Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 12
12 MORCVVBLAÐIÐ Föstudagur 7. ágúst 1959 2/o — 3/o herb. íbúð óskast strax Upplýsingar í síma 12551 SkreiSarpressa óskast til kaups. Upplýsingar gefur Samlag skreiðarframleiðenda Aðalstræti 6. Sími 24303 íbúðarhœð við Sigtún til sölu, alls 7 herbergi. Hitaveita, bílskúrsréttindi. Ræktuð lóð. vennar svalir. Húsið er sérstaklega vandað að byggingu. Laust strax. RANNVEIG ÞORSTEINSDOTXIR hrl. Málflutningur — Fasteignasala Laufásvegi 2. — Sími 19960 LEIGA Höfum verið beðnir að útvega til leigu 4—6 herbergja rúmgóða íbúð. Tilboðleggist inn á skrifstofu okkar. malflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar Guðmundar Péturssonar. Aðalstræti 6 — Símar: 1-2002, 1-3202, 1-3602 POLYCOLOR LITAR SCHAMPOO E R K O M I Ð HÖFUH NU ALLA LITI Silfurhvítt Ljóst Bláleitt Skolbjart Glóbjart Rauðleitt Skolleitt Hrafnsvart Skolbfúnt Jarpt Dökkleitt Kastaníubrúnt Maghonybrúnt Dökkbrúnt Dökk Skolleitt Eirrautt Dökkt Einnig höfum við EKTAHÁRALIT EKTA AUGNABRÚNALIT og margar tegundir af HÁRSKOLI KVENFÓLK! Við höfum fjölbreyttasta úrvalið í hænum af allskonar snyrtivörum og smávörum, sem þér hafið alltaf not fyrir <★> Komið því beint til okkar. Snyrtivöruúrvalið er hjá okkur. Þér eigið alltaf leið um Laugaveginn Clausensbúð Snyrtivörudeild — Laugavegi 19 Stúlka óskar eftir léttri atvinnu við innheimtu. Hefur bíl. Uppl. í síma 33957. Óska eftir 2ja—3ja herb. 'ibúð 1. okt. Uppl. í síma 10306. Svefnsófar nýir vandaðir. Seljast með 1000 kr. afslætti. — Nýtízku áklæði. — Notið tækifærið. Verkstæðið Grettisgötu 69, kjallara. Gamlar bækur á lækkuðu verði í dag og næstu daga. Bókamarkaðurinn Ingólfsstræti 8. Nýkomið Dragtir Kápur Kjólar Sport blússur fflauel) Notað og Nýtt Vesturgötu 16 Komið með Karlmanna- og drengjafötin sem fyrst. Notað og Nýtt Vesturgötu 16. Dönsk kona sem búsett hefir verið á íslandi hefir herbergi til leigu í Kaup mannahöfn yfir lengri eða skemmri tíma. Herbergi með aðgangi að baði og síma, morg unkaffi og kvöldkaffi, 8 kr. danskar á sólarhring. Frú Franciska Petersen Flinterenden 4 III., Telef. Sundby 240. (Geymið auglýsinguna). Af sérstökum ástæðum eru tvær nýjar kápur til sölu (hollenskar) á góðu verði. Uppl. í síma 10369 eftir kl. 8 e.h. B'ill tll sölu Buich 1947 í mjög góðu lagi. Allar uppl. gefur: Haukur Halldórsson, Austurveg 40, SelfossL Stúlka getur fengið atvinnu nú þeg- ar í Laugarvegsapóteki. Uppl. á skrifstoftunni Laugaveg 16. Tvö samliggjandi herbergi til leigu í tæpt ár. Sér snyrti- herbörgi. Uppl. í síma 24606 í dag og á morgun. Skafti Gunnarsson innheimfumaður - Kvejða F. 2./5. 1896. — Dáinn 2./8. 1959. í DAG fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Skafta Gunnars- sonar innheimtumanns, Baugs- vegi 9 í Reykjavík, er andaðist 2. þ. m. Að kveldi 1. þ. m. gekk harn hress og glaður til hvílu Að morgni reis hann árla úr rekkju, eins og hans var vandi, til þess að færa konu sinni og börnum morgunkaffið. Er aðrir komu- á fætur, fannst hann örendur. Æð í brjóstinu hafði brostið. Góður dauðdagi, en snöggur og óvænt- ur viðskilnaður við ástvinina Skafti Gunnarsson var fæddur að Lóni í Skagafirði 2. maí 1896. Hann var af góðum og kunnum ættum kominn. Faðir hans var Gunnar bóndi í Lóni, sonur Óiafs Sigurðssonar alþingismanns og umboðsmanns í Ási í Hegranesi og konu hans Sigurlaugar Gunr.