Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 16
16 MOFCTr\jtLAÐIÐ Sunnudagur 17. ágúst 1958 ' ÍUZIE AWONCr í>kAL kom að því, að ég þoldi ekki að vera einn í herberginu lengur. Ég fór út og gekk um göturnar, þar tii kominn var tími til að fá sér hádegisverð. Mig langaði ekki í mat, en það var þó eitthvað til að hafa fyrir stafni. Ég fór inn í veitingahús og bað um rétt úr steiktum kjötkökum, sem kostaði einn dal. Það voru tólf kjötkökur á fatinu, en ég gat ekki borðað nema tvær. Ég sat heila klukku- stund yfir teinu, borgaði síðan reikninginn og hélt aftur út á Hennessystræti. Ég vissi ekki, hvað ég átti af mér að gera. Ég þorði ekki að fara aftur til Nam Kok af ótta við að hitta Suzie með sjómanni. Brátt kom ég að kvik- myndahúsi, fór inn í það og keypti mér miða í von um, að kvikmynd- in gæti dreift huga mínum. Mynd in var bandarísk og var nýbyrjuð. Brátt kom að því, að söguhetjan kom að unnustu sinni, þar sem hún var að kyssa annan karlmann og trylltist af bræði. Guð minn góð ur, hugsaði ég, ef menn æsa sig svona upp, vegna smávægilegs kossaflens, hvernig skyldi þeim þá verða innanbrjósts, ef þeir vissu af stúlkunni sinni með sjómanni í hótelherbergi? Síðan kom frétta mynd af hersýningu í Portsmouth, þar sem sjóliðar stóðu í röðum á þilfari skips eins, og mér varð samstundis á að hugsa: Hvað skyldu margir ykkar hafa komið til Hong Kong og heimsótt Nam Kok. Það væri fróðlegt að vita, hve margir þeirra hefðu kynnzt Suzie. Að lokum var teiknimjmd af Andrési Önd og þá hugsaði ég, að andasteggirnir væru eflaust nógu léttúðugir til þess að láta sér í léttu rúmi liggja, þótt unnustur þeirra brygðu á leik öðru hverju með öðrum steggjum. Að sýningunni lokinni hélt ég til Nam Kok. Lyftan beið niðri, og ég komst upp, mér til mikils hugarléttis, án þess að mæta nokkrum. Síðar fór að verða meira að gera, og ég heyrði skellina í lyftu dyrunum öðru hverju er skötuhjú komu upp eða fóru niður. Stund- um heyrði ég óminn af röddum þeirra, eftir að þau höfðu lokað að sér. Ég vissi, að Suzie mundi ekki koma á þessa hæð, ef hún kæmist hjá því, en þó fannst mér alltaf, ef ég heyrði stúlkurödd, að það væri rödd Suzie. Að endingu gat ég ekki afborið þetta lengur og fór í annað kvikmyndahús. Ég kom heim aftur um hálf tíu leyt- ið og settist út á svalirnar. En þar var jafnvel enn hljóðbærara en inni í herberginu, þar sem flest herbergin voru opin út á svalirn- ar. Ég færði mig því inn aftur. Nokkrum mínútum síðar var bar- ið laust á dyrnar og Suzie kom inn. Hún kom inn, fas hennar var eðlilegt, eins og ekkert hefði skeð og hún væri venjuleg stúlka, sem kæmi heim úr vinnu og gleddist yfir því að vera komin heir,.. En ég vissi, þrátt fyrir það, að hún gerði sér þessa framkomu upp til þess að fá mig til að trúa, að þann ig væri henni innanbrjósts. — Ég vissi, að henni var órótt, og hún beið þess að sjá, hvernig viðbrögð mín yrðu. „Ég hætti snemma í kvöld“, sagði hún. „Það var svo mikill hávaði í veitingasalnum. Ég varð svo þreytt". Ég svaraði engu. Hún fór úr glitofna jakkanum og lét hann á herðatré. Síðan hengdi hún herða- tréð inn í skápinn vinstra megin, þar sem hún var vön að láta föt Hún sneri baki við mér og gekk að skápnum. Hún opnaði dyrnar og tók jakkann. Herðatréð hékk tómt og sveiflaðist tii á slánni. Hún fór í jakkann, án þess að líta á mig. Hún lokaði skápnum aftur og gekk að dyrunum. „Suzie!“ „Já?“ _ Við stóðum og störðum hvort á annað. „Suzie, þetta er hræðilegt“. Hún sneri sér frá mér og opn- aði dyrnar, hikaði síðan andartak og leit á mig aftur. „Ég elska þig mjög heitt, Ro- í*iií! ‘r*',- í. I Ég elska þig xnjög heitt, Kobert. sín. Hún lokaði skápnum og forð aðist að mæta augnaráði mínu. — Hún lét sem hún væri að skoða á sér höndina. „Ég fékk flís í höndina í dag, en ég get ekki fundið hana. Getur þú það?“ Hún rétti mér höndina. „Þetta er tilgangslaust, Suzie“, sagði ég. Hún dró að sér höndiná, léit upp og beint í augu mín. „Þú vilt mig ekki?