Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 11
f'östudagur 7. ágúst 1959 MORCVNBL4Ð1Ð 11 \A A. Maðurinn og mattarvöld Olav Duun: Maðurinn og máttarvöldin. Skáldsaga. 271 bls. Guðmundur Gíslason Hagalin íslenzkaði. Almenna bókafélagið, Reykjavík, apríl 1959. ÞAÐ er heldur fátítt að maður fái í hendur á íslenzku skáldverk sem sé svo magnað skáldskap og stíltöfrum, að mann bresti orð til að lýsa því. „Maðurinn og máttar völdin“ eftir norska skáldið Olav Duun er í flokki siíkra verka. Þar er mannlegum kjörum lýst af svo djúpri skyggni og frábærri stílsnilld að maður stendur sem höggdofa eftir lesturinn. Og það Sém meira er, íslenzka þýðingin er svo vel unnin að telja má til afreka á íslandi. Olav Duun er með allra sér- kennilegustu höfundum sem skrifað hafa á Norðurlandatung ur. Hann á svo djúpar rætur i norsku alþýðumáli og hefur svo næmt eyra fyrir sérkennilegu tungutaki, að hann skapar þenn lesendum ærna erfiðleika sem ekki eru runnir úr sama jarðvegi og hann. Guðmundur G. Haga lín lýsir í eftirmála hvílíkt vanda verk það var að íslenzka bókina Hann segir m. a.: „Ég hef unnið að þýðingunni með öðrum störf- um mínum í þrjú ár og sótzt rr.jög seint. íslenzkur áhugamaður um bókmenntir sagði við mig: Ég las Medmenneske Duuns í þýðingu Gunnars Gunnarssonar og þótti mikið til koma, en mér hefur reynzt hann svo torlesinn á norsk unni að ég hef ekki haft mig í að lesa til enda þær tvær bækur, sem hafa komizt mér í hendur. Þar fer saman erfitt mál og oít ærið torræður stíll.“ Þegar eitt stærsta bókaútgáfufyrirtæki Þýzkalands hafði samið um út- gáfu á Djúpvíkingum, sendi það tvo lærða málfræðinga og vana þýðendur til Noregs, og bjurgu þeir svo nærri höfundinum, með- an þeir unnu að þýðingunni, að þeir gátu daglega borið undir hann það, sem þeim þótti torrætt eða á annan hátt erfitt viðfangs. Ég hef ekki einu sinni átt þess kost að hafa til hliðsjónar aðra þýðingu. Einn hinn fróðasti mað- ur um Duun og skáldskap haná tjáði mér, að skáldsagan Menn- eske og maktene hefði ekki enn verið þýdd, þó hún sé ótvírætt talin ein hin merkasta af sögum skáldsins, og sé það að mínum dómi. En því valdi ég hana, þó að þægilegra hefði verið að velja einhverja af þeim, sem þýddar hafa verið, að mér virðist hún gefa víðtækari hugmynd um Gl- av Duun en nokkur önnur af sög- um hans.“ Það gegnir furðu hve lítið verk Duuns hafa verið þýdd en senni- lega er orsakanna að leita fyrst og fremst í margslungnum og sér- kennilegum stíl hans. Nafn hans er lítið þekkt utan Norðurlanda, nema þá helzt í Þýzkalandi. en hann er viðurkenndur eitt mesta skáld sem Norðurlönd hafa alið af þeim sem skyn bera á þá hluti. Hið kunna norska ljóðskáld Nils Collett Vogt sagði um hann: „Ol- av Duun hefur kennt mér meira um þjóð mína en nokkurt anrað skáld, sem nú er uppi“. Danska skáldið og ritdómarinn Tom Krist ensen skrifaði að Duun látnum: „Hann stóð djúpum rótum í norskri bændamenningu, en samt sem áður gerði hann sér svo glögga grein fyrir þeirri röskun gamalla viðhorfa, sem nútíminn hefur haft í för með sér, að sögur hans munu vara sem sú skýrasta og þroskaðasta túlkun, sem til er, á menningarkreppu okkar kyn- slóðar.