Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 2
2 MORrUlVBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. agúst 1959 Danir og Norðmenn ættu að beita áhrifum sínum innan A - bandalagsins — fil stubnings íslendingum i fiskveiði- deilunni v/ð Breta FISKVEIÐIDEILA íslend- inga og Breta var efni rit- stjómargreinar „Ekstrablad- ets“ í fyrradag. Er þar tekin afdráttarlaus afstaða með ís- Iendingum og áherzla Jögð á það, að Dönum og Norðmönn- um beri að beita áhrifum sínum innan Atlantshafs- bandalagsins til fylgis við fslendinga. í heild sinni hljóðar ritstjóm- argreinin á þessa leið: „Eftir nokkra daga hefur með einni af minnstu þjóðum ver- aldar og um leið þeirri, sem okkur stendur næst, ríkt í eitt ár ástand, sem nálgast styrjöld, er hún hefur verið knúin til af einu fremsta stórveldi heimsins. Hinn 1. september 1958 lýsti ísland yfir 12 mílna fiskveiði- lögsögu. Allar þjóðir virða þessa kröfu — að Bretum undanskild- um, en togarar þeirra halda áfram veiðum við strendur Is- lands imdir vemd brezka flot- ans, sem nú getur bætt við fyrri Um 350 þátttakendur í landsmóti ungtemplara ÍSLENZKIR ungtemplarar héldu 2. landsmót sitt að Jaðri um s.l. helgi. Mótið hófst á laugardag kl. 6 með setningarræðu Finn- boga Júlíussonar, ritara Jaðars- stjórnar. Finnbogi bauð ung- templara. velkomna að Jaðri. Hann ræddi nokkuð um landnám ið þar og sagði í stórum drátt- um sögu framkvæmdanna að Jaðri. Á þessu ári, nánar tiltekið 20. ágúst, voru liðin 20 ár frá því að fyrstu húsakynnin að Jaðri vom vígð. Á laugardagskvöld var skemmt im inni að Jaðri. Á sunnudag var guðsþjónusta, séra Árelíus Niels- son, formaður ÍTU prédikaði. Þá komu fram Noregsfarar íslenzkra ungtemplara og skemmtu með frásögn af ferðalaginu og söng. Lungnakrabbi fer í vöxt í Japan TOKYO, 26. ágúst: (Reuter) — Lungnakrabbasjúklingum í Jap- an fer fjölgandi með hverju ár- inu sem líður, en þrátt fyrir það eru þeir færri en í löndum Ev- rópu svo og Bandaríkj unum, sagði próf. Mitsuo Seki hér í dag, en hann hefur haft með höndum rannsóknir á þessu sviði að und- anförnu. Skýrði prófessorinn frá þvi, að aðeins 7 af hverjum 100 þúsund í'-úum landsins létust <u. völduir lungnakrabba á hverju ári, sn i Bretlandi er dánartalan 55 g í Bandaríkjunum, Vestur-Þýzka landi og Danmörku 20 af hverj- um 100 þúsund íbúum landanna. Lungnakrabba verður í Japan tíðast vart hjá fólki á milli fimm tugs og sextugs, en dánartalan er hæst meðal fólks á aldrinum 65—74 ára. Keppt var í .frjálsum íþróttum, handknattleik og knattspymu. Á sunnudagskvöld var kvöld- vaka og dans. Þorvarður Ömólfs- son flutti ræðu, sýnd var kvik- mynd frá landnáminu að Jaðri. sem Sigurður Guðmundsson, ljós- myndari hefur tekið. Um 350 manns sóttu mótið og um 200 ung menni dvöldu að Jaðri báða dag- ana, sumir gistu inni að Jaðri og aðrir lágu í tjöldum. Ratsjá flutt til Egilsstada FYRIR nókkru var Jokiö viö aö setja upp nýja ratsjá á flugvellinum á Akureyri og er henni stjórnaö úr nýja flugtuminum, sem nýlega var tekinn í