Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. Sgúst 1959 UORCUISBIAÐIÐ 3 Guðjón fer um borð í bátinn eftir að hafa snert Sprengisand, en þar með var Viðeyjarsundinu lokið. // Fékk mér bara heitan vatnssopa þegar heim kom/y Rabbað við Guðjón Guðlaugsson, húsasmið og sundkappa EINS og menn sáu í fréttum blaðanna í gær synti 53 ára gamall húsasmíðameistari, Guðjón Guðlaugsson, Efsta- sundi 30, úr Viðey inn í Reykjavíkurhöfn í gær. — Blaðið átti stutt samtal við Guðjón í gær og fer það hér á eftir. — Hefurðu iðkað sund lengi Guðjón? — Já, nokkuð. Ég lærði að synda í átthögum mínum við ísa- fjarðardjúp, þegar ég var 16 ára og byrjaði þá þegar að skvampa í sjónum og hefi gert það nær sleitulaust síðan. — Er þetta fyrsta langsundið þitt? — Nei. Ég var í þjálfun árið 1938 og synti þá úr Engey inn á höfn á rúmlega einum tíma. Seinna sama sumar synti ég yfir Skerjafjörð, en hef ekki lagt í nein stórræði síðan. Ég var veik- ur í baki undanfarin fimm ár og þá varð ég að hætta að synda en nú í sumar byrjaði ég að æfa aftur-og hefi farið svo til á hverj- um morgni niður í Kleppsvík klukkan hálf sex á morgnana og synt þar um nokkra stund. — Hvað er það sem þú vildir ráðleggja ungum áhugamönnum í sjósundi? —Ja, ég vil þá bara íterka þær ráðleggingar, sem ég veitti fólki, þegar ég var sundvörður í Skerja firðinum, að fara aldrei of langt frá landi og reyna að láta sig fljóta sem lengzt án hreyfingar. í»að hefst ef menn leggja sig fram. Svo tel ég að menn verði að gæta fyllstu varúðar hvað matarræði snertir og vera í bind- indi bæði á vín og tóbak. — Hvernig stóð á þvj að þú syntir einmitt nú úr Viðey? — Já, það var nú þannig að fyr- ir tuttugu árum ætlaði ég að synda úr Viðey í tilefni af 40 ára afmæli KR, en ég hefi verið lengi í sunddeild þess félags. En af ein- hverjum ástæðum . fórst þetta fyrir og nú fannst mér tími vera tilkominn, því að félagið varð 60 ára í sumar. — Varstu ekki þjakaður eftir volkið? — Nei, — ekki svo mjög. Mér var ansi kalt enda alveg ósmurð- ur og sundhettulaus og sjórinn aðeins 8 gráða heitur. — Þú hefur auðvitað hellt í þig fullri könnu af kaffi þegar kom í land. — Nei, biddu fyrir þér. Ég hefi ekki bragðað kaffi síðan ég var tvítugur og ég efast um að það sé gott að drekka mjög heita drykki er maður er ískaldur. Ég fékk mér bara heitan vatnssopa, þegar ég kom heim. — Þú hefur aldrei hlotið nein afreksverðlaun? — Nei — og þó. Einu sinni tók ég þátt í stakkasundi úti í Örfirisey, og varð langsíðastur — en hlaut samt verðlaun — því að við vorum bara þrír sem keppt- | Ánægð með veðrið | landið og fólkið ' Rætt við frú Valdtíeiði Þorláksson, sem heimsækir ísland í fyrsta siani ) MERK vestur-íslenzk kona, frú Valdheiður Þorláksson er hér í heimsókn í fyrsta sinn. Blaðamaður Mbl. átti í gær stutt viðtal við frú Valdheiði, sem var stödd á heimili Karls Guð- mundssonar, úrsmiðs, hér { bæ. — t>ér hafið aldrei komið til íslands áður? — Nei, ég er fædd vestanhafs í Winnipeg, en þangað fluttuzt foreldrar mínir árið 1887. Faðir minn var Jósep Benjamínsson, ættaður frá Jörfa í Víðidal, en móðir mín, Herdís Einarsdóttir er ættuð frá Kalmanstungu í Hálsasveit í Borgarfjarðarsýslu, en þar bjuggu forfeður mínir mann fram af manni. —■ Hvenær komuð þér hingað? — Ég kom 27. júní síðastliðinn og fer vestur aftur á föstudag. Ég hef haft gott tækifæri til að sjá mig um. Ég er búin að fara bæði um Vestur- og Norðurland og er sérstaklega hrifin af Vest- fjörðum. Litbrigðin þar í fjöll- unum eru svo yndisleg, og poll- urinn á ísafirði var alveg eins og spegill. Mér fannst bæði fólk- ið þar og veðráttan alveg dásam- leg. Það spyrja allir hér um veðr- ið, hvort mér finnist ekki munur á verðáttunni hér og vestanhafs. Það er eins og þið hafið ein- hverja minnimáttarkennd út af veðrinu. Mér finnst veðrið hér mjög gott; þið ættuð bara að tala minna um það — þá myndi ykkur kannski finnazt það betra. Þetta er bara ávani. — Hvernig lærðuð þér svona góða islenzku? — Á heimili foreldra minna í Winnipeg var alltaf töluð ís- lenzka, og maðurinn minn, Karl Þorláksson, var fæddur og upp- alinn á ísafirði. Við töluðum alltaf mikið sam- an íslenzku. Hann var mikill ís- lendingur í hjarta sínu — og eiginlega varð ég fyrst íslenzk, þegar ég giftist honum. — Hvenær var það? — Það var árið 1927. Hann