“ „Maðurinn og máttarvöldin" e, síðasta bók Duuns, kom út 1938, ári fyrir dauða hans. Sögusviðið er mjög takmarkað, lítill eyja- klasi, Eyjaverið, í norska skerja- garðinum. En á þessu þrönga sviði gerast atburðir sem kasta ljósi yfir hlutskipti mannkynsins á jörðinni, baráttu þess við hin myrku öfl í sjálfu sér og náttúr- unni, ósigra þess og dýrkeypía sigra. Sagan er táknræn og á bak- sviði hennar sjáum við þá við- burði sem hræðilegastir hafa orð ið í heimssögunni til þessa. Duun var síðustu æviárin mjög kvíða- fullur um framtíð mannkynsias, enda var heimsstyrjöldin síðari skammt undan. Sagan tekur til meðíerðar við- brögð nokkurra manna við voveiflegum atburði. Eyjaverið á að sökkva í sæ samkvæmt göml- um spádómi, og við lifum hina ógnþrungnu nótt með fólkmu sem bíður milli heims og helju í algeru hjálparleysi. Hópurinn er mjög sundurleitur, en við kynnumst nokkrum persónanna ofan í kjölinn, kenjum þeirra, vandamálum, veikleikum og sál- arþreki. Sagan er sérkennilega byggð. í fyrsta og síðasta kafla lifum við hina skelfilegu örlaganótt. Við erum lauslega kynnt fyrir fólk- inu í upphafi, en í lokakaflanum sjáum við svo viðbrögð hvers og eins við hættunni sem að steðjar. Milli þessara tveggja póla í bókinni liggur sjálft líf persón- anna og hið eiginlega inntak sögunnar. Höfundurinn „fer inn í“ fimm persónanna, rekur sögu þeirya með hárfínni nákvæmni. Þær kynna lesandanum sjálfar líf sitt. Þessar persónur eru Hilm- ar, Borghildur, Þorgeir, Hróaldur og Lúðvík. Öðrum persónum kynnumst við svo rneð augum þessara fimm ,sögumanna“, sumum mjög náið, eins og t. d. Katrínu, Árna, Ingunni og Vé- björgu. Allt þetta sundurleita fólk er gætt svo sterku og sjálf- stæðu lífi, að það rís bókstaflega upp af síðum bókarinnar og geng- ur inn í líf lesandans sem deilir kjörum þess og fær ást á því. Það er erfitt að segja hver þessara persóna orkar sterkast á mann. Sennilega er Hilmar sá sem stendur næst hjarta höfund- arins. Hann er í senn sterkur og veiklundaður, náttúrubarn sem hlýðir kvöðum blóðsins fremur en skynseminnar, fullur af lífs- krafti, framtaki, leikandi kímni og elsku á öllu sem lifir. Það stafar einkennilegri hlýju frá þessum manni, sem þolir þó margar og misjafnar raunir á iífs ferli sínum.Eftir ofurmannlegar þjáningar og baráttu er lífsgleðin óþrotin, hann fagnar tilverunni eins og barn og byrjar á nýjaleik með tvær hendur tómar. Sálarlífi þessa manns er lýst af miklu inn sæi í öllum þess blæbrigðum, jafnt í trúarhitanum sem mennsk um breyzkleikanum. Það er eins og höfundurinn eigi undraljós sem lýsir upp alla afkima í sál þessa snauða og örláta manns sem vekur líf og ást hvar sem leiðir hans liggja. Lýsingin á kvennamálum hans og sambandi við stjúpdæturr.ar tvær er gerð af ótrúlegri nær- færni. Örlög Katrínar, hinnar sjálfstæðu og stórlátu stúlku sem ber í sér frækorn ógæfunnar, eru eins átakanleg og lífið sjálft þeg- ar það fer í ógæfuhaminn, í senn stórbrotin og óskiljanleg. Þá er saga þeirra systkinanna, Borghildar og Árna, ekki síðri. Raunabálkur þeirra er langur og hörmulegur, en hann er skráður af þvílíkum innileik og leiftrandi skopskyni, að hann smýgur las- andanum í merg og bein og /erð- ur í rauninni lífsjátning: slíkar manneskjur getur ekkert drep- uðum efniviði og Hilmar, en það vantar í hann herkjuna og hið óbilandi lífsþrelc. Hann er veikara ker og brotnar því í hraglanda lífsins. Sálarlífi Borghildar er líka lýst af frábærri nærfærni, ekki sízt