Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 18
18 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. ágúst 1958 — Ekkja Finsens Frh. af bls. 3 þar og las. Hann sagði mér þetta m. a. til þess að sýna mér frarn á hve vornóttin væri hér björt. — Frú Ingeborg skýrir síðan frá því, að það fyrsta sem hún hafi heyrt um tilraunir Nielsar varð- andi lækniskraft ljóssins, hafi verið þegar hann skrifaði henni til Ribe, meðan þau voru trú- lofuð, að líklega drægist eitthvað að hann kæmi í fyrirhugað frí, því hann væri að vinna að ákveðnu verki. Það væri dálítið sérkennilegt, en einmitt þess vegna þyrfti hann að vanda það vel. Skömmu eftir að þau giftust kom grein í læknariti um áhrif Ijóssins. Þá sagði Niels Finsen: „Nú kem ég fram með mitt verk“ og svo skrifaði hann fyrstu grein sína úm ljóslækn ingar. Það var árið 1893. Þar lýsir hann undramætti ljóssins gagnvart sjúkdómum. Þremur árum síðar komst ljóslækninga- stofnunin á fót. „Ég verð að koma upp Ijóslækningastofu sem allra fyrst, því ég á ekki langt eftir ólifað. Ég er í engum efa um að hér er stórmál á ferðinni". hefur frú Ingeborg eftir houm í viðtalinu í Mbl. Brátt tókst að fá vísindamenn og efnamenn til þess að sameina kraftana til að koma upp Ijóslækningastofu. Var hún reist á lóð, sem „Komune- hospitalet“ átti. Seinna var ljós- lækningastofan flutt út í „Rosen- vænget", þar sem hún er enn. — En hann varaðist að láta mig þurfa að taka þatt í því hug- arstríði, þeirri sorg, sem hann bar í brjósti, yfir því að vita, að brátt hyrfi hann frá verki sínu, segir frú Ingeborg að lokum í umræddu viðtali. Með nærgætni og pössunarsemi tókst honum að leggja grundvöllinn sem aðrir byggðu á, og byggja á enn í dag. Það veitti honum gleði uppfinn- ingamannsins. í henni fékk ég hlutdeild. Mér hefir skilizt að hún muni vera sú æðsta gleði sem mönnum veitist í lífinu. Og Valtýr lýkur viðtalinu með eftirfarandi hugleiðingum: Mér sýndist sem það kynni að vera hlutdeild hennar í starfi og vís- indasigrum hins mikla læknis og mannvinar, er gefur henni óvenjulegan lífsþrótt, heldur henni ungri í anda fram á átt- ræðisaldur. —• Og nú er þessi merka kona komin um nírætt og eftir mynd- unum að dæma á hún enn þenn- an óvenjulega lífsþrótt. — Kvennasiðan Framh. af bls. 17 heimili, því að aldrei er eins gott að kaupa gólfteppi og húsgögn eins og einmitt þá, — tízkan á þeim sviðum breytist ekki svo ort. Frá suðrænum ströndum Varla er hægt að kaupa svo létt sólklæði eða opnar blússur í búðunum hér í London, að mað- ur reki sig ekki á merkið: „Búið til á Ítalíu". ÖH eru þessi föt eink ar smekkleg og sérstaklega snið- in fyrir fólk, sem fer í sumarfrí og hefur tíma til þess að spóka sig á ströndinni. Bikini-baðföt eru sögð notuð alls staðar á Riviera ströndinni. í Nice og Monte Carlo lætur nýja tízkan ekki á sér bera en mikið ber á víðum handprentuðum lérefts- og baðmullarkjólum. Þegar fer að kólna er mikið í tízku að klæðast karlmannaskyrt um í sterkum litum yfir þröngar buxur. Sólhattar eru, mikið not- aðir, með sams konar lituðum höfuðklút og kjóllinn bundnum yfir eyrun, — hattinum tyllt of- an á svo að hárið fari ekki í ó- reiðu og hægt sé að fara í sigl- ingu eða bílferð, án þess að hafa áhyggjur af sólsting, og með það á tilfinningunni að þú lítir út „svöl“ og „elegant" í hitanum! Krf. ÚTGEFANDI HLJOÐFÆRAVERZLUN Sími 11315, Vesturver Svandís Jónsdóttir