Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 18
18 MORCUWBLAÐ1Ð Ftistudagur 7. ágúst 1959 íslenzk gestrisni hvarf í skuggann hjá færeyskri Frábærar móttökur islenzkra knattspyrnumanna i Færeyjum ÞÁTTTAKENDUM í ferð íslenzka B-Landsliðslns í knatt spymu til Færeyja verður hverjum og einum án efa minnisstæðust og ógleymanlegust allra þeirra ferða út fyrir landssteinana. Móttökur frænda vorra á litlu kletta- eyjunum voru slíkar, að þeim verður vart með orðum lýst. Eindæma gestrisni Við fslendingar höfum fengið orð fyrir að vera gestrisnir með afbrigðum, en eftir þessa ferð mína, efast ég um að geta fundið samjöfnuð hér heima. Og að heimsækja Færeyjar um Ólavs- vökutið, þjóðhátíð þeirra, er í senn ævintýralegt og lærdóms- ríkt. Þar kynnist maður folki, sem er einhuga um að skemmta sér og gestum sínum. En nóg um það að sinni. Ég ætlaði að segja með nokkrum orðum nánar frá keppni okkar manna. ☆ " Færeyingar ánægðir f ' Mikill áhugi var meðal Fær- eyinga fyrir fyrsta landsleik ís- lands og Færeyja, og spáðu menn stórum sigri íslands. Sögðu þeir lið sitt lítið samæft og ekki væn- legt til stórra afreka. Og einmitt þess vegna var ánægja þeirra óblandin, er lið þeirra stóð sig með prýði og tókst að skora tvö mörk hjá hinu létt leikandi ís- enzka Kði. Lið okkar manna sýndi á köflum ágætan leik, en bersýnilega háði þeim hinn m.jög siæmi völlur, sem á stórum svæðum var illur yfirferðar og líktist helzt sandkassa á barna- leikvelli. Þessi slæmu skilyrði standa færeyskri knattspyrnu mjög fyrir þrifum og vegna þeirra veigra þeir sér við að bjóða annarra þjóða íþróttamönn um heim. Með batnandi völlum mun Færeyingum án efa fara mikið fram í knattspyrnu, því ekki vantar þá hraða né kraft. Áttu okkar menn fullt í fangi með þá á hlaupunum og voru ekki öfundsverðir af að lenda í návígi. En yfirburðir íslendidga lágu í samleik og betri staðsetij- ingum. Framlínan náði oft skemmtilegum upphlaupum og bar mest á Baldri Scheving, og Birni Helgasyni. Þessir tveir menn, ásamt Helga Hannessyni bakverði, léku svo vel, að nik- laust mætti setja þá inn í A-liðið. Báða leikina í Thorshavn hafði Helgi fljótasta mann Færeyinga á móti sér (Torstein Magnusson', en skilaði hlutverki sínu samt með mikilli prýði. Hefir frarr.i hans vaxið mjög í þessari ferð. ☆ Baldur stendur sig ( ’ í öðrum leiknum, gegn úrvals- liði Thórshafnar, lék Baldur Scheving á vinstra kanti og stóð sig ekki síður en á þeim hægri Vakti samleikur þeirra Björns Helgasonar mikla hrifningu. Ekki má gleyma Gunnlaugi í markinu, sem Færeyingar dáðust mikið að, enda tignarlegt að sjá hann varpa knettinum fram fyrir miðju, mun lengra en markvörður Færeyinga gat spyrnt. Þrátt fyrir lakari út- komu lék úrval Tórshafnar bet- ur en landsliðið gerði. Náðu >eir betur saman og voru oftar nærri að skora. Sjálfsmark snemma í leiknum tó úr þeim máttinn á tímabili og endaði fyrir hálfleik- ur 4—0. í síðari hálfleik náðu þeir sér betur upp og náðu að halda honum jöfnum. í Suðurey Þriðja og siðasta leikinn komst ég því miður ekki til að sjá, en hann varð þeirra sögulegastur, og ánægjulegur heimamönnum, en þar tókst þeim að sigra með 1—0. Fór hann fram í Trangisvogi á Suðurey, en þangað er fjögurra tíma sigling frá Thorshavn. Le’k- urinn hófst skömmu eftir kom- una þangað og voru okkar menn haldnir töluverðri sjóriðu margir hverjir eftir veltinginn á litlum báti. Rigning var og hinn lítli völlur því mjög þungur. Snemma í leiknum tókst Færeyingum að skora, en ftir það minnti leikur- inn einna helzt á viðureign Eng- Iendinga við Bandarikjamenn, sem þeir töpuuu eitt sinn fyrir á svipaðan hátt og með sömu markatölu. ☆ fsland ,,átti leikinn*4 Færeyingar voru eins og áður greinir mjög ánægðir með úrs.’t- in, en sögðu þó, að íslendingar hefðu átt skilið að vinna með svo sem eins marks mun. í þess- um leik lék Þórður Ásgeirsson í marki og stóð sig mjög vei. Meðal annars varði hann víta- spyrnu snilldarvel. Okkar menn tóku ósigrirtum mjög vel og glöddust innilega með Færeyingum, sem héldu þeim veglegt hóf að leikslokum. Kvöldið fyrir brottförina nelt Námskeið fyrir íþróttakennara Menntamálaráðuneytið hefur sam þykkt, að íþróttakennaraskóli ís- lands gangist fyrir námskeiði í leikfimi fyrir íþróttakennara dagana 24. ágúst til 4. september n.lf. Námskeiðið- verður haldið í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Reykjavík, og verður sett þar mánudaginn 24. ágúst kl. 10. Kennari í