samlífi hennar við Þor- geir, þennan sérlundaða og ein- þykka sægarp sem á svo undra- Olav Duun mikið af hlýju og viðkvæmni und ir hrjúfu yfirborðinu. Saga undrabarnsins Hróalds er í öðrum dúr. Hann er að vísu gæddur ríkri lífskennd, en upp- eldi hans og umhverfi setja mark sitt á hann. Bældar hvatir ig samvizkukvalir gera hann varn- arlausan gagnvart lífinu og leiða hann inn á braut hugaróra sem enda í sjálfstortímingu. Lífsferill hans er dreginn upp af . sömu skarpskyggni og líf annarra höf- uðpersóna í sögunni. Hann verður eftirminnilegur einstaklingur en í skapgerð hans eru brestir sem boða hin óhjákvæmilegu enda lok. Kannski er lýsingin á Hró- aldi djúpskyggnasta sálkönnun sögunnar. Saga Lúðvíks eða Sjóskrímlis- ins, eins og hann var venjulega kallaður, er önnur frábær mann- lýsing. Hatrið og hefndarþorstinn í þessum skuggalega og hrjúfa manni eiga sínar hrollvekjandi skýringar, sein dregnar eru fyrir sjónir lesandans af miskunnar- lausu raunsæi og mikilli mann- þekkingu. Sambandi Lúðvíks við dóttur sína vitskerta er lýst af óhugnanlegri snilld. Aðrar mannlýsingar sögunnar eru óbeinar og knappari, en hvergi finnst mér höfundinum fatast. Lýsingin á trúboðsfólkmu er gerð af næmum skilningi og innlifun, þó honum sé slíkt fólk kannski ekki að skapi. Og svo kemur hið mikla upp- gjör þegar hafið tekur að flæða inn yfir Eyjaverið. Þá reynir á lífsvilja fólksins og getuna til að bjóða hinum myrku öflum byrg- in. Margir láta lífið og ég hcld að skilningur Hagalíns sé réttur þegar hann segir: „Og enginn lesr.ndi mun heldur ganga pess dulinn, hvað Duun vill segja okk ur með því að láta einungis það fólk bjargast, sem ekki er neinu eða neinum ofurselt, þegar hásk- inn steðjar að. Jafnvel vitfirr- ingurinn, sem ekki hefur misst með vitinu hvötina til að bjarga lífi sínu er betur farinn en sá, sem annað tveggja hópsefjar sig til blindrar trúar á kraftaverk eða týnir sjálfsbjargarhvöt sinni í vímu ástríðna eða óra“. Það er ekki mikið um nátt- úrulýsingar í sögunni, en þær eru sérlega lifandi og minnisstæðar þar sem þær koma fyrir. Þessar lýsingar eru með einhverjum furðulegum hætti ofnar inn í iýs- ingar á sálarlífi persónanna og fá þannig tvöfalt líf: „Hafið hérna hafði aldrei litið heiðari dag. Himinninn hvelfdist eins og bláust vona yfir öllu, sem þú Sást. Maður getur orðið svo skáld- legur, að það eru vandæði. Hvítir skýhnoðrar hengu úti við sjón- deildarhringinn, vildu sýna, hve óralangt væri þangað vestur. Skerin hillti upp. Þau ummynd- uðust, en þau lögðust aftur, þeear maður kom nær. Þannig er pað um allt, hélt Þorgeir í dag“.(116). Ég hef þegar vikið að hinni ágætu þýðingu Hagalíns. Hún leiftrar af því leikandi fjöri og orðkynngi sem Duun er svo auð- ugur að. Orðalagið er víða óvenju legt og sérstakt, en þar hefur þýðandinn að mínu viti vauð rétta leið: „að segja það, sem er sérlega hugsað og sagt, á svip- aðan hátt á íslenzku og höfund- urinn sagði það á norsku“ eins og kann kemst að orði. — Engin önnur leið var fær til að ná einhverju af töfrum stílsins á frummálinu. Þetta er ein allra bezta bók sem Almenna bóka- félagið hefur gefið út til þessfi, og það er félaginu engin ofætl- un að fela Hagalín fleiri þýðing- ar á verkum þessa öndvegishöf- undar. Hvernig væri t. d. að fá Djúpvíkinga á íslenzku? Frágangur bókarinnar