Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 13
Fimrrrtudaerur 27. ágúst 1959 MORfíVNM AÐIÐ 13 15. norræna snnnndagoskóla- mótið var haldið í Stafangri í Noregi dagana 6.—9. ágúst sl. Þing þetta sóttu nál 300 fastir þátttakendur eða nánar tilgreint 130 Finnar, 80 Norðmenn, 70 Sviar, 22 Danir og undirritaður, sem var eini Islendingurinn og átti ég það einkum að þakka einstakri rausn og velvild sókn- arnefndarinnar í Vestmannaeyj- um, sem kostaði ferð mína að heiman og heim Þetta er gleði- legur vottur um vaxandi ^skiln- ing kirkjunnar á þýðingu þess að kynnast kristilegu lífi og starfi frændþjóðanna, sem í þessu efni standa okkur miklu framar, og nauðsyn þess að efla kristin- dómsáhugann, einnig meðal okk ar leikmanna. Sérstaka athygli á þinginu vakti þátttaka Finnanna, breði vegna þess hve fjölmennir þeir voru og vegna þess hvað þeir höfðu mikið og gott til kristin- dómsmálanna að leggja á starf- sviði sunnudagaskólanna. Meiri hluti þessa stóra skara kom með langferðabifreið. sem hafði verið sex daga á leiðinni til ákvörðun- arstaðarins í Noregi. Sunnudaga skólafólk í Staiangri hafði undir búið mótið af frábærri prýði 0g fórst framkvæmdin afburða vel úr hendi. Kirkjuyfirvöldin og bæjaryfir völd sýndu mótinu hinn mesta sóma og Stavanger Aftenblad flutti myndir og greinar frá mót- inu alla dagana sem það stóð. Mótið var sett í dómkirkju Stafangurs (hún er byggð 1125) og buðu mótsgesti velkomna tii bæjarins þeir Paul Ingebretcen fylkisstjóri og dómprófasturinn dr. theol. Chr. Svanholm f. .h Marthinusens biskups, sem sendi mótinu ágætt kveðjubréí frá Danmörku, þar sem hann var staddur. Mótið fór annars fram á æskulýðsskólasetrmu Sóiborg. Á föstudagskvöld var útisam- koma í Parken og var þar mikill fjöldi áheyrenda. Á sunnudag töluðu forustumenn mótsins í stærstu kirkjum bæjarins og ná- grenni hans. Meðal þeirra var aðalframkvæmdastjóri heimssam bands sunnudagaskólastarfsins, Nelson Chappel, sem annars tók mikinn þátt í mótinu öllu. Aðalræðumenn mótsins voru sinn frá hverju landanna fjög- uurra og var efnið öðrum þræði uppbyggiiegir biblíulestrar og að hinum fyrirlestrar sem báru nöfn in: „Hvað hefur sunnudagaskói- inn að gefa börnum nútímans'- og „Boðunin á ólíkum aldursskeið- um“. í stórum sal var komið fyrir' ágætri sýningu af bókum og starfstækjum sunnudagaskól- anna og var sú sýning stórfróð- leg. Á laugardagskvöld önnuðust heimamenn hátíðlega og fjöl- þætta samkomu. Komu þar fram bæði fullorðnir leiðtogar og sunnudagaskólabörn. Mesta hrifningu á þessari s«- komu vöktu börnin fyrir söng og hljóðfæraleik á fiðlu, gítar, lúðra og píanó. og leikni eins nemand- ans í að fara með „flannel“-töflu og myndir. Vafalaust verður að telja hann sérstakan snilling í að fara með þessi tæki, en hann sýndi iíka svo að ekki var um villst hvíukt afburðakennslutæki þetta er í höndum þjálfaðra áhugamanna. Athygli um fimmhundruð full orðinna manna sem á samkom- unni voru, beindist óskipt að frá sögn hans og töframyndurn og voru þær mikið ljósmyr.daðar. Andi fagnaðar og alvöru hvíldi yfir þessu móti. Þátttakendumir voru sammála biskupnum í Staf- angri og á þeim hættust orðin. „Starfsaðferðir breytast og um þær er þörf að ræða til lagfær- ingar og endurnýjunar, svo að við verðum betri og áhrifaríkari starfsmenn, en málefnið sjálft er og verðnr í eðli sínu hið sama: Að vinna og varðveita baraa- skara þjóða vorra til handa barna vininum, Mannssyninum, Guðs- syninum, Jesú Kristi. Megi mótið auðga anda yðar ríkulega Þess er þörf, því oft freistumst við til þreytu og hug- leysis. Ég óska að þið farið öll heim frá þessum samfundum með nýjan eld í njarta, með þakklátri, lofgjörð íbrjósti fyrir hlutverkið, sem ykkur er trúað fyrir. Það er ekki byrði, heldur forréttindi1*. Á mótinu brann eldur kristmn- ar sannfæringar. Gefi Guð, að sá eldur brenni einnig og breiðist út í okkar kirkju, meðal þjóðar okkar. Steingrímur Benediktsson. Leiguhúsnæði Ungur, reglusamur kennari óskar eftir íbúð (æskilegt 2 herbergi og eldhús), helzt í Hlíðarhverfinu. Þrennt í heim ili. Nokkur fyrirframgreiðsla möguleg. Tilb. skilað á afgr. Mbl., merkt: „íbúð óskast — 4758“.