Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 17. ágúst 1958 MORCV1SBLAÐ1Ð 3 Sr. Jónas G'islason: Vegur auÖmýkingarinnar 11. sunnudagur eftir trinitatis: Lúk. 18,9—14. GUÐSPJALL dagsins dregur upp fyrir okkur heldur hversdags- ltga mynd. Tveir menn gengu upp í helgidóminn. Það gerðu margir menn á hverjum degi. f hinu ytra var margt líkt með þessum tveimur mönnum. Báðir fóru til sama staðar til að biðjast fyrir. Báðir tilbáðu hinn sama Guð. En hversu misjafn varð ekki árangurinn af musterisgöngu þeiijra? Jesús segir, að annar hafi farið réttlættur heim til sín. Og hér kemur hið óvænta í dæmi- sögunni. Sá maðurinn, sem flest- ir eða allir hefðu talið sekari, hann fór réttlættur heim. Must- erisganga hans bar því meiri ár- angur en för hins, sem sýndist þó standa svo langtum framar í siðferðilegu og trúarlegu lífi. Jesús velur hér fulltrúa tveggja hópa manna, sem Gyðingarnir þekktu vel. Annar' var farísei einn úr hópi fyrirmannanna. Hann var í hópi þeirra, sem al- menningur leit upp til. Hinn var fulltrúi hinna fyrirlitnu, toll- heimtumaður, leiguþý hinna er- lendu kúgara. Þessi dómur Jesú kom áheyr- endum hans mjög á óvart. Hann braut í bága við venjulegt álit manna. Og þannig var boðskapur Jesú. Hann braut í bága við ríkj- andi skoðanir. Hann flutti mönn- unum nýjan boðskap frá Guði sjálfum. er „Guð, ég þakka þér, að ég ekki eins og aðrir menn: ræn- ingjar, ranglætismenn, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtu- maður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eign- ast“. Slík var bæn faríseans á hin- um helga stað. Og eflaust hefur þetta verið rétt, að því er snert- ir hina ytri breytni. Hann hefur vandað líf sitt eftir megni. Var það ekki hrósvert? Hví kveður Jesús upp ýfir honum þennan þunga dóm? Guðspjöllin greina oft frá við- ræðum Jesú við faríseana. Og jafnan fara þær á einn veg. Meg- inatriðið í kenningum þeirra var einmitt fólgið í því, að þeir gætu sjálfir áunnið sér réttlæti frammi fyrir Guði með vönduðu líferni og góðri breytni. Þeir voru að eigin dómi sjálfum sér nógir. Þess vegna þurftu þeir ekki að iðrast. Þess vegna þörfnuðust þeir ekki frelsara. Boðskapur Jesú var allur ann- ar. Hann sagði alla menn seka frammi fyrir Guði, faríseana einnig. Þess vegna nægðu þeim ekki eigin verðleikar, heldur þörfnuðust þeir náðar Guðs jafnt og allir aðrir menn. Hann var einnig kominn í heiminn þeirra vegna, þeim til hjálpræðis. Þetta hneykslaði faríseana og sameinaði þá til baráttu gegn Jesú. Mat Jesús einskis hið vandaða líf faríseanna? Voru þeir sekir vegna þess, að þeir vönduðu þannig líf og breytni? Auðvitað ekki. Sennilega hafa engir menn staðið þeim framar að siðferðilegri breytni. Sú við- leitni þeirra var lofsverð og Guði að skapi. En það var rnnað, sem Jesús benti þeim á, að væri rangt. Þeir gátu aldrei byggt samfélag við Guð á slíkum grunni. Þar þurfti allt annað og meira til. Þrátt fyrir allt voru þeir aðeins synd- arar, sem þörfnuðust náðar hjá Guði. Það var þessi hroki þeirra, að þeir töldu sig komast af án náðar Guðs, sem Jesús fann að í fari þeirra. Þeir misskildu eðli mannlegr- ar syndar. Syndin er ekki aðeins einstök ytri afbrot. Hún -er rót- tækt, illt afl í okkur, sem rís upp gegn Guði og stefnir gegn vilja hans. Þess vegna- er ekki nóg að- eins að reyna að vanda breytn- ina. Guð verður að fá að komast að til þess að nema burt hið illa, breyta lífi okkar. ÖðrUm kosti getum við ekki eignast samfélag við hann. Þetta skildu farísearnir ekki. Þess vegna var musterisganga þeirra í raun og veru aðeins gjörð til þess að sýnast og minna á, hve góðir og fullkomnir þeir væru, öðru vísi en aðrir menn. Bæn tollheimtumannsins var allt annars eðlis. Hann fann, að hann var ekki verður þess að dveljast í návist Guðs. Hann átti ekkert til að hrósa sér af. Þess vegna nam hann staðar langt burtu, neðst í musterinu. Lengra þorði hann ekki að fara. Og það- an hrópaði hann í neyð sinni til Guðs: „Guð, vertu mér syndug- um líknsamur!