Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 20
VEDRID Hægviðri, léttskýjað. Mont Blanc Sjá bls. 10. 168. tbl. — Föstudagur 7. ágúst 1959 Síld arfl otinn tyrir austan land Fór með síldina inn á Austfjarðarhafnirnar I GÆR var allur síldarflotinn kominn austur fyrir land og voru flest skipin að veiðum suðaustan við Gerpi. Þar var mikil síld, en smærri en sú sem undanfarið hefur veiðzt. Auk þess var stórstreymt og dálítið erfitt að eiga við veiðarnar, svo nokkuð bar á því að nætur rifnuðu. Engin veiði var á vestur- og miðsvæðinu síðasta sólar- hring. Síldarleitin á Raufarhöfn heyrði lítið í sendistöðv- um bátanna í gærkvöldi vegna trufla^ ★ Á Austfjarðarhöfnum Engin skip komu til Siglufjarð- ar eða Raufarhafnar í gær. Héldu síldarskipin með afla sinn inn á Austf j arðarhafnirnar. Til Seyðisfjarðar bárust í gær 4700 mál síldar og í gærkvöldi var von á 8 bátum þangað með 3000 mál. Frá fréttaritara blaðsins á Norð firði barst svohljóðandi skeyti: Þessi skip hafa komið til Norð- fjarðar með síld; Björg NK 476 mál; Gullfaxi 800; Bergur NK 800; Frigg 536, Hafbjörg 587; Sigurbjörg 650; Þráinn 486; Skipa skagi 650; Erlingur IV. 600; Sig- urfari 350; Trausti 500; Vonin II. 400. Kl. 19 var búið að landa síðan í gærkvöldi 4300 málum og lönd- unar biðu 4100 mál. Þessi skip höfðu tilkynnt komu sína bráðlega: Hvanney 700 mál og Akurey 600 mál og þrjú skip með síld til söltunar, Freyja 250 tunnur, Sidon 135 og Goðaborg 117. Hefur ekki borizt meiri salt- síld hingað á einum degi í sumar. f verksmiðjuna er í allt búið að taka á móti 26 þús. málum og nú er von á stanzlausri löndun þangað til þrærnar verða full'ir. Frá fréttaritara Mbl. á Eskifirði barst svöhljóðandi fréttaskeyti Þessir bátar lönduðu í nótt og í morgun á Eskifirði: Víðir SU með 177 uppsaltaðar tunnur og 220 mál í bræðslu; Jón Kjartans- son SU með 120 mál í bræðslu og 147 uppsaltaðar tunnur, Hólma- nes SU með 885 mál í bræðslu og 80 uppsaltaðar tunnur í frystingu og Snæfugl SU með 800—850 mál í bræðslu. Síldin veiddist djúpt í Reyðarfjarðardjúpi. .. I 5 íslendingar slösuðust í bifreiðaslysi í Þýzkalandi LAUGARD \GINN 25. fyrra mánaðar lentu fimm íslendingar í bifreiðasiysi suður í Miinchen í Þýzkalandi, og slösuðust þrjár konur, a.m.k tvær illa, en tveir karlmenn sem í bifreiðinni voru, meiddust lítið eða ekkert. Bifreiðin var mjög mikið skemmd. Fregnir eru óljósar um það hvernig slysið vildi til, en bif- reiðin mun hafa beygt fyrir spor- vagn á götu í Múnchen. Gamull goshvei gýs að nýju | Í AKRANESI, 6. ágúst. — Úti í j • miðri Reykjadalsá í Reykholts S dal, í kletti, sem stendur upp • úr henni undan landi Sturlu- j Reykja, er hver, sem heitir j Vellir. \ Þeir sem ólust upp í Reyk- s holtsdal um og eftir aldamót- j in, segja, að þá hafi Vellir gos • ið reglulega á hálftíma fresti, j og haft er eftir séra Guðmundi S Halldórssyni presti í Reyk- • holti, að hann hafi séð um 30 j feta hátt gos konia úr hvern- j í um. Af einhver jum ástæðum • S hætti Vellir að gjósa um eða j \ rétt eftir 1911. Og síðan hefur j S hann legið niðri að mestu leyti; sem goshver. S En svo var það um daginn, ^ | að fólk frá Sturlu-Reykjum | fór í útreiðartúr og hafði sápiu s meðferðis. Tók það sig tU ogi hreinsaði óhreinindin úr skál ^ : hversins og setti í hann sápu. s I Og viti menn, Vellir gaus 4—5 í i metra háu gosi, sem að vísu ^ S var blandið sandi. Rétt hjá s i Velli er hverauga, lítil skál, j \ sem aldrei gýs, en þar kraum- s ar og sýður jafnt og þétt. — Oddur. 1 bifreiðinni voru Steinar Waage, skósmiður bæklaðra, og kona hans, Sigurður Pálsson, kona hans og mágkona, en þær eru dætur Gunnars Möllers. Meiddust tvær þær síðastnefndu mest. Frétzt hefur að þær hafi báðar mjaðmabrotnað og fengið heilahristing og önnur auk þess viðbeinsbrotnað. Liggja þær enn á sjúkrahúsi í Múnehen. Þriðja konan lá á sjúkrahúsi í viku en karlmennirnir sluppu að heita má ómeiddir. Nú er aftur komin sól eftir leiðinda rigningaveður um nokkurt skeið og krakkarnir láta ekki á sér standa að nota góða veðrið. Myndina tók ljós- myndari Mbl. úti í Nauthóls- vikinni, þar sem krakkarnir veltast um í sjónum og sóla sig Þjófar dæmdir í fangelsi og verða oð greiða miklar