Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 10
10 MORGUlVfíLAÐIÐ Sunnudagur 17. ágúst 1958 Otg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastióri: Sigíus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Rítstjórn: Aðalstrætj 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 AsKriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. HIN MIKLA ORKULIND I SOGINU r IGÆR var lagður horn- steinn að rafstöðvarhúsi hins nýja orkuvers við Efra Sog. Er þar um að ræða merki- legan atburð, sem gefur glæsi- legt fyrirheit. Orka virkjunarinnar við Efra- Sog mun verða um 39 þús. hest- öfl. Er gert ráð fyrir að hún geti tekið til starfa síðari hluta næsta árs. Orka Sogsvirkjananna er í dag 65 þús. hestöfl. Þegar virkjun- inni við Efra-Sog er lokið verður hún komin upp í 104 þús. hest- öfl. Ennfremur hafa 4500 hest- öfl verið virkjuð í Elliðaám. Orka vatnsaflsstöðva Reykjavík- ur nemur því þá 108,500 hest- öflum. Þar við bætist enn orka hitaaflsstöðvarinnar við Elliða- ár, sem er 10,500 hestöfl. Heild- arorkan í raforkuverum Reykja- víkur, sem mikill hluti Suðvest- urlands fær nú einnig orku frá, mun þvi verða 119 þús. hestöfl haustið 1959. Sogið fullvirkjað Þegar Efra-Sogsvirkjuninni er lokið verður Sogið talið fullvirkj- að að öðru leyti en því að hægt verður að bæta við einni véla- samstæðu við Ljósafossstöðina og annarri í írafossstöðina. Þær tvær vélasamstæður myndu framleiða 33 þús. hestöfl og væri þá virkj- að afl í Sogi orðið um 137 þús. hestöfl. Heildarorka raforkuvera Reykjávíkur væri þá orðin 152 þús. hestöfl. Það sem fyrst og fremst hefur einkennt virkjunarframkvæmd- irnar við Sog er festa, fyrir- hyggju og einkar vandaður und- irbúningur þeirra. Þannig hefur t. d. verið unnið að undirbúningi virkjunarinnar við Efra-Sog allt frá árinu 1945 eða í 12 ár, áður en sjálfar framkvæmdirnar byrj- uðu. Heildarkostnaður við þessa virkjun var um s. 1. áramót áætl- aður um 170 millj. kr. Hefur ver- ið tryggt lán eða loforð fengizt um lán að mestu fyrir þeim kostnaði. Gert er ráð fyrir að allt Suð- urland, allt austur til Mýrdals- sands og Vestmannaeyja fái raf- örku frá orkuverunum við Sog. Virkjun Efra-Sogs er einn liðiur í framkvæmd rafvæð- ' ingaráætlunar þeirrar, sem Sjálfstæðismenn beittu sér fyrir er Ólafur Thors mynd- aði ríkisstjórn sumarið 1953. Forysta Sj álf stæðismanna Allar hafa þessar miklu virkj- unarframkvæmdir við Sog ver- ið unnar undir forystu Sjálf- stæðismanna. Þeir hófu barátt- una fyrir hagnýtingu vatnsafls- ins í þágu atvinnulífs og lífs- þæginda. Framsókn gamla sner- ist hart gegn þeirri hugmynd og tillögum Sjálfstæðismanna um rafvæðingu sveita og sjávarsíðu. j Tíminn kallaði hina fyrstu Sogs- * virkjun „samsæri andstæðinga, Framsóknarflokksins“! En Sjálfstæðismenn á Alþingi og í bæjarstórn Reykjavíkur héldu baráttunni áfram og hver Sogsvirkjunin reis af annarri. Uti um allt land var einnig byrjað að hagnýta vátnsaflið. Þannig verkaði brautryðj- andastarf Sjálfstæðismanna í Reykjavík í raforkumálunum til blessunar fyrir alla ísiend- inga. ÁBYRG OG HIKLAUS STEFNA SJÁLFSTÆÐISMANNA HVAÐ vill Sjálfstæðisflokk- urinn í landhelgismál- inu?, þráspyrja málgögn vinstri stjórnarinnar. En öll þjóð- in veit hvað Sjálfstæðismenn vilja- í þessu stóra máli. Hún þekkir baráttu Sjálfstæðismanna fyrir verndun íslenzkra fiski- miða. Undir þeirra forystu voru sett lögin um vísindalega vernd- un landgrunnsins. Undir þeirra forystu var fjörðum og flóum lok að árið 1952 