“ Hann kom til þess að biðja um og þiggja náð Guðs. Hann hafði ekkert til þess að skreyta sig með. Honum nægði náð Guðs. Hann þarfnaðist einskis frekar. Þarna skildi með þessum tveim ur mönnum. Annar var svo fullur sjálfs- ánægju og hroka, að Guð komst ekki að með náð sína. Hinn átti ekkert fram að færa, en leyfði Guði að komast að til þess að bæta úr skorti sínum. Hann þáði réttlætið, sem hinn afþakkaði. Vera kann, að mörgum þyki þessi dómur Jesú of harður. Mér kemur í hug samlíking. Þegar manni er stefnt fyrir dómstól og hann ákærður, fær hann sér verjanda, sem reynir á allan hátt að sanna sakleysi skjólstæðings síns. Ef það mís- tekst og sektardómur fellur, er samt enn ein von um lausn fyrir hinn dæmda-mann. Hann getur sótt um náðun. Og náðunin er ekki fólgin í því, að hann reyni enn að sýna fram á sakleysi sitt, heldur hinu, að hann gengst und- ir dóminn en biður sér líknar og náðar, þrátt fyrir sektina. Á þessu tvennu, málsvörn og náðunar- beiðni, er eðlismunur. Sami munur var á framkomu mannanna tveggja í musterinu. Faríseinn var að telja sér allt til gildis, sem hann taldi að fengi staðizt fyrir Guði. Hann neitaði að beygja sig undir dóm Guðs. Þess vegna gat hann engrar náð- unar orðið aðnjótandi. Sá einn getur hlotið náðun, sem hennar óskar og gengur um leið undir dóminn. Tollheimtumaðurinn hafði fyrir löngu séð, að rriáls- vörn var með öllu vonlaus. Hann átti engar málsbætur fram að færa. Þess vegna beygir hann sig skilyrðislaust fyrir dómi Guðs. Hann játar sig sekan. Og sem slíkur kemur hann síðan fram fyrir Guð og biður um náð hans og misskunn, þrátt fyrir sekt sína. Slíka bæn heyrir Guð ávallt. Því fór hann réttlættur burt. í dag erum það við, sem mæt- um þessum sama boðskap Jesú. Hvorum þessara manna líkjumst við meira? Teljum við okkur geta komizt af án Guðs? Erum við sjálfum okkur nóg? Eða erum við í hópi þeirra, sem finna sig getulausa, dæma frammi fyrir Guði, og eiga því allt komið undir nað Guðs? Við skulum varast að blekkja okkur með fullyrðingum um eig- ið ágæti. Þær eru fánýtar frammi fyrir Guði. Dómur Guðs er kveð- inn upp yfir lífi okkar mann- anna. Við erum syndarar í aug- um hans. Þess vegna sendi hann Jesúm Krist í heiminn. Hann tók á sig sekt okkar og hegningu. Fyrir verðskuldan hans tekur Guð okkur í sátt við sig. Hann náðar okkur fyrir trúna á Jesúm Krist. Hvorum líkjumst við frekar, faríseanum eða tollheimtumann- Ekkja Nielsar Finsens í brúð- kaupi sonardóttur sinnar Um nirætt býr hún enn yfir óvenjulegum lífsbrótti í SUMAR var kirkjubrúðkaup í Helsingþr. Brúðurin var af ís- lenzkum ættum, dóttir Halldórs Finsens og sonardóttir próf. Nielsar Finsens. Hún hafði unn- ið í skrifstofu flugfélagsins SAS í Rómaborg ' og kynnzt þar manni sínum, Gino Labricciosa, fulltrúa. Dönsku blöðin birtu myndir úr brúðkaupinu. Brúðurin var mannsins og ljósalæknisins fræga. Ekki er þess getið í frásögn- inni af brúðkaupi frú Ingeborg- ar í ævisögu Nielsar Finsens, eft- ir, Anker Aggerbo, sem út kom í íslenzkri þýðingu Maríu Hall- grímsdóttur árið 1941, að hún hafi borið þennan fræga kjól fyrir altarinu. Þar segir aðeins; „29. desember (1892) eru gefin Frú Ingeborg Finsen með brúðhjónunum. ekki í nýjum tízkukjól frá Dior, en kjóllinn hennar með rósa- mynstrinu gaf tízkukjólunum ekkert eftir. Árið 1797 hafði hann verið saumaður handa ann- arri brúði, úr efni, sem skipstjóri nokkur kom með heim úr Aust- urlandasiglingum. í 160 ár hafa margar konur úr Finsensættinni borið hann fyrir altarinu. Kjóll- inn er enn óslitinn og reiknað er með að hann endist í nokkur hundruð ár í viðbót. Á einni myndinni frá brúð- kaupinu gefur að líta gamla konu, sem margir Islendingar þekkja, bæði af afspurn og síðan hún kom hér fyrir 19 árum, þá rúmlega sjötug. Þetta er frú Ingeborg Finsen, ekkja vísinda inum? Annar gekk veg sjálfs- hrokans, upphóf sjálfan sig. Hinn gekk veg auðmýkingarinnar, leit- aði líknar og náðar. Jesús segir, að sá, sem upp- hefur sjálfan sig, muni niður- lægjast, en sá, sem niðurlægir sjálfan sig, muni upphafinn verða. Þetta sama ber okkur að at- huga. Reynum aldrei að telja okk ur trú um, að við komumst af án náðar Guðs, höfum nóg í okk- ur sjálfum. Auðmýkjum okkur heldur undir Guðs voldugu hönd. Göngum veg auðmýktarinnar. Játum sannleikann um líf okkar. Biðjum eins og tollheimtumað- urinn; „Guð, vertu mér syndug- um líknsamur!