Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 16
16 MORCVNfíLAÐIl Föstudagur 7. ágúst 1959 „Jæja frú, hvað hafið þér ráð- ið af?“ sagði hann að síðustu og sneri sér að Veru, sem sat við hægri hlið hans. „Haldið þér, að ’þér getið átt heima i Leopoldville um tíma?". „Það er ekki ég, sem á að taka ákvörðunina,“ sagði Vera. „Ég óska yður til hamingju, herra verkfræðingur!" sagði Dela parte og sneri sér að Hermanni. Hann sleppti hinu kunnuglega „Wehr“ í viðurvist frúarinnar. „Það er ekkert orðið venjulegt nú orðið að hitta konur, sem láta menn sína um að taka á- kvarðanir". Hann beið ekki eftir svari. „Ég hef verið að velta málinu fyrir mér. Hvernig væri að ákveða hálft ár til reynslu?“ „Ég hef samning hérna til fimm ára, herra Delaprate", sagði Hermann. „Ég hef líka hugsað um það. Við greiðum yður eins mikið fyr- ir hálft árið og þér getio unnið yður inn í Briissel á fimm ár- um“. Útflutningssjóður óskar að ráða skrifs tofus fúlku leikna í vélritun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borizt fyrir 12. þ.m. lítflutniiigssjóður Klapparstíg 26. — Pósthólf 1187 í meird en fjórar aldir hafa þessir hlutir verið smíðaðir í Schmalkalden. Undir heitinu Schmalkalden-gripir urðu þeir heimsfrægir. Enn þann dag í dag tryggir reynsla samstarfsmanna vorra, með hjálp nýtízku framleiðsluhátta, hin miklu og viðurkenndu vörugæði verkfæra þeirra og borðbúnaðar sem vér fram- leiðum. c J WEB VEREINICIE WERKZEUG- UND BESTECK- FABRIKEN -SCHMALKALDEN / T H 0 R. • DDR Heimsækið haustkaupstefnuna í LEIPZIG 30. ágúst til 6. september 1959. Umboðsmenn: K. THORSTEINSSON & Co., Pósthólf 1143, Reykjavík. Vera leit á Hermann. Belgíu- maðurinn tæmdi glas sitt. Sígaunahljómsveitin spilaði „Csak egy kisleany vana vilag- on“. — „Það er ekki til nema ein stúlka í heiminum". „Hvers vegna gerið þér það“, spurði Vera. „Af því að maðurinn yðar er okkur mikils virði, frú“. „Svo mikils virði?“ „Þér virðist alls ekki þekkja hans sanna gildi“. Hann horfði á Veru frá hlið. „Eða hafið þér óbeit á svo miklum peningum?'“ „Nei, en ég get ekki hugsað mér, að Hermann stundi spákaup mennsku". „Stundi spákaupmennsku? “. „Þér hljótið að hafa sérstak- ar ástæður", sagði hún, og var orðin dálítið óákveðin. Delaparte hallaði sér aftur á bak í stólnum. „Við þarna suður , Kongó er- um brautryðjendur. Við getum ekki náð takmarki okkar nema við fáum beztu mennina til Leo- poldville. Það er sama, hvað þeir kosta. Áður en hún gat tekið fram í fyrir honum hélt hann áfram: „Ég lofa yður ekki gulli og grænum skógum, en þér mun- uð kunna við yður í Leopold- ville, einmitt af því að þér fylg- ið eldri tízkunni. Við erum þarna að byggja framtíðina og erum j öld á eftir tímanum. Það er enn- þá lifað í miklu óhófi. Þér mynd uð fá skrautlegt hús með sund- laug í garðinum. Sex eða sjö vinnukindur kosta ekki meira en ein stofustúlka hérna — og eru fyrirhafnarminni. ímyndið yður ekki, að Leopoldville sé frum- skógaborg. Á sumrin er nokkru heitara, en þá er farið til Kivu. Kivu-vatnið gefur fegurstu vötn- um í Sviss ekkert eftir, og Rivi- eru alls ekki. En það þarf ekki að gera lítið úr Leopoldville sjálfri. Maturinn í „Hotel Reg- ina“ eða í „Palace Hotel“ er eins góður og í „Equale de Mouton" í Brússel og það er talið bezta veit- ingahúsið í Evrópu. Þegar fyrstu vikuna kem ég yður í kynni við bezta samkvæmisfólkið í Leopold ville. Við erum reyndar aðeins rúmlega sautján þúsund Evrópu- menn á móti hér um bil tvö hundruð og áttatíu þúsund inn- fæddum mönnum, en því fremur erum við eins og hamingjusöm, lítil fjölskylda. Skóli „Frúar hins heilaga hjarta" getur k,ppt við „Sacré-coeur" á hverjum tíma“. Vera reyndi að brosa. Sní&adama Vön sníðadama óskast strax. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Barnafatagerðin s.f. Vesturgötu 25. T I L B Ú I N eldhúsgluggatjöld eldhúsgluggatjoldueíni Gard ínubúðin Laugavegi 28 ODVRT ODYRT Teyju töfflur. Kr. 65.