og fiskveiðitakmörk- in sett 4 sjömílur frá grunnlínum. Undir þeirra forystu var þannig sigrazt á hinni gömiu bábilju um gildi 3 mílna landhelgi. Allt þetta tókst að framkvæma án þess að til teljandi erfiðleika drægi fyrir íslenzku þjóðina þrátt fyrir and- stöðu nágránnaþjóða okkar, og þá fyrst og fremst Breta. For- ystumönnum íslendinga tókst með lagni og þrautseigju að skýra svo lífshagsmuni þjóðar sinnar fyrir nágrannaþjóðunum, að hin- ar þýðingarmiklu friðunarfrarn- kvæmdir hlutu að lokum skilning og viðurkenningu allra. En hvað vill Sjálfstæðis- flokkui'inn nú ? Hann heíur marglýst því yfir. Hann vill 12 mílna fiskveiðitak- mörk og réttingu grunnlína í skjóli Genfarráðstefnunnar. En hann vill, eins og áður, að for- ystumenn íslendinga gæti sóma þjóðarinnar, komi fram af hátt- vísi og ábyrgðartilfinningu í framkvæmd þessa lífshagsmuna- máls landsmanna. Hann fordæm- ir allan yfirborðshátt og pólitíska glæframennsku í sambandí við stærsta utanríkismál íslenzku þjóðarinnar í dag. Fullkomin á- byrgðartilfinning og háttvísj er það eina sem sæmir hinum ís- lenzka málstað, og jafnfrpmt eina leiðin til þess að tryggja nauð- synlega vernd fiskimiða okkar. Það mun einnig sannast áður en lýkur, að með skynsamlegum aðferðum mun það takast. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst hiklaust yfir afstöðu sinni í þessu máli. Tíminn og fleiri stjórnar- blöð hafa hins vegar verið með dylgjur um að hann væri óheill í málinu. En alþjóð veit að svo er ekki. Hann vill einhug þjóðar- innar um það. En bæði Sjálfstæðismönnum og mikium fjölda annarra íslend- inga finnst hörmuiegt að horfa upp á það, hvernig ábyrgðar- laus og glæfraleg forysta komm- únista og nánustu samstarfs- manna þeirra hefur spiilt málstað þjóðarinnar í landhelgismálinu. smiður í frönskum listum, er mikill samkvæmismaður, en hann kvað hafa meiri ánægju af því að tala sjálfur en hlusta á aðra. Það vildi til fyrir nokkru í samkvæmi, að annar reyndi að skjóta inn orði, er Cocteau hafði talað stanzlaust drykklanga stund. En Cocteau sagði óþolin- móður: — Ef við tölum allir í einu, þá getum við alveg eins hætt að reyna að halda uppi samræðum! Þó að Sophia Loren eigi yfir höfði sér gagnrýni kaþólsku kirkjunnar, er hún komin aftur til Ítalíu til að leika í kvikmynd, sem á að heita „Tvær konur“. Eiginmaður Sophiu, kvikmynda- frarnleiðandinn Carlo Ponti, læt ur gera mynd þessa. Hefir Ponti skýrt svo frá, að Anna Magnani muni einnig leika í myndinni, I di nuum sem verður tekin næsta vor I grennd við Rémaborg. Kaþólska kirkjan hefir aldrei viðurkennt skilnað Pontis við fyrri konu sína, og samkvæmt ítölskum lög- um, er skilnaðurinn ekki lögmæt ur. Kaþólsk blöð hafa því mjög gagnrýnt skilnað Sophiu og Pont is, og Vatíkanblaðið l’Osser- vatore della domenica hefir kall- að þau „opinbera syndara". Danska fegurðardrottningi í ár, Evy Nordlund, fór ekki til einsk- is á Miss Universe-keppnina á Langasandi í Kaliforníu, þó að hún ekki yrði hún meðal þeirra útvöldu í keppninni. Kvikmynda- félagið Columbia bauð henni samning til sjö ára. Hér sést Evy undirrita samninginn. Fulltrúi Columbia, Maxwell Arnow, er með henni á myndinni. Þetta er ekki fjölleikatjald, eins og ætla mætti við fyrstu sýn. í tjaldinu, sém stendur á landa- mærum Noregs og Svíþjóðar við Svínasund, er vöruhús, og þar fást hvers konar vörur. Norðmenn og Svíar haida því hiklaust fram, að þetta sé stærsta „tjaldvöruhús“ í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.