bæfur t SAKADÓMI Reykjavíkur er genginn dómur í máli tvítugs pilts, sem ekki hefir áður verið dæmdur. Við þessa fyrstu dómsupp- lcvaðningu hlaut hann óskilorðsbundinn dóm: 15 mánaða fangelsi og gert að greiða miklar skaðabætur til nokkurra manna er orðið höfðu fyrir barðinu á honum. ár Afbrotin Maður þessi heitir Sigurvin Helgason og er frá ísafirði. Þessi ungi maður brauzt á fyrra ári inn í úra- og skartgripaverzlun Magnúsar Baldvinssonar ásamt öðrum manni. Þeir stálu miklu af úrum og skartgripum. Þá brauzt hann margsinnis út úr „Steininum" meðan á máli hans stóð í sambandi við innbrots- þjófnaðinn í skartgripaverzlun- ina. í þessum leiðöngrum sínum gerist hann sekur um fleiri þjófn aði, en enginn þeirra var eins mikill og úra- og skartgripa- þjófnaðurinn. Maðurinn, sem með Sigurvin var við þetta inn- brot, hlaut skilorðsbundinn dóm. Nokkrir fleiri menn voru dæmd- ir fyrir meiri og minni hlut- deild í þessu þjófnaðarmáli. Með- al þeirra er Kris'tján Eyfjörð Valdimarsson, sem áður hefur verið dæmdur fyrir ýmis konar afbrot. Hann hafði auk þess gerzt sekur um þjófnað og skjalafals og hlaut hann nú 10 mánaða fangelsi. Fimm menn aðrir voru dæmdir í meiri og minni refsingu í sambandi við þetta mál. Hinum ákærðu mönn- um var gert að greiða í skaða- bætur alls um 59 þus. krónur. Sumarferð Varðar H I N árlega sumarferð Landsmálafél. Varðar verð- ur farin sunnudaginn 16. þ m. Nánar auglýst síðar. Það gamla hverfur — og hið nýja rís í BYRJAÐ er nú að rífa hið gamla hús Bókaverzlunar Sigfús- ar Eymundssonar við Austur- stræti, en þar á síðan að rísa 6 hæða stórhýsi, sem kunnugt er, Verður bókaverzlunin, sem Al- menna bókafélagið rekur nú, þar til húsa í framtíðinni, ásamt ann- arri starfsemi A. B. Er fréttamaður Mbl. leit inn í gamla verzlunarhúsið í gær, voru þar að verki menn með rof- járn og önnur tæki til „niður- rifs“ — og þar voru líka nokkr- ir strákar, sem þótti heldur en ekki púður í því að fá að rífa bréf og striga af veggjum eins og þá lysti. Björn Pétursson, framkvæmda horfði á aðfarirnar. — Frétta- maðurinn vék sér að honum og spurði, hvernig honum væri inn- anbrjósts að horfa á þetta gamla „heimkynni" sitt rifið svona niður. — Björn brosti góðlátlega og sagði, að víst væri það ekki sársaukalaust, en um það tjóaði ekki að fást — þetta væri bara ein útgáfa sögunnar um gamla og nýja tímann— það gamla yrði alltaf að láta í minni pokann fyr- ir hinu nýja. í kvöld verður ráðizt á vegg- ina. Verða þeir brotnir niður með stórum slaghamri — og þetta gamla og virðulega hús jafnað við jörðu. En innan árs verður hinn glæsilegi „fulltrúi“ nýja tímans stjóri „Eymundsens" stóð og i væntanlega risinn á rústunum, Smíðagalli á nýju cL*n; __________ Stórfelldra við~ gerða er börf BÍLDUDAL, 6. ágúst. — Togskip Bílddælinga, Pétur Thorsteinsson, l:om úr veiðiför á laugardaginn var. Landaði skipið um 37 tonnum af ísvörðum fiski, sem allur fór til vinnslu í frystihúsinu. nýja, um leið og gert verður við hina biluðu olíuleiðslu. Þessa viðgerð er ekki hægt að framkvæma hér, svo skipið sigldi til Reykjavíkur. Hér er ekki vit- að hve langan tíma muni taka að laga skemmdirnar ,og hvenær skipið geti því hafið veiðar á nýjan leik. — H. Héraðsmót Sjálfstæðismanna í SkaftafelJssýsIu HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðis- manna í Austur-Skaftafells- sýslu verður haldið að Mána- garði sunnudaginn 9. ágúst kl. 8. s. d. Ræður flytja Jóhann Hafstein alþingismaður og Sverrir Júlíusson, formaður Landssambands íslenzkra út- vegsmanna Skemmtiatriði annast leikararnir Bessi Bjarnason, Steindór Hjörleifs- son og Knútur Magnússon. Að síðustu verður dansað. ýt Alvarlegur galli Ekki gat skipið haldið á veiðar aftur, vegna alvarlegs galla, sem komið hefur í ljós. — Oliuleiðslur hafa bilað og hefur olía frá þeim komizt í einangrun fiskilestar. Er hér um svo alvarlegt mál að ræða, að rífa verður alla lestarein- angrunina úr skipinu og setja UM helgiua félagar í Óðni í skemmtiferð inn í Þórs- mörk. Svo mikil þátttaka er í ferðinni að ákveðið hefur ver- ið að bæta við bíl og eru því nú nokkur sæti laus ennþá. Þátttöku þarf að tilkynna í síma 14724 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.