“ Við megum treysta því, að Guð heyrir slíkar bænir. saman í dómkirkjunni í Ribum Ingeborg Balslev, 24 ára, og Niels Finsen, 32 ára. Allir eru svart- klæddir nema brúðurin. Sex vikum áður hefur fjölskyldan fylgt stiftamtmanninum (Hann- esi Finsen) til hinztu hvíldar Kvæði er orkt í tilefni af hátíð- inni, það er sungið undir laginu: Kirkjuklukka ei í heimsins höllu“. Það er angurvær trega- blær yfir athöfninni“. Þremur árum áður hafði Niels Finsen skrifað unnustu sinni: .... Það skrifar frá Islandi, og það þykir mér vænt um, að það sé hjónasvipur með okkur. . . . Ég hugsa um hina miklu ham- ingju, sem mér hefur fallið í skaut síðastliðið ár, hve þakk- látur ég má vera fyrir það, fyrst guði og svo þér.. .. “ Við lestur ævisögunnar verður manni ljóst, hve ómetanlegan stuðning þessi kona hefur veitt manni sínum á 11 hjónabandsár- um þeirra, meðan hann var að berjast við að koma hugmynd- um sínum í framkvæmd, til að geta veitt öðrum heilsubót, áður en ólæknandi hjarta- og lifrar- sjúkdómur riði honum sjálfum að fullu. Og myndin í danska blaðinu af níræðu konunni í hópi afkomenda sinna, rifjar upp orðin, sem Niels Finsen sagði við hana á banasænginni: „Þetta, sem þú spurðir um í nótt, hvort við mundum sjást aftur. Við vit- um ekkert um það, vina mín. En það eitt veit ég, þegar þar að kem ur skal ég koma að sækja þig. En ég vona að það verði langt þang- að til og að þú deyir södd líf- daga“. Árið 1939 kom frú Ingeborg Finsen hingað í fyrsta og eina skiptið, í fylgd með dóttur sinni og tengdasyni, dr. Lomholt, yfir- lækni við ljóslækningastofnun Finsens. Þau ferðuðust víða um landið, þrátt fyrir hinn háa ald- ur gömlu konunnar, voru aðeins einn dag um kyrrt í Reykjavík. Valtýr Stefánsson, ritstjóri, átti þá blaðaviðtal við frú Ingeborgu, og birtist það í Morgunblaðinu. 1 því segir hún m. a. frá íslands- veru Nielsar Finsens og vísinda- sigrum: — Ég kynntist vel öllu sem hann hér hafði lifað. Hann var hér 7 vetur og auk þess eitt sum- ar, segir hún í viðtalinu, og seinna: — Það var vitanlega mikil viðbót fyrir hann (að þurfa að setjast í Latínuskólann hér og læra íslenzku). Námið varð honum mikið erfiðara vegna þess að hann var aldrei heilsuhraustur. Hann var til heimilis hér hjá ömmu sinni. Hún var umhyggjusöm gömul kona. En hún var ströng. Allt varð að vera í föstum skorðum. Hann varð að koma heim á kvöldin á tilsettum tíma. Og ef skólabræður hans voru hjá hon- um á kvöldin, þá réði gamla konan því hve lengi þeir væru þar. Þannig var hún skapi farin. Maðurinn minn kvartaði ekki beinlínis undan þeim aga. En hann sagðist hafa liðið mikið af kulda oft meðan hann var hér. Ég hefi gert mér í hugarlund að kuldinn hafi haft slæm áhrif á heilsu hans. Aftur á móti finnst mér að Latínuskólinn hér hafi verið hentugri fyrir hann en danskur latínuskóli. Hér var skólalíf og fyrirkomulag, eins og þér vitið, allt annað en þar. Hér voru eldri og þroskaðri nemend- ur. Hér gátu nemendur farið mikið sínar eigin götur, haft sín áhugamál hver fyrir sig, og lagt stund á þau nokkuð eftir vild sinni. Þetta átti vel við Niels Finsen. — Seinna berst talið að húsi frú Finsen í Suðurgötu — þar sem Niels bjó hjá ömmu sinni á skólaárunum. — Hann hefir víst átt heima skammt frá kirkjugarðinum, seg- ir frú Ingeborg, — því hann sagði mér að stundum á vorin, er hann var að lesa undir próf, þá fór hann út á næturnar með bækur sínar inn í kirkjugarðinn og sat Frh. á bls. 18. Faðir brúðarinnar, dr. Halldór Finsen, brúðhjónin og móðir hrúðarinnar skoða brúðargjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.