Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 10
10 MORCVWBL AÐIÐ Föstudagur 7. agúst 1959 írtjpmMaMI* Utg.: H.í. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. ASalritstjórar: Valtýr Stefónsson (ábtn.) Bjarni Benediktsson. Ritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristínsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. 'Vskriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. CETUR SVIKASTJÓRN VERIÐ GÓÐ STJÓRN? FLOKKAR vinstri stjórnar- innar sálugu hafa und- anfarið verið að gera upp reikninga sína, bæði í um- ræðum á Alþingi og í blöðum sínum. Það sem markar svip þessarra umræðna er fyrst og fremst það, að vinstri flokkarnir saka allir hver aðra um það að hafa svikið stefnu og fyrirheit vinstri stjórnarinnar. Kommún- istar lýsa t.d. svikum Framsókn- arflokksins við vinstri stjórnina m. a. á þessa leið í blaði sínu í gær: „Framsókn sveik loforðið um brottför hersins, Framsókn sveik loforðið um kaup á 15 stórum togurum, og Framsókn sveik fyrirheitið um að stjórnin myndi tryggja bætt lífskjör með kröfu sinni um beina bótalausa kauplækkun. Með þessari fram- komu hefur Framsóknarflokkur- inn stuðlað á mjög alvarlegan hátt að því að brjóta niður trú almennings á vinstri samvinnu og vinstri stefnu — og það er illt verk“. Þannig lýsa kommúnistar svik- um Framsóknarmanna við vinstri stjórnina. Framsóknarmenn lýsa því hins vegar yfir, að kommúnistar hafi setið á stöðugum svikráðum við vinstri stjórnina. Þeir hafi þvælzt fyrir og hindrað raun- hæfar aðgerðir í efnahagsmál- unum og svikið það loforð vinstri stjórnarinnar að stöðva vöxt verðbólgu og dýrtíðar. Þannig lýsa höfuðleiðtogar vinstri stjórnarinnar hver öðrum sem svikurum og skemmdarverkamönnum gagn vart stjórn þeirra Getur það verið góð stjórn? En það hlálega við þessar yfir- lýsingar vinstri stjórnarflokk- anna er það, að þegar leiðtogar þeirra hafa útmálað hversu hrapallega samstarfsflokkarnir hafi svikið stefnu stjórnarinnar, þá komast þeir að þeirri niður- stöðu, að vinstri stjórnin hafi engu að síður verið ágæt og gagnmerk ríkisstjóm, sem eigin- lega beri brýna nauðsyn til að endurreisa við fyrsta tækifæri. Vinstri stjórn sé þrátt fyrir allt það takmark, sem keppa beri að. Sú spurning hlýtur eðlilega að rísa í hugum alls almennings, hvernig það tvennt geti farið saman, að ríkisstjórn svíki öil sín fyrirheit, en sé engu að síður góð og gagnleg stjórn? Svarið við þessari spurningu getur ekki orðið nema á einn veg: Sú stjórn sem svíkur stefnu sína og það fólk, sem sett hefur traust á hana, hlýtur að vera vond stjórn, og þá fyrst og fremst í augum þeirra, sem höfðu gert sér mikl- ar vonir um góðan árangur af starfi hennar og stefnu. Leiðtogar vinstri flokkanna hafa þess vegna sjálfir kveðið upp harðasta dóminn yfir þessari stjórn sinni með ásök- unum í garð hver annarra um svik og brygðmæli. Yfirlýs- ingar þeirra um að stjórnin hafi verið góð og dugandi, verka á almenning eins og innantómt skrum, sem vinstri leiðtogarnir sjálfir eru búnir að afsanna. Bætir ekki hlut V-st j órnarinnar Reikningsskil og svikabrigsl leiðtoga vinstri flokkanna bæta ekki hlut vinstri stjórnarinnar sálugu. Þau hljóta þvert á móti að sýna íslenzkum almenningi það betur en nokkru sinni áður, hversu vanmegnug þessi ríkis- stjórn var þess að taka á vanda- málum þjóðarinnar á raunhæfan hátt. Hún lofaði þjóðinni, og þá ekki hvað sizt verkalýðnum gulii og grænum skógum. En niður- staðan varð sú, að enginn varð eins hart fyrir barðinu á vinstri stjórninni en einmítt launafólk landsins. Á því bitnaði hin vax- andi verðbólga og gífurlegu nýju skattaálögur harðar en á nokkr- um öðrum. Þýðingarmikil reynsla En þótt vinstri stjómin væri versta stjórn, sem farið hefur með völd í þessu landi, er þó óhætt að fullyrða, að valdatíma- bil hennar hafi að ejnu leyti ver- ið þjóðinni gagnlegt. Hún öðlað- ist þýðingarmikla reynslu af því, hvað vinstri stjórn í raun og veru er, hver úrræði hennar eru gagn- vart höfuðvandamálum þjóðfé- lagsins, og hvernig hinir svo- kölluðu vinstri flokkar vinna saman. í þessari reynslu felst þýðing- armikill lærdómur. Nú er ekki lengur hægt að tala um vinstri stjórn sem fjarrænt og þoku- kennt hugtak eða hillingu. Það er heldur ekki lengur hægt að fá fólk til þess að trúa því, að aðeins ef slíkri stjórn væri kom- ið á, mundu öll vandamál leys- ast