— Barnavagn sem nýr, til sölu. — Sími 32191. Gólfteppavibgerðir Tökum að okkur alls konar teppaviðgerðir og breytingar. Límum saman innlenda og er- lenda dregla. — Fljót og góð vinna. Uppl. í síma 15787. — ffe/i til sölu snotra 3ja herb. hæð milliliðalaust. Upplýsingar í síma 35057 frá 10—12 f.h. Þríggja herb. íbúð við Njálsgötu til sölu. — Nánari upplýsingar gefur: MÁLFLUTNIN GSSKRIFSTOF A Einars B. Guðmundssonar, Guðl. Þorlákssonar og Guðm. Péturssonar. Aðalstræti 6 III. hæð (Morgunblaðshúsinu) Símar 1 20 02 — 1 32 02 og 1 36 02 Afgreiðslustarf Stúlka eða eldri kona óskast til afgreiðslustarfa í Tóbaks- og sælgætisverzlun nú þegar. Tilboð merkt: „4756“, sendist afgr. Mbl. sem allra fyrst. Viðgerðir ó rafkerfi bíla og varabiutir Rafvélavtrkstæði og v—rlun Halldórs Ólafssonar Ráuðarárstig 20. Sími 14775. Vön skrifsfofustúlka óskast til starfa hjá stóru framleiðslufyrirtæki. Umsóknir ásamt uppl. um fyrri störf og meðmæli ef til eru, skilis á afgr. Mbl. merkt „4822“. Sparifjáreigendur Avaxta sparifé á /insælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 f.h. og 8—9 e.h. Margeir J. Magnússon Stýrimannastíg 9. Sími 15385. Múrverk Tilboð óskast í utanhúss múrhúðun á raðhúsasam- stæðu (sex hús). Upplýsingar á teiknistofu SIGVALDA THORDABSONAR arkitekts Sími 3-46-07. Chevrolet 1958 til sölu er tveggja dyra Chevrolte 1958 í mjög góðu standi. Keyrður um 6 þús. mílur. Upplýsingar gefur STEFÁN PÉTURSSON hdl. Málfiutningur — Fasteignasala Laugavegi 7 — Sími 19764 Setjaravél til sölu Intertype-setjaravél er til sölu. Tilboð merkt: „Intertype—4726“, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 10. sept. n.k. íbúðir öskast til leigu Oss vantar eina tveggja herb. íbúð, eina þriggja herb. og eina fjögurra herb. íbúð fyrir starfsmenn vora, helzt í vestur- eða suðurbænum. Handelsvertretung der Kammer fiir Aussenhandel der Deutschen Demokratischen Republik in Island Austurstræti 10, III. hæð, sími 19984. i 3ja herb. íbúð í Horounnýri Til sölu er 3ja herb. íbúð í Norðurmýri. íbúðin er í mjög góðu standi, með sér inngangi, sér hitaveitu, sér þvottahúsi. Tveim góðum geymslum í kjallara og ræktaðri lóð, sem einungis fylgir íbúðinni. Nánari upplýsingar gefur: • SEFÁN PÉTURSSON hdl. Málflutningur — Fasteignasala Laugavegi 7 — Sími 19764 Ibúðir til sölu Til sölu eru mjög góðar 3ja og 4ra herb. íbúðir á hæðum í fjölbýlishúsi, sem er í smíðum við Stóra- gerði í Háaleitishverfi. Hverri íbúð fylgir auk þess sér herb. í kjallara hússins auk venjulegrar sam- eignar í kjallara. íbúðirnar eru seldar fokheldar, með fullgerðri miðstöð, húsið múrhúðað og málað að utan, öll sameign inni í húsinu múrhúðuð, allar útidyrahurðir fylgja. Bílskúrsréttur fylgir. Mjög fagurt útsýni. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. — Símar: 13294 og 14314. Bilsæti Notuð bílsæti, tvöföld, úr langferðabifreið, til sölu með eða án grindar. Uppl. í sima 24490 kl. 10—12 f.h. og 2—5 eftir hádegi. Rafvirkjar Rafvirki, sem einnig er van- ur mótorvindingum, óskar eft ir vinnu (helzt úti á landi). íbúð þarf að fylgja. Tilboð sendist afgr. Mbl., strax, — merkt: R. V. K. — 1286“. Ungt kærustupar óskar eftir einu herbergi og eldhúsi, sem fyrst. — Upp- lýsingar í síma 35583 og 10799. — Saumavélagrind ekki undan stíginni vél, óskast til kaups. — Upplýsingar í síma 12902. — Atvinnurekendur Tveir ungir og röskir Vest- mannaeyingar óska eftir góðri og vel launaðri atvinnu. Til- boð merkt: „Eyjamenn — 4765“, sendist Mbl. Skrifstofustúlka óskast hálfan eða allan dag- inn. Vinnutími eftir samkomu lagi. Bréfaskriftir á íslenzku, dönsku og ensku. Tilboð með upplýsingum, merkt: „Skrif- stofa — 4766“, sendist sena fyrst afgr. Mbl. — Einbýlishús eða 7 herbergja íbúð óskast helzt á hitaveitusvæðinu. — Skipti á 5 herbergja íbúð i Hlíðunum koma til greina. — Tilboð merkt: „17 — 4764“ sendist blaðinu fyrir 30. þ m 34-3-33 Þungavinnuvélar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.