Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 3
Fösfudagur 7. ágúst 1959 MORCVNT114Ð1Ð 3 Hásefahlutursnn á Víði II. er nu orðinn 65 þúsund krónur — eftir tæpra tveggja mánaða veiði Rabbað viB Eggert C'sslason skipstjóra SEYÐISFIRÐI, þriðjudag. — Tíðindamaður blaðsins átti í fyrra dag leið um Seyðisfjörð og bar þá svo vel í veiði að hann hitti einn aflahæsta skipstjórann í síld veiðiflotanum. Var þetta Eggert Gíslason skipstjóri á Víði II. úr Garði og hafði hann komið með nokkur hundruð mál til Seyðis fjarðar í bræðslu. Fór á veiðar 11. júní Eggert sagðist hafa farið út til veiða hinn' 11. júní og fengið fyrstu síldina hinn 19. sama mán- aðaf og veiddi hana á Stranda- grunnshorni. í dag (4. ágúst) hafa þeir á Víði aflað rúmlega 12000 mál og — „rétt þetta augnablik- ið erum við hæstir“, segir Eggert og hlær við. — Baráttan er hörð við Faxaborgina, en á síldveiði- skýrslunni um helgina var hún lítið eitt hærri. Bjarni á Snæfell- inu sækir svo fast á okkur og mjókkar alltaf bilið“. Hásetahlutur Hásetahluturinn á Víði er nú orðinn 65.000,00 kr. Víðir II. er hringnótabátur aðeins 56 tonn að stærð og furðar okkur á því að svo lítil kolla skuli hafa getað dregið svo mikinn afla á land. sem raun ber vitni. Faxaborgin er um. það bil helmingi stærri og Snæfellið er stærsta síldveiðiskip ið, sem gert er út í ár. Víðir litli þer ekki nema 750 mál eða 950 tunnur. Hins vegar hefir hann það fram yfir hin skipin að hann er lipur í snúningum og gott að athafna sig á honum. Tíðarfarið gott Eggert segir að tíðarfarið í sum ar hafi skapað þessa veiði fram yfir það, sem var í fyrra. Hann fullyrðir að í sumar hefði veiðin verið mjög lítil ef ekki hefðu verið hin fullkomnu mælitæki til þess að fylgjast með göngu síld- arinnar. Segir hann þá á Víði II. hafa veitt eftir mæli sem svarar 80—90% þess afla, sem þeir hafa árið 1942 þá aðeins 15 ára gamall. Við skipstjórn tók hann árið 1950 þá aðeins 22ja ára og er þetta því 10. árið, sem hann er síld- veiðiskipstjóri. Eggert Gíslason hefir vakið á sér athygli í íslenzka síldveiði- flotanum fyrir hve laginn hann er að veiða síldina eftir mæli- tækjunum einum saman. Hann er mjög hrifinn af hinu nýja fyrir- komulagi, sem nokkrir bátar hafa þegar tekið upp, að nota enga nótabáta heldur kasta nót- inni frá skipinu sjálfu. Það er mikið atriði fyrir lítil hringnóta- skip að geta verið laus við nóta- bátinn. Við þökkum hinum unga og ötula skipstjóra og óskum honum góðrar ferðar á miðin. — vig. Breyting a kosninga- lögunum rœdd á Alþingi — Samstaða allra flokka um ýmsar lagfssringar FRUMVARP til laga um kosning- ar til Alþingis var tekið til 2. umræðu í neðri deild í gær, eft- ir að lokið var afgreiðslu kjör- dæmabreytingarinnar, en hún gerir sem kunnugt er nauðsyn- legar allmiklar breytingar á kosn ingalöggjöfinni. STAKSTEIiAR Eggert Gíslason skipstjóri á Víði II., Garði í sumar dregið á land. Síldin hefir sem sé vaðið mjög lítið og þá helzt um lágnættið og stutt í senn. Það sem veldur því að síldin veður ekki er að átan stendur í sjónum 15—20 m. undir yfirborð- inu. en í henni heldur síldin sig. Eggert segir að síldarleitar- skipin Ægir og Fanney hafi kom- ið að mjög góðum notum fyrir síldveiðiflotann í sumar. Betra væri þó að skipin væru