Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 9
Föstudágur 7. ágúst 1959 m o v <: n tv b i. 4 ð i ð 9 -» Guömundsson Sigurbur Minningarorð F. 15/2. 1906. — D. 30/7. 1959 1 DAG er til moldar borinn Sig- urður Guðmundsson forstjóri, er lézt að morgni þess 30. júlí, að- eins 53 ára að aldri. Sigurður Guðmundsson var ddur í Reykjavík 15. febrúar _j06, og voru foreldrar hans þau Margrét Kolbeinsdóttir frá Kollafirði og Guðmundur Pét- ursson frá Grjóteyri í Kjós. — Bæði voru þau hjón þekktir Reykvíkingar, og eru þau látin fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust sex börn, og var Sig- urður þeirra yngstur. Nú eru að- eins tvö af þeim systkinum á lífi, Þau Karitas sýslumannsfrú í Borgarnesi og Pétur bóndi að Þórustöðum, fyrrum kaupmaður í Reykjavík. Snemma beindist hugur Sig- urðar að verzlun og viðskiptum. Hann stundaði nám við Verzlun- arskóla Islands, en síðar aflaði hann sér framhaldsmenntunar á verzlunarskóla í Englandi. Þegar á unga aldri gerðist Sigurður aðili að stofnun margra fyrir- tækja hér í bæ, t. d. Vérzl. Ham- borg og Berlín. Hann var um marg'ra ára skeið framkvæmda- st. jri Kexverksmiðjunnar Frón h 1, eða þar til fííthn tók við for- stjórastarfi hjá Lakk- og máln- ingarverksmiðjunni Hörpu h.f. árið 1944, og gengdi hann þvi starfi til dauðadags. Þegar Sigurður Guðmundsson réðst til Hörpu h.f. var fyrir- tækið ungt að árum og átti í örðugleikum, eins og raunar flest ung iðnfyrirtæki, sem voru að ryðja nýjar leiðir í íslenzkum iðnaði. En hér var réttur maður á réttum stað. Með óþreytandi vinnu og mikilli starfsorku tókst Sigurði að gera fyrirtækið að einu þekktasta og traustasta iðn- fyrirtæki landsins. Hann hafði manna beztan skilning á því, að því aðeins yrði góðum árangri náð í framleiðslunni, að tækni og vísindi væri notuð í sem rík- ustum mæli, enda lét hann byggja upp stærstu og fullkomn- ustu efnarannsóknarstofu lands- ins, sem er í eign einkafyrirtæk- is, og starfa þar hinir hæfustu menn. Þá hafði Sigurður þann góða eiginleika ,að kunna að velja sér samstarfsmenn, og mun Harpa h.f. áreiðanlega njóta þess um ókomin ár. Það má með sanni segja að stórt skarð hafi verið höggvið í hóp okkar félaganna í Hörpu h.f., því þrír hafa fallið frá á skömm- um tíma, þeir Óskar Gíslason, Lúðvig Einarsson og nú Sigurð- ur Guðumndsson. Aðeins tveir af stofnendum fyrirtækisins eru enn á lífi, Trausti Ólafsson, efna- fræðingur og Pétur, bróðir Sig- urðar. Sigurður Guðumndsson var í stjórn margra fyrirtækja, t. d. Trygging h.f., Litir & Lökk h.f., Efnavörur h.f., Kemikalia h.f., svo nokkur séu nefnd, enda var eftir honum sótzt, því hann var framsýnn og úrræðagóður, og lagði jafnan gott til málanna. Fyrir fjórum árum kenndi Sig- urður hjartasjúkdóms, og ráð- lögðu bæði læknar, fjölskylda hans og vinir honum að njóta meiri hvíldar. En það var hægra sagt en gert, því Sigurður átti óþreytandi starfslöngun og vinnu gleði, og hafði mörg járn í eld- inum. Hann undi sér ekki hvíld- ar, og því fór sem fór. Hinn 8. febrúar 1941 kvæntist Sigurður Guðmundsson eftirlif- andi konu sinni, frú Rögnu Björnsson, Jóns Björnssonar frá Svarfhóli og konu hans Ragn- hildar J. Björnsson frá Sól- heimatungu. Þeim Sigurði og Rögnu varð þriggja barna auðið, en þau eru: Jón Ásgeir, 16 ára verzlunarskólanemi, Margrét 13 ára og Björn 12 ára, öll hin mestu efnisbörn. Sigurður Guðumndsson var meira en meðalmaður á hæð, vei byggður. _léttur í spori og sér- staklega geðþekkur. Hann var alvörugefinn trúmaður og kirkju rækinn. Honum þótti miður ef hann ekki komst til kirkju hvern sunnudag, en þangað sótti hann styrk og hvíld. Hann unni fag- urri hljómlist enda listfengur mjög, eins og verk hans bezt bera vitni um. Hann var hjálp- samur með afbrigðum og til hans fór enginn bónleiður. Hann var drengur góður. Það er mikill harmur kveðinn að konu hans og börnum, er hann nú hverfur á burt í blóma lífsins, en það er vissulega hugg- un harmi gegn að