún- istaríkin virði að engu lög og rétt, en lögbrjótunum líðist að koma fram sem umvandarar við aðra og færi út yfirráð sín undir því yfirvarpi, að þeir séu þjónar réttlætisins Ekki lagaðir til fangavörzlu 1 þessari viku gerðist enn at- burður, strok frá Litla-Hrauni, sen* hlýtur að vekja menn til umhugsunar um ástand fangels- ismála okkar. Það þarf ekki að vera til lasts Islendingum, að svo virðist sem fáir menn hérlendis séu til þess lagaðir aðLvera fanga verðir. Um alla þá. sem verið hafa fangelsisstjórar Litla- Hrauns gildir, að þeir hafa látið af störfum fyrir tímann, ýmist að eigin ósk eða yfirboðara sinna eða hvorttveggja hefur komið til. Megin-ágallarnir eru þó ekki fangavörðunum að kenna. Erfið- ast er það, að Litla-Hraun er hvorki varðandi híbýli né legu, hentugt sem fangelsi. Þvert á móti. Enda er það út af fyrir sig skiljanlegt, því að húsið var í upphafi reist til allt annarra nota. Þó að klastrað hafi verið við það og reynt að bæta úr verstu göllum, þá eru ókostirnir enn yfirgnæfandi. Lögreglustöð og fangelsi Öðim hverju hefur verið reynt að nota ástandið í fangelsinu til Stjórnmálaárása. Var t.d. við síð- ustu stjórnarskipti gert mikið veður út af því, að húsið var þá í lélegu ásigkomulagi, en þá stóð einmitt mikil viðgerð yfir. Auð- velt væri að rekja það sem síðan hefur gerzt í því skyni að ó- frægja þá, sem nú bera ábyrgð- ina. Því skal sleppt, enda er út af fyrir sig engin ástæða til að ætla annað en ráðherra og ráðu- neyti vilji hafa þessa hluti í lagi, þó að raunin hafi orðið önnur. Menn verða að horfast í augu við það, að hér er þörf gerbreyt- ingar. Og þó verður erfitt að koma öllu í lag, einfaldlega vegna þess, að við höfum ekki efni á að hafa svo sundurgreind j fangelsi sem annars staðar eru tíðkuð og löggjöfin að nokkru gerir ráð fyrir. Alger innilokun hentar og fæstum föngum hér, enda er meginþorri þeirra óláns- manna, sem í fangelsi lenda, síð- ur en svo afbrotamenn að upp- lagi, heldur hafa oftast leiðzt til óhappaverkanna vegna ofneyzlu áfengis. Bygging nýs fangelsis á hent- ugri stað en rétt utan við þrjú fjölmenn kauptún, er eitt af því, sem þarf að gera og þó er enn brýnni þörf þess að koma upp sæmilegri lögreglustöð í Reykja- vík, með viðhlítandi fanga- geymslum. Allt kostar þetta pen- inga, en ef menn vilja forðast þau vandræði, sem í þessum efn- um koma nú upp æ ofan í æ, þá verður að skapa þeim, sem að málunum vinna þau skilyrði, að verk þeirra sé framkvæmanlegt. Er utanríkisráð- lierra vaMalaus? Margt furðulegt er skrifað um stjórnmál á íslandi. Fátt hefur þó sézt furðulegra um þau efm en það, sem Alþýðublaðið sagði sl. þriðjudag í forystugrein um landhelgismálið, um vald ráð- herra. Þar segir málgagn utan- ríkisráðherrans: „Þjóðviljamenn vita það vel, að ísland er í Atlantshaísbanda- laginu og einnig mun þeim vera fullljóst, að mikill meirihluti landsmanna er þeirrar skoðunar, að þjóðin eigi að hafa samvinnu við þær þjóðir, sem þar hafa bundizt samtökum. Þjóðin hefur fastafulltrúa hjá Atlantshafs- bandalaginu, og það er hans starf að fylgjast með málum, sem þar eru rædd, ekki sízt þeim, er ís- land varða. Utanríkisráðherra