þrjú, því leitarsvæðið er svo stórt. Þegar síldin veður ekki eru skipin þýð- ingarmeiri við leitina en flugvél- arnaf, þar sem að þær geta að- eins komið að gagni, þegar síld- in sézt vaða. 10. skipstjórnar árið Eggert byrjaði á síldveiðum Athugað af nefndum Jóhann Hafstein, framsögu- maður meiri hluta stjórnarskrár- nefndar, tók fyrstur til máls og skýrði frá því, að nefndin hefði fjallað um frumvarpið á nokkr- um fundum, og í því sambandi haft náið samstarf við stjórnar- skrárnefnd efri deildar. Minni hluti nefndarinnar, þeir Páll Þorsteinsson og Gísli Guðmunds- son, væru í heild á móti löggjöf- inni, vegna ágreinings um kjör- dæmabreytinguna, en engu að síður hefði nefndin orðið sam- mála um breytingartillögur, sem lagðar væru fram á sérstöku þing skjali. Einstakir nefndarmenn hefðu auk þess óbundnar hendur um að flytja eða fylgja öðrum breytingartillögum. Tvenns konar breytingar Framsögumaður gerði því næst grein fyrir breytingartillögum néfndarinnar og kvað þær mjög margar vera sþrottnar af því, að með kjördæmabreytingunni væri felld niður heimild stjórnmála- flokkanna til að hafa landslista í kjöri við alþingiskosningar, en jafnframt væri gert ráð fyrir breytingum á nokkrum öðrum eldri ákvæðum, sem nefndar- mönnum hefði öllum borið'sam- an um að ástæða væri til að leið- Viðskipti við Tékkóslóvakíu Morgunblaðinu barst í gær eft- irfarandi tilkynning frá við- skiptamálaráðuneytinu: í tilefni af blaðaskrifum um viðskipti Tékkóslóvakíu og ís- lands vill viðskiptamálaráðu- neytið taka fram eftirfarandi: Á árinu 1958 jókst innflutning- ur frá Tékkóslóvakíu mikið og varð miklu meiri en viðskipta- samningurinn milli landanna hafði gert ráð fyrir. Þar sem út- flutningurinn jókst ekki að sama skapi, jukust skuldir íslenzkra banka við Tékkóslóvakíu hröð- um skrefum og höfðu náð 19 millj. ísl. kp. (að meðtöldum ábyrgðum) um s.l. áramót. Á ár- inu 1959 hefur innflutningur frá Tékkóslóvakíu verið minni en á s.l. ári, en þó fyllilega eins mik- ill og viðskiptasamningurinn milli landanna gerir ráð fyrir. Þessi samningur, sem gildir fyrir tímabilið 1. sept. 1958 til 31. ágúst 1959, gerir ráð fyrir innflutn- ingi að upphæð 34,5 millj. tékkn. króna. Á fyrstu tíu mánuðum tímabilsins, eða fram til júní- loka, hafði gjaldeyrissala bank- anna vegna innflutnings frá Tékkóslóvakíu numið 32 millj. tékkneskra ’króna, eða meira en 90% af þeim innflutningi, sem samningurinn gerir ráð fyrir á tímabilinu öllu. \ Volkswagen upp í Jtíkulheima — ferjahur yfir Tungnaá UM Verzlunarmannahelgina renndi í hlað við Jökulheima, hús Jöklarannsóknarfélagsins í Tungnárbotnum undir Vatnajökli, i fyrsti litli bíllinn sem komið hefur norður yfir Tungná að sögn kunnustu manna. Var þar kominn á Volkswagen bíl sínum Finn- bogi Eyjólfsson bifvélavirki, fulltrúi hjá Heklu-umboði VW-bíla hér á landi. rétta. — Alls eru breytingartil- lögurnar við frumvarpið nær 50 að tölu, en sjálft er frumvarpið 146 greinar, sem skipt er niður í 23 kafla. J. H. kvað nefndina væntanlega taka málið til enn ítarlegri athugunar fyrir þriðju umræðu. Ýmsar leiðréttingar réttmætar Páll Þorsteinsson, framsögu- maður minni hlutans, mælti síð- an nokkur orð. Sagði hann, að þar sem þeir Framsóknarmenn væru andvígir hinni nýju