af sjálfu sér. Almenningur í landinu veit betur. Heilbrigð dómgreind fólksins hefur fengið tækifæri til þess að bera stefnu og starfshætti vinstri stjórnar- innar saman við stefnu annarra ríkisstjórna. Og sá samanburður verður vinstri stjórninni og flokkum hennar ákaflega óhag- stæður. Stór hluti þess fólks, sem fylgdi hinum svokölluðu vinstri flokkum að máli, hefur séð í gegnum blekkingarmold- viðrið, sem blásið var upp við stofnun vinstri stjórnarinnar. Þetta fólk er vonsvikið og á ekki annars kostar en að snúa baki við flokkum sínum og fela öðr- um forystu mála sinna. Þetta gerðist í bæjar- og sveitarstjórn- arkosningunum veturinn 1958, og þetta mun gerast í alþingiskosn- ingunum á komandi hausti. Eng- inn ábyrgur og hugsandi íslend- ingur getur treyst vinstri stjórn til þess að leysa þau vandamál, sem nú blasa við í hinu íslenzka þjóðfélagi. Þjóðin gerir sér ljóst að það verður að fá nýjum mönnum forystuua, og að Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn, sem fær er um það að hafa for- ystu um það viðreisnarstarf, sem nauðsynlegt er etfir ó- , stjórn vinstri flokkanna. UTAN UR HEIMI Jarögöng FLOKKAR manna, vopnaðir hinum fullkomnustu borvél- um og öðrum útbúnaði, hafa ráðizt að rótum fjallrisans Mont Blanc frá tveim hliðum, og bordrunur, vélaskrölt og sprengjudunur bergmála frá hlíðum fjallsins — bæði á Ítalíu og í Frakklandi. — Það er verið að gera jarðgöng fyrir bifreiðir gegnum Mont Blanc. — Göngin verða um 12 kílómetrar á lengd, lengstu bílagöng í heimi — og við gerð gegnum tilkomu þeirra mun leiðin frá París til Ítalíu styttast um 200 kílómetra. Hugmynd Napoleons III gerð að veruleika Hugmyndin um að gera göng í gegnum Mont Blanc er alls ekki ný af nálinni. Napóleon keisari þriðji hafði t.d. uppi á- ætlanir um slíka framkvæmd á sínum tíma. En það er ekki fyrr en nú, að tæknisérfræðingar hafa talið fært að leggja í slíkt stórvirki. — Frakkar og ítalir leggja nokkurn veginn að jöfnu í þetta mikla fyrirtæki, enda þótt meirihluti ganganna verði raun- ar Frakklandsmegin. — Byrjað var á framkvæmdum ítalíumeg- in á fyrra ári, en Frakklandsmeg in var verkið hafið í marz sl. vor. — Gert er ráð fyrir, að vinnuflokkarnir mætist í „iðr- um“ fjallsins einhvern tíma á árinu 1961. — Allt er út mælt með hinum nákvæmustu tækj- um, svo að verkfræðingarnir fullyrða, að engin hætta sé á, að vinnuflokkarnir „farist á mis“ inni í fjallinu. Nyðri munni jarðganganna er nálægt hótelbænum Chamonix í Savoy-héraði í Suður-Frakk- landi, en syðri munninn opnast við þorpið Entreves í Aosta- dalnum á Norður-Ítalíu, en það- an liggja ágætir nýtízku-vegir til Milano og Torino. -„Talað við anda fjallsins" Þrátt fyrir hin beztu tæki, bor- vélar og annað, sem vinnuflokk- arnir hafa yfir að ráða, lengjast jarðgöngin ekki um meira en sjö metra á dag, þegar vel geng- ur. — Fyrir vinnuflokkunum fara hinir vísustu sérfræðingar með Séð út úr enda jaröganganna- Mont Blanc Fullgerð sfylta þau leið frá París til ítaliu um 200 km — og þá má aka „frá vetri til vors“ á fáeinum minútum Verkamenn að starfi við rætur fjallrisans, sem gnæfir yfir 4800 metra hæð. hvers konar furðulegustu mæli- tæki — til þess að „tala við anda fjallsins" og komast að því, hvort þeir eru vinsamlegir eða óvin- veittir. — Að öllu skal farið með gát, því að enginn veit með vissu, hvers konar hættur kunna að leynast í iðrum Mont Blanc. Alltaf er sú hætta yfirvofandi, að göngin geti hrunið saman, ef ekki er nægileg varúð við höfð. Einnig er talið, að ógætileg notk- un sprengiefnis gæti valdið flóði í göngunum, þar sem vötn mikil kunni að leynast undir fjallinu. — Til þessa hafa engin óhöpp komið fyrir, hvorki stór né smá, og verkið gengið samkvæmt á- ætlun. —o—0—o— En það þarf mikinn og margvís legan útbúnað í sambandi við verkið — til dæmis umfangsmik- ið loftræsikerfi og dælur marg- ar. Við borunina opnast stöðugt vatnsæðar, og hefir vatnsmagnið komizt upp í 35 lítra á sekúndu. Og þótt kollur Mont Blanc sé þakinn snjó árið um kring, er meira en nógu heitt inni í „iðr- um“ fjallsins. — Þrátt fyrir loft- ræsikerfið mikla, sem sogar 400 rúmmetra af fersku lofti inn í göngin á sekúndu hverri, hefir hitinn þar komizt yfir 30 gráður. % Hámarkshraöi — vegtollur Ekki er enn búið að bora nema tæpan helming af þeim 12 kíló- Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.