ber samkvæmt embætti sínu að vinna með þessum fastafulltrúa, standa í sambandi við hann, kynna honum skoðanir íslenzku ríkisstjórnarinnar og taka við skýrslu frá hans hendi. Það er því fásinna að halda því fram, að ráðherra sé með eitthvert sérstakt leynimakk, þótt hann hafi samráð við þennan fulltrUa þjóðarinnar á erlendum vett- vangi. Það er beinlínis embættis- skylda hans“. Ómögulegt er að skilja þessx orð á annan veg en þann, að fastafulltrúi íslands í Atlants- hafsbandalaginu hafi sjálfur úr- slitaráð um ákvarðanir sínar. Sambandi hans og utanríkisráð- herra er lýst svo, sem þeir séu jafnréttháir aðilar og þó öllu heldur á þann veg, að utanríkis- ráðherrann sé seldur undir fasta- fulltrúánn. Fastafulltríiinn starfar á ábyrgð utanríkisráðlierra Auðvitað er þetta alger fjar- stæða. Það er utanríkisráðherr- ann, sem hefur öll völd, fasta- fulltrúinn er eingöngu umboðs- maður hans. Hann á í einu og öllu að lúta fyrii'mælum utanrik- isráðherra og það er utanríkis- ráðherrann, sem ber ábyrgð á gjörðum hins. Ef fastafulltrúinn fer út fyrir það umboð, sem ut- anríkisráðherra hefur gefið hon- um, þá brýtur hann af sér í starfi og utanríkisráðherra er skylt að sjá svo um, að slíkt komi ekki fyrir aftur. í þessu felst ekki, að fastafulltrúinn þurfi í öllum smámálum að fá fyrirsögn frá yfirboðara sínum. Það fer vit- anlega eftir atvikum hverju sinni. En í máli, eins og land- helgismálinu, sem snertir lífs- hagsmuni íslenzku þjóðarinnar, kemur auðvitað ekki annað til greina, en að ráðherrann segi til um, hvað gera skuli. Reyiia að velta af sér ábyrgðimii Ef hér væri um einbera van- þekkingu að ræða hjá Alþýðu- blaðinu, mætti segja, að skrifin væru meinlaus, aðeins blaðinu sjálfu til lítillar sæmdar. En hér er vafalaust um að ræða grein, sem rituð er í samráði við eða eftir fyrirsögn sjálfs utanríkis- ráðherrans, a. m. k. hefur hann ekki látið leiðrétta hana síðan hún birtist. Hér er því þáttur í þeirri viðleitni stjórnvaldanna að skjóta sér undan ábyrgð á verk- um sínum. Samráðherrar utanríkisráðheri ans skrifa eða láta skrifa svo sem þeim sé með öllu óviðkomandi, hvað ráðherrann gerir. Og hann lætur málgagn sitt rita á þann veg, að embættismaður úti í lönd um taki þær ákvarðanir, sem ráð- herrann sjálfur raunverulega ger ir. Hið sanna er, að ráðherra ber ábyrgðina á meðferð þeirra mála, sem undir hann heyra, og sam- ráðherrar bera allir sameigin- lega ábyrgð á verkum hvers annars, og ef þeir eru t.d. ósam- mála um meðferð utanríkismála- ráðherra á einhverju máli eiga þeir ekki annars úrkosti til að firra sjálfa sig ábyrgð en að biðjast lausnar eða sjá um, að utanríkisráðherranum sé veitt lausn. Vilja rjúfa Atlants bafsbanclalagið Tilvitnuð forystugrein Alþýðu- blaðsins er skrýtin að fleiru en því, sem nú hefur verið rakið. I beinu framhaldi þess, sem áður var vitnað til segir: „Sé Þjóðviljinn hins vegar að áfellast ráðherrann fyrir að rækja þessa skyldu, væri hon- um sæmra að ganga hreint til verks og krefjast þess, að Is- Frh. á bls. 12. sólarhrjnga millibili til að fá ráð þeirra hafa þó aldrei orðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.