Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ Hægviðri, léttskýjað. 185. tbl. — Sunnudagur 17. ágúst 1958 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 11. Tíminn þreifar fyrir sér um samninga i landhelgismálinu Sáralítil síldveiði Dálitið magn hefur jbó borizt til Vopnafjarðar og Raufarhafnar „Allt onnað, ef að hinir erlendu aðilar bæðu ísland um slikt leyfi’, — sams- konar og Rússar veittu Bretum í FORYSTUGREIN um land- helgismálið s. 1. föstudag leggur Tíminn megináherzlu á það, sem er hverju orði sannara: „— — — að íslendingar geta ekki samið neitt um það við aðr- ar þjóðir, hver fiskveiðiland- helgi þeirra eigi að vera. Rétt- inn til að ákveða hana hafa ís- lendingar einir innan þess ramma, sem alþjóðlegar venjur og regl- ur skapa. Frá þessari megin- stefnu, er var svo skýrlega mörk- uð 1952, er ekki hægt og má ekki víkja“. Hins vegar segir Tíminn í beinu framhaldi þessa: „Hins vegar hafa fslendingar alltaf verið og eru til viðtals við nágrannaþjóðir sínar um önnur atriði þessara mála eftir venju- legum diplomatiskum leiðum“. Þessi ummæli Tímans, sem eru í töluvert öðrum tón en þeim, sem þar hefur sézt oftast að undanförnu, vekja því meiri at- hygli, sem blaðið hefur fyrr í grein sinni drepið á samskipti Rússa og Breta um þessi mál og segir í því sambandi: „Bretar eða aðrar þjóðir hafa ekki svo kunnugt sé farið fram á það við Rússa að teknir væru upp samningar um að Rússar minnkuðu landhelgi sína úr tólf mílum. í stað þess hafa Bretar farið bónarveg að Rússum og fengið með samningi við þá leyfi tii að mega láta togara sína veiða á vissu svæði innan hinnar yfirlýstu tólf mílna land- helgi Sovétríkjanna. Það væri vitanlega allt annað ef að hinir erlendu aðilar bæðu ísland um slíkt leyfi, en að fara fram á samninga um það hver landhelgi íslands eigi að vera. Með þessu er þó vitanlega ekki verið að segja það, að við myndum veita slíkt leyfi að dæmi Rússa“. Að vísu er hér nokkur var- nagli sleginn við, en ómögulegt er þó að skilja þetta öðru vísi en svo, að verið sé að þreifa fyrir sér um samninga á þeim grundvelli, að þegnar erlendra líkja fái að veiða innan hinna nýju fiskveiði- takmarka. ISiprján Danivalsson I láfinn j SIGURJÓN Danívalsson, fram- kvæmdastjóri Nátturulækninga- félagsins, varð bráðkvaddur við störf sín við hæli félagsins austur í Hveragerði sl. föstudag. Sigur- jón var 58 ára gamall. Hann starfaði að ferðamálum um langt skeið fyrr á árum, og var mikili áhugamaður um viðgang skauta- íþróttarmnar. Höggmynd í Tjarnargarðinn Á FUNDI bæjarráðs Reykjavík- ur á föstudaginn var samþykkl að ætla höggmyndinni Manni og konu, eftir Tove Ólafsson, stað •' Tjarnargarðinum sunnan Skot- húsvegar milli Bjarkargötu og Tjarnarinnar. — Mynd þessi stóð áður í fordyri Þjóðleikhúss- ins. Um réttmæti þvílíks tilboðs nú og á hve hagkvæman hátt og heppilegum tíma það er borið frám, má margt ræða. Ef það kæmi fram annars staðar en í Tímanum mundi ekki skorta á getsakirnar þaðan af slíku til- efni. Með slikum Tíma-vinnu- brögðum verður þó úr engu bætt, enda er hér um of mikið að tefla til að þau eigi við. • ÞESSA dagana er skáklistin ofar lega i huga margra vegna móts- ins í Portoroz. Sennilega þykjast þó ýmsir hafa litla þekkmgu tii að fylgjast nákvæmlega með fregnum af skákum á mótinu og hrista höfuðið, þegar þeir frétta, að Friðrik hafi í 11. leik komið með merka nýjung í Tarrasch- afbrigðinu af enska taflinu. Þykja það því sjálfsagt góð tíð- indi, að innan tíðar kemur á markaðinn bók, sem hefur það hlutverk að vísa mönnum vegmn inn í ævintýralönd skákhstaiunn- ar. — Hún mun koma út á forlagi Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins og fékk blaðið uppiýsing- ar um hana hjá Gils Guðmunds- syni forstjóra útgáfunnar. Gils sagði, að forlagið hefði samið við þá Friðrik Oiafsson og Ingvar Ásmundsson um útgáfu byrjendabókar um skák. Bókin verður um 160 bls. með fjölda skákdæma og á að forfailalausu að koma út í haust, sennilega í október eða nóvember. Er hluti handritsins þegar tilbúinn til | setningar. Að svo stöddu skal það eitt um þetta sagt af Morgunblaðsins hálfu, að hér kemur enn ný sönn- un fyrir nauðsyn þess, að ríkis- stjórnin birti fullkomna greinar- gerð um málið, stefnu sína og aðgerðir í því ásamt öllum gögn- um. Nú þegar getur Morgunblaðið þó skýrt frá því, að ekkert sam- ráð hefur verið haft við utan- ríkismálanefnd um þessa hug- mynd Tímans, sem hvarvetna verður