Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 19
Sannudagur 17. ágúst 1958 Laugardagur 16. ágúst 1958 19 Skothríð í ungverska sendiráðinu í Bern BERN, 16. ágúst—Reuter—Tveir | óþckktir menn fóru í dag inn í ungverska sendiráðið í Bern og skutu á þá sem inni voru, sam- kvæmt fregnum lögreglunnar á staðnum. Lögreglniþjónarnir um- kringdu bygginguna þegar þeir heyrðu skothríðina. I aðalstöðvum lögregtunnar var viðurkennt, að fréttir hefðu ori/.t af skothríð í ungverska sendiráðinu, en neitað um nokkr- ar nánari upplýsingar. Vegfarendur heyrðu skothríð- ina frá sendiráðinu um kl. 10 (svissneskur timi) og kölluðu þegar á lögregluna. Um 30 lög- regí'uþjónar komu á vettvang og umkringdu bygginguna. Rúmenska sendiráðið í Bern varð fyrir árás fyrir 3 Vá ári, þeg- ar sex rúmenskir útlugar tóku það herskildi 15. febrúar 1955. Þá voru vopnaðir lögregluþjónar sendir á vettvang, en sendiherr- ann lagði á flótta og faldi sig í næsta húsi. Útlagarnir, sem hertóku sendi- ráðið eftir bardaga þar sem bíl- stjóri sendiráðsins var drepinn, kváðust hafa gert árásina til end- urgjalds fyrir handtökur rúm- enskra frelsishetja. Tveir útlag- anna sluppu, en einn þeirra var handtekinn. Hinir þrír gáfust upp daginn eftir. Táragas Mennirnir tveií, sem hófu skothr-íðina í morgun, gáfust upp eftir að lögreglan hafði beitt táragasi. Annar þeirra var alvar- lega særður og var fluttur í sjúkrahús, þar sem gerður var uppskurður á honum. Hinn var flultur í fangelsi. Fjarstýrt skeyti hæfir fjarlægt CAPE CANAVERAL, 16. ágúst. I morgun var skotið fjarstýrðu flugskeyti frá Cape Canaveral á mannlausa sprengjuflugvél, sem var í 400 kílómetra fjarlægð. — Skeytið hæfði í mark. Skeytinu var stjórnað frá borg einni í New York-fylki í um 2400 kílómetra fjarlægð. Allgóður hey- sitapur í Landbroti KIRKJUBÆJ ARKLAUSTRI, 15. ágúst. — Fyrri túnaslætti er nú um það bil að ljúka hér um slóð- ir. Spretta var í lakara meðal- lagi en nýting heyja með afbrigð- um góð. Var samfelldur þurrkur fyrsta hálfan mánuð heyskapar- ins en síðari hluta júlímánaðar breytti um tíðarfar og voru all- lengi þurrkleysur og rigningar öðru hverju. Þeir sem stunda út- heyskap eru komnir á engjar — en engjaheyskapur er nú heldur lítill. — Túnin orðin það stór, að þau fullnægja heyþörf bænda, og engjalönd auk þess fremur rýr. Nýlokið er við að steypa brú yfir Jónskvísl í Landbroti á þjóð veginum niður í Meðalland og auk þess er nú verið að setja brú á Skaftá hjá Skál á Síðu. — Er það gömul járnoitabrú, sem var áður á Skaftá hjá Kirkjubæjar- klaustri. Allgóð silungsveiði hefir verið hér að undanförnu frammi við ósa í ádráttarnet. — G.Br. HONG KONG, 14. ágúst — Reut er — Mao Tse-Tung, forseti Kína, sendi í dag forsætisráðherra N- Kóreu orðsendingu og sagði þar m. a., að „heimsvaldasinnuð árásaröfl" x Miðausturlöndum myndu „bíða svívirðilegan ósig- ur“ eins og í Kóreu, Mennirnir eru báðir um tví- tugt og eru sagðir vera ungversk ir flóttamenn. Þeir konrust inn í bygginguna í morgun og lokuðu sig inni í herbergi einu, þaðan sem þeir skutu á starfsfólk send; ráðsins. Starfsfólkið var líka vopnað og svaraði í sömu mynt. Milli kl. 10 og 11 var meira en 100 skotum skotið, og var bróður partur þeirra úr byssum sendi- AÞENU, 16. ágúst — Karamanlis forsætisráðherra Grikkja mun í dag kveðja ráðuneyti sitt á fund til að ræða yfirlýsingu brezku stjórnarinnar um bráðabirgða- stjórnarform á Kýpur, sem birt var í gær. Gert er ráð fyrir að gríska stjórnin