er góður og textinn villulaus, en ég hefði kosið líflegri kápu á hana. Sigurður A. Magnússon. Umíerðarsérfræbingur telur að hækistöð SVR eigi að vera við Lækjartorg Stutt samfal við sérfræðing Jbann er hér starfaði á vegum umferðarnefndar UM sl. áramót barzt umferðar-J nefnd Reykjavíkur fyrir milli- göngu Iðnaðarmálastofnunar fs- lands, tilboð frá International Co-operation Administration (I CA) í Washington þess efnis að stofnunin útvegaði umferðarverk fræðing til tveggja mánaða dval- ar hér á landi. Umferðarverkfræðingurinn, Mr. Lawrence Hoffman, kom til Reykjavíkur í byrjun aprílmán- aðar og starfaði fyrir umferðar- nefnd til maíloka, ásamt verkfr. hennar Ásgeiri Þór Ásgeirssyni. Mr. Hoffman hefur um margra ára skeið unnið að umferðar- málum í ýmsum borgum í U.S.A. og hefur langa reynslu að baki í þeim efnum. Hann hefur aðsetur í Hammond,í Indianafylki, en sú borg er lítið eitt stærri en Reykja vík, með rúmlega hundrað þús- und íbúa. Mr. Hoffmann sagði að umferð- in hér væri mjög svipuð og í flestum- borgum í U.S.A. með hliðstæða íbúatölu. Áður en Mr. Hoffmann hélt af landi brott ræddi Mbl. við hann. Sagði hann að hingað hefði hann ýmis þau mál er snerta umferð- ina bænum, í bráð og lengd. Þið hafið á að skipa mjög færum mönnum á þessu sviði, og þegar ég kom, þá voru lögð fyrir mig álit og tillögur frá þessum mönn- um þánnig, að það er ekki ég sem geri tillögur varðandi umferðar- málin nema að litlu leyti, mitt ið. Ámi er gerður úr svip- starf byggist á umsögn um tillög- Mr. Lawrence Hoffman ur sérfræðinganna. Eg er þeirrar skoðunar, sagði Hoffmann að þið séuð á réttri leið, með uppsetningu stöðumæl- anna og skipulagningu stórra bílastæða, því þetta miðar að því að gera umferðina betri og örugg- ari. Sumum þykir of mikið gert, og slíkt er alþekkt fyrirbrigði í borgum og bæjum heima í Banda þar sem ég þekki ríkjunum, gjörst til. Fyrir vaxandi borgir eins og Reykjavík, þá er það nauðsyn- legt að allar aðgerðir- í umferð- armálum séu gerðar fram í tím- ann. Ég hefi einmitt kynnt mér ýmsar tillögur frá sérfræðingum ykkar um þessi efni, svo sem fyrirkomulag gatnamóta þar sem mikil urriferð er, jafnvel tillögur sem miða að gerð akbrauta yfir götunum, og neðanjarðar akbraut ir. Ég hefi líka kynnt mér ýmsar tillögur varðandi strætisvagnana, og þeirra mikilvæga hlutverki í daglegu lífi borgarbúa. Get ég sem dæmi tekið, að ég tel það í fyllsta máta eðlilegt að strætis- vagnarnir hafi áfram fyrst um sinn bækistöð við Lækjartorg og Kalkofnsveg. Það er staðreynd að tugir þúsunda manna leggja leið sína niður í Miðbæ vegna vinnu sinnar og viðskiptalífsins þar. Þetta er eitt af því sem margar stórborgir í Ameríku hafa flaskað á og eru nú að vakna til meðvitundar um, hvílíkt axar- skaft það var er menn vanmátu hlutverk strætisvagnanna í dag- legu lífi borgarbúá. Nú gera margar borgir allt sem hugsast getur til þess að efla farþega- flutninga með strætisvögnunum inn í borgirnar og hvetja menn til þess að skilja bílana eftir heima eða á bílastæðum í út- hverfunum. Ég verð að segja það sem skoð- un mína, að fyrirmenn umferðar- málanna hér hjá ykkur, hafa góða yfirsýn varðandi ýms aðsteðjandj vandamál og þegar ég kem heim, mun ég fjalla um tillögur þeirra og senda álit mitt varðandi þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.