talin sett fram að tilhlut- an forsætisráðherra, né um með- ferð málsins undanfarna mán- uði. Forstjórinn sagði, að um það hefði verið rætt, að þessi byrj- endabók yrði fyrsta ritið í flokki skákbóka. Ritstjóri flokksins verður væntanlega Friðrik Ólafs- son, og hefur verið talað um, að hann skrifi bók um helztu mót, sem hann hefur tekið þátt i. r Arekstur um nött I FYRRINÓTT var ekið á bif- reið, sem stóð mannlaus utan við húsið Háteigsveg 40. Areksturinn var mjög harður. Afturbretti bílsins, sem ekið var á, rifnað’ og hurðir í honum skekktust og rifnuðu. Þá kastaðist hann til og lenti á annarri bifreið, er skemmdist nokkuð. Fólk vakn- aði við áreksturinn, sem mun hafa orðið um kl. 3,30 um nótt- ina, en enginn sá þó til þess, sem tjóninu olli. Talið er víst, að bif- reið hans hafi einnig skemmzt. Rarmsóknarlögreglan mælist til þess, að hann gefi sig fram, svo og allir þeir, sem geta gefið ein- hverjar upplýsingar. SÁRALÍTIL síldveiði var síðari hluta s.l. viku, en á miðunum var norð-austan átt og bræla. Var ekki veiðiveður á vestursvæðinu, þar til á föstudag, að veðrið skán- aði. Lét þá fjöldi báta úr höfn á Siglufirði, en þar höfðu þeir legið síðan um síðustu helgi. Um hádegisbiiið í gær höfðu ekki borizt neinar fréttir af afla vest- an til á miðunum og veðrið fór aftur versnandi. Hins vegar fengu nokkur skip síld út af Hraunhafnartanga og við Langanes. Einar Jónsson á Raufarhöfn skýrði svo frá í gær, að þangað hefðu komið þessi skip: Hrafnkell NK 326 mál, Haf- örn GK 514, Kári Sölmundarson Ferðadeild Heimdallar MYNDAKVÖLD verður n. k. mið vikudag í Valhöll við Suðurgötu. Takið myndir með ykkur og mæt- ið stundvíslega. □_--------------n RE 312 og Gunnar frá Akureyri 200. Þá höfðu þessi skip tilkynnt komu sína til Rafuarhafnar: Þor- steinn þorskabítur 600, Reynir Akranesi 350, Jón Kjartansson, Eskifirði 140, Arnfirðingur RE 80 og Helga frá Húsavík 150. Þá hefur nokkur síld borizt til Vopnafjarðar undanfarna daga. Blaðið átti í gær tal við Óla Hertervig og fékk hjá honum upp lýsingar um skip, sem landað hafa eða tilkynnt löndun á Vopnafirði síðan á miðvikudag. Miðvikudagur: Grundfirðingur II. 236 mál, Hafrún NK 513, Pétur Jónsson 182, Jón Kjartansson 647, Glófaxi 315, Helga 241 Björg 262, Svala 191, Gullfaxi 294 og Sæ- hrímir 95. — Fimmtudagur: Ár- sæll Sigurðsson 370, Grundfirð- ingur II 246, Hilmir KE 410, Reynir AK 72, Akraborg EA 828, Stígandj VE 283 og Suðurey VE 82. — Föstudagur: Gissur hvíti SF 544, Hafrún NK 263, Fákur 293, Sigrún AK 468, Hilmir KE 477, Grundfirðingur II. 344, Jök- ull 588, Guðbjörg 766, Björg SU 396 og Langanes 387. — Laugar- dagur: (áætlaður afli): Þráinn NK 700, Sæljón RE 450, Barði ÍS 350, Ársæll Sigurðsson 150, Hólm kell 180, Suðurey 500, Víkingur 300, Magnús Marteinsson 700, Sigurkarfi GK 250, Helgi SF 150 og Gullborg 150. — Alls var í gær búið að salta um 8.000 tunn- ur á Vopnafirði í sumar. Verk- smiðjan hafði tekið á móti 26.000 málum í bræðsiu um há- degi í gær. 6—8000 mál af pessu magni voru í þró. Theodór Blöndal á Seyðisfirði sagði að lítil síld hefði komið þangað að undanförnu. — Tvö skip komu í fyrrinótt. Síldin var misjöfn og fór mest í bræðslu, en eitthvað var fryst. Þá bars í gSer eftirfarandi skeyti frá Nes- kaupstað: í dag hafa landað hér: Gullfaxi NK 602 mál og Glófaxi NK 438 mál í bræðslu og 60 tunnur í frystingu. • Erá Portoroz ruiUUnuZ, 16. agust — Urslit urðu þau í 7. umferð á skakmót- inu hér, að Sanguinetti vann Rossetto og Petrosjan vann Car- doso. Jafntefli gerðu Averbacn og Fischer, Larsen og Benkö, Panno og Fúster, Tal og Gligoric, Sherwin og Filip, de Greiff og Matanovic og Szabo og Pach- man. Biðskák varð hjá Friðrik Ólafssyni og Neykirch og hefur Friðrik verra tafl. — Bronstein átti frí. Síðustu daga hefur verið sáralítil sildveiði. Nokkur skip hafa þó komið til Austfjarðahafna, og í gær fréttist, að von væri á einhverri síld til Raufarhafnar. Veðrið hefur ekki vcrið gott á mið- unum og fjöldi skipa Iá í höfn á Siglufirði frá því um síðustu helgi og allt fram á föstudag. Alls mun verðmæti síldaraflans, sem fengizt hefur við Norður- og Austurland í sumar, vera 85—90 millj. kr., ef miðað er við verðið, sem greitt er til útvegsins. — Myndin hér að ofan er teiknuð af Spánverjanum Juan Cassadesus og sýnir síldarsöltun á Siglufirði. Friðrik og Ingvar Ás- mundsson semja byrj endabák um skák □- -□

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.