— Kven- og unglingaskór. Kr. 90.— til 166.— Inniskór frá kr. 45.— Strigaskór með kvarthæl og fleyghælum frá kr. 99.—. Hollenskir barnavagnar, vandaðir og mjög fallegir í ýmsum litum. Verð kr. 3.200.00 Athugið! Þér getið gert mjög hagkvæm kaup hjá okkur. BÚÐIN Spítalastíg 10 a r í u á i) ekki Markús hefir áreiðanlega . ur — hann er allra manna heið- tekið gimsteinana, Ríkharð-1 arlegastur. )2 Jæja, jæja — látum svo vera. — Funduð þér eldspýtur í vasa M^rkúsar? 3) Hvað eruð þér með þarna, Tómas „Þér talið eins og lifandi ferða auglýsing', sagði hún. Delaparte hneigði sig lítið eitt. „Þér sjáið á því, hve það er innleg ósk mín, að nema yður á brott til Leopoldville“. Nú greip Hermann fram í sam- ræðurnar. „Þér hafið sett ráðningu mína í samband við ákveðin skilyrði", herra Delaparte". Það varð dálítil, vandræðaleg þögn við borðið. Því næst sagði Ðelaparte skjót lega: „Sex mánaða ráðningin kemur þeim ekki við“. Aftur leit Vera á mann sinn. Hann hafði haldið því leyndu fyrir henni, að hann ætti bróður. Tólf ár hafði hún verið konan hans og í tólf ár hafði hún treyst honum skilyrðislaust. Ein einasta lygi — og traustið var horfið. Hverju var hann nú að leyna fyrir henni? Delaparte hafði tekið eftir augnaráði þeirra beggja. Hann sagði þegar í stað: „Þekkið þér Adam Sewe, frú?“ „Auðvitað — að nafninu til“. „Þér munuð kynnast honum“. „Hvernig þá?“ „Maðurinn yðar mun hafa saman við hann að sælda. Hann á hlut að áformum okkar". Vera svaraði ekki þegar í stað. Hún sá fyrir sér bókina sem enn lá á náttborði hennar. Á titil- blaðinu var mynd af Adam Sewe. Hann hafði breitt, glaðlegt and- lit, hnefaleikaranef og var snoð- klipptur og leit ekki út eins og hún hafði hugsað sér „engil Kongó". En úr augum hans skein áhrifarík góðmennska, enda þótt myndin væri ekki sérlega vel tekin. „Kemur úran Adam Sewe eitt- hvað við,“ spurði hún og hnykl- aði brýrnar. „Úran kemur öllu Kongó við“, svaraði Delaparte. Hann greip glas sitt, en í því glóði hið dumbrauða „Nautsblóð frá Eger“. „Nú skulum við klingja glösum fyrir Leopoldville". Hermann var að hreinsa gler- augun sín. „Ég get varla látið tækifærið ganga úr greipum mér, Vera“, sagði hann. Það var eins og af- sökun í rómnum. Það voru engin svipbrigði á hinu reglulega andliti Veru. „Þú verður að taka þínar á- kvarðanir sjálfur", sagði hún. Hermann var búinn að setja á sig gleraugun. Hann greip glas sitt. „Drekkum þá skál Leopold- ville“, sagði hann. Rödd hans var óskýr. Þeir drukku hvor öðrum til. Delaparte kinkaði hinum mikla kolli sínum ánægður. Augu Her manns glóðu bak' við gleraugun. Vera starði fram fyrir sig eins og hún sæi hvorugan þeirra. SHtltvarpiö Föstudagur 7. ágúst. Fastir liðir eins og venjulega. — 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. — 19.00 Þingfréttir — Tón- leikar. — 20.30 Samsöngur: Gold en Gate kvartettinn syngur negra sálma. — 20.45 Erindi: Að hverfa í múginn (Hannes J. Magnússou skólastjóri). — 21.10 Tónleikar. — 21.25 Þáttur af músíklífinu (Leifur Þórarinsson). — 22.10 Kvöldsagan: „Tólfkóngavit" eftir Guðmund Friðjónsson; XI — sögulok (Magnús Guðmundsson), — 22.30 Á léttum strengjum: Les Brown og hljómsveit hans leika. — 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 8. ágúst. Fastir liðir eins og venjulega: — 13.00 Óskalög sjúklinga (Bryn dís Sigurjónsdóttir). — 19.30 Tón leikar: Ungversk þjóðlög, sung- in og leikin. — 20.30 Tónleikar: Lög úr tveimur óperettum. 20.45 Upplestur: „Ekkja Kilden- bauers“, smásaga eftir Lars Dill- ing, í þýðingu Málfríðar Einars- dóttur. — 21.10 Tónleikar. —. 21.30 Leikrit: „Bréfdúfan" eftir Eden Phillpotts. — Leikstjóri og þýðandi: Þorsteinn Ö. Stephen- sen. -— 22.10 Danslög (pl.). —- 2400 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.