‘ sagði hún. „Auðvitað vil ég þig, Suzie. En ekki á þennan hátt. Geturðu ekki skilið það?“ „Nei“. Hún hristi höfuðið. „Ég skil ekki. Þú elskaðir mig í gær — var ekki svo?“ „Jú, mjög heitt“. „Og ég er alveg sú sama og ég var í gær. Ég fór til að stunda vinnu mína, og nú er ég komin aftur, og ekkert hefur breytzt. — Ég er alveg sú sarna". „Ég get samt ekki sætt mig við það,Suzie“. „Jæja — þá er öliu lokið“. bert. Ég elska þig eins mikið og barnið mitt — og kannski meira. En þú ert stór, íullorðinn maður, en barnið mitt er bara lítlð. Barn- ið mitt þarfnast mín. Þess vegna verður það að sitja fyrir. — Þú skilur mig?“ „Já, Suzie“. „Jæja, ég fer þá núna“. Hún fór út og lokaði , eftir sér. Ég hlustaði eftir fótataki hennar, er hún gekk fram ganginn. Ég heyrði rödd sjómanns, sem var að rífast við Ah Tong: „Þrælbeinið þitt .....“. Síðan heyrðust skell ir í lyftudyrunum. Snögglega kvað við niðurbælt fliss Litlu- Alice. Enginn flissaði á sama hátt og Litla-Alice. Ég fór út á sval- irnar. Það marraði í körfustóln. um, er ég settist. Flissið heyrðist ekki lengur. Hurð var skellt. Kaup skip leið hægt út úr höfninni og dró á eftir sér reykinn sem drauga lega, gagnsæja slæðu í fölu skini hins silfraða mána. Daginn eftir cá ég ekki Suzie. Ég beið i herbergi mínu allan dag-\ inn í von um, að hún berði að dyr-! um, en hún kom ekki. Ég fór ekki I niður í veitingasalinn. Ég var | hræddur við að sjá hana með sjó- mönnunum. Sama máli gegndi þar næsta dag. Og daginn á eftir honum. En loks kom að því, að ég gat ekki afborið þetta Iengur, og ég ákvað að leita hana uppi. Ég gekk að dyrunum. Rétt um leið var barið, og Ah Tong kom inn með teketil- inn. Hann var órór að sjá og forð aðist að líta á mig. Ég spurði hann, hvað væri að. „Ekkert, herra“. „Hvers vegna þorirðu þá ekki ið líta á mig, Ah Tong?“ Hann herti upp hugann og leit á mig. „Vitið þér, að hr. Tessler -r farinn, herra?“ „Rodney — farinn?" „Já, hann fór í morgun“. „Haltu áfram, Ah Tong“. Hann varð niðurlútur. „Hann fór með vinstúlku yðar, herra. Þau eru farin til Bang- kok“. 7. KAFLI. En Ah Tong skjátlaðist í þessu, því að þau Rodney og Suzie voru ekki fárin til Bangkok, þótt þau ætluðu þangað síðar. Það frétti ég hjá Gwenny, sem hafði hitt þau, rétt áður en þau fóru frá Nam Kok. Að því er virtist, treysti Suzie Rodney ekki betur en svo, að hún óttaðist, að honum kynni að detta í hug að skilja hana hjálp arvana eftir í framandi landi. — Þess vegna vildi hún, að þau byggju saman um tima áður til reynslu. Þau höfðu því farið til lítils gistihúss, um það bil tólf míl um fyrir utan Kowloon. Það gisti hús var á fögrum stað og var mjög mikið sótt, bæði af Kínverj- um og Evrópubúum, sér í lagi ungum elskendum og brúðhjónum, sem kusu að eyða þar hveitibrauðs dögunum. Suzie hafði tekið barn- ið og fóstruna með sér og fengið handa þeim herbergi í fiskimanna þorpi skammt frá. Að súmu leyti var enn verra, að vita af þeim á næstu grösum. Mér hefði liðið betur, hefðu þau farið beint til Bangkok. Mig dreymdi Suzie á hverri nóttu. Mig dreymdi, að hún væri komin aftur, og ég stæði við málaratrönurnar, en hún sæti með krosslagða fótleggi á rúminu og horfði á mig augum, sem lýstu glettnislegri stríðni. — Eina nóttina dreymdi mig, að við værum stödd á veðreiðunum, héld- umst í hendur í þögunni, og Rod- ney birtist fyrir framan okkur — risavaxinn, magur og afskræmd- ur Rodney, sem líktist helzt soltn- um hræfugli — og ég hélt dauða- haldi í Suzie, til þess að hann tæki hana ekki frá mér — en hann i • fram hjá og hvarf í fjöldann. — Skelfingin hvarf úr huga mér, og ég var aftur sæll og glaður yfir að hafa Suzie við hlið mér — þang að til ég vaknaði um morguninn og komst að raun um, að þetta hafði verið draumur. Ég þreifaði í rúminu til vonar og vara. Já, tómt — hún var farin. Ég hugsaði til hinna löngu daga, sem ég átti fram undan án hennar, og sársauk inn heltók hjarta mitt. Ég lokaði augunum og reyndi að sofna aft- ur til þess að stytta daginn og slæva hugann enn eina klukku- stund. En þegar mér varð svefns.vant, leiddi ég hugann að þeirri von minni, að hún-mundi áreiðanlega a r (' ú ó 1) „Þú ert nú meiri karlinn, Markús. Þér tókst svo sannar- lega að stöðva m.'