muni birta yfir- lýsingu um málið síðar í dag. Averoff utanríkisráðh. Grikkja og Makaríos erkibiskup hafa þegar ræðzt við um yfirlýsingu brezku stjórnarinnar, og sagði formælandi Makaríosar, að þeir mundu vísa henni á bug. Opinberlega hefur ekkert ver- ið látið uppi um yfirlýsingu brezku stjórnarinnar, en tals- maður tyrkneska minnihlutans á Kýpur sagði í gær, að Tyrkir á eynni mundu hafa samstöðu með Drengur skerst UM þrjúleytið á föstudaginn var lögreglunni tiikynnt um umferð- arslys, sem hafði orðið þá skömmu áður á móts við Kapla- skjólsveg 41. 10 ára drengur af Seltjarnarnesi var þar á reið- hjóli. Hann var með annan með sér á hjólinu, og reiddu þeir mjólkurflösku. Hjólið varð fyrir bíl og brotnaði flaskan með þeim afleiðingum, að hjólreiðamaður- inn skarst á hendi. Hann fór heim til sín, en þaðan var hann fluttur til aðgerðar í slysavarð- stofuna. Líkin illa farin GALWAY, 16. ágúst — Reuter — Tveir franskir togarar komu til Galway á Irlandi í dag með 16 lík, sem höfðu fundizt eftir flug- slysið mikla í fyrradag. Líkin voru mjög brennd og sködduð, °S Þykir það benda til þess, að sprenging hafi orðið í flugvéi- inni áður en hún steyptist í sjó- inn. I Haag er tilkynnt, að ekk- ert hafi komið fram sem bendi til þess að skemmdarverk hafi valdið slysinu. RAUFARHÖFN, 16. ágúst—Mjög er kvartað undan póstflutningum hingað. í gær komu t. d. dag- blöð frá 5 dögum í einu. Þykir mönnum sem auðveldlega hefði mátt nota einhverjar af hinum tíðu bílferðum hingað undan- farna daga. — Einar. ráðsins. Tvímenningarnir gáfust upp pegar táragasi var beitt um kl. 11:45. Nóg skotfæri í sendiráðinu Þeir voru vopnaöir litlum skammbyssum, en starfsmenn sendiráðsins höfðu stórar skamm byssur og mikiar skotfærabirgð- ir. — Eftir að skothríðin hófst, hlupu nokkrir starfsmenn sendi- ráðsins til lögreglunnar og báðu um aðstoð. Sjálfur kallaði sendi- herrann til lögregluþjónanna, að þeir hefðu sérstaka heimild frá sér til að fara þegar í stað inn í sendiráðsbygginguna. tyrknesku stjórninni um málið. Hann bætti því við, að ef Makaríosi erkibiskupi yrði leyft að hverfa aftur til Kýpur, mundi alda nýrra hryðjuverka risa á eynni. Framkvæmir áform sitt f London er því lýst yfir, að brezka stjórnin muni nú fram- kvæma áform sitt um bráða- birgðastjórnarform á Kýpur, hverjar sem undirtektir grísku og tyrknesku ríkisstjórnanna kunni að verða. Verður nú haf- izt handa um að gera kjörskrár vegna kosninga til tveggja þinga á eynni. Eiga menn af grískum stofni að sitja annað þingið, en tyrkneskir hitt. Síðan verður komið á samstjórn grískumæl- andi, tyrkneskumælandi manna og Breta í næstu sjö ár. Ef hryðju verkum linnir verður þeim sem gerðir hafa verið útlægir frá Kýpur leyft að hverfa heim, en í þeim hópi er Makarios erki- biskup. + KVIKMYNDIR * „Konan min vill giftast" STJÖRNUBÍÓ sýnir nú þessa skemmtilegu, amerísku gaman- mynd með þeim Jane Wyman og Ray Milland í aðalhlutverk- unum. — Fjallar myndin um ung hjón, Constance og Gary Stuart, sem bæði starfa í skemmtanalífinu, hvort í sínu lagi — hann sem dægurlagasmið- ur, — en hún sem söngkona. Vegna misskilnings grípur Gary óskapleg afbrýði og tortryggni i garð konunnar, sem hann heldur að sé að daðra við náunga, sem stendur fyrir danssýningum í borginni. Gerast nú mikil átök með þeim hjónum, svo að við liggur hjónaskilnaði, enda flytur Gary að heiman. Koma þarna mörg kátleg atvik fyrir, en eftu’ margs konar brösur og sálar- kvalir beggja, fellur þó allt