notkun. Ratsjáin, sem veriö hefir á Akureyri í nokkur ár og staösett var á afgreiösluhúsi Flugfélags íslands, hefir ver- iö tekin niöur og flutt til Egilsstaöa, þar sem hún veröur sett upp á flugstööv- arbyggingunni. Sólfaxi flutti ratsjána til Egilsstaöa og á myndinni, sem tekin var á Akureyrar- flugvélli, sést flugferöin und- irbúin. Á myndinni er einnig Guö- jón Tómasson ásamt nokkr- um mönnum sínum, en hann hefir stjórnaö uppsetningu ratsjárinnar á Akureyri og mun nú sömuleiöis setja niö- ur ratsjána á Egilsstööum. (Ljósm.: Sv. Sœm.) ;i dáðir sínar því afreki, að undir- oka hið smáa ísland, sem aðeins hefur á að skipa sex eftirlits- skipum og einum Catalina-flug- bát. Bretar tala um þorskstríð. En fyrir ísland er hér um að ræða efnahagslega tilveru landsins. Af náttúruauðæfum á ísland aðeins fiskistofninn úti fyrir ströndun- um og á honum byggist 97% alls útflutningsins. Bæði skynsemi og siðferði eru íslands megin í mál- inu. Hið ágæta brezka vikublað „Economist" skrifar nýlega, að „það sé staðföst skoðun, að það sem hinn konunglegi floti aðhcif- ist, myndi hann ekki láta sér til hugar koma að gera, ef í hlut ætti fjölmennari þjóð en 165 þúsundir". Við erum á sama máli, enda krefjast Sovétríkin 12 mílna landhelgi, án þess að minnzt verði, að brezki flotinn hafi látið að sér kveða í því tilefni. En það er líka mun auðveldara að knýja sjónarmið sín fram með valdi gagnvart fámennum þjóð- um. Sá stuðningur, sem Danmörk — og Noregur — hafa veitt ís- landi í þessu máli, er smávægi- legur. Það er ekki nóg — eins og stjórnarmálgagnið „Aktuelt“ gerði í ritstjómargrein fyrir fá- um dögum — að ákalla með grát- stafinn í kverkunum brezkt göf- uglyndi. Stórveldi — einnig hin beztu — hafa sjaldan meira göf- uglyndi en það, sem hægt er að kreista út úr þeim. Bæði ísland og Bretland eru í Atlantshafs- bandalaginu og in’nan þeirra samtaka gætu Danmörk og Nor- egur beitt áhrifum sinum til góðs fyrir þjóð, sem okkur stend- ur svo nærri í sögulegu og menningarlegu tilliti.“ Sjö gæsir, mótiv í púða. Tómstundaþáttur barna og unglinga að hefjast í útvarpinu NÆSTKOMANDI laugardag, 29. þ. m., hefst að nýju tómstunda- þáttur bama og unglinga í út- varpinu. Verður þátturinn með liku sniði og undanfarin ár. — Fyrsta laugardag hvers mánaðar er frímerkjaþáttur fyrir telpur, en aðra laugardaga blandað Stélmerki ísl. flugfélaganna efni fyrir drengi og telpur. — Umsjónarmaður þáttarins er sem fyrr Jón Pálsson. í þættinum á laugardaginn verður efnt til verðlaunagetraun- ar um frímerki og flug, í sam- bandi við 40 ára afmæli flugs á íslandi og nýju flugmerkin, sem út koma 3. sept. nk. Mynd- irnar nr. 1 og 2, sem þessum lín- um fylgja, eru tengdar verðlauna verkefni í frímerkjaþættinum á laugardaginn, en myndin af gæs- unum sjö, verðlaunaverkefni i telpnaþættinum, t. d. 19. sept- ember. Tómstundaþátturinn hóf göngu sína í útvarpinu vorið 1952 og varð strax ákaflega vinsælt út- varpsefni fyrir stálpaða krakka og unglinga. Á stjómandi þátt- arins, Jón Pálsson, mestan