Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUJVfíLAÐIÐ Föstudagur 7. ágúst 1959 Útlánaaukning banka og spari- sjóða 1958 var meiri en nokkru sinni Meginorsökin var hækkandi verölag og aukning afurðabirgða f NÝÚTKOMNU hefti FJÁRMÁLATÍÐINDA er grein, sem fjallar um þróun peningamálanna á árinu 1958. Er þar greint frá við- skiptum Seðlabankans og áhrifum þeirra, og einnig er'yfirlit um viðskipti og útlán annarra banka og sparisjóða. Fer hér á eftir utdráttur úr greininni. Mikil peningaþensla átti sér stað á árinu 1958, og var út- lánaaukning banka og sparisjóða 579 millj. króna, og er það á annað hundrað miljón krpna meira en nokkru sinni fyrr. Ein meginorsök þessarar miklu út- lánaaukningar var hsekkandi verðlag og aukning afurða- birgða. Hins vegar var að sumu leyti meira jafnvægi í peninga- málum en árið áður, t. d. batnaði hagur ríkissjóðs og gjaldeyrisað- staðan var að nokkru hagstæð- ari. Viðskipti Seðlabankans Viðskipti Seðlabankans innan lands eru bundin við ríkissjóð og ríkisstofnanir, banka og aðrar peningastofnanir. Ennfremur á hann skipti við erlenda banka, en það er eitt meginhlutverk hans að varðveita gjaldeyris- forða þjóðarinnar. Á yfirliti yfir hreyfingar á reikningum Seðlabankans á ár- inu 1958 sést að mikið fé hefur streymt úr bankanum. Meginor- sök þessa útstreymis voru við- skipti Seðlabankans við banka og aðrar peningastofnanir, en alls höfðu þessi viðskipti í för með sér þensluáhrif, er námu 174,4 millj. kr. Þyngst á metunum urðu endurkaup afurðavíxla, er jukust um 186,8 millj. kr. á móti 41,6 millj. kr. aukningu árið 1957. Stafaði þessi mikla aukning ann- ars vegar af aukningu birgða út- flutningsaffurða í landinu, en hins vegar af mjög hækkuðu verðlagi afurða vegna hærri út- flutningsbóta. Skuldir ríkissjóðs og ríkis- stofnana við Seðlabankann juk- ust um 27,5 millj. króna á árinu, einkum vegna erlendrar lántöku til kaupa á togskipum, en á hinn bóginn jukust innstæður þessara stofnana um 63,5 millj. króna, og voru sjóðir atvinnuleysistrygg- inganna þar þyngstir á metunum. Alls batnaði því staða ríkissjóðs og ríkisstofnana um 36,1 millj. kr. í stað þess, að á árinu 1957 versn- aði hún um 6 millj. kr. Viðskiptabankarnir Útlánaaukning hjá viðskipta- bönkunum fjórum á árinu 1958 nam 438,9 millj. kr., og er það rúmlega tvöföld aukning á við árið áður og meiri útlánaaukn- ing en nokkru sinni hefur átt sér stað fyrr. Flokkun útlána sýnir, að hlutur sjávarútvegs og sjávar- vöruiðnaðar í útlánaaukningunni er langsamlega stærstur. 199,0 millj. kr. eða um 45%. Næst kemur landbúnaður með 71,5 millj. kr., verzlun með 67,4 millj. kr. og iðnaður með 52,2 millj. króna. Er þetta í fyrsta skipti sem Landsbankinn birtir tölur um flokkun útlána, en sérstak- lega er tekið fram, að flokkun- ina beri að taka með varúð, þar sem hún hljóti að vera mjög ónákvæm. Einkum veldur erfið- ileikum, að fjöldi fyrirtækja stundar fleiri en einn atvinnu- rekstur og er þá yfirleitt tekinn sá kostur að flokka öll útlán til slíkra fyrirtækja undir þann at- vinnurekstur, sem mestu máli skiptir hjá hverju þeirra. Er einkum bent á, að hætt sé við, að ýmislegt, sem betur ætti heima undir iðnaði, sé flokkað með verzlun. Einnig ber