kjör- dæmaskipan, sem þrír flokkanna vildu nú lögleiða, gætu þeir ekki samþykkt þau ákvæði frumvarps ins, að þeirri breytingu lyti. En auk þess legði nefndin til, að gerðar yrðu ýmsar leiðréttingar á gildandi kosningalögum, sem ekki stæðu í sambandi við kjör- dæmabreytinguna, og væru þær réttmætar að þeirra dómi. Þeir styddu því breytingartillögur nefndarinnar, mæltu hins vegar ekki með samþykkt þess. é Milliþinganefnd æskileg Þegar þeir framsögumennirnir höfðu gert grein fyrir sjónarmið- um beggja nefndarhluta, tóku þessir þingmenn til máls: Ólafur Jóhannesson kvað frum- varpið samið af ágætum mönnum og fór viðurkenningarorðum um störf þeirra, sem á þinginu hafa fjallað um nauðsynlegar breyt- ingar á því. Hann kvaðst hins vegar álíta, að ástæða hefði verið til að athuga nánar, hvort ekki væri þörf á fleiri breytingum, og hefði hann því talið æskilegt, að milliþingarLefnd hefði fengið mál ið til meðferðar. Margar af þeim breytingum, sem gert væri ráð fyrir nú, væru til bóta, og líkur bentu til að svo mundi vera um fleiri, þótt ekki hefðu fram kom- ið. Þar eð áformað væri að nefnd- in athugaði frumvarpið enn frekar fyrir þriðju umræðu, kvaðst Ó. J. vilja koma á fram- færi fáum athugasemdum við einstakar greinar og gerði hann það síðar. Skúli Guðmundsson benti einn ig á tvö atriði, sem lagfæra þyrfti, Að lokúm tók Jóhann Hafstein til máls að nýju. Mælti hann nokkur orð um þær athugasemd- ir, sem fram höfðu komið, og kvað nefndina mundu hafa þær í huga. Frumvarpinu var síðan vísað til 3. umræðu. Ferjað yfir á Fyrsti áfangi Finnboga og tveggja ferðafélaga hans í þessari för var í Landmannalaugar. Það an óku þeir svo á hinum vínrauða VW- árgerð 1955, að Tungnaá. Þar var stór trukkur og ók Finn- bogi litla bílnum sínum upp á pall trukksins, sem síðan ferjaði bílinn og mennina yfir hina miklu jökulá. Ferðin frá norðurbökk- um Tungnaár og að Jökulheimum gekk greiðlega, þeir óku víðar um, en beinustu leið að Jökul- heimum, t.d. óku þeir nokkuð um svæðið við Fiskivötn. Finnbogi kvað bílinn sinn hafa staðið sig mjög vel. Hann hefði í mörgu ekki gefið jeppa mæling armanna neitt eftir, t.d. í lausum sandi og á ójöfnum. Og víða gat ég sprett úr spori á söndunum, sagði hann. En merkilegast við þessa lang- ferð er það, sagði Finnbogi, að bíllinn varð ekki fyrir neinum skemmdum, hann rakst hvergi niður í grjót eða ójöfnur og meira að segja kom ekki ein einasta dæld í hljóðkútinn. Einu ráðstaf- anirnar sem ég gerði var að ég tók burtu krómuðu stútana af púströrunum. Það hefði enginn vandi verið að böðlast áfram á bílnum upp að Vatnajökli og fá svo 10 þús. kr. reikning í höfuðið á eftir, en ég kom með bílinn aft- ur hingað í bæinn óskemmdan með öllu, og ég tel fullvíst að þegar sá vandi hefur verið leyst- ur að brúa Tungnaá, þá muni ekki þurfa að gera kostnaðarmikl ar endurbætur á leiðinni, svo að hún megi verða fær öllum bílum, smáum sem stórum, sagði Finn- bogi. Fyrirspurn um kaup á jarðbor SAMEINAÐ Alþingi kom saman til stutts fundar eftir hádegi í gær, til þess að ákveða, hvort leyfð skyldi fyrirspurn til ríkis- stjórnarinnar um kaup á jarð bor, sem Karl Kristjánsson hefur borið fram og hljóðar svo: „Hvaða ráðstafanir hefur ríkis- stjórnin gert til þess að fram- kvæma þann vilja