minnast þess hversu góður heimilisfaðir hann var, því þrátt fyrir hans anna- sömu störf, var eiginkonan, börn- in og heimilið ætíð efst í huga hans. Með þessum fáu orðum kveð ég góðan vin og félaga, og votta konu hans og börnum innilega samúð mína. Blessuð sé minning hans. Oddur Helgason. Hver verður eigandi bessarar glæsilegu bifreiðar ? Hún kostar 175.000 kr. og er stærsti vinningurinn í HÉR brast styrk stoð. Hinn hjálpfúsa og góða dreng hörm- um við mörg. En um leið og ég i ffendi honum mína hinstu kveðju, get ég ekki orða bundizt um hið merka starf sem hann hafði innt af hendi. Þegar um er að ræða mann, sem fannst hvorki dagarnir né árin nógu löng til að sinna áhuga málunum, er margs að minnast, jafnvel þótt hann hyrfi frá okk- ur á bezta aldri. En án efa rekja hér aðrir æviferil þessa merka manns og mun ég því aðeins minnast þess þáttar sem ég sjálf ur kynntist bezt í lífi hans. Sigurður var framkvæmda- stjóri Lakk- og málningarverk- smiðjunnar Hörpu til dauðadags. Ekkert vissi ég honum hugnæm- ara ert einmitt þetta starí hans. Það er alkunna að Harpa hefir undir hans stjórn þróað fram- leiðslu sína og aðferðir það mjög, að slík verksmiðja þætti standa traustum fótum í hinum iðnþró- uðustu löndum heims. Hér varð Sigurður brautriðj- andi iðnaðar og vísindalegrar tækni. Það sem Sigurður gerði ætti að verða Hörpu óbrotgjarnt um langan aldur, og þó einkan- lega hin öfluga rannsóknadeild, sem hann kom upp við fyrir- tækið. Sigurði var það svo und- ur ljóst að verksmiðjan þyrfti að standa á eigin fótum tækni- lega engu síður en fjárhagslega. Hann valdi til sín færa sérfræð- inga, lét kaupa hin fullkomn- ustu rannsóknatæki og innréttaði gott húsnæði fyrir þessa starf- semi. Mér er ljúft að segja frá því hve mikla framsýni Sigurð- ur Guðmundsson sýndi með rekstri þessarar rannsóknardeild ar. — Þótt Sigurður væri svo óvænt hrifinn burtu var hann þegar bú- inn að sjá mikinn ávöxt þessarar brautryðjandastarfsemi sinnar. En ef svo hefðu bara komið nokk ur starfsár til viðbótar, myndi hann hafa séð sínar fyllstu von- ir rætast. Aulc þess að framleiða málningu, sem væri sérlega gerð fyrir innlenda staðhætti, var eitt aðal áhugamál Sigurðar að vinna framleiðslu sinni markað erlend- is. Til þess að framkvæma slíkar fyrirætlanir vissi hann að fyrir- tækið mætti ekki aðeins þiggja tæknilega, það skyldi einnig veita. Að stofna til rannsóknarstarf- semi í svo ríkum mæli sem Sig- urður gerði og að reka hann síð- an með slíkri framsýni sem raun varð á, er undravert miðað við aðstæður hér á landi. Hann lagði þar fram meira en atorku sína djarfleik og þekkingu. Hann var gæddur sérlega spurulum huga, * lifandi áhuga og ríkri sköpunar- þrá. Kannski vissi hann að þama leyndist hans gjöf til framtíðar- innar. Guð blessi minningu Sigurðar Guðmundssonar. Baldur Líndal. Tilboð óskast í Volkswagen ’58 lítið keyrðan. Til greina kemur að lána hluta af verðinu. Tilboð merkt: „Hagkvæmt—4611“, sendist afgr. Mbl. Grænlandsflug * Sökum mikillar eftirspurnar er ákveðið að efna til fimmtu skemmtiferðarinnar til Grænlands, laugardaginn 15. ágúst. Þar sem færri vildu komast í fyrri ferð- irnar, skal væntanlegum þátttakendum bent á að tryggja sér far í tíma. Landshappdrœ fti Sjálfstœðisflokksins Með því að kaupa miða í happrættinu skapið þér yður möguleika til að eignast þessa bifreið eða 19 aðra vinninga, sem cru farmiðar til Evrópu og Ameríku, góðhestur, radiógrammófónn, segulbandstæki, kvikmyndavélar, veiðistöng, gólfteppi, kæliskánur, þvottavél, saumavél, Rafha- og Shellgas-eUlavélar, prjónavél, strauvél og hrærivél IrSEILDARVERDMÆTI 3-400 þúsund krónur Notið þetta tækifæri og tryggið yður miða sem fyrst Miðasala úr hifreiðinni við Útvegsbankann, skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, skrifstofu happdrættisins í Morgunblaðshúsinu og hjá umboðsmönnum í ölium sýslum og kaupstöðum landsins. Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.