Bjarni Steingrímsson Vilborg Sveinbjörnsd. Kristján Jónsson Ungir leikarar ferðast um NÚ er fólk óðum að drífa heim úr sumarleyfum, misjafnlega löngum og ævintýi alegum. Ég hitti nýlega fjóra ferðalanga. sem hafa gert mjög víðreist innan- lands í sumar. — Það var flokkur leiklistarskóla Ævars Kvarans, sem hafði verið að ferðast um og sýna frá 30. maí til 30. júlí. Þau létu vel af ferðinni þótt margt hafi gerzt eins og við ber á langri leið. Þau sögðu vegina misjafna og helzt mátti skilja, að hvað það snerti væru Vestfirðirnir eins og nokkurs konar eýja. Mikinn hluta ársins væri illmögulegt að kom- ast þangað akandi. Sögðu þau ferðina þangað í fyrstu hafa geng ið hálfskrykkjótt, en þó rættist úr öllu. Eftir að hafa ferðazt um 'Suður- land í hálfan mánuð lagði leik- flokkurinn af stað þann 16. júní og ætlaði vestur um Þingmanna- heiði. Frá vegamálaskrifstoíunni höfðu þau upplýsingar um það, að vegurinn væri fær, en til frek- ara öryggis voru þó teknir með tveir stórir plankar (til að brúa pytti og smáskafla) og tvær skófl ur. Leikið var í Búðardal þann 17. Þar fékk leikflokkurinn þær upp lýsingar hjá manni nokkrum, að vegurinn yfir Þingmannaheiði væri ófær, en kannske von að komast Þorskafjarðarheiði Samt væri vissara að spyrjast fyrir á tilteknum bæ rétt hjá heiðinni. Daginn eftir sýninguna í Búðar dal, 18. júní, var svo ekið í Bjark- arlund og gist um nóttina. Um morguninn var hringt til Pat- reksfjarðar og látið vita að lagt yrði á Þorskafjarðarheiði. Þá komu þær fréttir, að ýta væri lögð af stað frá Patreksfirði og hún kæmi yfir heiðina „ef ekki í dag þá snemma á morgun" I samræmi við þessar nýju upp lýsingar venti leikflokkurinn sínu kvæði í kross enn einu sinni og var ákveðið að leggja á Þing- mannaheiðina svo langt sem fært væri (ef það yrði þá ekki búið að ryðja hana, en það vonuðu þau auðvitað) og bíða þar eftir ýtunni, sem varla gat verið langt undan. Þá var það að einn þýð- ingarmesti meðlimur hópsins fór að mótmæla — bíllinn bilaði. Ein aðalleiðslan í kælikerfi vélannn- ar hafði sprungið. Nú voru góð ráð dýr — bíllinn langt frá mannabyggðum og úr alfaraleið og leikflokknum veitti ekki af hverri klukkustund ef hann átti að komast tii Patreks- fjarðar og sýna þar í tæka tíð. Var nú rótað í verkfærakist- unni, öllu umturnað í „skottinu" og skipulögð leit hafin að slöngubút eða einhverju sem not- andi væri í stað slöngunnar sem sprungið hafði. Þrátt fyrir gaumgæfilega leit fannst engin slanga, en þá sann- aðist gamla máltækið, neyðin kennir naktrj konu að spinna, og var nú leitað í nestisbirgðum flokksins og fannst þar stór, ílöng karrídós. Lokið var tekið af henni. Botninn skorinn úr og hún sett inn í leiðsluna þar sem gatið var og snæri sívafin um. — Þann- ig náðu þau til byggða og með aðstoð góðra manna var hægt að endurbæta viðgerðina unz bíllinn komst á verkstæði. En til þess nú að forðast frekari bilanir varð að hafa bílinn eins léttan og hægt var. Þá var plönk- unum fórnað og haldið af stað á ný. Ferðin gekk greiðlega alveg upp að heiðinni. Þar fóru að sjást smáskaflar hér og þar, en vegur- inn var þó enn auður. En hann fór hríðversnandi og loks var hann alveg lokaður af stó um skafli. Þeim fannst að vonum sár- grætilegt að- láta þetta stöðva sig því áður voru þau búin að moka sig gegnum emn smáskafl og vaða eina á. En það þýddi ekkert að fárast út af því. Nú var bara að taka