_ með þessum heimsækja mig — hún hlyti, þar sem hún var svo nærri borginni, að koma til þess að verzla eða fara í kvikmyndahús? Og hlaut hún þá ekki jafnframt að koma vic hjá mér? 1 upphafi hvers nýs dags taldi ég mér trú um, að ein- mitt þennan dag hlyti hún að koma. Ég beið komu hennar allan daginn, hlustaði eftir hverju fóta taki, stirðnaði upp af eftirvænt- ingu í hvert skipti, sem lyftuhurð in skall, og hvað eftir annað þóttist ég þekkja fótatak hennar. 1 eitt skipti heyrðist fótatak al- veg að dyrum mínum, og síðan var barið. Ég þaut upp, brosandi út að eyrum, rakst í óðagotinu á vatns- glas, sem skall í gólfið og möl- brotnaði, reif dyrnar upp á gátt — og stóð þá au|diti til auglitis við Ah Tong, sem gapti af undrun og hélt eflaust, að ég væri geng- inn af vitinu. Svo var morgunn einn, að ég vaknaði til nýs viðhorfs gagnvart umhverfi mínu -— gagntekinn viðbjóði á Nam Kok og öllum og öllu, sem því heyrði til. Það hug- arástand varaði langan tíma. Fram að þessu hafði ég litið Nam Kok óraunsæjum augum. Mér hafði verið hlýtt til staðarins og stúlknanna, því að ég hafði jafn- an fundið marga góða eigir.ieika hjá þeim, þrátt fyrir hina niður- lægjandi atvinnu þeirra, og ég hafði oft undrazt það, hve miklu af sínu innsta eðli þeim rókst að halda óspilltu, þrátt fyrir Hferni sitt. Suzie var ekki sú eina þeirra, sem hafði virzt búa yfir hreinleika hjartans. Mér hafði jafnvel verið sýnt um að líta á sjómennina með.umburð- arlyndi. Ég hafði talið leit þeirra að ánægju augnabliksins byggða SHlItvarpiö Sunnudagur 17. tgúst. Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Dómkirkjunni — (Prestur: Séra Öskar J. Þorláks- son. Organleikari: Páll Isólfsson). 15,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16,00 Kaffitíminn: Carl Loubé og hljómsveit hans leika vinsæl lög frá Vín (plötur). 16,30 Veður- fregnir. — Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrituð í Þórshöfn). — 17,00 „Sunnudagslögin". 18,30 Barna- tími (Guðmundur M. Þorláksson kennari). 19,30 Tónleikar (plöt- ur). 20,20 „Æskuslóðir"; VIII: Djúpivogur (Stefán Jónsson fréttamaður). 20,45 Tónleikar (plötur). 21,20 „í stuttu máli“. — Umsjónarmaður: Loftur Guð- mundsson rithöfundur. 22,05 Dans lög (plötur). 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 18. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Tónleikar: Lög úr kvik.nynd um (plötur). 20,30 Um daginn og veginn (Einar Ásmundsson hæsta- réttarlögmaður). 20,50 Einsöngur: Kim Borg syngur (plötur). 21,10 Upplestur:" Haraldur Björnsson leikari les smásögu. 21,45 Tónleik ar (plötur). 22,00 Fréttir, síld- veiðiskýrsla og veðurfregnir. — 22,20 Búnaðarþáttur: Frá naut- gripasýningunum 1958 (Ólafur E. Stefánsson ráðunautur). 22,35 Kammertónleikar (plötur). 23,20 Dagskrárlok. ÞriSjudagur 19. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms- um löndum (plötur). 20,30 Erindi: Suður í Súdan (Ólafur Ólafsson kristniboði). 21,00 Tónleikar (plöt ur). 21,35 Útvarpssagan! „Sunnu fell“ eftir Peter Freuchen; XXIV — sögulok (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur þýðir og les). — 22,10 Kvöldsagan: „Næturvörður" eftir John Dickson Carr; XXIII. (Sveinn Skorri Höskuldsson). — 22.30 Hjördís Sævar og Haukur Hauksson kynna lög unga fólks- ins. 23,25 Dagskrárlok. bjórum þínum“. — „Já, í bili að I Ég finn einhver ráð til að kveða minnsta kosti“. þig í kútinn, piltur minn“. — „Þá 2) „Já, en þér tekst ekki að | það, Tryggvi. Við sjáum nú til“. stöðva mig til lengdar, Markús. I 3) Seinna. „Mér geðjast svei mér vel að Markúsi og Sigga, pabbi. Lízt þér ekki vel á þá?“ Allir lesa 7ZUGMÁL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.