leikfimi karla verð- ur Klas Thoresson, sem er aðal- leikfimikennari sænska íþrótta- kennaraskólans í Stokkhólmi. Klas Thoresson er víðkunnur leik fimikennari, sem er fenginn til kennslu á námskeið kennara víða um Evrópu. Kennarar í leikfimi kvenna verða Hjördís Þórðardóttir, Mín- erva Jónsdóttir, Sigríður Val- geirsdóttir og Þórey Guðmunds- dóttir. Auk leikfiminnar munu verða æfðir knattleikir og þjóðdansar. Ársþing HSÍ ÁRSÞING Handknattleikssam- sambandsins verður haldið 3. okt. í húsnæði ÍSÍ við Grundarstíg. Tillögur eiga að berast stjórn sambandsins fyrir 15. sept. íþróttasamband Færeyja öllum keppendum og gestum glæsilega veizlu með miklum og góðum matföngum. Voru þar haldnar margar rseður og góðar. Auk hins vinsæla fararstjóra okkai, Ragnars Lárussonar, hélt vara- forseti í. S. í., Guðjón Einarsson snjalla ræðu og sæmdi formann í. S. F. æðsta heiðursmerki í. S. í. Formaðurinn, Martin Holm þakk aði hinn -nikla heiður og vinar- hug, sem færeyskum íþrótta- mönnum væri með þessu sýndur. Brottför Við brottför Heklu á mánudrg- inn kvaddi fjöldi manns gesti sina og góða vini með þakklæti fyrir ánægjulegar samverustund- ir og drengilega keppni. Ég vil að lokum láta í ljós þá einlægu ósk okkar allra, að áfram megi halda samskiptum við Færeyinga á íþróttasviðinu. Kormákr |kc * Gunnlaugur ver hörkuskot frá vítateig, en í fallinu missti hann af knettinum ..... e>--------------------------- ........fyrir fæturnar á Thorsteini Magnússyni, sem geyst- ist inn fyrir og skoraði frá markteig. Einar Sigurðsson varð of seinn og varð að láta sér nægja að hirða knöttinn úr netinu. Frjálsíþrólfamót NorÖlendinga 7959 — Satúrnus Framh. af bl. 1. Bandaríska upplýsingaþjónust- an hefur nýlega birt upplýsingar og myndir af smíði Satúrnus- eldflauganna. Þær verða þrisvar sinnum lengri en Atlas-eldflaug* arnar, sem til þessa hafa þótt risavaxnar. Til að knýja þær á- fram eru notaðir átta eldflauga- hreyflar, sem raðað er fjórum i innri hring og fjórum í ytri hring. Ytri eldflaugahreyflunum verður hægt að stjórna með fjarskipta- tækjum og þannig ráða nokkuð stefnunni. Það er þýzki eldflaugasérfræð- ingurinn Wernher von Braun, sem hefur teiknað Satúrnus eld- flaugina. Hann teiknaði einnig Atlas-eldflaugina, sem hefur reynzt vel og eru margir sömu hlutir notaðir í Satúrnus-eldflaug ina og Atlas. Satúrnus eldflaugin verður 25 metrar á hæð en ofan á hana verð ur hægt að bæta heilum eldflaug um af þeim stærstu tegundum eld flauga sem nú þekkjast, Til dæm is hefur verið tekin ákvörðun um að gera tilraun á næsta ári til að skjóta upp þriggja þrepa risaeld- flaug. Fyrsta þrepið yrði þá Sat- úrnus eldflaug, annað þrepið Tit- an-eldflaug með 360 þús. punda þrýstingi og þriðja þrepið Kent- ár-eldflaug með 30 þúsund punda þrýstingi. Þegar Bandaríkjamenn taka Satúrnus-eldflaugina í notkun munu þeir auðveldlega geta skot- ið á loft margra tonna gerfitungl um og til tunglsins má skjóta hylki' sem getur borið eitt tonn af mælitækjum. FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT Norðlend inga 1959 fer fram á Akureyri dag ana 15.—16. ágúst n.k. og er keppnistilhögun þessi: laugardag ur 15. kl. 2; 100, 400, 1500 m., langst., hást., kúluvarp, spjótkast, stangarstökk, 110 m grindhl., 4x 100 m boðhl. Sunnudagur 16. kl. 2; 200, 800, 3000 m hl., kringlukast, þrístökk, 400 m grindhl., 1000 m boðhl. Konur; hástökk, kringlukast, 4x 100 m boðhlaup. Ef henta þykir verður laugar- dagskeppninni skipt og keppt bæði kl. 2 og kl. 8. Keppnin er bæði meistarakeppni einstaklinga og stigakeppni milli félaga og sambanda. 1. maður fær 5 stig, 2. maður fær 3 stig, sá 3. fær 2 stig og fjórði fær 1 stig. Boð- hlaupssveitir frá 7,4,2,1. Þátttöku ber að tilkynna Frjálsíþr. ráði Akureyrar, pósthólf 112 fyrir 12. ágúst. Veiðarfæratjón AKRANESI, 6. ágúst. — í morg- un reru sex trillur og sneru 3 þegar aftur, en hinar lögðu línu- stúfa á grunnið. Urðu þeir bátar fyrir veiðarfæratjóni. Vindur stóð að norð-austan 5 stig og var talsverð alda. Þess má geta, að í norðanátt brimax oft. — Oddur Brú byggð yfir 17 m gljúfur AKRANESI, 6. ágúst. — Kristleif ur Jóhannesson brúasmiður frá Sturlu-Reykjum hefur verið með vinnuflokk sinn vestur í Dölum í sumar. Fyrsta verkefni hans þar var að fullgera brúna yfir Skraumu í Hörðudal en sú brú er byggð yfir 17 metra djúpt gljúfur. Lengd hennar er 18 m. og því um talsvert mannvirki að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.