á þolinmæðinni unz ýturnar kæmu að ryðja skaflinn. Ferðalangarnir bjuggust um eftir föngum, og gerðu það meðal annars sér til dundurs að yrkja ljóð. Þau voru ákaflega misjöfn að gæðum, að þeirra sögn, e/i þegar á heildina var litið fannst þeim nú samt að það myndi ekki vera heilsusamlegt ljóðlistinni, ef „skáldin" væru látin dveljast langdvölum uppi á heiði í köldum bíl. Þá dreif einn sig af stað til að kanna veginn og gá, hvort ekki sæist til ýtanna. Eftir tvær stund- ir kom hann aftur með þær í- skyggilegu fréttir að leiðin væri allsendis ófær. — Þó svo að ýt- urnar kæmu í tæka tíð, væri aur- bleytan svo mikil að bíllinn sykki. Þá var ekki um annað að ræða en snúa við og reyna að komast Þorskafjarðarheiðina. — Mannskapurinn varð að skiptast á að vaka og rabba við bílstjór- ann og segja honum sögur svo hann ekki sofnaði. Það mun hafa verið létt verk því allir voru of syfjaðir til að taka eftir hvað þá að gera at- hugasemd við það, þó sama sagan væri sögð þrisvar, fjórum eða jafnvel fimm sinnum. Svona var haldið áfram alla nóttina og und- ir morgun komið að Þorska- fjarðarheiði. Nú varð ekki aftur snúij, svo það varð að viðhafa allar hugs- anlegar varúðarráðstafanir. Með- al annars þá að reka farþegana út, þegar aurbleytukaflar komu, láta þá vaða, en „gefa í“ forina. Með þessu móti hafðist það naum lega, en mátti JK ekkj tæpar standa, því að tveir bíiar, sem þau mættu á Arnargerðareyri og voru að leggja á heiðina, festu sig. Frá Arnargerðarheiði var hringt og sýningum frestað. Svo voru svefnpokarnir dregnir af bílnum, og eftir fáeinar mínútur voru ferðalangarnir steinsofnað- ir. Frá ísafirði var þegar hald- ið á Patreksfjörð og þangað var komið einum degi á eftir áætlun. Að eigin sög* óaði þeim ekkert eftir allt umstangið sem Vest- fjörðunum fylgdi — verst þótti þeim að þurfa að fresta sýning- um, sem hafði ýmis óþægindi í för með sér, m. a. að sýnt var níu daga í striklotu. En eftir þetta gekk þó ailt samkvæmt áætlun og er Vestfjörðum sleppti var haldið norður og austur. Til Reykjavíkur kom leik- flokkurinn þann 31. júlí og lét mjög vel af ferðinni og góðri samvinnu við samkomuhússtjóra og aðra, sem höfðu með sýningar að gera. Viðar. Bifvélavirkjar, vélvirkjar, eða menn vanir bifreiða- viðgerðum óskast. Uppl. á skriístofu vorri Tjarpar- götu 16. Sími 17270. fSARIM HF. íbúð óskast Hefi kaupanda að góðri 5 herb. íbúðarhæð í stein- húsi í bænum eða úthverfi hans. Útb. kr. 300 þús. Eftirstöðvar væri hægt að greiða á fáum árum. EINAR SIGURÐSSON Ingólfsstræti 4 — Sími 167-67. — Kjötiðnaður Framh. af bls. 6 starfið við að koma upp Land- búnaðarsýningunni á Selfossi, en hann átti þátt í að setja upp deild | Sláturfélagsins þar. Þá kvaðst . hann hafa undrazt, er hann heyrði talað um sláturtíðina hér á landi. 1 Danmörku er engin sérstök sláturtíð, þar er slátrað nokkurn veginn jafnt árið um kring. Loks spurði blaðamaðurinn um álit hans á mataræði fólks hér á landi. Christensen kvað vel megun almennings meiri hér en í heimalandi sínu og hefði það sín áhrif á matarkaupin. Hann lét vel af íslenzka npatnum, en taldi hann fábreyttari en vera þyrfti. Fiskinn kvað hann sér staklega góðan, en hins vegar kvaðst hann hafa saknað græn- metis og jarðarberja. LÍNA SEGIR STOPP (At the hop) PLATA SÍÐASTI VAGNINN í SOGAMÝRI RÁGNAR BJARNASON OG K-K. SEXTETTINN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.