að hafa í huga, að flokkunin er alls ekki í samræmi við flokkun Hagstof- unnar á mannfjölda í hinum ýmsu atvinnugreinum. Þannig verður við lánaflokkunina að taka undir útgerð bæði vinnslu og verzlun með sjávarafurðir og Húseign í miðbænum á eignarlóð til sölu. Möguleikar á stórri viðbyggingu með inngangi frá tveim umferðagötum. Hentugt fyrir iðnfyrirtæki, heildsölu eða félags- heimili. RANNVEIG ÞORSTEINSDÖTTIR hrl. Málflutningur — Fasteignasala Laufásvegi 2. — Sími 19960 » NÝR SÍMI 2446 6 (3 línur) Vinsamlega klippið auglýsinguna úr, því síminn er ekki í skránni Sælgætisgerðin Opal hf. Skipholti 29 sama er að segja um landbúnað- arafurðir. Sparisjóðirnir Útlán sparisjóða á árinu 1958 námu 106,7 millj. króna og er ekki til flokkun um þau útlán. Þó er talið fullvíst, að mjög stór hluti af útlánum sparisjóða, einkum hinna minni, hafi farið til húsbygginga. Vaxandi hluti útlánanna síðustu árin mun þó hafa farið til atvinnurekstrar, sérstaklega verzlunar, einkum eftir að Samvinnusparisjóðurinn og Verzlunarsparisjóðurinn voru settir á stofn. Útlánaaukning sparisjóðanna hefur vaxið mjög siðustu árin og var nærri því þrefalt meiri 1958 en árið 1955, byggist hún að mestu leyti á aukningu spariinnlána; en það hefur átt mikinn þátt í þessari þróun, að nýir og öflugir spari- sjóðir hafa vaxið upp á tíma- bilinu. Fjárfestingarlánastofnanir Eins og kunnugt er starfa ýms- ar stofnanir, sem veita löng lán til fjárfestingar og byggist starf- semi þeirra á framlögum ríkis- sjóðs, verðbréfakaupum bank- anna, bæði vegna íbúðabygg- inga og raforkuframkvæmda, og erlendum lánum, sem Fram- kvæmdabankinn hefur tekið á undanförnum árum og síðan end urlánað innan lands. Árið 1954 námu lánveitingar þessara stofn- ana 150 millj. kr., en árið 1958 höfðu þær aukizt í 441 millj. kr. Þess ber þó að gæta, að um veru- legar lánveitingar hefur verið að ræða milli fjárfestingarlána- stofnana innbyrðis (106 millj. kr. 1958), þannig að lánveiting- ar til atvinnuveganna eru all- miklu lægri, en heildartalan gef- ur til kynna. Þarna er að mestu leyti um að ræða þau erlendu lán, sem Framkvæmdabankinn hefur tekið á undanförnum ár- um, en síðan endurlánað Fisk- veiðasjóði, Raforkusjóði og Rækt unarsjóði. Einnig hefur veðdeild Landsbankans lánað Byggingar- sjóði allverulegar fjárhæðir. Lánveitingar Flramkvæmda- bankans, sem er stærsta fjárfest- ingarlánastofnunin, námu 219 millj. króna árið 1958 og höfðu þá meir en sexfaldazt frá árinu 1954, og er að miklu leyti um að ræða erlent lánsfé, sem bankinn endurlánar innan lands, eins og áður er sagt. □- -□ Valdimar Björns- son kjörinn í stjórn A. S. F. í VESTUR-ÍSLENZKA blaðinu Lögberg, frá 25. júní, er skýrt frá því að Valdimar Bjömsson fjár- málaráðherra Minnesotafylkis, hafi verið kosinn í stjórn American Scandinavian Found- ation. Getur blaðið þess að Vaidi- mar hafi um langt árabil starfað á vegum félagsskaparins í heima- borg sinni. Minniapolis. □- Sigurjóna Minning F. 4. okt. 1894. — D. 29. júlí 1959. Sigurjóna var fædd í Brands- búð á Arnarstapa á Snæfellsnesi 4. okt. 1894. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Steinunn Jónsdóttir. Sigurjóna heitin dvaldi skamm- an tíma í foreldrahúsum. Hún fór snemma að vinna fyrir sér hörðum höndum löngu fyrir 'eim ingaraldur, og þá í mjög misjöin- um vistum, eins og þær voru á þeim árum. En flestir munu hafa keppzt um það, að fá hana í ails konar vinnu, því trúmennska, lipurð og dugnaður voru góð meðmæli í þá daga. Hún mun hafa verið komin fast að ferm- ingu, er -íún fór til Þorsteins Jónsonar og Margrétar Einai s- dóttur, er bjuggu í „Þorsteius- húsi“ í Ólafsvík. Oft minntist hún á Margráti og heimili hennar, sem fyrirmynd þess bezta, er hún hafði kynnst á þeim árum. Þótt dvöl hennar væri stutt á æskustöðvum, þá var eins og birti alltaf yfir henni, þegar hún minntist eitthvað á þær eða það- an. Til Reykjavíkur fluttist hún svo árið 1913 og réði sig þá til Jóhannesar Magnssonar og Dcró theu Þórarinsdóttur á Bræðra- borgarstíg 15. Við hjón þessi og börn þeirra tengdi hún vináttubönd, sem aldrei brustu. Árið 1920 giftist hún eftirlif- andi manni sínum Árna Jónas- syni frá Stóra-Vatnshorni í Haukadal, og flutti þá með hon- um vestur í Dali. Þar voru pau búsett til ársins 1934, að þau H júkrunarkona óskar eftir 2ja herbergja íbúð, sem fyrst. Upplýs- ingar í síma 1-6358. Smurstöðin Sœtúni 4 Seljum allar tegundir af smurolíu. Fljót og góð afgreiðsla. Sími 16-2-27. Jónsdóttir fluttu aftur til Reykjavíkur. Eina dóttur barna, eignuðust þau Þuriði að nafni. Einnig hefur dóttir Þuríðar, Steinunn Ingóits- dóttir, verið undir handleiðslu Sigurjónu frá því fyrsta. Ég, sem rita þessar fátæklegu linur, átti því láni að fagna, að kynnast þessari góðu konu, bví að ég átti heima hjá þeim hjónum um 7 ára skeið. Ávallt var mjög gestkvæmt á heimili hennar,- enda var henni gestrisnin í blóð borin. Ánægj- an skein af andliti hennar hversu mikið sem hún hafði að gera, þegar hún var að tala við gesti sina og veita þeim. Hún var mjög sönghneigð og unni ljóðum og list, anda kona vel gefin. Oft vakti það undrun mír.a hvað hún vissi mikið í ættfræði, þótt hún hefði aldrei haft tíma sökun annríkis að lítá í bók, að heitið, gæti, og hvað skilningur hennar var víðtækur. Það var eins og að hún vissi þetta a'lt, sem flestir þurfa að læra. Hún átti svo mikið af þessu svo k-i'l- aða brjóstviti, sem hefur veiið aðall íslenzkrar alþýðu frá upp- hafi vega. Hún var mjög dul um sína hagi og kvartaði ekki, þótt hún væri oft mikið lasin, sérstaklega nú síðustu árin. í dag verður Sigurjóna til moldar borin. í sambandi við vini hennar og nánustu vandamenn dettur mér í hug fi’ægur máls- háttur, er hljóðar eitthvað á þessa leið: Eilíf eign er aðeins hið horfna. Ég kveð svo Sigurjónu Jóns- dóttur með þökk og virðingu fyr- ir það sem hún var mér frá okkar fyrstu kynnum. Jóh. Ásgeirsson. Silungsveiði Nú gr bezti tíminn að veiða Silung í Reyðarvatni og Uxavatni. Veiðileyfi seld í Verzl. Veiðimaðurinn, Verzl. Sport, Hans Petersen, Bókabúð Olívers Steins, Hafnarfirði, Sig. Erl., Keflavík. K.f. Árnesinga, Selfossi, Stangaveiðifélag Borgarnesi. STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVlKUR Volga /958 ekinn 3000 km Vagninn er allur sem nýr, til sýnis og sölu í dag. Ém Tjarnargötu 5, sími 11144 VlOtÆKJAVlNNUSlOfA OG VIOt/tKJASALA Laufásvegi 41. — Sími 13673.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.