- arsdóttur bónda á Skíðastöðum. en fóreldrar Ólafs í Ási voru Sig- urður Pétursson hreppstjóri í Ási og kona hans Þórunn Ólafsdóttir frá Vindhæli. Guðný, móðir Skafta, var dótt- ir séra Jóns Þorvarðarsonar próf- asts í Reykholti og konu hans, Guðríðar Skaftadóttur járnsmiðs og læknis í Reykjavik Skafta- sonar. Skafti missti föður sinn, er hann var tveggja ára, en móðir hans hélt áfram búi í Lóni. Ólst Skafti upp hjá henni ásamt mörg um systkinum. Voru meðal þeirra Þórður sem lengi var bóndi í Lóni, Ólafur læknir í Reykjavik og Jón, sem um skeið var kaup- maður í Kaupmannahöfn, en flutt ist síðar til Ameríku. Er Skafti var 18 ára, fór hann til Danmerkur. Var hann þar sex ár bæði við nám og sem 'starfs- maður við verzlun Jóns bróður síns. Er Skafti kom aftur heim, sett- ist hann að í Reykjvík Stofnaöi þar verzlun, sem hann rak í nckk ur ár. Síðan stundaði hann ýmis störf hér í bænum unz hann gerð- ist innheimtumaður, hjá toil- stjóraskrifstofunni árið 1945 og vann hann þar síðan til dauða- dags. Skafti Gunnarsson var hár maður vexti, fríður sýnum og sér staklega alúðlegur og hlýr í við- móti' Hann var góðum gáfum gæddur og samvizkusamur og góður starfsmaður. Árið 1922 kvæntist Skafti eft- irlifandi konu sinni Guðfinnu Ólafsdóttur frá Árbakka, hinni mestu ágætis konu. Eignuðust þau 4 mannvænleg börn, sem öil eru á lífi, synir Ólafur og Gunn- ar og dætur Eva og Hulda. Árið 1932 byggðu þati hjónin húsið Baugsveg 9 í Reykjavík og hafa búiú þar síðan ásamt börn- um sínum, en þau eru enn í for- eldrahúSum að undanteknum Gunnari, sem fór að heiman og kvæntist á síðastliðnu ári. Það fór saman að Skafti var óvenjulega umhyggjusamur og góður heimilisfaðir, sem helgaði heimilinu alla frítíma sína, Guð- finna frábær húsfreyja að dugn- aði og myndarskap, og börnin og foreldrarnir sérstaklega sam- rýmd og hjálpfús hvort við ann- að. Var heimilið á Baugsvegi 9 því bæði gott og með miklum myndarbrag. Bæði voru þau hjónin glaðvær og gestrisin. Voru vinir og kunn- ingjar jafnan tíðir gestir á heim- ili þeirra og ávallt vel fagnað. Þar var gott að koma Skafti Gunnarsson hefur nú verið brott kvaddur fyrr og skyndilegar en ástvini hans og kunningja gat grunað. Vinir hans og samstarfsmenn kveðja hann með söknuði og biðja honum velfarnaðar á hin- um nýju leiðum, en ástvinum hans senda þeir beztu kveðjur sínar og biðja Guð að hugga þá og blessa í hinni sáru sorg. Torfi Hjartarson. íbúð óskast Starfsmaður á opinberri skrifstofu ðskar eftir 3ja til 4ra herb. íbúð helzt með sér inngangi og sér hita, nú þegar eða 1. okt. n.k. 2 fullorðin í heimili. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld, merkt: „Rólegt—4554“. Packard smíðaár 1941 er til sölu og sýnis í dag við bifreiða- verkstæði R. R. við Elliðaár. Ennfremur er aftaní- vagn til sölu á sama stað. Tilboð verða opnuð á verkstæðinu i dag kl. 3 að við- stöddum bjóðendum. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Lokað vegna sumarleifa frá 10. ágúst til 17. ágúsi. Kr. Þorvaldsson & Co. Ingólfsstræti 1?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.