Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐ1Ð Föstudagur 7. ágúst 1959 Búið ad endurbyggja Krossa- nes verksmi bjuna AKUREYRI, 6. ágúst. — SI. þriðjudag hélt stjórn Krossanesverk- smiðjunnar fund með blaðamönnum og fleirum í tilefni af því að búið er að endurbyggja Krossanesverksmiðjuna að miklu leyti. Guðmundur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri, gerði grein fyrir þessum framkvæmdum og rakti sögu verksmiðjunnar frá því að Akureyrarbær keypti hana Það var árið 1946 að Akureyr- arbær keypti síldarverksmiðjuna í Krossanesi, er þá var gamal- dags og vanbúin að vélum. Var þá hafist handa um breytingar Og endurbætur á verksmiðjunni eftir kröfum þeirra tíma og fjár- hagsgetu. Helztu breytingar voru þær, að byggður var 2500 tonna dieseltankur, byggt nýtt skil- vinduhús og í það keyptar 10 nýjar skilvindur, og 4 hristisíur. Ennfremur var sett upp löndunar kerfi með tveim löndunarkrönum og byggt framan við gömlu bryggjuna undir þá. Þá var byggt að nýju mestallt flutningakerfi verksmiðjunnar, breytt frá kola- kyndingu til olíukyndingar og frá gufunotkun til rafmagnsnot- kunar. Allt þetta jók stórumí af- kastagetu og rekstraröryggi verk smiðjunnar. Þrátt fyrir það að ná lega öll ár síðan verksmiðjan tók til starfa hafa verið síldar- leysisár, hefur henni verið ha-d- ið mjög vel við og unnið að frek- ari endurbótum eftir beztu getu. Þó er það svo að svona verk- smiðja verður aldrei fullbyggð, þar eð tæki og nýtingarhættir e>"u alltaf að breytast. T. d. hefur á síðari árum almennt verið byrj- að að hagnýta soðvatnið, sem til fellur í verksmiðjum og áður .Tar látið renna í sjóinn. Sökum hrá- efnaskorts gátu verksmiðjur fcér norðanlands ekki notað sér þessa nýjung fyrr en á sl. ári. Með til- komu frystihúsútgerðar Akur- eyringa hafa skapast möguleikar til að fara inn á þessa auknu nýt- ingaraðferð, enda rekstur orðinn ógerlegur að öðrum kosti með því hráefnaverði sem verksmiðj- um er gert að greiða. Stjórn Síldarverksmiðjunnai í Krossnesi ákvað því, að freista þess að fá lán til kaupa á vélum til betri nýtingar á hráefninu. Þetta hefur tekizt og er nú lokið að mestu þeirri uppbyggingu, sem nauðsynleg er talin í bili. Standa nú vonir til að mjölfram- leiðsla aukist verulega eða' ca 20% og geta allir séð hvað það þýðir. Allar breytingar á verksmiðj- unni, þar með smíði þessara nýju tækja, hafa verið framkvæmdar af vélsmiðjunni Héðni í Reyk.ia- vík. Verk hennar hafa verið vel af hejndi leyst og öll samvinna hin bezta. Færði formaður verksmiðj ustj órnar Vélsmiðj anni Héðni beztu þakkir fyrir það. Einnig þakkaði formaður verk- smiðjustjórnar Jóni M. Árnasyni frábært starf við þessar frarn- kvæmdir, svo og öllum starfs- mönnum verksmiðjunnar, sem unnið hafa að þessu verki. Þess skal getið að hinn nýi þurrkari sem byggður hefur ver- ið fyrir ver^smiðjuna, er ef*ir uppfinningu Gísla Halldórssonar, verkfræðings í Reykjavík, og mun vera sá fyrsti sem byggður er hér á landi af þessari tegund. Á síðastliðnu ári tók verksmiðj- an á móti 21.903 málum af síld, 668 af hafsíld og 9732 tonnum af karfa og úrgangi frá Útgerðar- félagi AkUreyringa. Fyrstu 6 mán uðina 1959 er búið að framleiða 477 tonn af karfamjöli, 540 tonn af fiskimjöli, 230 tonn af síldar- mjöli og 225' tonn síldar og karfa- lýsi. Stjórn verksmiðjunnar skipa Guðmundur Guðlaugsson fur- maður og framkvæmdastjóri, Guðmundur Jörundsson, Helgi Pálsson, Magnús J. Guðjónsson, og Björn Jónsson. — Mag. EFTIR tveggja daga frátök varð loks flugfært til Vestmannaeyja í gær. Um morguninn var ennþá dimmviðri í Eyjum en laust fyrir kl. tíu birti upp og hálftíma síðar lagði fyrsti Faxi Flugfélags íslands af stað fullskipaður farþegum. Alls voru áætlaðar tólf ferðir til Vestmanna- eyja í gærdag og í dag er gert ráð fyrir mörgum ferðum. — Myndin sýnir farþega ganga um borð í fyrstu flugvélina í gærmorgun. — Ljósm.: Sv. Sæm. Um 650 manns til Eyja í gær Þjóðhátiðin hefst bar i dag t GÆR munu um 650 Reyk- víkingar hafa haldið til Vest- mannaeyja, til að vera á Þjóð- hátíðinni í dag. Flugfélagið fór 12 ferðir og Esja lagði af Dagskrá Alb’mgis BÁÐAR deildor Alþingis koma saman til funda í dag kl. 13,30 og er dagskrá þeirra sem hér segir Efri