í ljúfa löð að lokum. Mynd þessi hefur verið sýnd hér áður, en fór þá fram hjá mér. Hún er bráðfjörug og vel leikin. Einkum er skemmtilegur leikur þeirra Jane Wymans og Millands, en aðrir fara einnig prýðilega með hlutverk sín. Ego. Kirkjubygging hafin í Kópavogi S. L. föstudagskvöld var við há- tíðlega athöfn hafin bygging kirkju í Kópavogi. Kirkjan á að standa á hæðinni vestan við Haftx arfjarðarveg. Er þar hinn fegursti staður, víðsýni mikið. — Þarna komu saman byggingarnefnd kirkjunnar, sóknarpresturinn, sr. Gunnar Arnason, organisti og kirkjukór, bæjarstjórn og nokkr- ir fleiri. Athöfnin hófst með því að sung inn var sálmurinn Vor Guð er borg á bjargi traust. Þá flutti sóknarpresturinn bæn, síðan var sunginn sálmurinn Víst ert þú Jesú kóngur klár. Síðan hóf jarð- ýta að grafa fyrir kirkjunni. —Axel. Skæðar farsóttir NÝJU DELHI, 16. ágúst — Reut- er. — Kólera og bólusótt hafa banað meira en 16.000 manns í Bihar og Vestur-Bengal á Ind landi fyrstu sex mánuði ársins. I Kóleruíaraldur hefur einnig herjað í Nepal og lagt fjölda manns að velli. Gröf Kýrosar fanrist í þakimi TEHERAN, 16. ágúst — Persnesk- ir fornleifafræðingar hafa fund- ið nákvæmlega þann stað þar sem gröf Kýrosar konungs var í Persepólis í sunnanverðu land- inu. Það var Kýros sem kom þeirri konungsætt til valda, sem ríkti í Persíu á fimmtu öld fyrir Krist, en þá var ríkið heimsveldi. Gröf hans fannst í þaki graf- hýsisins í Pasargades-höllinni Forstjóri sögu- og fornleifa- safnsins í Teheran, dr. Mostafavi, segir að fundurinn staðfesti hina miklu virðingu sem Persar báru fyrir Kýrosi. Með því að fela gröf hans í þakinu vildu þeir vernda lík hans fyrir óvinum heimsveldisins. Óska eftir 1, 2ja, eða 3ja herb. ÍBÚÐ strax eða 1. október, til leigu. Stigaþvottur kæmi til greina. Upplýsingar í síma 33143. CHEVROLET 1954 allmikið skemmdur til sölu í því ástandi sem hann er, á verkstæði S.l.S. við Hringbraut. Tilboð sendist Sendiráði Bandaríkjanna Laufásvegi 21. HRINGUNUM FRÁ XufunÞM' (/ HAFNARSTR A ATVINNA Klæðskeri eða kona sem getur annast sníðingar og stjórn á fatnaöarfyrirtæki óskast. Umsóknir með upplýsingum um starfsreynslu sendist Mbl. merkt: „Framleiðsla — 6761“ fyrir miðvikudagskvöld. 115 ferm. hæð, 4 herbergi Til leigu á góðum stað í Laugarneshverfi.. Tilboð óskast sent Morgunbl. fyrir 22. þ.m. merkt: „T B. — 6732“. Innilegt þakklæti færi ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötíu ára afmæli mínu 1. ágúst s.l. Guð blessi ykkur öll. Guðni Þórarinsson, Hofsósi. JÓN PÁLSSON frá Stóru Völlum, andaðist 12. þ.m. Jarðarförin fer fram á mánudaginn 18. ágúst kl. 1,30 frá Fossvogskirkju. Athöfninni vei’ður út- varpað. Sigríður Guðjónsdóttir og systkini hins látna. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir SIGÚRJÓN DANlVALSSON andaðist föstudaginn 15. þ.m. Sólveig Liiðvíksdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Manfred Vilhjálmsson. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar SIGURSTEINDÓR EIRÍKSSON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. iy2 e.h. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á kristniboðið í Konsó. Sigríður Jónsdóttir, Astráður Sigursteindórsson, Bjarni Sigursteindórsson. ——«—at—Mt—BH—a—iiwi— —ii— i ii i m— Þökkum innilega auðsýnda vinattu og sanxúð við andlát og útför bróður okkar MAGNtíSAR JÓNSSONAR frá Hallgeirsey. Systkini hins látna. Bretor snúa ekki við ú Kýpur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.