síðasta Alþing- is „að kaupa í sgmráði við jarð- hitadeild raforkumálaskrifstof- una jarðbor, sem notaður verði til jarðhitarannsókna á Norður- landi“ (sbr. heimild 22. gr. XLII. í fjárlögum 1959)? — Var ein- róma samþykkt að leyfa fyrir- spurn þessa. „Stríð á hendur fjár- plógsstarfsemi“. Forystugrein Þjóðviljans í gær hefst með þessum orðum: „Framsóknarflokkurinn hefur oft reynt að lýsa sér sem miklum forustuflokki vinstri manna, skeleggum andstæðingi ihaldsins. Öllum Reykvíkingum ætti t. d. að vera í fersku minni hvernig Tím- inn var fyrir kosningarnar 1949, hann spilaði sig þá svo róttækan að ekki dugði minna en að prenta helztu kjörorðin með rauðum lit, og leikurinn náði hámarki er birt var vígaleg mynd á forsíðu blaðs- ins af valkyrjunni Rannveigu Þorsteinsdóttur, ásamt herópi hennar: Ég segi allri fjárplógs- starfsemi stríð á hendur.“ Síðan er rakið í greininni, að lítið hafi orðið úr herferð Rann- veigar, því að eins og þar stend- ur: „Framsóknarflokkurinn var sem sé ekki á móti f járplógsstarf- semi“. Um Framsókn í heild er þetta rétt og eins um frammistöðu Rannveigar á þingi. Þar studdi hún flokkinn í öllu hans braski. „Umbun Rannveigar“ Hins vegar má Rannveig eiga það, að þegar hún sat sem með- dómari í verðlagsdómi í mesta okurmáli, sem þá hafði komið fyrir íslcnzka dómstóla, máli Olíufélagsins h.f. og H.I.S., þá dæmdi hún eftir réttum lögum. Rannveig fékk líka skjótlega sína „umbun“ fyrir að láta sömu lög ganga yfir dótturfélög SÍS og aðra landsmenn! Við Alþingiskosningarnar í Júlí 1953 minnkaði fylgi hennar úr 2996 í 2624 atkvæði, þrátt fyrir fjölgun kjósenda. Eftir á varð ljóst, að .fylgi Framsóknar i Reykjavík kom ekki allt fram vegna þess, að verulegur hluti málaliðsins vildi ekki styðja Rannveigu. í því fór það að for- dæmi yfirdrottnara SÍS, sem fyrirgáfu ungfrúnni ekki dóminn yfir dótturfélögum auðhringsins. Við kosningar 1956 fékk Rann- veig ekki að vera þar á lista, að hún hefði von um kosningu. Vegna afsagnar Haralds Guð- mundssonar átti hún þó rétt á þingsæti en var hindruð í að taka það lögum samkvæmt. Rannveig vígalegri en Þórarinn Við kosningar nú | sumar var Rannveigu alveg rutt af lista Framsóknar og Þórarinn Þórar- insson settur í staðinn. Um þann fornvin sinn og samstarfsmann segir Þjóðviljinn í gær, að í stað Rannveigar hafi verið „— — — leitað að nýjum mönnum til þess að leika sama blekkingaleikinn. Sá nýjasti hér í Reykjavík er Þórarinn Þórar- innsson ritstjóri Tímans, og hann þykist ekki vera síður róttækur en Rannveig Þorsteinsdóttir á sínum tíma, enda þótt hann hafi ekki enn komizt upp á lag með að birta af sér eins vígaleg- ar myndir og þótt hann kunni ekki að móta boðskap sinn í jafn eftirminnilegum setningum og Rannveig þegar hún sagði fjárplógsstarfseminni stríð á hendur“. I þessum samanburði er ómak- Iega hallað á ungfrú Rannveigu. Hún er ekki einungis „vígalegri“ á myndum en Þórarinn heldur og í allri skapgerð. Eða kemur nokkrum til hugar, að Þórarinn meti meira rétt íslenzk lög en hagsmuni SÍS? Hann skrifaði þvert á móti harða gagnrýni á dómstóla fyrir dómsáfellingu dótturfélags SÍS. SÍS-herrarnir þurfa áreiðanlega ekki að óttast, að Þórarinn leggi til víga 4 okri þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.