deild: Stjórnarskrárbreyting, frv. — 1. umræða. Neðri deild: Endurlán eftirstöðva af láni af erlendu láni, frv. — 1. umræða. stað þangað fullskipuð far- þegum. Frá fréttaritara blaðs- ins í Eyjum harst svohljóð- andi skeyti í gærkvöldi: •k Aldrei fleiri tjöld Það lítur heldur vel út með þj óðhátíðarveður. I morgun var rigning og súld, en um hádegis- bilið létti upp og seinni hluta dagsins var komið yndislegt veð- ur. Fékk fólkið bezta veður til að koma sér fyrir í Herjólfsdal, en tjöldun var leyfð þar kl. 4. Líklega hafa aldrei verið fleiri tjöld í Herjólfsdal en nú. Flug- félagið byrjaði að fljúga 1 dag um 11 leytið og gerði ráð fyrir að geta farið 12 ferðir. •k Fjölbreytt dagskrá A morgun kl. 2 verður Þjóð- hátíðin sett af Páli Scheving, bæjarfulltrúa. Síðan verður guðsþjónusta í dalnum, séra Hall dór Kolbeins prédikar. Kl. 16 verður ræða, sem Baldur John- sen héraðslæknir flytur. Að ræðunni lokinni verða ýmsar frjálsar íþróttir, m. a. sýnir fim- leikaflokkur úr KR undir stjóm Benedikts Jakobssonar. Kl. 18 verður svo bjargsig, Skúli Theo- dórsson sígur. Að bjargsiginu loknu verður handknattleikur kvenna milli Þórs og Týs. — Kl. 20 hefst kvölddagsskráin. — Verður fyrst barnaskemmtun, Viggó Sparr töframaður skemmt- ir. Kl. 21 hefst kvöldvakan. Þá leikur Lúðrasveit Vestmanna- eyja, Ágúst Þorsteinsson og fé- lagar skemmta, Helgi Þorsteins- son les upp og að lokum verða ýms skemmtiatriði, sem Unnur Guðjónsdóttir leikkona og Ási í Bæ og Co. sjá um. Kl. 22.30 hefst dans á báðum pöllunum, nýju og gömul dansarnir og kl. 24 nær svo hátíðin hámarki með brennu og flugeldasýningu. — Bj. Guðm. Slagari einn, sem vinsæll var fyrlr nokkrum árum, fjallaði um hann „lánsama Jón“. — Sumir vilja nú segja, að þessi orð hafi sannazt á Jóni Ólafssyni, Óðinsgötu 18 hér í bæ — af því að hann á svo stálheppna dóttur. En Halla litla dóttir hans, sem er aðeins 4 ára gömul, hlaut „stóra vinninginn“ við síð- asta drátt í happdrætti DAS, þriggja herbergja íbúð að Há- túni 4. — Myndin af hinni heppnu fjölskyldu er tekin í nýju íbúðinni. Neðrí deild louk oigreiðslu kjördæmufrumvurpsins í gær KJORDÆMAFRUMVARPIÐ var í gær endanlega af- greitt frá neðri deild Alþingis, og verður það í dag tekið til fyrstu umræðu í efri deild. Á fundi neðri deildar síðdegis í gær kvaddi enginn sér hljóðs um málið og lauk þar með þriðju og siðustu umræðu um það í deild inni. Atkvæðagreiðsla fór þá fram, og var nafnakall viðhaft. Greiddu þingmenn allra flokka nema Framsóknarflokksins at- •kvæði með frumvarpinu, og var það því samþykkt með 21 at- kvæði gegn 13, en einn stuðnings- maður þess var fjarverandi. Kjördæmafrumvarpið var lagt fram á fyrsta fundi Alþingis, hinn 22. júlí, og hófst 1. umræða um það í neðri deild daginn eftir. í gær voru því liðnir 14 dagar, síðan afgreiðsla þess hófst á yf- irstandandi þingi. Norrœn bœndaráSsfefna haldin í Reykjavík í FRAMSÓKNARHÚSINU í Reykjavík er nú haldin ráðstefna bændasamtaka á Norðurlöndum, eða „Nordisk bondeorganisation- ers centralrád“, eins og samtökin nefnast, og sækja ráðstefnuna um 60 erlendir fulltrúar og 30 frá íslenzkum bændasamtökum. if Lokaðir fundir Svéinn Tryggvason, fram- kvæmdastj. Framleiðsluráðs land búnaðarins, setti fund kl. tíu í gærmorgun. Ráðstefnan stendur aðeins tvo daga, lýkur í kvöld. Þingfulltrúar munu síðan fara stutta ferð um Suðurlandsundir- lendið á morgun, en að því búnu halda eriendu fulltrúarnir heim um eða upp úr helginni. Á ráðstefnunni eru til umræðu ýmis sameiginleg hagsmunamál bænda á Norðurlöndum, m. a. Imarkaðsmál — og mun fríverzl- unarmálið t. d. koma þar við sögu. Annars liggja ekki fyrir fréttir af umræðum, þar sem fundir hafa verið lokaðir. Stjórn norrænu bændasam- takanna skipa þessir menn, sem jafnframt eru forsetar þingsins: — Hans Pinstrup, Danmörku, Einar Winqvist, Finnlandi, Hall- vard Eika, Noregi, Folke Ed- blom, Svíþjóð og Sveinn Tryggvason, sem jafnframt er formaður samtakanna þetta ár. Norrænu bændasamtökin eru 25 ára gömul, en 9 ár eru síðan íslendingar gerðust aðilar að þeim. Komið er saman árlega til fundar, og hefir slíkur fundur einu sinni áður verið haldinn hér á landi, árið 1952.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.