var úra- og skartgripasali og kom vestur árið 1911 og lézt árið 1955. — Auk þess hef ég alltaf lesið ís- lenzku töluvert og fylgzt með því, sem er að gerast hér og tek- ið mikinn þátt í félagslífi íslend- inga í Winnipeg — en þar er nú mikið töluð enska, og líklegt að íslenzkan deyi út með minni kyn- slóð. — Er þá ekkerf sem kemur yð- ur hér á óvart. — Nei, eiginlega er landið eins og ég gerði mér það í hugarlund. Náttúrufegurð er hér meiri, en fyrir vestan. Hér er meira fyrir augað — en það er að ýmsu leyti þægilegra þar. Þar er ekk- ert nema sléttan og auðvelt yf- irferðar. — Annars er ég mjög hrifin af Reykjavík og útsýninu hér. Mér finnst yndislegt að horfa hér út á flóann og á Esjuna. Ég staðnæmist oft á göngu til að virða það fyrir mér. Ég hef haft mikla ánægju af förinni og er mjög þakklát ættingjum manns- ins míns, sem ég hef dvalið hér hjá. Fólkið og veðrið héfur verið dásamlegt — en auðvitað hlakka ég til að fara heim og sjá dreng- inn minn. Hann heitir Karl og er úrsmiður eins og faðir hans var. Að svo mæltu kvaddi blaða- maðurinn þessa vestur-íslenzku konu, sem átti frekar von á dauða sínum, en að komast í blöðin. Síldveiði að glæð- ast á Breiðafirði ÓLAFSVÍK, 26. ágúst: — Þrír bátar stunda síldveiði í reknet héðan og hafa 'gæftir verið léleg- ar undanfarna daga. í dag brá þó til hins betra og fengu bátarn- ir frá 40 til 87 tunnur. Var Týr aflahæstur. Síldin var mjög sæmileg og var hún öll fryst til beitu. STAKSTEIHAR Mikil vonbiigði „Þjóðviljinn" endurprentar f gær grein upp úr blaði komm- únista á ísafirði, þar sem úrslit siðustu alþingskosninfa eru, gerð að umtalsefni. Er þar m. a. komizt að orði á þessa leið: „Það er ástæðulaust að draga fjöður yfir þá staðreynd, að Al- þýðubandalagið og hin róttæka verkalýðshreyfing á íslandi varð fyrir verulegu fylgiistapi í ný- afstöðnum kosningum, en and- stæðingarnir brósuðu stundar- sigri. Þessi úrslit eru fylgismönnum Alþýðubandalagsins mikil von- brigði, sérstaklega vegna þess að málefnalega stóð það betur að vígi en aðrir flokkar.Það hafði tekið þátt í ríkisstjórn, sem vann sér margt til ágætis og naut þar af leiðandi vinsælda meðal al- þýðu“. Fáir munu verða til þess að taka undir ummæli kommúnista- blaðsins um það að vinstri stjórn in hafi unnið sér „margt tii ágæt- is“ og hafi „þar af leiðandi notiS vinsælda meðal alþýðu“. „Áhrifalausar horn- rekur“ Síðar í þessari sömu grein koni- múnista blaðsins, koma fram miklar áhyggjur þess yfir ástandi og horfum hjá flokki þess. Ræðir blaðið áfram, hversn dauflega horfi fyrir hinum svo kölluðu verkalýðsflokkum og kemst þá að orði m. a. á þessa leið: „Haldi þannig áfram, verða þessir flokkar fyrr en var- ir áhrifalausar hornrekur í ís- lenzkum stjórnmálum. Það má því ekki dragast öllu lengur að samstarf takizt á milli þeirra“. Kommúnistar eru hér enn á ný að spila hina gömlu samfylking- arplötu sína. Enn einu sinni snúa þeir sér tii Alþýðuflokksins með „samfylkingar“ tilboð. Hin mikla stjórnlist Öll blöðin gera í gær að um- talsefni þau ummæli „Þjóðviij- ans“ í fyrradag að griðasamn- ingur Hitlers og Stalins hafi fólg- ið í sér „óhjákvæmilega stjórn- list“. Alþýðublaðið kemst m. a. að orði um þetta á þessa leið í for- ystugrein sinni í gær: „íslenzka kommúnistablaðið tel ur það mikla stjórnlist af Stalín að gefa Hitler kost á þeirri hern- aðaraðferð að ætla fyrst að gera út af við Vesturveldin og iáta svo til skarar skríða við Rússa með úrslitasigur fyrir augum. — Litlu munaði, að Hitler tækist þessi fyrirætlun. Þrautseigja Vesturveldanna og síðar torleiði Rússlands, ásamt viðnámi rúss- nesku þjóðarinnar kom hins veg- ar í veg fyrir, að nazisminn legði undir sig heiminn. En vissulega er ástæðulaust að vegsama stjórn list Stalins. Griðasáttmáli hans við Hitler kostaði meðal annars millj. mannslífa í austurvegi' Ástin á Stalin íslenzkir kommúnistar, sem láta nú blað sitt dá hina mikln „stjórnlist“ Stalins og samninga hans við nazista, ala ennþá í brjósti sér einlæga ást til Stal- íns. Það er sama þótt Krúsjeff hafi stimplað hann sem brjálaðan ofbeldissegg, sem nær hafi leitt hrun og niðurlægingu yfir rúss- nesku þjóðina. „Þjóðviljinn", blað „Alþýðubandalagsins“ á ís- landi heldur samt áfram að veg- sama stjórnkænsku hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.