þátt í að svo vel hefur tekizt tiL Er áreiðanlegt að margir fagna því að þátturinn hefur nú göngu sina enn einu sinni. Fjölmennt œskulýðsmót haldið að Löngumýri í Skagafirði s *>- Aldrei fleiri ungmenni í Hóladómkirkju. SUMARBÚÐIR hafa starfað á vegum æskulýðsnefndar þjóð- kirkjunnar í fjórum námskeið- um að Löngumýri . Þangað hafa sótt unglingar úr öllum landshlutum. Aðsókn að sumarbúðum hefur aldrei verið meiri en nú. Sumarbúðstaðastjóri hefur verið séra Bragi Friðriks- son. Um helgina 8.—9. ágúst, var fjlömennt mót að Löngumýri, að forgöngu æskulýðsnefndar þjóð- kirkjunnar, hið þriðja í röðinni. Þangað komu 75 æskulýðsfé- lagar frá Siglufirði, 50 frá Akur- eyri, 7 frá Húsavík og 8 frá Hólmavík auk sumarbústaðagest- anna, sem einnig voru þátttak- endur. Reist voru 50 tjöld fyrir þátttakendur. Á laugardagskvöld ið var kvpldvaka, þar sem séra Kristján Búason flutti ræðu, en ávörp fluttu Hrefna Tynes, kven skátaforingi, Helgi Tryggvason, kennari, sem einnig stjórnaði al- mennum söng, en bænir flutti sr. Ragnar Lárusson, Siglufirði, og séra Andrés Ólafsson, prófastur á Hólmavík, við fánahyllingu daginn eftir. Ennfremur var varðeldur sið- ar um kvöldið, kvikmynd og flug eldum skotið. Kvöldvakan endaði með bæn í kapellu Löngumýrar- skólans, sem séra Lárus Halldórs- son stjórnaði. Á sunnudaginn var farið að Með fótbrotinn mann frá Jan Mayen NESKAUPSTAÐ, 26. ágúst: — Norska eftirlitsskipið Draug kom hingaþ í morgun með fótbrotinn mann frá Jan Mayen. Kom skip- ið beint þaðan með manninn, sem þar var starfandi verkfræðingur. Var hann lagður inn á sjúkrahús- ið hér. — Fréttaritari. Hólum í Hjaltadal og hlýtt á messu. Þar prédikaði séra Pétur Sigurgeirsson á Akureyri, en fyr ir altari þjónaði prestur staðar- ins, séra Bjöm Björasson. Gat hann þess í messulok, aS aldrei hefðu svo margir unglingar vér- ið saman komnir í Hóladóm- kirkju, sem þennan dag. Bæn í kórdyrum flutti Ásta Sigurðardóttir. Séra Bragi Friðriksson sleit mótinu, þakkaði öllum þátttak- endum og flutti kveðju biskups. — Eisenhower Framh. af bls. 1. leggja sitt af mörkum til þess aff tryggja aff Vestur-Berlín nyti frelsis áfram. Þegar athöfninni á flugvellin- um lauk, ók Eisenhower inn í borgina og fylgdist mikill mann- fjöldi með ferðum hans. Víða höfðu fánar þjóðanna verið dregn ir að hún og sums staðar hafði einnig verið komið upp borðum með áletruninni: „Þjóðverjar treysta Eisenhower" o. fl. Áfram til Lundúna Eins og fyrr var sagt, munu þeir Eisenhower og Adenauer ræðast við á morgun, en síðdegis heldur sá fyrrnefndi áfram ferð sinni til Lundúna. í nótt gistir Eisenhower í bú- stað bandaríska sendiherrans í Vestur-Þýzkalandi, skammt fyrir utan Bonn. Þegar hann kom þang að í gærkvöldi, beið hans skeyti frá Willy Brandt, borgarstjóra Vestur-Berlinar, þar sem hann þakkaði honum staðfestu hans í Berlínarmálinu gagnvart ógnun- um Sovétstjórnarinnar og kvaðst treysta því að Bandaríkjamenn héldu óbreyttri stefnu í því máU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.